Dagur - 10.08.1944, Blaðsíða 6

Dagur - 10.08.1944, Blaðsíða 6
DAGUR Fimmtudaginn 10. ágúst 1944 Richard Halliburton: Kóngavegur æfintýranna (Framhald). guðslangan daginn á ströndinni, byggja skýjaborgir, bakast í sól- skini og laugast hlýju brimlöðri ókannaðra og dularfullra hafa. Eg þráði dulúð geipilegra fjallgarða. Frá barnæsku hafði mig dreymt um að klífa Fujiyama, hið helga fjall Japana, og Matter- horn, og eg hafði ráðgert að heimsækja hin ginnhelgu goð á Olympstindi. Eg ætlaði að synda yfir Hellusund, að dæmi Byrons lávarðar, láta berast niður Níl á léttum fljótabáti, fara á fjöruinai við fölleita Kashmírstúlku í Shalimar, stíga dans eftir dymbilskell- um blökkumannanna í Granada, koma til Taj Mahal í tunglskini, fara á tígrisdýraveiðar í bengölskum fenjaskógum í stuttu máli. Eg ætlaði að njóta æsku minnar, meðan tími var til, og falla í freistni, áður en vaxandi aldur og ábyrgðarkennd hefði náð að níða úr mér kjarkinn. Komið var fram í júní, og burtfararprófinu var lokið. Nú var mér loks frjálst og heimilt að fylgja hinum villtu tilhneigingum mínum og láta örlögin skola mér hvert sem verða vildi. Burt með skólahúfuna og kyrtilinn og hysjaðu upp um þig samfestingnum! Af stað til Nýju Jórvíkur, eins hart og fætur toga. Irvine herbergis- félagi minn slóst í förina. Mér hafði tekizt að tæla hann til þess að leggja kaupmennskuna á hilluna í bráðina og halda af stað ut í heiminn í æfintýraleit. Nú höfðum við ákveðið að gerast óbreyttii liásetar og steypa okkur kollhnís út í þann mikla malstraum skáld- legra og furðulegra atvika, sem mig hafði dreymt um maínóttina góðu, er eg reikaði í tunglskininu á ströndum Carnegievatns. ° Foreldrar okkar, sem létu sér detta í hug, að okkur langaði að- eins í venjuleg ferðalög, buðu okkur ærið fé til þess að sigla á \ ið- hafnar-farþegaskipi umhverfis jörðina. Það áttu að vera verðlaun til okkar að loknu embættisprófi. En við höfðum áður ferðast um heiminn á þann hátt og langaði nú í eitthvað, sem ekki væri alveg svo hversdagslegt. Við höfnuðum því þessu tilboði með fyriilitn- ingu og héldum af stað án þess að þiggja annað.skotsilfur til farar- innar en peningana, sem við fengum fyrir svefnherbergishúsgögn- in okkar í Princeton. Við ætluðum að ráða okkur a llutningaskip og spila upp á eigin spýtur. En okkur veittist engan veginn svo auðvelt sem við höfðum ætl- að að hljóta upptöku í aðalsstétt vinnandi manna. Prófskírtemi okkar frá háskólanum í Princeton virtust síður en svo glæða áhuga útgerðarmannanna á persQnum okkar, og olli það okkur auðvitað talsverðum vonbrigðum. í örvæntingu gripum við til nýrra úr- ræða. Við klipptum hvorn annan heldur hfrðuleysislega og stöll- ót.t, fórum í grænar flúnelsskyrtur og gengum að svo búnu á fund skipstjórans á „Ipswich“, litlum vöruflutningadalli. Við skýrðum lionum frá því á allra „saltasta" og kröftugasta sjómannamáli, sem okkur hugkvæmdist í svipinn, að þetta væri í fyrsta skipti, sem