Dagur - 24.08.1944, Blaðsíða 6

Dagur - 24.08.1944, Blaðsíða 6
6 Fimmtudaginn 24. ágúst 1944 Richard Halliburton: Kóngavegur æfintýranna (Framhald). Meðan á öllu þessu stóð hafði dimm þoka byrgt alla útsýn til fjallsins. En fjórðu nóttina, sent við gistum í þorpinu, brast á fár- viðri mikið og geysileg regnskúr lireinsaði loftið. Þegar við vökn- uðum um morguninn, þutum við út í gluggana, og sjá: — Þar blasti Matterhorn við í allri sinni dýrð, gnæfandi skýjurn ofar við himin, tindrandi, hvítt og fjarlægt í skini árdegissólarinnar. Um hádegisbilið var loftið tært eins og vín og hvergi sást minnsti skýhnökri á himni. Þeir Adolph og André hleyptu í sig kjarki, lögðu klyfjarnar á bak sér og leiddu okkur félaga, Irvine og mig, við hönd sér upp úr Zermatdalnum. Sé horft til fjallsins frá viss- um stað á þessari leið, líkist það undarlega nákvæmlega tígrisdýri, sem liggur í hnipri fyrir bráð sinni. Nú stefndum við rakleiðis í klær þessa villidýrs. Leið okkar lá framhjá kirkjugarði þorpsins. Leiðsögumenn okk- ar sýndu okkur raðir af gröfum óheppinna fjallgöngumanna, sem látið höfðu líf sitt í fangbrögðunum við Matterhorn á liðnum ár- um. I sérstöku safnhúsi við kirkjugarðinn eru varðveittar ýmsar ininjar um þessa menn, svo sem ísaxir og flíkur af Englendingun- um frægu: Hudson, Hadow og Douglas lávarði, er fyrstir manna komust alla leið upp á Matterhorn, í för með Mr. Whymper og þremur fylgdarmönnum. Þetta gerðist árið 1865. Fram að þeim tíma höfðu Svisslendingar ávallt talið, að engum mennskum manni væri fært upp á tindinn. Og sannarlega undruðumst við oft á ferðalagi okkar upp fjallið, hvernig fyrstu leiðangursmennirnir hefðu komizt upp þangað. En Matterhorn hefndi sín líka geipi- lega: Á niðurleið — rétt neðan við sjálfar ,,herðar“ f jallsins, á snar- brattri hjarnberiðu, þar sem rnenn handstyrkja sig nú upp eftir sterkri keðju — missti Mr. Hadow, yngsti leiðangursmaðurinn, há- skólamaður frá Cambridge, fótanna á ísnum, og þar sem allir leið- angursmennirnir voru bundnir saman með kaðli, dró hann. þá með sér livern af öðrum niður í hyldýpið, unz Mr. Wliymper og tveir fylgdarmannanna stóðu einir eftir. Þeir streittust í örvænt- ingu gegn þunga félaga sinna, sem dingluðu í lausu lofti fjögur þúsund fet yfir skriðjöklinum. Andartak lá kaðallinn eins og þan- inn strengur mill.i lífs og dauða,’ en svo slitnaði hann og mennirn- ir fjórir — liinir djörfu sigurvegarar Matterhorns — steyptust nið- ur í hyldýpið og biðu þar bráðan bana. Við hófum fjallgönguna með þessar hræðilegu minningar í huga og gengum margar klukkustundir í ótal krákustígum upp f jallshb'ðina. Við köstuðum mæðinni um stund á klettasnös og lit- um um öxl niður í gljúfrið, sem lá í áttina niður að Rhónfljóti og til mannabyggða. En við gátum ekki átt langa viðdvöl Jaarna, því að við áttum tvö þúsund og fimm hundruð feta bratta fyrir höndum, áður en við kæmumst upp í kofann, þar sem við ætluðum að gista um nóttina. Við komumst loks upp þangað móðir og másandi, þegar leið að kvöldi. Risavaxnir tindar Alpafjallanna slógu tröll’- aukinn hálfhring umhverfis okkur — með skriðjökla í hlíðum og beljandi jökulár í dölum og gljúfrum. En yfir okkur gnæfði hinn geysilegi tindur Matterhorns í