Dagur - 13.07.1944, Blaðsíða 1
ANNALL
DAGS
—=Ú==^
Vísitalan fyrir júlímánuð er
266, var 268 í júní.
*
Látinn er í Reykjavík Emil
Thoroddseh tónskáld og pianó-
leikari, einn af kunnustu lista-
mönnum landsins. — Banamein
hans var lungnabólga.
*
Handknattleiksmót Norðlend-
inga hefst á Siglufirði næstk.
sunnudag. Knattspyrnufélag Ak-
ureyrar og íþróttafélagið Þór
hér í bæ senda þátttakendur á
mótið.
*
Flokkur sundmanna iir Knatt-
spyrnufélagi Reykjavíkur hefir
verið hér á ferð. Sýndi sund og
keppti við Akureyringa sl. laug-
ardag og sunnudag. Reykvíking-
arnir hafa sýnt víðar á Norður-
landi, m. a. í Sundskála Svarf-
dæla.
*
Leikflokkur úr Vestmannaeyj-
um er á leikför um Norðurland.
Sýnir revyuna „Leynimel 13".
Mun ekki sýna hér, þar eð Leik-
félag Akureyrar hyggst taka
gamanlleik þennan til sýningar í
haust.
*
Tíð hefir verið góð hér norð-
anlands að undanförnu. Hey-
skapur í héraðinu hefir gengið
vel það sem af er.
Slysfarir hér í bæn-
um í s. 1. 'viku
CÍÐASTL. föstudagskvöld varð
árekstur milli drengs á reið-
hjóli og vörubifreiðar á gatna-
mótum Oddeyrargötu og
Krabbastígs. Drengurinn, Sig-
tryggur Sigrtyggsson, Þorsteins-
sonar, deildarstjóra, slasaðist
hættulega og var fluttur í sjúkra-
húsið samstundis. Er hann þar
enn, þungt haldinn. Málið er í
rannsókn.
Síðastliðið laugardagskvöld
fannst Guðmundur Halldórs-
'son, Hafnarstræti 2 hér í bæn-
um, meðvitundarlaus austan við
veginn skammt norðan við
Gróðrarstöðina. Hafði hann
fallið af hesti. Guðmundur var
samstundis fluttur í sjúkrahúsið
en þar andaðist hann litlu síðar.
Ókunnugt er, með hverjum
liætti sjys þetta bar að höndum.
f •«.
XXVII. árg.
Akureyri, fimmtudaginn 13. júlí 1944
28. tbl.
FJÖLGUN LENDINGARSTAÐA MEÐ FLEIRI FLUGVELUM
j sýnir í kvöld kl. 9:
TIL VÍGSTÖÐVANNA.
JFöstudag kl. 9:
Ellery ræður gátuna.
| Laugardag kl. 6:
Ellery ræður gátuna. j
1 Laugardag kl. 9:
TIL VÍGSTÖÐVANNA.
I Sunnudaginn kl. 3:
Smámyndir.
Kl. 9:
Ellery ræður gátuna.
Sunnudag kl. 5.:
BROS GEGNUM TÁR. j
«WM<l»IWM.MM^IMItHllMIM»«MWnH»(wmi|WWMW(IWIM«
Vferkf all í bæjarvinnunni boðað 19. þ. m.
Aukabæjarstjórnarfundur í gær. Bak-
arasveinar höfðu boðað verfall frá í gær
kvöldi að telja.
Verkamannafélag Akureyrar-
kaupstaðar hefur boðað verkfall
hjá bænum frá 19. þ. m., ef ekki
verða komnir á samningar fyrir
þann tíma. Ágreiningurinn er
um það, hvbrt meðlimir Verka-
mannafél. skuli sitja fyrir bæjar-
vinnunni. Bæjarstjórnin hafði á
síðasta fundi sínum samþykkt
hinn nýja kaupsamning verka-
manna við atvinnurekendur,
sem gréint er frá annars staðar
í blaðinu í dag, að öllu leyti,
nema þetta atriði. Töldu ýmsir
bæjarfulltrúar óeðlilegt að bær-
inn hefði svo bundnar hendur
gagnvart borgurum bæjarins
yfirleitt. Aukabæjarstjórnar
fundur var kvaddur saman í gær
til að ræða þessi mál og hafði
blaðið ekki nánari fregnir aí
honum er þetta er ritað.
Þá hafa bakarar boðað verk-
fall hjá brauðgerðarhúsum hér
frá kl. 12sl.nótt. Ágreiningurinn
Elzti maður sýslunnar
látinn.
Nýlega er látin í 'Ólafsfirði
Anna Lilja Jónsdóttir á Vatns-
enda, fædd að Silfrastöðum í
Skagafirði 2. febrúar árið'd844.
Anna Lilja var því rösklega 100
ára gömul og elzta manneskja
hér í sýslu a. m. k. — Hún átti
lengst af heima í Héðinsfirði en
fluttist til Ólafsf jarðar árið 1922.
Hún hélt sálarþreki óskertu
fram í andlátið, en ekki hafði
hún íerlivist hin síðari ár.
er um vísitölureikning í nýjum
kaupsamningi. Bakarar áskilja,
að kaup hækki með hækkaðri
vísitölu mánaðarlega, lækki að-
eins á 3ja mán. fresti, og það því
aðeins, að lækkun vísitölu sé 5
stig.'
Sættir voru ekki komnar á
seinnihluta dags í gær, en málið
var hjá héraðssáttasemjara,
Þorsteini M. Jónssyni, og mun
fundur í málinu hafa verið hald-
inn í gær.
Nánar verður verður frá úr-
slitum mála greint í næsta blaði.
BÆÐIÍSLENZKU FLUGFÉLÖGIN EM
AÐ FÁ NÝJAR FLUGVÉLAR .
