Dagur - 22.06.1944, Blaðsíða 6

Dagur - 22.06.1944, Blaðsíða 6
6 DAGUR Fimmtudagur 22. júní 1944 #/fm sre&}/v#£m (Framhald). vitjunartíma. Hvað mætti eg gera fyrir yður, herra lögreglufor- ingi, til þess að launa yður þann greiða?“ Reinhardt svaraði ekki. Honum lék forvitni á að vita með hverju Preissinger vildi launa lífgjöfina. „Milljón krónur?“ sagði Preissinger. Reinhardt brosti.' „Fimm milljónir?" Reinhardt greip lítinn rýting af skrifborði sínu og handlék hann í sífellu. „Ef til vill,“ hélt Preissinger áfram, ísmeygilega, „eruð þér ekki ánægðir með peningagreiðslu, — þar sem gjaldeyririnn er svo óstöð- ugur um þessar mundir, — en eg hefi ráð á öðrum meðulum, — til dæmis gæti eg yfirfært eina kolanámu á nafn yðar------“ Höndin krepptist um rýtinginn og hann stöðvaðist. — „Þér met- ið líf yðar ekkf mikils ,skilst yður það ekki? Þér virðist ætla yður að fórna hluta af eigum yðar til þess að bjarga því. Sjáið þér ekki hvað þetta er heirnskulegt? Þegar þér eruð dauður, eigið þér alls ekki neittl" / „Ætlið þér að gera mig að ósjálfbjarga beiningamanni?“ hróp- aði Preissinger. „Er mahni ekki sýndur neinn þakklætisvottur? Er samvinna og auðsveipni einskis metin?“ „Nei. Og má eg benda yður á, að það er heppilegast fyrir yður að tala á lægri nótum. Það er á móti lögunum að bjóða þýzkum for ingja mútur.“ „Hvað viljið þér fá mikið?“ vældi Preissinger, honum ofbauð ruddamennskan. „Allt.“ „Allt. . . .?“ Preissinger gapti af undrun. „Eg hefi mörgum fyrir að sjá, — konu, fjölskyldu, — heimili. Kunnið þið enga miskunn að sýna? Ætlið þið að taka gullplúmbuna úr tönninni á mér, — hluta af mínu eigin holdi?" „Viljið þér ekki reyna að hugsa skynsamlega, góði maður? Hvaða aðstöðu hafið þér til þess að bjóða fram nokkurn skapaðan hlut? Sjáið þér ekki, að þegar þér eruð úr sögunni eignumst við allt sem þér látið eftir yður?“ Lev Preissinger fannst ísköld hendi vera lögð yfir höfuð sér og læsa fingrunum inn í mjúkan heilann. Líf! Líf! hugsaði hann, — Eg verð að fá að lifa! Reinhardt var dauðinn, svarti dauði með silfur- lita einkennishnappa. Lev Preissinger barðist fyrir lífinu, eins og sært dýr. Hann leitaði í huga sér að von, — von um vörn, björg. Hvað vildu þessir menn? Eitthvert fórnardýr? Nú gilti að hugsa og álykta af stillingu? Hver gat talist viðunandi fórnardýr? — Því ekki það? Því skyldi hann ekki vera maðurinn? Honum var lítið eitt rórra innanbrjósts. „Janoshik," sagði hann og leit á lögregluforingjann, „Janoshik drap liðsforingjann. Hann játaði það fyrir okkur í fangaklefanum. Mér hefði raunar verið ljúfast að láta það kyrrt liggja, og ljúka þessum málum án þess að segja yður frá því, lierra lögregluforingi, en nú hafið þér lokað öllum öðrum leiðum til frelsis fyrir mig. Eg verð þess vegna að segja yður allt af létta. Þar hafið þér morðingj- ann. Frá þessari stundu verð eg að telja mig úr haldi, sem gisl, og vænti þess að þér gerið skyldu yðar í málinu.