Dagur - 20.07.1944, Blaðsíða 6

Dagur - 20.07.1944, Blaðsíða 6
6 D AG U R e/rm (Framhald). Reinhardt stóð við glugga í kastalanum, þaðan sem var gott út- sýni yfir allan kastalagarðinn. Milada stóð við hlið hans. Þrisvar sinnum. haf'ði hún nú séð skotmenn Reinhardts að verki. Þrisvar sinnum hafði skipunarorðið „Feuer!“ kveðið við og þrisvar sinn- um hafði fimm manna hópur steypst til jarðar. Reinhardt hafði horft á leikinn án þess að segja orð. Milada stóð við hlið hans. Hún horfði á það sem fram fór í kast- alagarðinum, eins og í leiðslu, gat ekki tekið augun af því. J hvert sinn, sem skothríðin kvað við, lirökk hún við, eins og rafmagns- straumur færi um hana; varir hennar voru eins hvítar og andlitið og liún læsti nöglunum í eigið hold. Þegar síðasti gislahópurinn gekk fram í garðinn, sneri hún sér allt í einu að Jögregluforingjanum. „Ég geta þetta ekki lengur," sagði hún lágt, eins og í leiðslu. „Én nú er það bezta eftir,“ sagði liann. „Þér megið til með að sjá Janoshik, — sjá hvernig við förum að því, að brjóta sauðþráann í karlskepnunni á bak aftur, í eitt skipti fyrir öll.“ . Athygli Milödu var vakin. Hún hafði heyrt Breda segja: „Af öllu því fólki, sem eg hefi kynnst um dagana, er aðeins einn maður, sem ekki kann að hræðast, — maður að nafni Janoshik. . . .“ „Hver er Jaúoshik?" spurði hún. „Þessi þarna,“ sagði hann og benti. „Þessi sem haltrar.“ Milada sá hvar hann dragnaðist áfram, afmyndaður, lemstraður, líkur umskiptingi. Hún sá treyjugarminn hans alsettan dökkum blettum, þar sera blóðið úr sárum hans hafði seytlað út í fötin. Hún sá hvernig hann hélt brotnu hendinni uppi með þeirri, sem var minna sködduð, og að annað augað vantaði. Eg má ekki gráta, — ekki núna, hugsaði hún, og eg skal ekki gera það. Eg verð að sjá leikslokin, — það eru örlög mín og skylda mín. Reinhardt kastaði vindlingstubbnum frá sér. „Jæja,“ sagði hann. „Nú er allt að verða tilbúið.“ Liðsforinginn úti í kastalagarðinum sveiflaði sverðinu. „Ach- tung!“ — „Legt an!“ Hermennirnir hreyfðu sig, tólf menn eins og væri einn. Hryllilegt, brostið óp kvað við um hallargarðinn. „Pravda Vítezi!“ — Sannleikurinn mun sigra! Þannig hafði Jan Hust dáið, hin mikla tékkneska frelsishetja á löngu liðnum öldum. „Feuer!“ „Pravda Vítezí“ kvað við aftur. Byssurnar svöruðu. Þannig dó Janoshik, sonur alþýðunnar. Skothríðin vakti upp bergmál, — ægilegt bergmál. Ógnarþrum- ur kváðu við neðan frá fljótinu, eins og himnarnir ætluðu að rifna. Kolsvartur reykjarmökkur steig upp og byrgði heiðríkjuna og sól- ina. Hver stórsprengingin kvað við af annari. Kastalinn nötraði að grunni. Skelfing greip hermenn og varomenn. Þeir hlupu um garðinn í leit að einhverju skýli fyrir þeim ógnum, sem virtust búa í loft- inu og vera allt umhverfis þá. Loftvarnaflautur tóku að væla og einhvers staðar heyrðist gelt í loftvarnabyssum, sem skutu upp í geiminn í leit að óvini, sem ekki var sjáanlegur. Aðeins gislarnir lágu kyrrir. J>eir lágu þar sem þeir höfðu fallið, hver með sínu rnóti. Janoshik lá hnipraður saman við múrvegg- inn, en höfuðið bar hann enn eins og hann væri að hlusta fyrir þórdununum neðan frá fljótinu, sem komið höfðu of seinf fyrir hann. , Reinhardt hafði varpað sér flötum á gólfið meðan sprengingin teið yfir. Lausum hlutum og glerbrotum rigndi niður. Milada veik ekki frá glugganum. Hún henti honum opnum og stóð hugfangin. Eyðileggingin var stórfengleg. Hún þóttist skilja hvað hér hafði búið á bak við. Þeir sem kúgaðir voru höfðu náð til kúgara sinna á eftirminnilegan hátt. Og hún hafði orðið þess aðnjótandi að sjá og heyra hvernig sprengingarnar á fljótinu höfðu svarað morðskot- um Þjóðverjanna í kastalagarðinum. „Hlustið nú, herra lögregluforingi," hrópaði hún, yfirkomin af fögnuði. „Hvar er nú vald ykkar? Víst eru gislarnir ykkar dauðir. En við eigum ennþá milljónir af Janoshikum, sem þið náið aldrei til. Þetta er aðeins fyrsta hræringin. Landskjálftinn er allur eftir. Bíðið þið bara þangað til hann kemur!“ En lögregluforinginn hafði nógar áhyggjur af eigin velferð og líkamsöryggi. Milada var honum fjarlæg þessa stundina. Eftir drykklanga stund hljóðnaði hávaðinn úti fyrir og lögreglu- Joringinn reis upp af gólfinu og breitt afsökunarbros ljómaði á andlitinu. Hann dustaði rykið af hnjánum og greip einkennishúf- una sína, þar sem hún lá á gólfinu. „Hvað sögðuð þér, kæra mín?