Dagur - 16.03.1944, Blaðsíða 7

Dagur - 16.03.1944, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 16. marz 1944 DAOUR 7 EFNALAIJGIN SKlRNIR VIÐ KAUPVANGSTORG — austurenda Caroline Rest — er tekin til starfa. Litum, kemiskhreinsum, bletthreinsum, pressum og tökum til aðgerðar fatnað, ef þess er óskað. Öll vinna fer fram undir eftirliti sérfræðings. — Höfum fullkomnustu fáanlegar vélar. Akureyri, 8. marz 1944. F. h. H/f Efnalaugin Skírnir VIGFÚS Þ. JÓNSSON. > ÞEIR, sem enn eiga ógreidd kirkju- og kirkjugarðsgjöld I % sín fyrir árið 1943, áminnast um að hafa greitt1 | þau fyrir 31. þessa mánaðar. 1 ) Gjöldin eiga að greiðast til gjaldkera kirkjunnar, Kristins ( I Jónssonar, Hal'narstræti 20, Akureyii. % SOKNARNEFNDIN. FRÁ LANDSÍMANUM Stúlka verður tekin til náms við Landssímastöðina hér. Eiginhandarumsóknir, þar sem getið er aldurs og menntunai', sendist undirrituðum fyrir 20. þ. m. Landssímast. 9. marz 1944. GUNNAR SCHRAM. AÐVÖRUN Að gefnu tilefni skal hér með vakin athygli á því, að án leyfis Viðskiptaráðs er óheimilt að liækka verð á framleiðslu- vörum, þjónustu, flutningum eða öðru, sem lög um verðlag nr. 3/1943 ná yfir. — Aukinn tilkostnaður veitir ekki rétt til að hækka verð, nema heimild Viðskiptaráðs komi til. Reykjavík, 26. febrúar 1944. AKUREYRARBÆR: Gjaldendur í Akureyrarkaupstað, sem enn hafa ekki greitt að tullu útsvör ársins 1943, eru áminntir um að gjöra full skil nú þegar. Að öðrum kosti verða útsvörin, ásamt áföllnum dráttarvöxtum afhent til lögtaksinnheimtu. Akureyri, 8. marz 1944. BÆ JARGj ALD KF.RIN N. \ Verðlagsstjórinn. ÍTILKYNNING Viðskiptaráðið hefir ákveðið eftirfarandi hámarksverð á. ■ kaffibæti: I heildsölu ............ kr. 6.30 pr.kg. í smásölu .............. kr. 7.40 pr. kg. Ofangreint verð er miðað við framleiðslustað. Annars stað-‘ ar mega smásöluverzlanir bæta við hámarksverðið sannanleg-' um sendingarkostnaði til sölustaðar og auk þess helmingi' umbúðarkostnaðar, þegar varan er send í trékössum. Ákvæði tilkynningar þessarar koma til framkvæmda að því . er snertir kaffibæti, sem afhéntur er frá verksmiðjum frá og( með mánudeginum 6. marz 1944. Reykjavík, 3. marz 1944. Verðlagssljórinn. Frá Húsavík Fimmtudaginn 17 .f. m. var hér haldinn almennur borgara- undur. Voru þar rædd mörg stærstu mál kauptúnsins og ýms- ar ályktanir og samþykktir gerðar. Eftirfarandi tillögur voru samþykktar þar í einu hljóði: Hafnarmál Húsavíkur. „Almennur borgarafundur, raldinn í Húsavík 17. febr. 1944, til þess að ræða helztu framtíðarmál kauptúnsins, lýsir yfir því, að hann telur þýðingar- mest og mest aðkallandi allra málanna, að fullgerð verði sem fyrst hafnargerð Húsavíkur með ayggingu skjólgarðs og bryggju til suðurs frá Húsavíkurhöfða, og vísar að öðru leyti til grein- argerðar þeirrar og nefndarálits sjávarútvegsnefndar, sem fylgdi frumvarpi því til breytingar á hafnarlögum fyrir Húsavík, sem lá fyrir Alþingi árið sem leið og öðlaðist staðfestingu sem lög. Leyfir fundurinn sér því að skora á ríkisstjórn og vitamála- stjórn að gefa samþykki sitt til þess að byrjað verði á verkinu á sumri komanda, og fer þess jafnframt á leit við ríkisstjórn og Alþingi, að veittur sé styrkur úr hafnarbótasjóði ríkisins, — þrjú hundruð þúsund krónur — á þessu og næsta ári til hafnar- gerðarinnar, og tillag ríkissjóðs á fjárlögunum 1945 og 1946 til verksins verði tvöfalt það, sem nú er“. Rafmagnsmál Húsavíkur. „Almennur borgarafundur, haldinn í Húsavík 17. febr. 1944, leyfir sér að fara þess á leit, að háttvirt ríkisstjóm noti nú þegar, ef óviðráðanlegar við- skiptahömlur eigi hindra, heim- ild þá, sem Alþingi hefir veitt henni til innkaupa fyrir Húsa- vík á efni í rafmagnslínu frá Laxárvirkjuninni til Húsavík- ur“. Það mun koma stundum iyr- ir, að snjallir hagyr&ingar, og jafnvel stærri skáldin, lendi í vandræðum, og algeru þroti, að ljúka við vísu og Ijóð, er þeir hafa í smíðum. — Sagði þá gamla fólkið, að