Dagur - 10.08.1944, Blaðsíða 8

Dagur - 10.08.1944, Blaðsíða 8
8 D AG U R Fimmtudaginn 10. ágúst 1944 ÚR BÆ OG BYGGÐ Kirkjan. Messað verður í Akureyr- arkirkju næstk. sunnudag kl. 2 e. h. Möðruvallaklaustursprestakall. — Messað á Myrká sunnud. 20. ágúst kl. ^e. h. Cuðsþjónustur í Grundarþinga- prestakalli. Grund, sunnudaginn 20. ágúst kl. 1. e. h. — Kaupangi, sunnu- daginn 27. ágúst kl. 2 e. h. Happdrættisvinningur í bílhapp- drætti K. A. er nr. 1112. Vinningsins sé vitjað til Tómasar Steingrímsson- ar. Hjúskapur. Þann 29. júlí sl. voru gefin saman í hjónaband af sóknar- prestinum í Grundarþingum, ungfrú Kristín Jensdóttir, verzlunarmær frá Akureyri og Arnaldur Þór, garðykju- maður á Reykjum í Mosfellssveit. — Heimili ungu hjónanna verður að Reykjum. Munkaþverárkirkja verður hundr- að ára á næsta hausti. Er það ætlun safnaðarins, að gera nokkrar umbæt- ur á kirkjunni og prýða hana á ýmsan hátt, meðal annars með þvi að mála hana alla að innan í tilefni af afmælinu og mun Haukur Stefánsson listmálari á Akureyri annast fram- kvæmd þess verks. Þessar afmælis- gjafir hafa kirkjunni þegar borizt frá safnaðarmönnum: Frá ónefndum 100 kr„ frá K. S. 50 kr„ frá A. J. 50 kr„ frá ónefndum 350 kr. Alls kr. 550.00. Með þakklæti móttekið. Benjamín Kristjánsson. Hjúskapur. Laugardaginn 5. ágúst voru gefin saman í hjónaband að Möðruvöllum í Hörgárdal ungfrú Júlía Jónsdóttir, Syðri-Grund, Svarf- aðardal og Magnús Jochumsson, vél- smiður, Dalvík. Barnastúkuíélagar Akureyri! Allar barnastúkurnar á Akureyri fara skemmtiferð til Skagafjarðar næstk. sunnudag. (Burtfarartími auglýstur síðar). — Þar koma barnastúkurnar í Skagafirði til móts við Akureyrar- börnin í Melsgili við Reynistað og verður þar væntanlega haldinn fund- ur. — Þeir, sem ætla að taka þátt í þessari för, tilkynni það einhverjum eftirtalinna gæzlumanna: Frk. Lauf- eyju Benediktsdóttur, Bjarna Hall- dórssyni, Ólafi Daníelssyni, Hannesi J. Magnússyni. Það er mjög áríðandi, að félagar tilkynni þátttöku sína sem fyrst, og eigi síðar en á föstudag og verður bifreiðakostur miðaður við þá tölu félaga, sem þá hefir skráð sig. Farmiðar verða afhentir í Skjaldborg föstudagskvöld kl. 8.30—10 — og verða þá ALLIR að sækja sinn far- miða. Ekki verður vitað með vissu, hvað þeir kosta, en væntanlega verð- ur hægt að ákveða það fljótlega. Útvarpstruílanir á Ytribrekkunni og víðar í bænum hafa keyrt svo úr hófi að undanförnu, að vart hefur heyrzt til Reykjavíkurstöðvarinnar. Truflanir þessar stafa af rafmagni. Er næsta hlálegt, að á sama tíma, sem útvarpsnotendur eru stranglega áminntir um að greiða afnotagjöld sín af tækjunum, geta þeir tæpast heyrt til stöðvarinnar, sem gjöldin innheimtir. Rafveita Akureyrar mun eiga að vinna að útrýmingu truflana. Verður að álykta, að slælega sé geng- ið fram í því, þar eð óvíða á landinu munu vera eins mikil óþægindi af völdum rafmagnstruflana og hér í bænum. Vill blaðið skora á forráða- menn Rafveitunnar að hefja alvar- lega herferð á hendur þessum ó- fögnuði. Hjúskapur: Ungfrú Þórey Þor- steinsdóttir og Henry Eyland loft- skeytamaður. Silfurbrúðkaup áttu hjónin Jenny og Gísli Eyland, skipstjóri, Munka- þverárstræti 16 hér í bæ, s.l. sunnu- dag. KEA setur upp sérstaka vátryggingadeild (Framhald a£ 1. síðu). þessa frétt, að það kostar lítið að vátryggja, en skaði af völdum elds t. d. oft þannig, að menn fá ekki undir risið, ef þeir hafa lát- ið undir höfuð leggjast að vá- tryggja. J>að er