Dagur - 30.03.1944, Blaðsíða 6

Dagur - 30.03.1944, Blaðsíða 6
DAQUR Fimmtudagur 30. marz 1944 e #/œm sr£/y/i/#eyAt (Framhald). hrakið með straumnum hingað niður eftir. Bárumar höfðu vagg- að því upp við brúarstólpana. Reinhardt lögreglustjóra þótti samtal sitt við Heydrich ríkis- t emdara hafa tekist með ágætum. Nú bar aðens einn skugga á Glasenappmálið, — hann átti eftir að hafa upp á stúlkunni. Hver var Milada? Ef hún vissi, að Glasenapp hafði framið sjálfsmorð, þá var bráð nauðsyn að ná tangarhaldi á henni og kefla hana, áður en nokkuð gæti frétzt frá henni. Ekki var ólíklegt að liðsforingjamir, félagar Glasenapps, gætu gefið einhverjar upplýsingar um ástar- ævintýri hans. Reinhardt leit upp úr skjölum sínum þegar Patzer höfuðsmanni var vfsað inn á einkaskrifstofuna, og muldraði eitthvað, sem átti að merkja „Heil Hitler". „Mér er sagt, að þér hafið reynst okkur mjög hjálpsamur," bætti hann við, eftir að hafa mælt Patzer með augunum frá hvirfli til ilja. Patzer hneigði sig hæversklega. Hann fann svitann spretta út um sig allan, en liann þorði ekki að strjúka dropana af enninu. Hann vissi gjörla, að Gestapo var máttugt afl, en hitt var honum ekki jafn ljóst, hvaða erindi Reinhardt átti við hann. „Þér þekktuð Glasenapp liðsforingja?” hélt Reinhardt áfram. „Jú, eins vel og nokkur af félögum okkar. Prýðilegur maður, Glasenapp------“ „Sleppum því, höfuðsmaður. Hér er ekki tími til málskrúðugra eftirmæla. Segið mér, hvaða kvennasambönd höfuðið þið?“ „Eigið þér við —“ Patzer vafðist tunga um tönn. „Svona, svona, skárri er það nú hæverskan! Við erum þó ekki neinir englar í þeim efnum! Ha, ha! Þið hafið einhvern vissan stað, er það ekki?“ Patzer rak upp kurteisishlátur. „Jú, jú. Það er eiginlega ágætur staður. Aðeins fyrir foringja. Á hverjum þriðjudegi og föstu- degi „Eg þarf ekki á stundaskránni að halda. Fór Glasenapp með ykkur?“ Patzer var íbygginn á svpinn. „Hann kom einu sinni með okk- ur, skömmu eftir að við komum til Prag. En eftir það var eins og honum hrysi hugur við því.“ „Kemur heim,“ sagði Reinliardt. „Og nú skal eg segja yður leyndarmál. Það er ástarævintýri í lífi Glasenapps vinar yðar og eg á bágt með að trúa, að honum liafi tekist að halda því algjörlega leyndu fyrir ykkur.“ „Hér í Prag?“ spurði Patzer. „Hver hefði trúað því?“ Það var bæði undrun og öfund í röddinni. „Mér væri mikil þökk á, að þér reynduð að rifja upp eitthvað það úr samveru ykkar Glasenapps, sem gæti hjálpað okkur til þess að hafa upp á stúlkunni. — Eitthvað úr samtali, — gönguferð-----“ Patzer var mjög upp með sér af þvi, að Gestapo skyj^i leita til hans um aðstoð. Hann hnyklaði brýnnar, geiflað munninn og horfði spekingslega upp í loftið, eins og hann væri að erfiða við að grafa eitthvað upp úr djúpi gleymskunnar. Allt í einu sló hann á lær