“ Lögregluforinginn brosti. Hann kunni að meta óþokkann, sem lét einskis ófreistað sér til bjargar þegar í óefnið var komið. „Jæja, — þar sem ér von, þar er líf, eru það einkunnarorð yðar, herra Preissinger? Og hvernig ætlið þér svo að sanna þessa ákæru yðar?“ „Eg heyrði játningu mannsins. Ef hann neitar eru þati mín orð gegn hans neitun. En þér verðið að muna, að menn eins og Janos- hik hata alla yfirboðara, - allt vald, — mig og mitt vald ekki síður en yður og yðar aðstöðu. Slíkir menn eru á moti öllum aga, — a móti öllu skipulagi, og reyna að.grafa undan því. Janoshik hafði einn gislanna tækifæri til þess að drepa Glasenapp. Og þar að auki. ... “ Preissinger þagnaði, hann heyrði fótatak uti á ganginum, og svo rak Monkenberg höfuðið inn úr dyrunum. „Gruber liðsforingi er kominn aftur, hr. lögregluliðsforingi," sagði hann. „Gott, látum hann koma strax.“ Dyrunum var hrundið opnuni og Janoshik var færður inn í her- bergið, úfinn og óhreinn. Gruber gekk að skrifborðinu og skellti hælunum. „Eg leyfi mér að tilkynna yður, herra, að við höfum lok- ið leitinni." „Réttu mér bréfið!“ „Leyfi mér að tilkynna, herra, að við fundum alls ekki þetta bréf. Með yðar leyfi, held eg að þetta hafi verið haugalygi, hreinn upp- spuhi. Þarna var ekkert bréf frá Glasenapp." „Nú, svoleiðis." Reinhardt hvæsti af reiði. „Einn lygalaupurinn til! Hverjir halda tékknesku hálfvitarnir að við séum? Hjúkrunar- félag eða mæðrastyrksnefnd, ha? Og þið hafið ekkert fundið, ekki tangur né tetur! Monkenberg! Gruber! Burt með þessa tvo — í gapastokkinn! Og sýnið þeim enga miskunn. — Enga miskunn, sagði eg!“ (Framhald). & Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu mér vinsemd á sjötugsafmæli mínu 8. júní síðastliðinn. ÁRNI STEFÁNSSON, Akureyri. ÓSKILAHROSS Bleik hryssa og rauður foli, sennilega 3—4 vetra, óafrök- uð, og líklega ómörkuð, eru í óskilum hér í hreppi, og verða seld sem annað óskilafé, verði þeirra ekki vitjað innan 3ja vikna frá útkomu þessarar auglýsingar. HREPPSTJÓRl HRAFNAGILSHREPPS. Vegna sívaxandi heimsendinga, og örðugleika við innheimtu, eru það vinsamleg tilmæli vor til viðskiptavina vorra, að þeir greiði heimsendingar strax við móttöku. KJÖTBÚÐ K' E' a Auglýsið í DEGI IÐUNNAR-SKÓR eru glæsilegasta tákn þeirrar undraverðu framfara, sem orðið hafa nú síðustu árin í íslenzkum iðnaði. — Iðunnar-skór eru nú beztu skórnir, sem fáanlegir eru í landinu. — Þar fer saman lágt verð og gæði. SKINNAVERKSMIÐJAN I Ð U N N. ÍÍÍSÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍSÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍSÍÍÍSÍÍÍÍSÍÍSÍÍÍÍÍÍÍÍSÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍSSÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍ*51 ATHYGLIVIÐSKIPTAVINA VORRA skal vakin á því, að vér munum eigi fá jarðepli ijj hér eftir, fyrr en ný uppskera kemur á markað. Ennþá eigum vér nokkur hundruð sekki. — Út- gerðarmenn og aðrir, sem vildu tryggja sér jarð- epli til sumarsins, ættu því að kaupa þau strax. ■ ■ r KJOTBUÐ K' E' A SÍ$SS$$$ÍS$$S$SSS$$Í$SSSS$$S<«$$$Í$Í$$$C$$$ÍÍÍÍ$Í$$S4ÍJÍÍ$S$$$Í$$S$Í$$$$$$Í$Í$« FOKDREIFAR. (Framhald