Dagur - 22.06.1944, Blaðsíða 1

Dagur - 22.06.1944, Blaðsíða 1
ANNALL DAGS 75 ára afmæli átti Ottó Tuli- nius kaupm. hér í bæ 20. þ. m. Hann hefir ekki sézt á faralds- fæti nú um langan tíma, vegna fótaveiki, sem hann er haldinn af. Hann hefir jafnan verið hressilegur maður og drengileg- ur og munað hefir um hann, hvar sem hann lagðist á. Ottó Tulinius tók hér áður mikinn þátt í bæjarlífinu og voru hon- um falin ýmis trúnaðarstörf, sem hann leysti af hendi með rösk- leika. í Tvívegis hefir hann átt sæti í bæjarstjórn um skeið og var þar vel liðtækur eins og á öðrum sviðum. Hánn var fyrsti forseti bæjarstjórnar, eftir að bæjarstjóraembættið var stofn- að, og bæjarfógeti hætti að vera oddviti hennar. * Blaðinu hefir borizt eftirfar- andi frétt um afla Dalvíkurbáta á vorvertíðinni sl., eða frá því um miðjan febrúar til maíloka. Fjórir bátar taldir hér á eftir voru gerðir út á vetrarvertíð annars staðar frá en af Dalvík: m/b „Gunnar Pálsson" og m/b „Nói" frá Siglufirði og m/b „Leifur Eiríksson" og m/b „Baldvin Þorvaldsson" frá Sand- gerði. Heildaraflinn er 1204 tonn og skiptist þannig: M/b „Jón Stefánsson" byrjar veiði 5. marz, heildarafli 169, tonn. M/b „Hannes Hafstein" byrjar veiði 21. febr., heildarafli 790 tonn. M/b „Arngrímur Jónsson" byrjar veiði 14. febr., heildarafli 163 tonn. M/b „Björgvin" byrjar veiði 11. marz, heildarafli 132 tonn. T/b „Valur", opinn bátur, byrjar veiði 22. febr., heildarafli 102 tonn. M/b „Björg" ,lítill dekkb., byrjar veiði 7. marz, heildarafli 90 tonn. T/b „Heimir", opinn bátur, byrjar veiði 8. apríl, heild- arafli 16 tonn. M/b „Nói" byrjar veiði 14. apríl, heildarafli 108 tonn. M/b „Gunnar Páls" byrjar veiði 14. apríl, heildarafli 90 tonn. T/b „Reynir", opinn bát- ur, byrjár veiði 15. apríl, heild- arafli 18 tonn. M/b „Leifur Ei- ríksson byrjar veiði 25. maí, heildarafli 23 tonn. M/b „Bald- vin Þorvaldsson" byrjar veiði 25. maí, heildarafli 18 tonn. T/b „Sæbjörg", opinn bátur, byrjar veiði 29 maí, heildarafli 1 tonn. Árabátar og einstakir menn 83 tonn. — Úr þessum afla hafa fengist 64,071 lítrar af lifur. HIÐ NÝJA GISTIHUS K. E. A. ER TEKIÐ TIL STARFA Hið veglega, nýja gistihús Kaupfélags Eyfirðinga er tekið til starfa. Fulltrúar á aðalfundi Sambands ísl. samvinnufélaga, sem hefst hér í bænum í dag, voru fyrstu gestir. Lýsing á gistihúsinu og fyrir- huguðum rekstri þess verður birt í næsta blaði. XXVII. árg. Akureyri, fimmtudaginn 22. júní 1944 25.tbl. LYÐVELDID ENDURREIST AÐ LÖGBERGI SVEINN BJÖRNSSON KJÖRINN FYRSTIFORSETIÍSLANDS ÞjóðhátíÖ um allar íslands byggðir Hátíðahöldin hér í bænum og í sýslunni fóru fram með mikl- um myndarbrag og að öllu leyti „samkvæmt áætlun". Voru dag- skrár birtar í síðasta blaði. Hér á Akureyri safnaðist fólk saman á Ráðhústorgi laust fyrir klukkan 10 og lék Lúðrasveit bæjarins, undir stjórn Jakobs Tryggvasonar, ættjarðarlög, en menn röðuðu sér í skrúðgöng- una til kirkju. Lúðrasveitin fór fyrst, þá skátar og síðan ýmis fé- lög bæjarins, undir fánum sín- um, og loks allur almenningur og var gangan afar fjölmenn. — Var gengið af torginu norður Brekkugötu, niður Gránufélags- götu, suður Glerárgötu, upp Strandgötu, um Hafnarstræti, upp Spítalaveg og niður Eyrar- landsveg til kirkj'u. Þar