sér. „Það er kirkja við eina af hliðar- götunum sem liggja út frá Wenceslastorgi," sagði hann. „Við gengum eitt sinn þar fram hjá. Við Glasenapp höfðum staldrað við þar í nágrenninu meðan jarðarför fór um götuna. Allt í einu hraðaði Glasenapp sér á burt. F.g kallaði á eftir honum og fékk það svar, að hann ætlaði að heimsækja kunningja í nágrenninu." Reinhardt dró út skúffu úr skrií borðinu og tók uppdrátt af Prag upp úr henni og breiddi á borðið. Fínlegir fingur hans leituðu skamma stund á uppdrættinum og staðnæmdust allt í einu við lít- inn kross. „St. Stefánskirkja?" spurði hann. „Já! Einmitt!" sagði Patzer og var nú léttara innanbrjósts, eins og skóladreng, sem hefir staðið sig vel við stranga prófþraut. „Jæja," sagði Reinhardt, um leið og hann stóð á fætur. „Þetta kunna að reynast markverðar upplýsingar. Við sjáum nú til. Þakka yður fyrir komuna." Og lögreglustjórinn muldraði eitthvað sem átti að þýða „Heil Hitler", og samtalinu var þar með lokið. Þegar Patzer var farinn hringdi Reinhardt bjöllu og Htill syfju- legur maður, með bögglaðan, gráan hatt á höfðinu, kom inn. „Hvað get eg gert fyrir yðar h;ígöfgi?“ spurði hann. „Pan Kratochvil," sagði Reinhardt. „Eg hefi starf að fela þér." Aftur léku fingur hans á uppdrættinum af Prag. Hann dró hring með fingrinum um húsaþyrpingu á uppdrættinum. „Við erum að leita að stúlku í þessu hverfi," sagði hann og út- skýrði síðan fyrir honum hver stúlkan væri. Pan Kratochvil velti vöngum, mæðulegur á svipinn. „Drottinn minn dýri,“ kveinaði hann. „Alltaf skuluð þér velja mér erfiðustu störfin. Þetta kostar tíma, — og peninga. Eg verð að ganga í milli búðanna og knæpanna, spjalla og drekka...." (Pramhald). Það tilkynnist hér með vinum og vandamönnum að sonur okkar, ÓSKAR, andaðist þann 25. marz. — Jarðarförin er ákveðin þriðjudaginn 4. apríl, frá heimili okkar, Norðurgötu 27, og hefst kl. 1 e. h. Fanney Clausen. Jónas Stefánsson. GOSDRYKKIR! Höfum hér eftir allar algengustu teg- undir af GOSDRYKKJUM til sölu í ný- lenduvörudeild vorri og útibúunum í bænum. 5% afsláttur! — Ágóðaskylt! KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA ÍREYKINGAMENN! • I Hinn eftirspurði lögur á cigarettukveikjara I er kominn. — Kr. 5.75 glasið. |KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA » Nýlenduvörudeild og útibú. KAUP VERKAMANNA í APRÍL Dagv. Eftirv. N.&hdv. Almenn vinna 5.94 8.90 11.87 Skipavinna 6.52 9.78 13.04 Kola-, salt-, sements og grjótvinna .... 7.16 10.73 14.31 Stófun á síld 7.95 11.93 15.90 Kaup dixilmanna og hampþéttara .... 6.76 10.15 13.52 Leinpun á kolum í skipi og katlavinna 11.63 17.46 23.27 Kaup drengja, 14—16 ára 3.87 5.80 7.74 Mánaðárkaup í april 911.60 Yerkamannafélag Akureyrarkaupstaðar. BÆNDUR! Höfum fengið nýja sendingu af fóðurrúgmjölinu Ef þið ætlið að fá eitthvað af mjöli þessu, er ráðlegast að gera það sem fyrst. \ VERZLUNIN EYJAFJÖRÐUR H.F. || NOTIÐ SJAFNAR-VÖRUR - ‘0a?a ííij SKÁK NR. 8. DrottningarbragS. Frá Skákmótinu í Miinchen 1936. Hvítt; Asm. Asgeirsson, ísland. Svart: Raud, Eistland. 