upphiminlegri órafjarlægð, að því er virtist — djarfur og mikillátur einvaldsdrottinn í ríki háf jall- anna með eldlega kórónu úr geislum hnígandi sólar á höfði. Brátt logaði glaður eldur á arni þarna uppi í kofanum og hlýjar rekkjur vermdu okkur og hvíldu. En þremur stundum eftir mið- nætti bjuggumst við enn til ferðar. Við ætluðum okkur að kom- ast sem hæst upp í brattann, áður en sólin tæki að bræða ísinn og færðin gerðist ógreiðari. Við bundum okkur með köðlum, hvor við sinn leiðsögumann, og þumlunguðumst áfram upp fjallið í nístandi kulda næturinnar. Okkur fannst að við myndum þá og þegar reka okkur upp undir stjörnurnar eða villast út á vetrar- brautina, en umhverfis okkur djarfaði fyrir undarlegum og tröll- auknum heimi í fölu skini haustmánans. Mér fannst eg helzt líkjast litlum kjöltuhundi, sem togaður er áfram í bandi, og þegar Adolph kallaði til mín, tók eg undir við hann með glaðlegu gelti. Annars hengu reipin og dingluðu á milli okkar og leiðsögumannanna svona fyrst í stað* því að við vorum hressir og endurnærðir eftir hvíldina og tókst nokkurn veginn að fylgja fylgdarmönnunum eftir með því að vega okkur með hönd- um og fótum klett af kletti. Lengst af lásum við okkur upp hvöss- ustu eggjarnar á sjálfri fj'allsröndinni með þrjú þúsund feta hyl- dýpi til beggja handa, en á einum stað urðum við þó að leggja leið okkar uþp snarbratta fjallshlíðina utan við eggjarnar. Það var sérlega torfarinn og hættulegur spölur. Adolph varð að höggva spor í freðann með ísöxinni sinni, svo að við gætum fótað okkur á hörzlinu og hálkunni. Hvert klettabeltið tók við af öðru og hvert öðru hærra og xnarbrattara eftir því, sem nær dró tindinum. Við urðum að beita bæði olnbogum og knjám, tönnum og tám, ef allt átti ekki að hjakka í sama farinu. Leiðsögumennirnir komu okkur örugglega fyrir í einhverri sprungunni, klifruðu síðan svo sem tuttugu eða þrjátíu fet áleið- is upp snarbratta hlíðina. Þegar þangað var komið, gáfu þeir merki og toguðu í reipin, sem bundin voru um herðar okkar. Og k (Framhald). DAGUR Gestaþraut um stríðið Margar eru spárnar og útreikningarnir orðnir um stríðs- lokin. Nýjasta spáin, sem frétzt hefir um, er Jæssi (frá Ameríku auðvitað). 1 Tojo Churchill Hitler Rooscvelt Mussolini Stalin Fæddur 1884 1874 1889 1882 1883 1879 Aldur 60 70 55 62 61 65 Tók við völdum . . 1941 1940 1933 1933 1922 1924 Valdatími 3 4 11 11 22 20 3888 3888 3888 3888 ■3888 3888 Stríðslok • Ú2 af 3888 = 1944 XÁ af 1944 = 9-7-2 Níundi mánuður, 7. dagur, kl. 2. Lesendur geta svo glímt við sér til gamans að finna út, hvernig dæmið er búið til! IDUNN AR-SKÓR eru glæsilegasta tákn þeirrar undraverðu framfara, sem orðið hafa nú síðustu árin í íslenzkum iðnaði. — Iðunnar-skór eru nú beztu skórnir, sem fáanlegir eru í landinu. — Þar fer saman lágt verð og gæði. SKINNAVERKSMIÐJAN I Ð U N N. BOLLAPÖR fyrirliggjandi KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA Járn- og glervörudeild Ur erlendum bjöðum (Framhald af 3. síðu). Jeppinn verði á almennum markaði eftir stríðið, verði hann ekki í þeim búningi, sem nú er þekktur víða um heim. Sú gerð hans sé ekki hæf til almennings- nota. Til dærnis sé hann of við- bragðsfljótur, og geti þess vegna valdið slysum. Ýmsar