við stigum fæti á þurrt land í full tuttUgu ár. Skipstjórinn vai dálítið tortryggnislegur á svipinn, en hárskurðaraðferð okkai dugði til að sannfæra hann. Hann réð okkur á dallinn, enda var honum það sjálfum fyrir beztu. ' Og svo lét „Ipswich" litli úr liöfn frá Nýju Jórvik einn fagran veðurdag á leið til Hamborgar. Eg veifaði þakklátur í huga til frelsisgyðjunnar um leið og við sigldum fram lijá lienni. En hún virti mig ekki viðlits. Hún’ daðrar ekki við óbreytta háseta. II. Matterhorn verður að setja ofan. Hamborg var engan veginn fyrirfram ákveðinn áfangastaður. Æfintýri okkar hefðu eins vel getað hafizt í Lissabon eða Manillu, ef „Ipswich" hefði af tilviljun leitað hafnar á öðrum hvorum staðn- um. Það skipti engu máli hvaðan kóngavegur okkar lægi áleiðis til æfintýranna. Við höfðum dregið upp segl og látið byrinn um það, hvert hann bæri okkur, og nú höfðu vestanvindarnir flutt okkur til Þýzkalands. Eftir að hafa eytt sjö dollurum af fimmtán, sem við höfðum atl- að á sjóferðinni (bróðurpartinum af þeirri upphæð var varið til þess að festa kaup í „Ottó“ og „Óphelíu", tveim reiðskjótum. sem áttu að bera okkur um Evrópu) kom okkur saman um, að Ham- borg hefði hlotið hæfilegan skerf af auðæfum okkar og sanngjarnt væri, að aðrir lilutar meginlandsins nytu góðs af atganginum. Irvine vildi helzt hjóla til Parísarborgar, en eg til Rómaborgar. Við ákváðum því að láta blinda tilviljun ráða næsta áfangastað okkar, svo að ekki skyldi skerast í odda á milli okkar af þeim ástæð- um. Irvine lokaði augunum og snerist þrjá hrmgi á gólfinu fyrir framan stórt Evrópukort og setti síðan í blindni vísifingurinn á það þar sem verkast vildi. Þegar hann opnaði augun, sá hann, að fingurinn huldi hálfa Rotterdamborg. Og til Rotterdam fórum við. Farangur okkar var aðeins tveir bakpokar, er vógu tvo pund livor, og með þá á baki riðum við fyrst til Berlínarborgar og héld- um síðan í vesturátt, þorp úr þorpi, og fórum okkur svo hægt, að það var ekki fyrr en fimmtán dögum síðar, að við komum að hlið- inu bar sem annars vegar stendur málað með skýru letri „Þýzka- (Framhald). IDUNNAR-SKÓR eru glæsilega9ta tókn þeirrar undraverðu framfara, sem orðið hafa nú síðustu árin í íslenzkum iðnaði. — Iðunnar-skór eru nú beztu skórnir, sem fáanlegir eru í landinu. — Þar fer saman lágt verð og gæði. SKINNAVERKSMIÐJAN I Ð U N N. « « € i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i KVEHNÆRFÖT SILKI 0G BÓMULLAR NÝKOMIN KAUPFÉLAG EYFIRDINGA Vefnaðarvörudeild. I ^mS^íííWHKHKÍiHíííP^HíHKHÍlKHKHííKHKHímK^mílKHKHKHKHÍHlHKHKHKHA TILKYNNING Viðskiptaráðið hefir ákveðið nýtt hámarksverð á grænmeti sem hér segir: Tóraatar I. flokkur kr. 8.00 pr. kg. kr. 10.50 pr. kg. Do. n. — .... - 6.00 - - - .8.00 - - Agiirkur í. — ú 2.50 - stk. - 3.25 - slk. Do. ii. — - 1.75 - - — 2.50 - - Toppkál i. — - 3.25 - - - 4.25 - - Do. ii. — - 2.00 - - — 3.00 - - Gulraetur Extra ...... - 3.00 - húnt - 4.25 — búnt Do * I. - 2.25 - - - 3.25 - - Do. II. - 1.25 - - - 2.00 - - Salat (minnst 18 stk. í ks.)