Dagur - 30.03.1944, Blaðsíða 1

Dagur - 30.03.1944, Blaðsíða 1
ANNALL DAGS ÁRSÞING U. M. S. E. 0 Dagana 11. og 12. marz sl. var 23. ársþing Ungmennasambands Eyjafjarðar haldíð að Árskógi á Árskógsströnd. U. M. F. Reynir tók á móti þingmönnum og sá þeim fyrir gistingu og beina á þingstaðn- um, meðan á þinginu stóð. Sex eftirtalin félög gengu í U. M. S. E. á þinginu: U. M. F. „Vísir", Ólafsfirði, U. M. F. „Atli", Svarfaðardal, U. M. F. „Skíði", Skíðadal, U. M. F. Skriðuhrepps, Bindindisfél. Vak- andi, Hörgárdal og Bindindisfél. Dalbúinn, Saurbæjarhreppi. Alls voru mættir 44 fulltrúar frá 14 sambandsfélögum, en U. M. S. E. telur nú um sex hundr- uð meðlima innan sinna vé- banda. Á þjnginu var rætt um: íþrótt- ir, bindindismál, fánamál, lýð- veldisstofnun á íslandi, hátíða- höld 17. júní o. m. fl. * í lýðveldismálinu var sam- þykkt svohljóðandi ályktun: A) „23. þing U. M. S. E., háð að Árskógi dagana 11. og 12. marz 1944, lýsir eindregnu fylgi sínu við ákvörðun Alþingis um stofnun lýðveldis á fslandi ekki síðar en 17. júní 1944 og þjóð- kjör forseta. Ennfremur leggur þingið áherzlu á, að 17. júní verði lögfestur þjóðhátíðardagur íslendinga." B) „23. þing U. M. S. E. beinir þeirri áskorun til ungmennafé- laganna, að þau geri sitt ýtrasta til þess, að hver einasti kjósandi neyti réttar síns við þjóðarat- kvæðagreiðslu . um niðurfelling dansk-íslenzka sambandslaga- samningsins." * A þinginu kom fram eindreg- inn vilji til að vinna að bættri aðstöðu til íþróttaiðkana-og efl- ingu íþróttalífs á sambandssvæð- inu. Akveðið var að ráða fastan íþróttakennara hjá sambandinu, er hefði á hendi umferðakennslu vetur, vor og haust. Var lögð áherzla á að til þess yrði valinn maður með f jölhæfa þekkingu á íþróttum, gæti kennt flestar al- gengar íþróttagreinir og yrði jafnframt ráðunautur sambands- ins í íþróttamálum. Sú breyting var gerð á lögum U. M. S. E. með einróma sam- þykki þingsins, að tekið var upp skýlaust vín- og bindindisákvæði í samræmi við það er fyrir gilti hjá U. M. F. í. * Þingið skoraði á félögsam- -bandsins að beita áhrifum sínum til að auka virðingu fyrir íslenzka fánanum og vinna að því, að sem flest heimili eignist hann og noti lögum samkvæmt. Sambandið ákvað að efna til hátíðahalda 17. júní, ef tök yrðu á. Samþ. var að skora á félög sambandsins, að beita sér fyrir söfnun hvers konar þjóðlegra verðmæta er kynnu að geymast á hverju félagssvæði. (Framh. á 8. sfffu). MJpr ^p^^ y XXVII. árg. Akureyri, fimmtudaginn 30. marz 1944 13. tbl. Sleif arlag á póstsam- göngum við Rvík Flugvélin f lýgur dag ef tir dag, en lítill sem enginn póstur kemur með henni j VIÐTALI við „Dag" fyrir skemmstu fórust póst- ogsíma- málastjóranum orð á þá leið, að póststjórnin hefði fullan hug á að styðja innanlandsflugið og léti ævinlega flytja póst með ís- lenzku flugvélinni, þegar póstur væri fyrir hendi, jafnt blaða- sem bréfapóst. Þótt póstmálastjórinn muni af þessu að dæma hafa gef- ið fyrirmæli um, að svo skuli gert, fer því fjarri að undirmenn hans framkvæmi þau fyrirmæli. Undanfarna daga hef ir ís- lenzka flugvélin komið hér dag eftir dag, stundum tvisvar á dag, hefir. að jatnaði haft nægilegt rúm fyrir mikinn póst, en hefir aðeins flutt lítið eitt af bréfa- pósti annað slagið, en alls engin blöð. Þetta er óþolandi sleifarlag og óþarft með öllu.JÞað er eins og viljann til þess að hraða póst- flutningum vanti hjá einhverj- um þeirra manna, er eiga að sjá um dreifingu póstsins frá Reykjavík. Vonandi tekur póst- málastjórnin þetta mál til end- urskoðunar og tryggir það í framkvæmd, að pósturinn sé sendur flugleiðis norður, hvenær sem færi gefst. 