Dagur - 30.03.1944, Blaðsíða 2

Dagur - 30.03.1944, Blaðsíða 2
2 DAGUR Fimmtudagur 30. marz 1944 FJÁRMÁLASTEFNA JÖRUNDAR HUNDADA6AKÓNGS Jörundur hundadagakóngur svo að lÁ af gróða útgerðarinn- lofaði íslendingum frelsi og ar er skattfrjáls. Ingólfur hvetur miklum framförum, en jafn- framt hét hann þeim að losa þá við allar skattgreiðslur. Hinum grunnhyggnari mönn- um geðjaðist prýðilega að þess- ari fjármálastefnu. Þeim fannst girnilegt að fá alls konar fríðindi og hlunnindi fyrir ekki neitt, þurfa ekkert á sig að leggja fyrir stórlega bætt ástand sér til handa. Á þessari fjármálastefnu hundadagakóngs virðist nú brydda nokkuð á Alþingi. Þrír flokkarnir, Sjálfstæðisfl., Alþýðufl. og Sósíalistar, komu sér saman um að afnema verð- lækkunarskattinn. Þetta hefir þær afleiðingar, að annað hvort verður ekki komizt hjá stórfelld- um tekjuhalla, eða skera verður niður verklegar framkvæmdir. Framsóknarflokkurinn var á móti "þessu tiltæki hinna flokk- anna. Hann lítur svo á, að fyrsta fjármálaskylda Alþingis sé að afla ætíð nægilegra tekna til þess að mæta útgjöldunum. Þegar stjórnin sá fram á, að hún gæti ekki framkvæmt fyr- irmæli Alþingis nema að fá tekjuauka, spurðist hún fyrir um, hvort flokkamir vildu fall- ast á 20% álag á tekjuskattinn. Framsóknarflokkurinn svaraði, 'að hann vildi helzt framleng- ingu á verðlækkunarskattinum, en fengist því ekki framgengt, væri hann reiðubúinn að sam- þykkja tekjuskattsálagið. Voru þessar undirtektir í fullu sam- ræmi við þá fjálmálastefnu flokksins að sjá verði um, að tekjur séu fyrir hendi til þess að vega upp móti þeim útgjöld- um, er þingið samþykkir. Hinir flokkamir þrír svöruðu málaleitun stjórnarinnar allir í einum kór með blákaldri neitun. Stjómin hafði þá ekki önnur ráð en beygja sig fyrir vilja meiri hluta þingsins. Þjóðin heimtar miklar fram- farir, en miklar framfarir kosta mikla peninga. Þess vegna eru háir skattar á stórgróða óhjá- kvæmilegir, ef sinna á umbóta- kröfunum. Meiri hluti þingsins — íhald og verklýðsfulltrúar — er fús að samþykkja útgjaldatillögur, en jafnframt vill hann skera niður skattana. íhaldið gerir þetta af hlífð við stórgróða- menn, en kommúnistar til að valda sem mestri upplausn. Á vetrarþinginu í fyrra hjálp- uðu kommúnistar íhaldinu til fella niður úr dýrtíðarlögunum ákvæðið um afnám skatthlunn- inda stórgróðafélaga. Á þinginu síðastliðið haust töfðu komm- únistar í efri deild eignaauka- skattsfmmvarpið, unz séð varð, að það myndi ekki komast fram á því þingi. Ingólfur á Hellu fræðir les- endur „Bóndans“ á því, að ná- lega allt, sem útgerðarmenn þéna, sé tekið í skatta, og þykir því að sú stétt sé hart leikin af löggjafanum. Samt er það nú bændur til að ganga í flokk með stórútgerðarmönnum, lík- lega til að vinna að því, að þeir fái meiri skatthlunnindi. Fyrr en varir má búast við að tómahljóð verði í kassanum vegna fjármálastefnu meiri hluta þingsins — stefnu hunda- dagakónganna á Alþingi. SAMKEPPNI ~ ÆTTJARDARLJÓÐ Þjóðhátíðarnefnd lýðveldisstofnunar á íslandi hefir ákveðið að stofna til samkeppni meðal skálda þjóðarinnar um alþýð- legt og örvandi ljóð, er gæti orðið frelsissöngur íslendinga. — Heitið er 5000 króna verðlaunum fyrir ljóð það, er telst þees maklegt. Frestur til þess að skila ljóðum er ákveðinn til 20. apríl n. k. kl. 12 á hádegi, og skal þeim skilað á skrifstofu nefndarinnar í Alþingishúsinu. Hafið þér lesið RAUÐAR STJÖRNUR eftir Jónas Jónsson frv. ráðherra Hann ritar þar um: Stríð kommúnista við öxulríkin, Helgi ís- lenzkra fornrita, Nauðungartvíbýli í íslenzkum kaupstöðum, And- lát Húsavíkur-Lalla, Mr. Ford og Bolsévíkar, í fylgd með Leon Blum og fleira. Lesið þessa bók. Hún er skemmtilega rituð, eins og allt, sem lónas Jónsson ritar. Bókin er 205 bls. og kostar aðeins kr. 15.00. Fæst hjá bóksölum um allt land. Innilega þökk vottum við ykkur öllum, er sæmduð okkur gjöfum og heillaóskum í tilefni af tuttugu og fimm ára hjú- skaparafmæli okkar. Alveg sérstaklega þökkum við ykkur ógleymanlega samverustund. Indíana Sigurðardóttir, Finnur Kristjánsson, Ártúni. SAMKEPPNIUM