prédik- aði sóknarpresturinn, sr. Friðrik J. Rafnar, vígslubiskup. Hófst guðsþjónustan laust eftir kl. 11. Sól og sumar signdu þjóð- hátíðarhöld Norðlinga Lýðveldinu fagnað með fjölmennum hátíðahöldum í bæ og byggð CUMAR OG SÓL heilsuðu lýðveldinu víðast hvar norðanlands. Hér á Akureyri risu menn árla úr rekkjum til þess að fagna miklum degi og draga fána að hún. Var veður þá fagurt, sunnan- gola og sólskin annað veifið og útlit ágætt. Hlýnaði og glaðnaði enn meir er á daginn leið, og mátti með sanni segja, að náttúran heilsaði lýðveldinu eins vingjarnlega og bezt varð á kosið. Eftir hádegi safnaðist fólk sam- an á Ráðhústorgi og hlýddi á út- varp frá Þingvöllum, en gjallar- horni hafði verið fyrirkomið á torginu, svo að heyrast mátti um allt svæðið. Heyrðu menn þar lýst gildistöku lýðveldisstjórnar- skrárinnar og lýst kjöri forseta og var hann hylltur. Að því loknu hófst hátíðin hér. For- maður hátíðarnefndar, síra Friðrik J. Rafnar, vígslubiskup, setti hana með stuttri ræðu. Þor- steinn M. Jónsson skólastjóri flutti aðalhátíðarræðuna og minntist fullveldisins. Stein- grímur Jónsson, fyrrv. bæjarfó- geti, flutti minni Jóns Sigurðs- sonar forseta. Einar Árnason, fyrrv. alþingismaður, minni hér- aðsins, en Sigurður Róbertsson, rithöf., minni fáhans. Lúðra- sveitin lék og karlakórar bæjar- ins, „Geysir", undir stjórn Ingi- mundar Árnasonar, og Karlakór Akureyrar, undir stjórn Jóhanns Ó. Haraldssonar, sungu. Þar á meðal söng Karlakór Akureyrar nýtt lag við hátíðarkvæði Jó- hannesar úr Kötlum, er söng- stjórinn, Jóhann Ó. Haraldsson, liafði samið. Um kvöldið safnaðist mikill mannfjöldi saman á Ráðhús- torgi. Var þar fyrirkomið gjall- arhorni og var leikin dansmúsik og var dans. stiginn á torginu um stund. Lúðrasveitin lék síðan nokkur lög og lauk hátíðinni um miðnætti. Var veður jafn fagurt allan daginn, bærinn var í hátíðarbúningi og fólk í hátíð- arskapi. Fánar blöktu um gjör- vallan bæinn og á skipum í höfn- inni. - Kaupfélag Eyfirðinga hafði efnt til fallegra gluggasýninga í verzlunarhúsi sínu við Hafnar- Stórstúkuþingið hefst á Akureyri næstkomandi mánudag Eins og kunnugt er átti Góð- templarareglan á íslandi 60 ára afmæli 10. jan. sl. Var þessa af- mælis. þá fninnst allrækilega bæði í blöðum og útvarpi. í tilefni þessara merku tíma- móta í sögu Reglunnar hefir ver- ið ákveðið áð halda þing Stór- stúkunnar að þessu sinni á Akur- eyri, þar eð fyrsta Góðtemplara- stúka landsins, stúkan Ísafold nr. 1 var stofnuð hér fyrir rúmum 60 árum, og er gjört ráð fyrir að þing þetta muni verða sótt víðs vegar að af landinu og verða mjög fjölmennt. Þingið verður sett mánudag- inn 26. júní og hefst með guðs- (Framhald á 3. síðu). REGN OG DIMMVIÐRI HINDRUDU El DÝ RLEGA HÁTÍD Á ÞINGVÖLLUM Þmévöllum 17. júní. Eitir HALLDÓR SIGURÐSSON. KEGAR SÁ, er þetta ritar, kom til Þingvallla á föstudagskvöld, var þegar mikill fjöldi fólks kominn á staðinn og tjöldin á efri völlunum orðin yfir 1000. Var þá geysiþröng gangandi fólks og bifreiða, alla leið ofan úr gjá og inn fyrir velli. Kom þá strax í ljós, hve bagalegt er, að ekki skuli vera hægt að hafa einstefnuakstur um staðinn á slíkum stórhátíðum sem þessum. Um kvöldið f jölgaði tjöldunum svo ört, að undrun