sérstök ástæða til þess að minna bændur á, að tryggja innbú sín, skepnur o. s. frv. fyrir eldi. Dæmi um óvar- kárni í þessum efnum eru mörg og nærtæk. FOKDREIFAR (Framhald af 4. síðu). það, „að vélanotkun samrýmis ekki íslenzkum staðháttum og íslenzkir bændur eigi og vilji helzt nota hesta, en ekki vélar í þeirra stað“. — „Verkamanninum" er auðvitað alveg óhætt að segja lesendum sínum þetta, því að ekki er það argara þvaður en svo margt annað, sem stendur í því blaði og þetta fólk virðist láta sér vel líka. En á hinn bóginn er óþarft að leið- rétta þessa fjarstæðu fyrir lesendum „Dags“, því að þeir mega gerzt vita, að ekkert þvílíkt hefir nokkru sinni staðið hér í blaðinu, Jieldur hið gagn- stæða. ANNÁLL DAGS (Framhald af 1. síðu). hverfi. Giftist hún þar Guttormi Einarssyni í Nesi. Reistu þau bú að Ósi i Hörgárdal vorið 1886 og bjuggu þar rausnarbúi. Gutt- ormur lézt 1915, en Elín bjó að Ósi þar til 1920. Þau eignust 11 börn og eru 7 þeirra á lífi. Elínu bárust margar árnaðaróskir frá vinum og vandamönnum á þess- um merkistímamótum ævinnar. HRAÐSÍMTÖLIN (Framhald af 1. síðu). þörf. Þá getur afgreiðsla símtala gengið greiðlega og hraðsímtöl- in horfið að mestu. Nú sem stendur er línuþurðin almest frá Reykjavík til Borgarness og þar næst til Hrútafjarðar, þar sem símaleiðir skiptast til Norður- og Vesturlands, Um síldveiðitímann er síma- sambandaskorturinn milli Suð- ur- og Norðurlaúds langméstur og er nú svo komið, að síðastlið- inn mánuð (júlí) voru að meðal- tali 50% hraðsímtöl á þessari leið. Að vísu má gera ráð fyrir að eitthvað dragist úr símanotkun fyrst í stað að stríðinu loknu og nokkur sambandafjölgun verður, þegar setuliðið fer, en hvorugt þetta verður nægileg eða endan- leg úrbót. Hin eina fullkomna lausn er jarðsímarnir og þeir margborga sig, þar sem sam- banda er þörf, því að þeir eru svo miklu öruggari í rekstri en ofanjarðarlínurnar og ódýrari í viðhaldi. Aðal-jarðsímakerfinu þarf að hraða sem mest, leggja það 'strax að stríðinu loknu og eins ört og.mögulegt er. Verði ekki fé til þessa fyrir hendi hjá ríkissjóði, verður að taka lán, eins og áður var gert til síma- lagninga, enda ætti Landssíminn Bókarfregn INGIBJÖRG LÁRUSDÓTT- IR: ÚR SÍÐUSTU LEIT. — Bókaútgáfa Pálma H. Jónsson- ar. Prentsmiðja Björns Jóns- sonar h.f. Akureyri 1944. Ýmsir munu kannast við kver eftir frú Ingibjörgu Lárusdóttur á Blöndu- ósi, er kom út fyrir nokkrum árum og nefndist: Úr djúpi þagnarirmar. — Bók sú, sem nú er nýkomin á mark- aðinn, er eins konar áframhald af þáttum þeim og sögnum, er þar birt- ust. Skiptist hún í þrjá aðalkafla: Æskuminningar, þættir frá uppvaxt- arárum höfundar í Austur-Húnavatns- sýslu; Huliðsheimar, og eru í þeim kafla ýmsar dulrænar sögur og þjóð- sögur, en sjálf virðist frú Ingibjörg gædd nokkrum dulrænum hæfileik- um og hafa margt séð og heyrt, sem dulið hefir verið öðrum mönnum. Loks eru í síðasta kaflanum sögur af Bólu-Hjálmari, en frú Ingibjörg er dóttur-dóttir hans. Kann hún ýmis- legt frá afa sínum að segja og sumt allmerkilegt, þótt nokkuð af því hafi áður sézt í svipuðum búningi. Frú Ingibjörg segir vel og lipur- lega frá og er bók hennar nokkur fengur öllum þeim, sem þjóðlegum fræðum unna og „vilja auka þekkingu sína á högum og háttum nýliðinna kynslóða", eins og Jakob Ó. Péturs- son ritstjóri kemst að orði í nokkrum formálsorðum, er hann ritar fyrir bókinni. Mynd höfundar fylgir. J. Fr. að geta staðið undir slíku láni. Landssíminn