HÁTÍÐARMERKI Þjóðhátíðarnefnd lýðveldisstofnunar á íslandi hefir ákveðið að bjóða til samkeppni meðal dráttlistarmanna um hátíðar- merki við fyrirhuguð hátíðahöld 17. júní n. k. Heitið er 2000 króna verðlaunum fyrir bezta uppdrátt. Frestur til að skila uppdráttum er ákveðinn til 1. apríl n. k., kl. 12 á hádegi, og skal uppdráttum skilað fyrir þann tíma á skrifstofu nefndarinnar í Alþingishúsinu. Þjóðhátíðarnefndin HOLL FÆÐA! Soyabaunir Súrkál (Sauerkraut) Tómatsafi KAUPFÉLAG EYFIRÐIN6A — nýlenduvÖTudeild. SOGN OG SAGA ---Þjóðfræðaþættir „Dags“- ARI SÆMUNDSEN (Framhald). fræði, stjömufræði og lögum, skrifari með afbrigðum og glöggur reikningsmaður. Hann kunni vel dönsku, en skildi auk. þess þýzku og ensku, sem hann lærði á efri árum sínum. Hann var og laglega hagmæltur. Bezt af öllu lét honum þó söngfræði, og hafði hann yndi af að fræða námfúsa unglinga í henni og tala um hana.1) Hann varð fyrstur manna til að rita bækling um söngregl- ur og gefa hann út; hann heitir: Leiðarvísir til að spila á langspil og til að læra sálmasöng eftir nótum. Akureyri 1855. — Ekki mátti Ara efnaðan kalla, en jafnan var hann bjargálnamaður og hafði nóg fyrir sig og sína; gestrisinn var hann og mesti öðlingur, þegar á reyndi. Svo sem áður er sagt, vom þau hjón barnlaus, en þau tóku nokkur börn í fóstur, sum lengur og sum skemur, en að kjörsyni tóku þau bróðurson Sigríðar, Pétur Júlíus Jósefsson,2) ólu hann upp og arfleiddu hann að öllu sínu. — Ari bjó síðast í húsi því á Akureyri, er enn stendur norðan við stæði gömlu kirkj- unnar, á bak við hús Davíðs Sigurðsonar trésmiðs. Var það þá kallað Sæmundsens-hús. Hann dó þar 31. dag ágústmánaðar 1876 J) Söngfræði hefir Ari vafalaust lært af Magnúsi Stephensen í Viðey, og þó líklega mest af Pétri Ottesen í Svignaskarði, sem var söngfróður og söngelskur vel og smíðaði sjálfur langspil. 2) Jósef Grímsson, faðir Péturs, bjó á Stokkahlöðum; hann drukknaði í Eyjafjarðará sumarið 1844. — Pétur Sæmundsen var lengi verzl- unarstjóri ó Blönduósi; hann dó 4 Akureyri 1914. og var jarðaður 12. dag sept. Líkræðuna flutti séra Jón Austmann í Saurbæ. Ari Sæmundsen var meðalmaður á hæð, liðlega vaxinn, svip- hreinn og sléttur í andliti, snyrtilegur í klæðaburði og bar sig vel á velli, gleðimaður og kunni sig vel. Hann var smámæltur og of- urlítið blæstur í máli; hætti honum við að nota 1-hljóð of víða og sagði t. d. sem næst Ali Hlæmunhlen, þegar hann nefndi nafn sitt. Átti hann því erfitt með að kenna bömum að lesa, og eru til hlægilegar frásagnir af því, en skriftarkennari var hann ágætur, svo sem skrift þeirra Eggerts Laxdals verzlunarstjóri og Odds C. Thorarensens lyfsala bera bezt vitni um, en þeir lærðu báðir að skrifa hjá Ara. Hann átti það til að vera ofurlítið hæðinn og hrekkjóttur, en allt var það græskulaust, því að hann var maður hreinskilinn og vandaður. Helzt er til þess tekið, að hann hafi hrekkjað séra Hallgrím Thorlacius, þegar þeir voru í sambýli á Munkaþverá, enda var prestur fjörmaður og mesti glanni inni við beinið. Elduðu þeir einatt grátt silfur og veitti ýmsum betur. Einu sinni t. d. hrekkjaði séra Hallgrímur Ara með því að hengja upp vatnsfötu í göngunum á Munkaþverá og bjó svo um. að þegar Ari gekk um göngin, steyptist yfir hann úr fötunni. — Ari hefndi sín á móti, þegar prestur stóð í smiðju og smíðaði hestajám; fór Ari upp á smiðjuna og lét frosinn hnaus falla inn um strompinn ofan í eldinn hjá presti, svo að sindrin þeyttust í allar áttir. Nokkuð var Ari hégómlegur, en þó ekki verulega um skör fram, að dómi sinnar tíðar. Hann vildi gjarna láta titla sig administrator, og var svo oftast gert. — Eitt sinn var hann staddur á jólum á Munkaþverá og gisti hjá Jóni bónda Jónssyni yngra. Bar að messa þar að morgni, og bjuggust allir við að Ari mundi ætla sér að hlýða messu, því að hann var manna kirkjuræknastur; en snemma morguns sýndi hann á sér fararsnið og kvaðst ætla beina leið til Akureyrar. Lagði Jón bóndi að honum að doka við (Framhald).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.