900 bæjarbúar skora á bæjarstjórn að banna fugladráp á Pollinum UM 900 bæjarbúar hafa undir- ritað áskorun til bæjarstjórnar- innar um að friða Pollinn fyrir fugladrápi. Verður erindið serit bæjarstjórninni nú á næstunni. Er vonandi að það verði tekið fyrir á næsta bæjarstjórnarfundi og að friðunin komizt á á þessu vori. Það eitt, að samþykkja frið- unina er ekki nægilegt til þess að Pollurinn megi verða frið- land fuglanna. Almenningur þarf að takast á hendur eftirlits- og lögreglustarf og láta undir engum kringunístæðum neinum haldast uppi, að brjóta reglur, þær, sem settar verða. ÚT AF ÞEIM I ummælum í síðasta tbl. I j „Verkamannsins" hér, að rit- j I stjórn Dags hafi fellt niður I | kaf la úr greinum Jónasar | ! Jónssonar, er birzt hafa hér í i I blaðinu, skal það fram tekið,! j að þetta eru tilhæfulaus | ! ósannindi og af sama toga j | spunnin eins og annar frétta- j ! flutningur þessa blaðs um op-; ! inber mál. Ritstjórn Dags. 1 VINNA BYRJUÐ VID HAFNAR- GARDINN Á ODDEYRARTANGA Skákþing Islands verður háð hér um páskana ^KVEÐIÐ ER að Skákþing fyrir riieistara-, fyrsta- og annan flokk fari fram hér í bæri- um um páskana. Hefst væntan- lega 5. apríl. Landsliðskeppni fer síðan fram í Reykjavík eftir páskana og hefir sigurvegarinn í meist- araflokki hér rétt til þátttöku í þeirri keppni. — Guðm. S. Guð- mundsson og Sturla Pétursson. eru væntanlegir hingað norður á þirig'ið — Aðalfundur Skáksam- bands íslands fer og fram hér í bænum samtímis. Sjúkrasamlag stofnað í Arnarneshreppi Sjúkrasamlag Arnarneshrepp tekur til virkra starfa 1. apríl n. k.,-og er það fyrsta sjúkrasamlag- ið í héraðinu, utan Akureyrar, sem stofnað hefir verið til sam- kvæmt lögum um alþýðutrygg- ingar. Iðgald er ákveðið kr. 40.00 á ári. — Stjórn sjúkrasamlagsins skipa: Sira Sig. Stefánsson, Möðruvöllum, formaður, Svavar Björnsson, verkstióri, Hjalteyri, gjaldkeri, Halldór Ólafsson, bóndi, _ Búlandi, Stefán hrepp- stjóri Stefánsson, Fagraskógi og Viggó Jessen, vélstjóri, Hjalteyri. Skýrsla Mæðrastyrks- nefndar Akureyrar árið 1943 Eins og að undanförnu; starf- aði Mæðrastyrksnefndin að því, að koma þreyttum mæðrum á hvíldarheimili yfir stuttan tíma að sumrinu, ásamt ungum börn- um þeirra, sem þær óska að hafa með sér, bæði þeim til heilsu- bótar og einnig af því, að án þess kæmust þær alls ekki að heiman. Að þessu sinni fékk nefndin stað fyrir konurnar og börn þeirra á sumargistihúsinu að Laugum í Reykjadal. Reynd- ist það mjög hentugur staður, að flestu leyti, og voru konurnar, mjög ánægðar. Viljum við hér með votta þakklæti okkar til hlutaðeigenda (forstöðumanns og starfsfólks gistihússins). — Að þessu sinni hafði nefndin á sín- um vegum 19 konur og 11 börn. r Ogurlegasta eyðileggingartækið Myndin sýnir stærð 4000 punda sprengju, eins og þeirra, er nú rignir yfir Þýzkaland dag og nótt. Um það bil 2200 pund af þunga sprengjunnar er svokallað TNT