harmar engu síður en símanotendur það ástand eða þá símasambands- þurrð, sem nú er, því ef þessu heldur áfram, þýðir það, eins og blöðin hafa réttilega bent á, lítið annað en hærra símagjald. Og fyrir Landssímann eru hinar óeðlilegu hraðsímtalatekjur ekk- ert annað en sjúk tekjubólga en enginn heilbrigður tekjugrund- völlur, sem hægt er að byggja á. Hún lijaðnar um leið og séð er fyrir hinni eðlilegu símasam- bandsþörf. Nú hefir verið stungið upp á því, að afnema öll hraðsamtöl og má vel vera að að því reki, þótt tæplega myndi það þykja vin- sælt, frekar en aðrar neyðarráð- stafanir, og er heldur engin veru- leg úrbót fyrir símanotendur. Hins vegar væri æskilegt að ntenn leituðust við að nota meira ritsímann í stað símtala en nú er gert, til þess að létta á talsímaafgreiðslunni á meðan ekki er hægt að fjölga talsíma- samböndunum. Á þetta sérstak- lega við staði eins og Reykjavík —Akureyri og R-eykjavík—Siglu- fjörður, þar sem er beint rit- símasamband á milli. Það er auðvitað mál, að oft er þægilegra að reka erindi sín með símtali en símskeyti, en í æði mörgum tilfellum gerir símskeytið sama gagn, og með tilliti til þess, að Jretta er í rauninni eina úrræðið í bili, er þess að vænta, að sim- notendur notfæri sér það eftir þvf sem unnt er. 1. ágúst 1944. Guðmundur Hlíðdal. * /*±A/*\a/*)la/*1aS£)la/>1a/£\as*\a/2\aS£\a/£\a/£\a/2\aÁ\a/ÍÍa/£\a/£1a/£\a/£Íjl/£\a/2\a/Í1 Mínar dýpstu þakkir til barna núnna, barnabarna, venslafólks og margra vina, sem heiðruðu mig og glöddu á áttatíu ára af- mæli rrúnu, með gjöfum, Ijóðum, blómum, skeytum og nærveru sinrú, og gjörðu mér daginn ógleymanlegan. — Guð blessi ykk- ur öll á óförnu leiðinni ykkar. E LÍ N F R Á Ó S I. \yr\S^r\yr\yT\yr\S/r\3/rV/rVr^3/rV/r\yr\yrWrWr^\yT\y^'ty’WrV/r\$/TV/rV/rV/r' TIL SÖLU 2ja tonna vörubifreið í góðu lagi. — Nánari upp- lýsingar hjá ARNÞÓR ÞORSTEINSSYNI, sími 284. verður selt á föstudag og laugard., 11. og 12. þ. m. VERZLUN JÓNS EGILS. DÖMU RYKFRAKKAR, DÖMU REGNKÁPUR, aðeins 38 krónur. VERZLUN JÓNS EGILS. SILKISOKKAR á kr. 4.50. VERZLUN JÓNS EGILS. Hálft hús til sölu. Afgr. vísar á. Auglýsið í DEGI INÝJA BÍÓ I sýnir í kvöld kl. 9: $ Flugsveitin .,Ernir“ I Eöstudaginn kl. 9: S Tvíburasysturnar I Lahgardaginn kl. 6: Vordagar við Klettafjölll Laugardaginn kl. 9: x Flugsveitin „Ernir“ I Sunnudaginn kl. 3: % Tvíburasysturnar I Sunnudaginn kl. 5: Flugsveitin „Ernir“ I Sunnudaginn kl. 9: x Tvíburasysturnar I Tvö rúmstæði til sölu. Uppl. í Munkaþverársír. 5. H Ú S IÐ Gilsbakkavegur 1A, er til sölu. Eggert St. Melstað. Bleikur hestur, um 9 vetra, mark: heilrifað biti aftan hægra, biti aftan vinstra, hefir tapazt norðan mæðiveikisgirðingar í Krækl- ingahlíð. Frekar lítill hestur, bustrakað fax, styggur, klárgeng- ur. Finnandi óskast að gera mér aðvart gegn ónjaksgreiðslu. * Björn Halldórsson, i Akureyri — Sími 312. TIL SÖLU: Kolaofnar af ýmsum stærð- um, bílboddí, sætalaust, desímalvigt með lóðum. Uppl. í sírna 312. Frá torgsölunni. Vegna ótal fyrirspuma um nýjar kartöflur, vil ég benda viðskiptavin- um mínum á það, að eins og nú er hagað verðiagsákvæðum og niður- greiðslu á kartöflum, er sala þeirra beint til neytenda útilokuð. Hinsveg- ar sel ég eins og að undanförnu kál og annað útiræktað grænmeti eftir því sem til fellst, á miðvikudögum og laugardögum kl. 8V2—10 f. h. Kristinn Sigmundsson. P. V. A. |V> HRINGIÐ f SÍMA 356 — ÞÁ KEMUR ÞAÐ — P. V. A.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.