sætti. Sá, sem tók að reisa tjald sitt í ró og næði í útjaðri tjaldborgarinnar kl. 7, var umkringdur af tjöldum áður en hann lauk verkinu, og um miðnætti var hann ekki lengur í útjaðri, heldur bjó nú í „miðbænum". Er ekki ósennilegt að allt að 3000 tjöld hafi staðið á völlunum um nóttina og að næt- urgestir hafi ekki verið færri en 10 þúsund. Tjöldin voru skipu- lega sett lengi vel, en nokkuð brá út af því síðast, enda var þá löngu hætt við tölusetningu gatna og tjalda. Veður var gott framan af kvöldi, en brátt tók að rigna og hélzt svo mestaH'a nóttina. Gerð- ust menn uggandi um veðrið og spáðu á ýmsa vegu, en menn voru í hátíðaskapi og erindið á Þingvöll var í þetta sinn hátíð- legra en á venjulega samkomu, því skipti veðrið ekki öllu máli. Sökum rigningarinnar um nóttina, urðu ýmsir fyrir vosbúð. Litlu tjöldin láku og voru köld. Mikill vöxtur hljóp í Öxará, svo að hún þrengdi sér í gegnum lægri gjábarminn á stöku stað, og rann í lækjum ofan á vellina. Sum tjöldin blotnuðu og varð að taka upp. Eitthvað af fólki, sem ekki þoldi vosbúðina var flutt í sjúkrabílum til Rvíkur. Að morgni hins 17. júní, þeg- ar menn risu á fætur, mátti heita rigningarlaust, en ekki vildi þó birta upp. Glaðir voru menn þó AÐALFUNDUR S. I. S. hefst hér í bænum í dag. Aðalfundur Sambands ísl. samvinnufélaga verður settur í Skjaldborg hér í bænum í dag kl. 9.30 f. h. Stendur fundurinn til sunnudags. Á laugardaginn sækja fulltrú- ar og stjórn Sambandsins sam- vinnuhátíðina að Hrafnagili, þar sem 100 ára afmælis sam- vinnuhreyf ingarinnar • verður minnzt. Fulltrúar frá öllum sýslum stræti. Var einn gluggi helgaður landsins eru komnir hingað til Jóni Sigurðssyni, en aðrir sýndu bæjarins." iðnað félagsins hér á Akureyri. J Greint verður frá störfum Vakti sýning þessi mikla athygli. fundarins í næsta blaði. og reifir, í þeirri von, að eitthvað kynni að rætast úr um hádegið. Menn fóru nú í pósthúsið til að i ná sér í hátíðarfrímerkin. Þar var jafnan þröng á þingi, hús- rúm allt of lítið og póstmenn of fáir. Eyddu menn jafnvel 2 klukkustundum í það að ná sér í frímerki og skila bréfum. Ver tókst þó með hátíðar- merkið sjálft. Eftir klukkan 8 á föstudagskvöld var ekki hægt að fá það á staðnum. En á laugar- dagsmorgun mun eitthvað hafa verið til sölu fram yfir kl. 10. Nokkrar þúsundir manna báru því ekki þetta merki á Þingvöll- um.. Mér er sagt, að 25 þús. merki hafi komið til landsins, eða 1 merki á hverja 5 íbúa. — Sönnu nær hefði verið að fá 100 þús. merki, því að flesta lands- menn mun langa til að eignast merkið til minningar um þenn- an einstæða dag. Allan morguninn var vegur- inn um hátíðásvæðið, ofan úr gjá og inn undir Leirur, þakinn fólki og bifreiðum. Gekk því seint að komast áfram, einkum fyrir bifreiðarnar. Vegna rign- ingarinnar seinkaði líka bif- reiðalestunum úr Reykjavík, og þegar mannfjöldinn tók að streyma til Lögbergs upp úr há- deginu, var allur vegurinn þak- inn bifreiðum, sem þá áttu að vera komnar inn á Leirur, „sam- kvæmt áætlun". Að Lögbergi hafði verið kom- ið fyrir miklum pöllum og sæt- um fyrir þingmenn og ríkis- stjórn, ríkisstjóra, erlenda full- trúa og aðra gesti þingsins. Heill (Framhald á 3. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.