Dagur - 23.03.1944, Blaðsíða 1
ANNALL
DAGS
Vorinngöngudagur var sl.
þriðjudag. Veður var þá lagurt,
sunnan andvari og glaða sólskin.
★
Almennur hreppsfundur var
haldinn í Dalvík fyrir skemmstu
til þess að ræða skiptingu Svarf-
aðardalshrepps. Beiðni um með-
mæli með skiptingunni lá fyrir
síðasta sýslunefndarfundi, en var
vísað heim vegna ónógs undir-
búnings, — þurfti að halda al-
mennan hreppsfund. A fundin-
um fyrir skemmstu var sam-
þykkt mótatkvæðalaust að
skipta hreppnum, og fer skipt-
ingin því sennilega fram áður en
langt um líður.
★
Aflahviðu gerði á verstöðvun-
um hér út með firðinum í fyrri
viku, en nú er henni lokið og
afli rýr. Fiskurinn er mestallur
lagður inn á hraðfrystihús K. E.
A. á verstöðvunum.
★
Vísitalan í yfirstandandi mán-
uði er 265 stig, 2 stigum hærri
en í febrúar.
★
Frá bæjarstjóm. — Bæjarstjóm
hélt fund sl. þriðjudag. Skipu-
lagsuppdrátturinn nýi var m. a.
til umræðu og hafði Bygginga-
nefnd samþykkt hann fyrir sitt
leyti. Uppdrættinum var vísað
til álitsgerðar Veganefndar.
★
Talsverðar viðsjár urðu á milli
Erlings Friðjónssonar og komm-
únista um lán Samkomuhúss
bæjarins 1. maí næstk. Hús-
eignanefnd hafði falið Guðbirni
Bjömssyni, húsverði, að ráðstafa
sölum bæjarins. (Einn kommún
isti í sæti í nefndinni). Verklýðs-
félag Akureyrar (E. F.) hefir haft
húsið til umráða 1. maí ár hvert
í sl. 11 ár. Nú hafði fulltrúaráð
verklýðsfélaganna sótt um það
til húsnefndar, að það fengi hús
ið 1. maí. Nefndin vísaði til fyrri
ákvarðana um það, að Guðbjöm
Bjömsson ráðstafaði húsinu
þann dag, sem aðra, og hafði
hann þegar gefið Verklýðsfélagi
Ak. loforð um húsið. Bæjarstj.
sá ekki ástæðu til þess að gera
undantekningu með það, að
skipta sér af húsráðstöfuninni
Hefir Verklýðsfélag Akureyrar
því Samkomuhúsið 1. maí n.k.,
eins og undanfarin ár.
< >
< >
NÝJA BÍÓ
sýnir í kvöld kl. 9:
: Grænadalsfjölskyldan<
J JFöstudaginn kl. 9:
‘ ’ Eg giftist galdrakind
J JLaugardag kl. 6:
Eg giftist galdrakind
< >
< >K1. 9:
! > Grænadalsfjölskyldan
J JSunnudaginn kl. 3:
<>/ hjarta og hug
>K1. 5:
Grænadalsfjölskyldan
^Kl. 9:
Eg giftist galdrakind
>♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦
LL
XXVII. árg.
Akureyri, fimmtudaginn 23. marz 1944
12. tbl.
AKUREYRI ER MESTI SKI PASMlÐABÆR LANDSINS
Skipasmíðastöðvar hér hafa smíðað 449
smálestir skipastóls síðan 1940
Framtíð þessa iðnaðar mikið hagsmuna-
mál fyrir bæ og hérað
^TVINNUMÁLARÁÐU-
NEYTIÐ hefir nýlega gert
fyrirspurn til skipasmiða og
skipasmíðastöðva um það, hver
sé að þeirra áliti aðalorsök þess,
að vélskipasmíðar hér á landi
séu svo dýrar, sem raun ber
vitni, samanborið við verð skipa
erlendis og hvaða ráðstafanir
þurfi að gera til þess að tryggja
framtíð innlendra skipasmíða.