NAUÐSYN FYRIR HÚNAVATNS-
SKAGAFJARÐAR- OC ÞINCEYJ-
ARSÝSLUR AÐ FÁ LENDINGAR-
BRAUTIR
Fullnaðarúrslit
þjóðaratkvæða
greiðslunnar
98,6% kjósenda greiddu
atkvæði, — 97,3% samþ.
sambandsslit — 95 %
stjórnarskrána.
T SÍÐASTA Lögbirtingablaði
er birt endanleg niðurstaða
þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20.
—23. maí sl. Samkvæmt þeim
tölum hafa 98,61% atkvæðis-
bærra kjósenda neytt atkvæðis-
réttar síns og af þeim fylgdu
97,35% sambandsslitum, en
95,04 stjórnarskránni.
Endanlegar tölur á Akureyri
og í Eyjafirði eru þessar:
Akureyri. Sambandsslit. Já:
(Framhald á 8. síðu).
Frægur hershöfðingi
Mark Wayne Clark, yfirmaðw 5. hersins ameríska á í^alíu.
Horfur eru á því, að á þessu
ári fjölgi/íslenzku flugvélunum
svo, að flugsamgöngur um land-
ið geti aukizt stórkostlega. Flug-
félag Islands, sem nú starfrækir
tvær farþegaflugvélar, mun í
þann veginn að fá þriðju flug-
vélina og framkvæmdastjóri fé-
lagsins, Örn Ó, Johnson, flug-
maður, er fyrir skömmu floginn
vestur um haf, væntanlega til
þessað athuga um kaup á flug-
vélum, þótt ekkert hafi verið til-
kynnt um -tilgang farar hans
ennþá. Heyrzt hefir þó, að Flug-
félagið hafi m. a. í hyggju að fá
sér stóran flugbát.
Hið nýja flugfélag, Loftleiðir
h.f., sem haldið hefir uppi flugi
til Vestfjarða með lítilli Stinson-
sjóflugvél, hefir nú fest kaup á
annarri slíkri í Bandaríkjunum
og að auki átta farþega flugbáti.
Bíða flugvélar þessar nú skips-
rúms fyrir vestan.
Dágkaup
verkamanna
hækkar um 11%
Nýir samningar við
atvinnurekendur.
Nýlega eru í gildi gengnir
samningar milli verkamanna hér
í bæ og atvinnurekenda um
kaup og kjör. Dagkaup hækkar
um ca. 11%.
Marteinn Sigurðsson, form.
Verkamannafélags Akureyrar-
kaupstaðar, hefir látið blaðinu í
té eftirfarandi greinargerð utri
samninga þessa:
Samkvæmt satnningi þeim um
kaitp og kjor, milli Verkamanna-
félags Akureyrarkaupstaðar og
atvinnurekenda, sem nýlega er í
gildi genginn, er grunnkaup
verk'amanna á Akureyri, sem hér
segir:
1. Almenn dagvinná kr. 2.50.
2. Skipavinna kr. 2.60.
3. Kolavinna, salt- og sements-
vinna (uppskipun, hleðsla þess
í pakkhús og samfelld vinna við
afhendingii úr pakkhúsi og
vinna við að ryðberja skip) kr.
2.90.
(Frarnhald á 8. síðu).
Eins og sjá má af þessu, er
líklegast að hingað komi 4 nýj-
ar flugvélar áður en langt um
líður, til viðbótar við þær sem
fyrir eru. — Kunnugt er þegar,
hversu stórfelld samgöngubót
hefir verið að flugferðum þeim,
sem Flugfél. íslands hefir haldið
uppi frá Reykjavík hingað til
Eyjafjarðar og til Austurlands.
Þegar tíð er góð, fljúga flugvél-
arnar dag eftir dag, stundum
margar ferðir á dag, og flytja
fjölda fólks. Þó háir það þessum
samgöngum, hversu lendingar-
staðir eru fáir. Virðist augljóst,
að það komi til þess að há inn-
anlandsfluginu ennþá meir, er
flugvélunum fjölgar.
Bygging flugbrauta í hinum
ýmsu héruðum, er það stórt
verkefni, að vonlaust er, að flug-
félögin geti annað því upp á
eigin spýtur, enda væri órétt-
mætt að ætlast til slíks. Vitaskuld
þarf ríkið að hafa þar hönd í
bagga með og stuðla að því,
eins og öðru, er til samgöngu-
bóta horfir. En líklegasta aflið
til þess að hrinda framkvæmd-
um af stað i jiverju héraði er þó
áhugi innarí héraðanna sjálfra.
feað má undarlegt heita, liversu
lítið hefir verið um þessi mál
rætt hér í nágrannahéruðum
okkar. Það myndi stórkostleg
samgöngubót fyrir Húnvetninga,
Skagfirðinga og Þingeyinga, að
flugvöllum yrði komið upp í
sýslunum. Vestfirðingar hafa
mikinn áhuga fyrir flugsam-
göngum. Miklar umræður hafa
farið fram um þau mál þar, bæði
í blöðum og á mannfundum.
Fyrir áhuga þeirra, er nú svo að
sjá, að úr rætist eitthvað hjá
þeim um slíkar samgöngur á
næstunni, auk þess sem þeir hafa
bundizt samtökum um að kaupa
Heliocopterflugvél til sjúkra-
flutninga, strax og tækifæri
gefst.
Það má með sanni segja, að
tími sé til kominnjfyrir Hún-
vetninga, Skagfirðinga og Þing-
eyinga, að hef ja umræður úm
þessi mál, vekja áhuga meðal al-
mennings og hrinda fram-
kvæmdum af stað. Dagur vill
gjarnan ljá
þessi mál.
Dagur
rúmi greinum um