af 4. síðu). stríðsfanga í uppbót, en þessu fróð- lega útvarpi frá höfuðborg lýðveldis- ins var hœtt rétt í þann mund er sá lestur átti að hefjast. Engin skýring fékkst á þessu dularfulla fyrirbrigði og afsakanir voru treglega gefnar. En dagskrá hinna sameinuðu þjóða hefir ennþá ekki heyrst hér. Telja sumir, að forráðamenn útvarpsins hafi þarna komizt nœst því að ná heimsmeti út hingað. SJÁLFAN þjóðhátíðardaginn varð spariþulurinn fyrir því óhappi að lenda á „dauðum mikró- fón“ á Þingvöllum og flytja skýringar sýnar á athöfninni í hann. Þetta var nátúrlega heldur léleg skemmtun fyr- ir þá, sem úti um land búa og höfðu vænst þess að fá nákvasma lýsingu á því sem gerðist á aðal hátíðarsvæð- inu. Þótt hrellingar spariþulsins, eins og hann lýsti þeim sjálfur síðar, hafi óneitanlega verið talsvert spaugilegar, vegur það þó tæpast upp ó móti því, að fjölmargir urðu fyrir vonbrigðum vegna þess hve útvarp frá Þingvöllum var ófullkomið. Er erfitt að trúa því, að vandað hafi verið til undirbúnings þess svo sem skyldi, fyrst svo óhönd- uglega tókst til með framkvæmdina. gÍÐAN ÞETTA skeði hafa menn búið við hinar venjulegu útsend- ingarstöðvanir „af óviðráðanlegum ^prsökum", eða „vegna smávegis bil- unar“. Slíkt er að vísu daglegt brauð hér. En undarlegt má það þó heita, að þeir, sem að staðaldri hlýða á er- lent útvarp kannast ekki við að hafa heyrt getið um slíkar truflanir á út- sendingum erlendra stöðva, nema af völdum hernaðaraðgerða. Nú skal því ekki neitað, að slíkt hafi komið fyrir hér, auk heldur af völdum „hernaðar- aðgerða“ í salarkynnum útvarpsins sjálfs, en varla skýrir það hinar tíðu „smávægilegu bilanir". Væri þetta ekki tilvalið efni fyrir formann út- varpsráðs næst þegar hann þarf að lofa hlustendum að heyra sinn „sjálf- glaða mærðartón", sem Tómas skáld' Guðmundsson segir að fari honum svo einstaklega vel? Hátíðarmerkin. jgLÖÐ í Reykjavík og útvarpið hafa sagt frá því, að hátíðarmerkin (úr málmi), sem fengin voru frá Ameríku, hafi komið til landsins nokkru fyrir þjóðhátiðina. Munu þau hafa verið seld í Reykjavík og á Þingvöllum í síðastliðinni viku. Hér sóust engin merki, nema pappamerki, — ein tutt- ugu málmmerki munu þó hafa komið hingað til bæjarins og ein 80 eru væntanleg til viðbótar! Menn vilja gjarnan kaupa málmmerkin og eiga til minja um 17. júní, eins hér og í Reykjavík. En hátíðarnefndin í Reykjavík er söm við sig. Fyrst mæl- ist hún til þess, að „fólk utan af landi“ sæki ekki þjóðhátíðina, síðan ályktar hún að engir óski að eiga minjar um hana nema Reykvíkingar! Hér er of langt gengið. Við eigum jafn- an rétt á að fá þessi merki eins og Reykvíkingar, — viljum og getum greitt fyrir þau eins og þeir. Það hlýt- ur að vera krafa okkar, að okkur verði gefinn kostur á að kaupa hlut- fallslega jafn mörg merki og á böð- stólum hafa verið í Reykjavík að undanförnu. DAGUR * . fcest keyptur i Verzl. Baldurshaga, Bókaverzl. Eddu og Bókabúð Akureyrar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.