1 tilefni þessarar fyrirspurnar,
svo og vegna ráðstafana ríkis-
valdsins til þess að útvega fiski-
skip fyrir íslendinga í Svíþjóð,
eru skipasmíðamálin mjög á
dagskrá á meðal iðnaðarmanna
hér, svo sem sjá má af frásögn af
fundi Iðnaðarmannafélags Ak-
ureyrar, sem birt er í blaðinu í
dag. Akureyri er orðinn mesti
skipasmíðabær landsins, og hefir
alla aðstöðu til þess að halda
áfram að auka þennan iðnað, ef
þannig er búið að honum í
landinu, að lrann eigi sér lífs
von. Islendingar hafa smíðað
1505 smálestir skipastóls á árun-
Aðalfundur Iðnaðar
mannafélags Akur-
eyrar mótmælir
styrkveitingum af
almannafé til skipa-
kaupa erlendis frá
^ÐALFUNDUR Iðnaðar-
mannafélags Akureyrar var
haldinn sl. sunnudag. Ritari fé-
lagsins, Vigfús Friðriksson, átti
að ganga úr stjórninni að þessu
sinni, en var endurkosinn.
Stjórn fél. skipa nú, auk hans,
Indriði Helgason, formaður og
Stefán Árnason, gjaldkeri, en
varastjórn Guðmundur Guð-
laugsson (form.), Þorsteinn Da-
víðsson og Gaston Asmundsson.
Eggert Melstað er aðstoðar-
gjaldkeri félagsins. — í skóla-
nefnd félagsins eiga sæti: Guð-
jón Bernharðsson, Gaston Ás-
mundsson og Guðm. Guðlaugs-
son. Endurskoðendur reikninga
félagsins og iðnskólans voru
endurkosnir: Halldór Halldórs-
son og Þorst. Davíðsson.
Fjárhagur félagsins stendur
nú með miklum blóma. Nam
(Framh. á 8. sltfu).
Verður hann í kjöri við
forsetakosningarnar?
um 1940—1943 og skiptist smá-
lestatalan þannig ntilli helztu
skipasmíðabæjanna:
Akureyri ......... 449 smálsetir
ísafjörður ....... 332 smálestir
Akranes .......... 192 smálestir
Hafriarfjörður . . 152 smáestir
Vestm.eyjar .... 143 smálestir
Samtals 1268 smálestir
Auk þess hafa 8 bátar, samtals
237 smálestir verið smíðaðir á
ýmsum öðrtim stöðum. Þessar
tölur eru samkvæmt skipa-
skránni. Af henni er ekki að sjá,
að Reykjavík hafi neina skipa-
smíðastöð eða hafi byggt eiti
einasta skip á þessum árum.
Af þessu verður ljóst, að það
er ekkert aukaatriði fyrir bæ og
hérað, hvernig búið verður að
skipaiðnaðinum í framtíðinni,
ekki sízt, þar sem Akureyrarbær
er nú að undirbúa sköpun nýrra
hafnarmannvirkja, þar á meðal
dráttarbrauta á Oddeyrartanga,
og aukin skipasmíði og útgerð
liér í bænum, er vitaskuld bezta
tryggingin fyrir því, að þessi
mannvirki beri sig þá tímar líða.
Útlitið fyrir iðnaðinn er þó
allt annað en glæsilegt.
Dýrtíð og skipulagsleysi eru
höfuðorsakirnar fyrir því, að ís-
lenzkar skipasmíðar fá ekki stað-
izt samkeppnina við erlendar
stöðvar, og mun það bezt koma í
ljós, ef horfið verður að því ráði,
að kaupa fjölda fiskiskipa frá
Svíþjóð, með aðstoð ríkisins, því
að þá má teljast líklegt, að ís-
lenzkar skipasmíðar falli alveg
niður á næstu árum, nema ríkið
ívilni þessum iðnaði stórkost-
lega. Málum er þannig háttað
nú, að hár tollur er tekinn af
flestöllu efni, er til skipasmíð-
anna þarf, og er reiknaður ofan
á há farmgjöld, svo sem af öðr-
um vörum. Fullur þungi dýrtíð-
arinnar fellur því á þessar vörur.
Gunnar Jónsson, yfirsmiður
við Skipasmíðastöð K. E. A. hér
í bænum, lét eitt sinn svo .um-
mælt í viðtali við ,,Dag“, að það
væri fullkomið áhyggjuefni, að
tækni í skipasmíði erlendis
fleygði frarn með ári hverju
meðan við byggjum við sömu
vinnubrögð hér ár eftir ár.