iprengiefni, en gerð þess og annarra efna í sprengjunni er hernaðarleyndarmál. Skelin og kveikjurnar vega um 1800 pund. Ef sprcngjunni er varpað úr 20000 fcta hæð, cr hraði hennar, þegar hún sncrtir jörðina, orðinn 600 milur á klst. Sprengj- an tvístrar hverjti, scm fyrir er og grefur sig djúpt í jörð. Því næst spriugur hún, fer í meira en 6000 mola, sem þcytast út í loftið, með 4—7000 feta hraða á sekúndu. Dprengingin eyðir öllu innan 120 feta hrings, og stundum eru heil borgahverfi í rústum. Hverri konu voru ætlaðir 7—14 dagar eftir vilja þeirra og þörf. Beinn kostnaður við dvöl þeirra á heimilinu var 3051.00 kr. oer o ferðakostnaður 311.25 Voru þó nokkrar konur, serri borguðu lít- ils háttar upp í ferðakostnað. — Auk þess styrks, sem nefndinni hefir verið veittur, bæði frá bæ og ríki, er einn dagur á ári sér- staklega fjáröflunardagur fyrir mæðrastyrkinn, það er „mæðra- dagurinn", sem er 4. sunnudag- urinn í maí ár hvert. Nú í ár ber þessi dagur upp á hvítasunnu- dag, svo að f járöflunin verður að fara fram einhvern annan dag, sem tilkynntur verður síðar. En hvenær, sem fjársöfnunin fer l'ram, treystum við bæjarbúum til þess að sýna skilning og góð- vilja og rétta hjálparhönd. Starlssvið nefndarinnar þarf að stækka. Verkefnin eru mörg. Enginn þjóðfélagsþegn á betra skilið en mæðurnar og enginn þjóðfélagsþegn þarfnast meir skilnings, nærgætni og aðstoðar en mæðurnar. Styrkið okkur því í starfinu. Nefndin. BYRJAÐ var að byggja nýja hafnargarðinn á Oddeyrartanga fyrra miðvikudag. Er tekinn fyr- ir 60 metra kafli og vinna um 30 manns við bygginguria. Grjótið í þennan hluta garðsins er sprengt úr Klöppunum. Ennþá er ekkert ákveðið um það, hversú mikið verður unnið við hin fyrirhuguðu hafnar- mannvirki á næstunni, en sam- þykkt var á síðasta bæjarstjórn- arfundi, að hefja byggingu garðsins. Þá var samþykkt á sama fiindi, til 2. umræðu, að óska heimild- ar til þess, að hækka hafnargjöld Akureyrarliafnar um helming, til þess að efla hafnarsjóð til þessara framkvæmda. Dalvíkurbátar hafa þegar aflað meira en á allri vor- vertíðinni í fyrra TÍÐARFAR hefir verið stillt að undanförnu og hafa bátar á verstöðvunum hér við Eyjafjörð róið að staðaldri. Afli hefir glæðst aftur og er nú góður. — Hafa sumir Dalvíkurbátar. t. d. þegar aflað meira en á allri vor- vertíðinni í fyrra. Eru miklar líkur til að yfirstandandi vertíð verði ágæt. Fiskurinn er nú ým- ist lagður í hraðfrystihús éða fisktökuskip. Greinargerð um íslenzk stjórnmál nefnist nýútkominn bækling- ur, er Jónas Jónsson alþm. hefir skrifað, en Árna Bjarnarson gef- ið út. Lætur J. J. skammt höggva á milli um stjórnmála-ritstörfin. Þessi nýi bæklingur fjallar um viðhorf Framsóknarflokksins til þjóðmálanna í nútíð og framtíð, einkum atvinnumálanna, os af- stöðu flokksins til arinara flokka. Meginatriði hafa áður birzt í greinum J. J. í þessu blaði. En auk þess ræðir höf. bæklingsins í alllöngu máli um innra skipulag Framsóknarflokksins og umbæt- ur á því, er hann kveðst muni bera fram á næsta flokksþingi. Porter MacKeever á förum af landi burt. Forstöðumaður upplýsinga- skrifstofu Bandaríkjanna á ís- landi, Porter MacKeever, hefir verið kvaddur til annars starfs (Framhald á 8. siðu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.