Dagur - 23.03.1944, Page 8
DAGUR
Fimmtudagur 23. marz 1944
ÚR BÆ OC BYCGÐ
Kirkjan. Messað í Akureyrar-
kirkju næstk. sunnudag kl. 2 e.
h. Séra Benjamín Kristjánsson
prédikar.
Guðsþjónuatur í Grunclarþinga-
prestakalli: Kaupangi, Pálmasunnu-
dag, 2 e. h. — Munkaþverá, Skírdag,
kl. 1 e. h. — Möðruvöllum, Föstudag-
inn langa, kl. 1 e. h. — Hólum, Páska-
dag, kl. 12 á hád. — Saurbæ, sama
dag, kl. 3 e. h. — Grund, 2. pásadag,
kl. 1 e. h.
Barnastúkan „Samúð" heldur fund
næstk. sunnudag kl. 10 f. h. í bind-
indisheimilinu Skjaldborg. C-flokkur
skemmtir og fræðir. Allir á fund!
Vinnusjóði Kristneshælis hafa bor-
izt þessar gjafir: Kvenfél. Þistilfjarð-
ar 30 kr. — Frú X. kr. 100. — A. S.
100 kr. — Áheit kr. 20. — Frú G. R.
200 kr. — Áheit 50 kr. — Hótel
Norðurland, ágóði af kvikmyndasýn-
ingu 1. marz kr. 200. — Ingunn Ei-
ríksdóttir, Ak., 50 kr. — Beztu þakk-
ir. — Jónas Rafnar.
Framsóknarfélag Akureyrar heldur
fund í Skjaldborg næstk. mánudags-
kvöld kl. 8.30 Þar fer fram kosning
fulltrúa á flokksþing. Kvikmynd verð-
ur sýnd til skemmtunar. — Þá efnir
félagið til dansleiks í Samkomuhúsi
bæjarins næstk. laugardagskvöld fyr-
ir félagsmenn og gesti og hefst kl.
10.30. Hljómsveit Óskars Ósbergs
leikur. Aðgöngumiðar í Samkomuhús-
inu frá kl. 4 á laugardag.
Hjónaefni. Ungfrú Hrönn Krist-
jánsdóttir frá Dalvík og Karl Jóna-
tansson hljómsveitarstjóri.
Kvenfélaéið Voröld efnir til
skemmtisamkomu í þinghúsi Önguls-
staðahrepps, að Þverá, laugardaginn
25. marz næstk. Hefst kl. 9 e. h. —
Ágæt músik. Kaffi verður til sölu á
staðnum.
Kvermadeild Slysavarnaféla£sins
heldur fund í Verzlunarmannahúsinu
31. marz næ^tk. kl. 9 e. h. — Kosning
fulltrúa á landsþing. Skemmtiatriði.
Aðalfundur Starfsmannafél. K. E.
A. verður haldinn í starfsmannasaln-
um næstk. þriðjudagskvöld kl. 8.30.
Iðnaðarmannafélagið
(Framhald af 1. s(ðu.)
skuldlaus eign þess um síðustu
áramót kr. 71.682.52.
Svohljóðandi ályktun var
samþykkt á fundinum með sam-
hljóða atkvæðum allra fundar-
manna:
„Aðalfundur Iðnaðarmanna-
félags Akureyrar, haldinn 18.
marz 1944, lítur svo á, að svo
einhliða ráðstafanir sem þær,
er ríkisvaldið hefir nú gert til
skipakaupa erlendis, muni, —
ef framkvæmdar verða svo
sem nú horfir án nægilegs tillits
til íslenzks iðnaðar og atvinnu-
lífs, — leiða af sér mjög alvar-
lega hnekki fyrir skipasmíða-
iðnað landsmanna. Mótmælir
fundurinn því eindregið þeirri
stefnu, að varið verði stórfé úr
ríkissjóði til styrktar slíkum
skipakaupum til samkeppni við
íslenzkar skipasmíðastöðvar.
Skorar fundurinn því á ríkis-
stjóm og Alþingi, að opinberar
ráðstafanir verði gerðar til
styrktar innlendum skipasmíða-
iðnaði, svo að hann eigi falli
niður á yfirstandandi erfiðleika-
tímum, svo sem með:
1. Eftirgjöf á tollum af efni-
vöru.