“ sagði hann. Það var ekkert svar. Hann leit í kringum sig, alveg undrandi á gvipinn. Milada var horfin. (Framhald). Fimmtudagur 20. julí 1944 Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför BÁRU LYNGDAL MAGNUSDÓTTUR. Stefán Halldórsson. Elín Lyngdal. Þökkum lijartanlega auðsýnda samúð við ancllát og jarðar- för konunnar minnar og móður okkar, RÁÐHILDAR ING- VARSDÓTTUR. Páll Friðfinnsson. Kristín Pálsdóttir. Gunnar Pálsson. Drengjaföl sérlega vönduíí, liöfum við nýlega fengtð, KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA Vefnaðarvörudeild. Sundskvlur karlmanna nýkomnar. KÁUPFÉLAG EYFIRÐINGA Vefnaðarvörudeild. Kápucfni i Ijósum og rauðum liluni Kaupfélag Eyfirðinga Veínaðarvörudeild. FOKDREIFAR. (Framhald af 4. síðu). hagsmuna- og stéttatogstreita leggja allt í auðn“. að þETTA ER OFOGUR LÝSING á ástandinu, en því miður allt of sönn og réttmæt. Framsóknarmenn sáu þessa þróun fyrir og vöruðu við henni í tæka tíð. En Morgunblaðslið- ið daufheyrðist við aðvörununum og öllum hvatningum um virkt viðnám og samstarf gegn henni, og mat meira flokkslega stundarhagsmuni sína og gróðavonir einstakra jarla á íhalds- heimilinu. Því. er nú komið sem kom- ið er. Efnilegur grundvöllur til samstarfs! JTN NÚ HVETUR þetta'sama blað ákaft til samstarfs og viðnáms. Betra er seint séð en aldrei. En sá böggull fylgir skammrifi þessa frið- artilboðs blaðsins, að þeir flokkar og menn, sem kynnu að vilja sinna því, eru fyrirfram settir í sköðana- og kenningabann: Þeir mega alls ekki minnast á stórgróða einstaklinga og ráðstafanir til að ná hæfilegum hluta hans til almennra þarfa. Þeir mega engan veginn minnast á aukinn stéttamun hér á landi vegna auðsöfn- unar einstakra manna á stríðsárun- um, og ekki heldur á fordæmi það, sem Bretar hafa gefið með ráð- stöfunum sínum gegn óhæfilegum stríðsgróða og aukinni stéttagrein- ingu. Það má yfir höfuð alls ekki minnast á nokkurn raunhæfan samn- ingsgrundvöll eða markmið fyrir samstarf flokkanna, eða hvernig tek- ið skuli á nokkru einstöku vandaméli, þá ætla þessir herrar alveg af göflum að ganga! Nei, raupið eitt á að duga, hreystiyrðin og skrafið um nauðsyn þess að „undirbúa jarðveginn ræki- lega“, „þjóðinni sé fyrir beztu, að flokkarnir taki höndum saman og vinni sameiginlega og í bróðerni að lausn vandamálanna" o. s. frv. o. s. frv. í þessum dúr. þAÐ ER HVERJU orði sannara, að þjóðinni ríður á, að flokkarnir taki nú höndum saman til viðnáms gegn aðsteðjandi vanda, upplausn og hruni, en því aðeins verður þar tjald- að lengur en til einnar nætur, að ekki sé um neinn málamyndarfrið að ræða, er byggist á loftköstulum og hugarórum einum, í stað ákveðinna markmiða og samninga um raunhæfa lausn aðkallandi vandamála. Og sú lausn fæst aldrei, nema allii verði krafðir um nokkrar fórnir og afslátt — ekki aðeins verkamenn og bændur heldur einnig — og þó miklu fremur — stríðsgróðamennirnir og aðrir nán- ustu fylgifiskar „Morgunblaðsins" og iflokks þess. „I embættisskrúða.“ ^^G SVO VAR ÞAÐ að lokum þessi táknræna og makalausa klausa úr grein þess, er kallar sig „Komm- únista" í síðasta tbl. „Verkamanns- ins“: „Sendiherra Sovétríkjanna var við- staddur hétíðahöldin á Þingvöllum 17. júní. Og hann mun meira að segja hafa verið eini erlendi sendiherrann, sem hafði svo mikið við að mæta þar í embættisskrúða. Hann sat og veizlu ríkisstjórnarinnar að Hótel Borg“. (Leturbr. hér)., Einhvern tíma hefði það þótt forsending, ef kommúnistar hér hefðu talað með svo miklum fjálgleik um fín föt og veizluhöld höfðingjanna sem eitthvað alveg sér- lega mikilvægt úrslitaatriði, þar sem fulltrúum „öreigalýðsins" bæri að skara fram úr! En „Kommúnisti“ minnist ekkert á það í grein sinni, að rússneski sendiherrann hér hafði verið svo vingjarnlegur að bera fram PERSÓNULEGAR heillaóskir sínar að dæmi annarra erlendra sendi- herra hér í tilefni af úrslitum þjóðar- atkvæðagreiðslunnar. Síðar fluttu, svo sem alþjóð er kunnugt, sendi- menn annarra þjóða slíkar kveðjur til íslenzku þjóðarinnar í tilefni LÝÐ- VELDISSTOFNUNARINNAR SJÁLFRAR og þá að Lögbergi OG FYRIR HÖND RÍKISSTJÓRNA SINNA. FRÁ SOVÉTSTJÓRNINNI (Fremhald á §. síðu),

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.