þeir væru í „skáldavillu“. — Þótti það hið mesta ófremdarástand og trúði því, að á meðan svo stæði, tæk- ist þeim ekki að yrkja neitt er nýtilegt væri. — Þótti þá bezt til úrbóta að leita til annarra hagyrðinga, og fá þá til að Ijúka við vísuna eða Ijóðin. — Munu hagyrðingarnir — sumir að minnsta kosti — haía trúað þessu, eins og eftirfarandi frá- aögn bendir á. — Einhverju sirtni var Jón Mýr- dal, höfundur sögunnar Manna- murtur o. fl., á ferð í Eyjafirði. — Var það rétt fyrir jól. — Kom hann að Hleiðargarði, en þar var þá heimamaður Sveinn Sveinsson, er kallaður var Siglu- víkur-Sveirm, ágætur og kunn- ur hagyrðingur. — Gerði Jón boð fyrir Svein að firma sig að máli. — Er þeir hafa heilsast, spyr Sveinn hann tíðinda. Jón kvaðst fá kunna, þó sagði hann að sér hefði þótt það einkenni- legt, að hvar sem harm hefði hjá bæjum farið, hefði hann séð rrtenn draga hrúta rrúlli húsa. — Víða heíði hann líka komið og alls staðar séð hið sama, að hús- freyjur voru örmum hlaðnar við undirbúning jólanna. Heíði sér þá dottið í hug vísupartur, en sá væri rtú gallinn á, að ekki gæti hann fullgert hana, hvernig sem hann reyndi, yrði nú Sveirm að koma sér úr þessum vanda. — Væri vísuparturirm þarmig: Þessa daga inn og út endalaust er stritið, en þá hélt Sveinn þegar áfram og sagði: allir draga höldar hrút, hvar sem við er litið. Var það löngu síðar, að þeir Sveirm og Jón hittust á Akur- eyri. — Segir þá Sveirm, að nú verði Jón að borga sér hjálpina forðum, því að nú sé eins ástatt fyrir sér, og honum þá. — Hetði hann Iofað stúlku einni í Eyjafirði að gjöra vísu um hana og hest, er hún átti, og Fífill vmri kallaður. — Gæti hann ómögulega botnað vísuna. — Þvældist vísuparturinn stöðugt í huga, til stórra óþæginda og leiðinda, en það, sem fullgert væri, hljóðaði svo: Lífgaður FífiII, lands um dansar vengi, undir tundurs áa gná, þá segir Jón: eldi geldur dável sá. — ★ Páll hét maður, hann bjó á Kolgrímustöðum í Eyjafirði á seinni hluta 19 .aldar. — Hann var greindur maður og vel hag- orður. — Var það þá eitt sinn, að harm var staddur á hreppa- skilaþingi, eða öðrum álmerm- um sveitarfundi í Saurbæ. Var þar rrteðal annars rætt um, og reynt að koma „niðurf‘ sveitar- ómögum, sem óráðstaíaðir voru. — Varð alltíðrætt um einn þeirra, sem sveitarstjórn og fleirum þótti „þungur á“, illur viðureignar og heimtufrekur. — Féllu þar mörg og hörð orð í hans garð. — Páll sat þegjandi í sæti sínu og Iagði ekki til mál- anna, en er minnst varði, reis hann úr sæti sínu, gekk fram á gólfið, og mælti fram vísu þessa: Grimmra hunda hópur sá hugarró má skakka, skörpum törmum skella á skinhoraðan rakka. Varð steinhljóð í fundarsaln- um, en PáU gekk til dyra, tók hest sinn cg reið heim. ★ Karl einn i Eyjafirði átti fjórar dætur, allar fullvaxta, og voru þær heima hjá honum. — Var það þá eitt sinn, að sveit- ungi hans kom að máli við hann og leitaði hófa um að fá eihhverja þeirra í kaupavinnu dálítinn tíma. — „Vandkvæði eru á því,“ segir karl, því allar eru þær fatlaðar. — Er ein þeirra hölt í fæti, önnur er með einhverja himnu bólgu, sú þriðja er hrædd við þoku, og sú tjórða má aldrei fara á hvarf“. ★ „Það segi eg satt, að heldur vildi eg missa vænsta sauðinn minn en drenginn", sagði karl einn. — Sonur hans lá veikur og var þungt hald'tnn. „Almennur borgarafundur, haldinn í Húsavík 17. febr. 1944, leyfir sér að skora á ríkis- stjórn og Alþingi að standa sem einn maður væri, að ráðstöfun- um til þess að komið verði á, eigi síðar en 17. júní næstkomandi, fullkomnum stjórnarfarslegum sambandsslitum milli íslands og Danmerkur og stofnun lýðveldis á íslandi“. Fyrir vangá hefir grein þessi beðið birtingar alllengi. Er fréttaritari ,,Dags“ á Húsavík beðinn velvirðingar á. 20-30 þúsund manns víðsvegar á landinu lesa Dag að staðaldri. Auglýsendur! Athugið, að Dagur er bezta auglýsingablað dreifbýlisins.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.