2. Lækkun farmgjalda.
3. Verðjöfnun á þeim skip-
um, sem nú er samið um kaup á
erlendis og hinum, sem heegt
veeri að byggja innanlands,“
Skipasmíðarnar
(Framhald a£ 1. síðu.)
lognaðist málið út af. Ekki mun
þó leika vafi á, að aukin tækni
og betri vinnubrögð, mundu
gera hlut þessa iðnaðar mun
betri í samkeppni við erlendar
stöðvar.
Það virðist augljóst, að nauð-
synlegt sé, að gera gagngerðar
breytingar á þeirri aðstöðu, sem
íslenzkir skipasmiðir eiga nú við
að búa. Afnám tolla, ívilnun
með farmgjöld, og allsherjar
skipulag á efnisútvegun, álagn-
ingu og nauðsynlegri aukningu
á skipastólnum yfir vist árabil,
eru verkefni sem bíða úrlausnar.
Landsmenn og stjórnarvöld
verða að ákveða hvort þessi iðn-
aður eigi að lifa í landinu. Ef
ekkert verður að gert annað en
vinna að útvegun erlendra fiski-
skipa, er ekki annað sýnt, en
þessi vísir til blómlegs og þjóð-
nauðsynlegs iðnaðar muni falla
og eyðast á næstu árum.
Leikfélag Dalvíkur
(Framhald af 7. síðu).
enda nær Kristín Stefánsdóttir
föstum tökum á því og fer vel
með, en óhætt hefði virzt að lofa
hinum viðkvæma streng að
hljóma, þegar tækifærið kom.
Hlutverk Erlu er hluíverk mögu-
leikanna í leik þessum, en við-
sjárvert og tekst Bergþóru Jóns-
dóttur vel að sneiða hjá hættun-
um og ber furðu lítið á ,,dauð-
um blettum", sem annars vilja
koma fram, þegar leikur verður
að vera „sterkur" með köflum.
Marinó Þorsteiusson hefir auð-
sjáanlega komizt í vanda með
vandræðamanninn V?l, en Mari-
nó er orðinn leiksviðsvanur og
engin raun verður honum að
fótakefli. Hlutverk Gríms er lít-
ið, en laglega meðfarið hjá
Hjálmari Júlíussyni. Auðséð er
að leikendur hafa skilið hlut-
verk sín rétt og samleikur er
góður og leikurinn gengur jafnt
og snurðulaust á sviðinu. Leik-^
stjórn annast Sigtýr Sigurðsson.
Sviðin eru tvö, beiiingaskúr og
eldhús, og eru þau eðlilega út-
búin. Sama er að segja um veðra-
gný og brimhljóð.
Það má óska L. D. til ham-
ingju með góða byrjun og höf-
undi leiksins bera þakkir fyrir
verkefnið.
Áhorfandi.
AKTYGI
Verð kr. 300.00
Jám- og glervörudeild.
Ný kjólföt
á meðalmann
til sölu í
VERZLUNINNI ESJU
NÝK0MIÐ
fyrir börn:
Peysur,
Goltreyjur,
Leistar,
Buxur (jessy og flónel),
Nærskyrtur
(Jessy og ull),
Náttföt,
Kjólar,
Pils (fellt),
Gallar, fl. st.
Kot,
Skriðföt,
o. m. fl.
VERZLUNIN L0ND0N
ril sölu
notaður miðstöðvar-
ketill (meðalstærð).
Sverrir Þór, sími 112.
Vélb. Hermann,
sem stendur á landi í
Húsavík, er til sölu.
Bátur og vél nýlegt.
Björn Halldórsson,
lögfræðingur.
BLIKKBAUKAR
SUPUJURTIR
nýkomnar.
Fást í bréfum á kr. 1.50 og kr. 2.00
Kaupfélag Eyfirðinga
Nýlenduvörudeild
4 kýr,
síðbærar og 17 ær til sölu í vor.
EGILL ÁSKELSSON. Þrastarhóli.
Hefi til sölu
nokkra fola og reiðhesta. Get
einnig útvegað dráttarhesta.
