Dagur - 22.06.1944, Blaðsíða 8

Dagur - 22.06.1944, Blaðsíða 8
8 DAGUR Fimmtudagur 22. júní 1944 NÝJA BÍÓ | lýnir i kvöld U. 9: Skógarverðirnir Föstudag kl. 9: Tunglslj ós á Havana j Laugardag kl. 6: Tunglsljós á Havana j Laugardag kl. 9: Skógarverðirnir : Sunnudag kl. 3 og 9: Tunglsljós á Havana j Sunnudag kl. 5.: Skógarverðirnir Skrúfþvingar fl. stærðir Þrýsti-hurðarlokur Hurðargormar, Kantrílar. ★ OLÍUSUÐUVÉLAR ★ LYKLASETT Verzl. Eyjafjörður h.f. Amerískar olíukápur Verzl. Eyjafjörður h.f. DRÁTTARHEST, duglegan og vánan, hefi eg til sölu. Cuðm. Halldórsson, Hafnarstræti 2, Akureyri. ÚR BÆ 0€ BYCCD Kirkjan: Messað á Akureyri næstk. sunnudag kl. 2 e. h. Frá Feröafélaéi Akureyrar: 11. ferð félagsins á þessu ári verður farin 1.— 7. júlí næstk., um Boréarfjörö, Snæ- fellsnes og Breiöafjörö. Ekið verður um Borgarfjörð og Snæfellsnes til Stykkishólms. Síðan í heimleið um Bröttubrekku til Dala og um Laxár- dalsheiði til Borðeyrar. Þeir, sem dvalið geta lengur við Breiðafjörð, geta skilið við bílana í Stykkishólmi eða Ásgarði og farið út í Eyjar. — Nánari upplýsingar hjá Þorst Þor- steinssyni á skrifstofu Sjúkrasamlags Akureyrar. Kristileét mót verður haldið að Brautarhóli í Svarfaðardal, dagana 8. og 9. júní næstk. — Þeir, sem hafa í hyggju að sækja mótið, tilkynni þátt- töku sína fyrir 30. þ. m. til Jóhönnu Þór, Norðurgötu 3, sem gefur allar nánari upplýsingar. Sá, sem keypti happdrættismiða nr. 1087 í happdrætti Stúkunnar Borg í Borgarnesi, er beðinn að framvísa honum til Hannesar J. Magnússonar, með því að vinningur kom á þetta númer. Kvenfélagið „Hlít“ heldur fund í Skjaldborg fimmtudaginn 22. þ. m. kl. 8.3Q e. h. Jwwwww' WW!W Samvinnuhátíð að Hrafnagili Að tilhlutun Sambands ísl. samvinnufé- laga og Kaupfélags Eyfirðinga verðahá- tíðahöld að Hrafnagili laugardaginn 24. júní; í tilefni af 100 ára afmæli sam- vinnuhreyfingarinnar. - Bílferðir verða milli Akureyrar (Ráðhústorg) og Hrafna gils frá hádegi; en sa nkoman hefst kl. 2 e. h. - Tilhögun hátíðarhaldsins verður sem hér segir: Kl. 2 e. h. Samkoman sett: Einar Arnason Söngur: Karlakórinn „Geysir44 — 2,20 — Minni íslands Söngur: Iíarlakórinn „Geysir“ — 2,40 — Minni samvinnunnar: Jónas Jónsson Söngur: Karlakórinn „Geysir64 — 3,10 — Minni Eyjafjarðar: Hólmgeir Þorsteinsson Söngur: Karlakórinn „Geysir64 — 3,30 — Minni elzta kaupfélagsins: Ingimar Eydal Söngur: Karlakórinn „Geysir44 — 3,50 — Frjáls ræðuhöld Söngur: Iíarlakórinn „Geysir44 — 5 — Kvikmyndasýning — 9 — Dans Ræðuhöld og söngur fara fram úti vestan við gróðurreit- inn, ef gott er veður. Húsakostur er nógur á staðnum, þannig að öll hátíða- höldin geta farið fram inni ef veður er óhagstætt. Veitingar verða seldar í húsi meðan á hátíðahöldunum stendur. Aðgangur að hátíðasvæðinu ókeypis fyrir alla. Hjúskapur. Nýlega voru gefin sam- an í hjónaband, af sóknarprestinum í Grundarþingum: Auður Sigurpálsdótt- ir, Nesi og Jón Þorvaldsson, sama stað. Ennfremur Marsilína Kjartans- dóttir, Botni, og Helgi Haraldsson, sama otaS. Gjafir til Vinnustofusjóös Kristnes- hælis: Áheit kr. 15.00. Árni Jónsson og frú, Ak., kr. 20.00. G. S. kr. 500.00. Hrafnhildur Agnars, Ak., kr. 100.00. Beztu þakkir. — Jónas Rafnar. Hjúskaput. Fimmtudaginn 15. þ. m. voru gefin saman í hjónaband á Möðruvöllum í Hörgárdal ungfrú Al- dís Dúa Þórarinsdóttir og Sigtryggur Aðalsteinn Flóventsson, verzlunar- stjóri, bæði frá Siglufirði. Póststjórnin hefir gefið út sérstök hátíðafrímerki í sambandi við lýð- veldisstofnunina. Eru þau með mynd af Jóni Sigurðssyni og með áletrun- inni 17. júní 1944. 10 au. frímerkin eru ljósbrún, 2 5au. dökkbrún, 50 au. græn, 1 kr. dökkblá, 5 kr. rauð og 10 kr. ljósblágrá. Frímerkin fést á póst- húsinu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.