... —13.00 — ks. — 1.00 Ákvæði þessi gilda frá og með mánudeginum 31. júlí 1944. Reykjavík, 28. júlí 1944. stk. Verðlagsstjórinn. 1 NÝTT! NÝTT! HÚSMÆDURI Reynið hið nýja ameríska R0YAL GERDUFT. Það er mikið sterkara en annað ger og þar af leiðandi mikið drýgra í notkun. Fæst í 6 og 12 unzu baukum. KAUPFÉLAG EYFIRDINGA Nýlenduvörudeild og útibú. JJ!L<h£H6H6HOHCHCH6H!hIHCHJH!H!H!HCH!HCHCH6HCH!H!H6HCHOHCHCH5HCHCHCH5HCH<I<H!H6HOH!H!H!HCH(HCH!H!H!H|H!*' Sextugsafmæli Magnús Kristjánsson bóndi í Sandhólum varð 60 ára 7. júní sl. í tilefni af því heimsóttu hann, þann dag, margir vinir og ættingjar ásamt nokkrum ná- grönnum hans. Skennntu menn sér mjög vel fram á nótt við samræður og söng. Vandaðar gjafir voru honum færðar, t. d. úrvals bækur o. fl. Einnig bár- ust honum skeyti og kvæði. Magnús er fæddur á Kerhóli í Sölvadal, sonur Kristjáns bónda Jónssonar, er bjó þar í. mörg ár, og konu hans Sigríðar Ólafsdóttur frá Ánastöðum. Magnús fór ungur að aldri frá foreldrum sínum. Fór hann þá að Möðruvöllum 15 ára gamall, sem vinnumaður. Varð hann þá fljótt að inna þau störf af hendi, sem fullorðnum var ætlað. Þegar hann var 19 ára, fór hann að læra myndasmíði hjá Jóni Dahl- mann ljósmyndara á Akureyri. Að loknu því námi stundaði hann um tíma ljósmyndatöku fyrir sjálfan sig, ferðaðist um austur á land og víðar og tók myndir, en þreyttist fljótt á þessu starfi og sneri sér að gróðri jarðar. Hann byrjaði búskap á Hall- dórsstöðum í Saurbæjarhreppi 1915. Giftist hann þá Rut Lárus- dóttur, hálfsystur Hjálmar-s Þor- lákssonar í Villingadal, en al- systur Elinborgar skáldkonu í Reykjavík. Magnús flutti að Sandhólum 1917 og keypti þá jörð. Var jörðin talin með léleg- ustu jörðum í hreppnum, en hann lét það ekki á sig fá, því að hann sá, að þar voru góð ræktunarskilyrði, tók því til óspiltra mála að byggja upp bæ- inn ög stækka túnið, er nú töðu- fallið orðið um 300 hestar. Nú fyrir skömmu sá eg í sýslufund- argjörð Eyjafjarðarsýslu, að hann hafði hlotið verðlaun úr Búnaðarsjóði Eyjafjarðar, fyrir framúrskarandi jarðabætur. Magnús er hagur vel, og af- kastamaður var liann við verk, meðan hann hafði þol til. Rut konu sína missti hann 1924. Þau áttu fjögur börn mjög efnileg, 1 dreng og 3 dætur. — Voru þau kornung, er móðir þeirra,féll frá. Síðar missti hann 3 af börnunum, en ein stúlka lifir: Bryndís húsfreyja í Sand- hólum. Magnús er vinsæll maður og- hjálpsamur. Þó að hann hefði mikið að gera, virtist hann ætíð hafa tíma til alls. Gat hann oft rétt nágrönnum sínum hjálpar- hönd. Var þar vanalega fyrsti maður, er til var leitað, ef lækn- is þurfti að sækja eða eitthvað reið á. Hann hefir haft ýms störf á hendi fyrir sveit sína, þó að þess sé eigi nánar getið- hér. Kunningi. Idagur fcBst keyptur i Verzl. Baldurshaga, Bókaverzl. Eddu og Bókabúð Akureyrar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.