GESTUR IÓNSSON,
Gránufólagsgötu 53.
miðstöðvarketill
(Logana) til sölu og sýnis í
Ámesi.'Glerárþorpi.
GÍ5U EIRÍKSSON
VEGNA AUKiNNAR AÐSÓKNAR
geta nokkrar stúlkur fengið atvinnu nú þegar.
Sömuleiðis vantar konur til þess að gera hreint.
hreint.
Gildaskáli K.G.A.
plefi opnað
> nýja bóka og ritfangaverzlun
fBÓKABÚÐ RIKKU
Aí Hafnarstræti 83.
Nýjar íslenzkar bækur í úrvali; einnig<
ýmsar eldri bækur með lága verðinu.'
Friðrika Friðriksdóttir.
TIL SÖLU
Tilboð óskast í eftirfarandi fasteignir Jóhönnu Sigurðar-
dóttur, Brekkugötu 7, Akureyri:
1. Hamarkotstún.
2. Tún við Þórunnarstræti.
3. Lóðir og fjós við Oddeyrargötu.
Tilboðum sé skilað til dr. Kristins Guðmundssonar fyrir
15. apríl n. k. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði
sem er, eða hafna öllum.
FOKDREIFAR.
(Framhald af 4. síðu).
bæjarins. Þessum hluta gilsins virðist
sjálfvalið nafn: Laugarskarð ó garð-
urinn að heita, — ekki í höfuðið á
hinum fræga sögustað Forn-Grikkja,
heldur til minningar um heilsulind
bæjarbúa, sundlaugina, sem er þama
efst í gilinu. Þeim enda gilsins, er að
henni veit, á að loka með veglegri og
stílfagurri byggingu, yfirbyggðri sund-
laug til kennslu að vetrinum og nauð-
synlegum búnings- og snyrtiklefum
fyrir báðar laugarnar. Þak þeirrar
byggingar ætti að framanverðu að
mynda göngubrú, er tengdi saman
Suður- og Norðurbrekkuna, og tæki
af mönnum þann mikla og bagalega
krók, sem nú er á þeirri leið. Neðan
við þessa byggingu ætti svo að koma
stílhreinn og eðlilegur skrúðgarður
með miklum trjá- og blómgróðri. All-
vatnsmikill lækur rennur þarna um
gilið. Farvegi hans ætti að breyta
sem minnst, aðeins að hreinsa hann
og bæta í hann vellöguðu hraungrýti
til prýðis og jafnvel og setja þar
smáfossa og tjarnir til augnagamans
og yndisauka. Þau fáu hús og ljótu
skúra, sem nú eru til óprýði og
þrengsla á þessu svæði, þurfa að
hverfa sem allra fyrst, eins og raun-
ar mun vera ráð fyrir gert á skipu-
lagsuppdrætti bæjarins. En umfram
allt: Það þarf að hefjast handa um
að prýða og friða þennan stað — ein-
mitt í sambandi við þau mannvirki,
sem nú er verið að gera þarna. Skóla-
fólkið í bænum myndi vafalaust fúst
til að leggja á sig mikið starf í þessu
skyni, ef forráðamenn bæjarins láta
aðeins ekki sinn hlut eftir liggja að
skipuleggja framkvæmdirnar og láta
því í té hæfilega og örugga verk-
stjórn.
r*G ER SANNFÆRÐUR UM, að
Laugarskarð mun í framtíðinni
verða einhver fegursta og dýrmæt-
asta perlan í hópi allra garða og op-
inna svæðí í þessum bæ, ef rétt og
Amerískar bækur
og tímarit
Bókabúð Rikku
Hafnarstrœti 83
Decora Colors
litakassar
fyrir alls konar taumálningu,
strokleður, teiknibólur o. m.
fl. fæst í
Bókabúð Rikku
Hafnarstrœti 83
Aladin-lampar
Glóðarnet
Glös
Kveikir
K. E. A.
Jám- og glervörudeildin.
skynsamlega er haldið á þeim mögu-
leikum, sem þar eru til reiðu frá nátt-
úrunnar hendi, og deyfð og sinnuleysi
draga ekki enn allar framkvæmdir á
langinn og úr hófi fram.