1. d4, Rf6. 2. c4, e6. 3. Rc3, d5. 4. Bg5, Be7. 5. Rf3, Rbd7. 6. e3, 0—0. 7. Dc2, h6. 8. Bh4, c6. 9. a3, a6. 10. c5, Hfe8. 11. Bd3, e5! 12. dxe5, Rg4. 13.Bxe7, Dxe7. 14. b4, Rxe5. 15. Be2, Rxf2! 16. Kxf2, Rg4skák. 17. Kel. (Eina leiðin, ef Kg3, þá Dc7skák og Re3). Rxe3. 18. Dd2, d4!! 19. Rdl, Rxg2. 20. Kf2, Rh4. 21. Hhfl (betra Hgl), Bh3. 22. Hfgl, Had8. 23. Hg3, d3. 24. Bxd3, Rxf3. 25. Hxf3, Dh4 skák. 26. Hg3, Hxd3! Dxd3 og sv. til- kynnti mát í 4 leikjum (Df4skák og Dd2 skák o. s. frv.). Annar hluti Skíðamóts Akureyrar fór fram við Reithóla sl. sunnudag. Úrslit urðu þessi: BRUN KARLA. A-flokkur: — 1. Magnús Brynjólfs- son, K. A., 131.0 sek., 2. Björgvin Júníusson, K. A., 131.5 sek. og 3. Júl- íus B. Magnússon, Þór, 135 sek. B-flokkur: — 1. Guðmundur Guð- mundsson, K. A., 107 sek., 2. Hreinn Ólafsson, Þór, 114 sek. og 3. Sveinn Snorrason, M. A., 124 sek. C-flokkut: — 1. Vignir Guðmunds- son, Þór, 117 sek., 2. Páll Linberg, K. A., 123 sek. og 3. Hreinn Óskarsson, Þór, 127 sek. SVIG KVENNA. B-flokkur: — 1. Aðalheiður Jóns- dóttir, Þór, 33 sek. C-flokkur: — 1. Helga Júníusdótt- ir, K. A. 35.6 sek., 2. Anna Friðriks- dóttir, K. A., 36.8 sek. og 3. Lovísa Jónsdóttir, M. A., 49.6 sek. í sveitakeppni vann sveit K. A. svigbikar kvenna, sem K. E. A. hefir gefið til keppni um í kvennasvigi. Var keppt um hann nú í fyrsta sinn. Sveit M. A. var númer 2. Á sunnudagskvöldið hafði Skíða- nefnd í. R. A. hóf að Hótel Norður- land. Voru þar verðlaun veitt, skíða- kvikmyndir sýndar og dansað. FOKDREIFAR. (Framhald af 4. síðu). Útlit íyrir, að margs kortar starfsemi stöðvist hér þegar á næstu mánuðum — sökum dýr- tíðarirmar. JJÉR HEFIR AÐEINS verið hœgt að nefna nokkur atriði, er fram komu í nefndri grein Sv. J. En öll er hún hin athygliverðasta. Undir lok greinarinnar farast höfundi hennar orð á þessa leið: — „En þrátt fyrir öll þessi góðu skilyrði, byrjum við iðnaðarmenn árið 1944 með ugg og kvíða. Við óttumst efnisskort og ugg- um um að dýrtíðin, sem alin hefir verið í landinu, verði ekki lagfærð, fyrr en hagnaður góðu áranna er horf- inn út í veður og vind, atvinnuleysi og viðskiptastöðvun skollin yfir alla þjóðina. Stjórnmál þjóðarinnar eru í megnasta öhgþveiti og verð íslenzkr- ar framleiðslu í svo miklu ósamræmi við vöruverð viðskiptaþjóðanna, að útlit er fyrir, að margs konar starf- semi stöðvist hér á næstu mán- uðum.“------- HEÍMSKRINGLA f.lcymið ckki að gerast áskrifendur að þessu stórmcrkilega ritverki. — Scndið áskrift í pósthólf 42, Akureyri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.