Lagði hann til, að valdir íslenzk-
ir skipasmiðir yrðu sendir til
Ameríku til þess að kynna sér
hagnýtari vinnuaðferðir. Þessari
tillögu var vel tekið, m. a. í sum-
um sunnanblöðunum, en síðan
(Framhald á 8. sííta.)
Talsverð hreyfing er tyrir því í Bauda
ríkjunum að fá Douglas MacArthur hers
höfðingja til þess að vera í kjöri af hálfu
Rcpúblíkana við forsetakosningamar á
þcssti ári,
Karlakórinn Geysir
hélt samsöng, undir stjórn Ingi-
mundar Árnasonar, í Nýja-Bíó
sl. sunnudag fyrir troðfullu húsi
áheyrenda. Á söngskránni voru
12 lög eftir íslenzka og erlenda
höfunda. Síðasti kafli söng-
skrárinnar var með píanóundir-
leik og annaðist frú Þyri Eydal
hann. Einsöngvarar kórsins
voru að þessu sinni: Ragnar
Stefánsson, Henning Kondrup,
Kristinn Þorsteinsson og Her-
mann Stefánsson. Gerðu þeir
allir hlutverkum sínum góð og
ágæt skil.
Söng kórsins var vel fagnað,
og varð hann að endurtaka
mörg laganna og syngja auka-
lag. —Þótt stundum hafi verið
þýðari og samræmari blær yfir
söng kórsins — einkum 1. ten-
órs — en að þessu sinni, var
þróttur Geysis og raddfylling
hin sama og áður. Hin mikla og
sívaxandi aðsókn að sam-
söngvum kórsins sýnir og ljós-
lega, að bæjarbúar kunna vel að
meta hvers virði það er fyrir
menningar- og skemmtanalíf
hér í bænum að eiga svo ágæt-
an karlakór eins og Geysir er,
enda mun það sannast orða, að
hann stendur í fremstu röð
meðal hinna mörgu karlakóra
hér á landi. Ego.
Fjársöfnun um land allt til hjálpar
nauðstöddum börnum
Brautryðjendastart Akureyrarbarnanna ber
góðan árangur
pRA því hefir verið skýrt hér
í blaðinu í s. 1. desember-
mánuði, að skólabörnin hér á
Akureyri, undir Jeiðsögn skóla-
stjóra og kennara, heíðu byrjað
fjársöfnun til styrktar nauð-
stöddum börnum meðal ná-
grannaþjóðanna.
Börnin lögðu vasaura í sjóð-
inn, unnu við að búa til alls
konar muni, sem þau seldu til
ágóða fyrir sjóðinn o. s. frv. Ar-
angurinn hefir orðið ágætur.
Sjóður barnanna er nú orðinn
röskar 7000 kr. Börnin hafa
sýnt málinu mikinn og lofsverð-
an áhuga. Foreldrar og aðstand-
endur hafa réttilega skilið, að
með þessu starfi unnu þau
mannúðarstarf, sem jafnframt
hafði nokkuð uppeldislegt gildi
fyrir þau sjálf. Starf barnanna
hér vakti nokkra og verðskuld-
aða athygli. Leitað var eftir
tækifæri til þess að koma ein-
hverri hjálp þegar til norskra
barna, í gegnum sænsku hjálp-
arstarfsemina og mun von um
að takist að koma einhverri
hjálp, t. d. íslenzku þorskalýsi,
til þeirra á næstu mánuðum.
Þótt áhugi hér hafi verið lofs-
verður, dugar það vitaskuld
skammt, ef engir nema Akur-
eyrarbörnin hefðu sinnt málinu.
En nú hafa þau tíðindi gerzt, að
Samband islenzkra barnakenn-
ara hefir, fyrir tilmæli héðan,
tekið málið upp og kosið fram-
kvæmdanefnd til þess að annast
söfnunina um land allt. Er þess
að vænta, að kennarar og for-
eldrar annars staðar á landinu
taki málinu jafn vel og vinsam-
lega og hér hefir verið gert, og
að sjóðurinn megi verða þess
umkominn, að linna þjáningar
og auka lífsvon margra barna
meðal hinna^ hartleiknu ná-
grannaþjóða okkar.