breyting- ar séu nauðsynlegar áður en hann geti orðið almeningseign. Nokkrar nýjar bækur, enskar og ameriskar. Fyrir þá, sem vilja lesa, hvað frjálslyndir, amerískir stjórn- málamenn hugsa og tala nú: ný bók eftir Henry A. .Wallace, varaforseta Bandaríkjanna: De- mocracy Reborn (Lýðræðið end- urfætt) 280 bls. útgef. Reynal & Hitchcock í New York, verð $ 3.00. Brezki blaðamaðurinn Alex- ander Werth hefir gefið út bók, sem þykir frábær lýsing á þvi, hvað rússneskur almenningur hugsar og talar á þessu örlaga- ríka stríðsári. Bókin heitir: Leningrad. Útgef. Hamish. Hamilton í London. Kostar 1 Os. 6 d. Aðrar nýjar bækur, sem um getur í nýlegum enskum og amerískum blöðum: Ný, skemmtileg og greinargóð saga nýja heimsins, eftir franska rithöfundinn heimsfræga, André Maurois. Nefnist: The Miracle of America, 428 bls. Útgef. Harper Bros. Kostar $ 3.50. Joseph tlie Provider heitir nýjasta skáldsaga Thomas Mann., 608 bls. Útgef. Alfr. A. Knopf. Kostar $ 3.00. F.in nýjasta fréttaritarabókin iti SKAK NR. 11. Frá meistarakeppninni í Litháen 1943. Sikileyjarleikur. Hvítt: Hasseníus. — Svart: Teteris. 1. e4, c5. 2. Rf3, d6. 3. d4, cxd4. 4. Rxd4, Rf6. 5. Rc3, g6. 6. Be2, Bg7. 7. Be3, 0—0 (a). 8. g4, d5 (b). 9. e5, Re4. 10. f4, Rxc3 (c). 11. bxc3, a6. 12. h4, Dc7. 13. Dd3, Rd7. 14. Rb3, Staða eftir 14. leik hvíts: Sv. lék hér: H—d8 og tapaði. — Möguleiki hans var: Bxe5! Hd8 (d). 15. Bd4, Rf8. 16. De3, Dc6. 17. h5, Be6. 18. 0—0—0, f5. 19. e5xf6 í f. hl., exf6. 20. hxg6, hxg6. 21. f5 (e), Bf7. 22. Hh3, He8. 23. Dd2, g5 (f). 24. Hdhl, Dc7. 25. Dxg5!, Bg6. 26. fxg6, Hxe2. 27. Bxf6, Rxg6. 28. Dxg6 og sv. gafst upp. a. 7......Rc6 er betra hér. b.......Betra var enn Rc6. c. Þessi mannakaup eru röng. Tví- peðið gerir hv. ekkert til. d. Mieses hefir bent á, að 14. Bxp sé miklu betri leikur og gefi svörtum sóknarmöguleika. 14. leikur sv. gefur hv. nú möguleika til afger- andi sóknar. e. Góð fórn. Svartur stenzt ekki þessa leikjaröð: 21.....pxp. 22. pxp, Bxp. 23. Hd—gl o. s. frv. f. Dugar ekki. g. hótar H—h8. Sterkt leikið af hv. tim stríðið er eftir sænska blaða- manninn Gunnar Pihl. Nýkom- in út í Ameríku, og heitir: Ger- many: The last Phase. ÚtgeL Alfr. A. Knopf, kostar $ 3.00. fiPh.il var blaðamaður fyrir Syd- svenska Dagbladet og dvaldi í Berlín árin 1938—1943, er hann var gerður landrækur. Bókin hlýtur góða dóma í amerískum blöðúm. Bækur um flugmál eru mikið Sesnar vestan hafs um þessar mundir. Ein hin nýjasta heitir: Wings after the War. (Flugið eftir stríðið) og er eftir Paul Johnston. (129 bls. Útgef. Duell, Sloan Pearce.- Mest lesnu bækurnar í U.S.A. í síðasta mánuði, eru þessar, skv. N. Y. Times: ■ ,,A Tree Grows in Brooklyn“, skáldsaga eftir skáldkonuna Betty Smith. „Strange Fruit" skáldsaga eftir Lilian Smith. „The Razor’s fedge“, nýjasta skáldsaga enska skáldsins W. Sommerset Maugham. (Kom í lélegri þýðingu í Morgunbl. undir nafninu „í leit að lífs- hamingju". | „The Robe“, skáldsaga frá Krists dögum eftir ameríska höf- undinn Lloyd C. Douglas. Af bókum um almenn efni voru þessar mest lesnar: „Good Night, Sweet Prince”, æfisaga John Barrymore, eftir Gene Fowler. „The Curtain Rises“, blaða- mannafrásögn um stríðið í Evrópu, eftir Qxientin Reynolds. (N. Y. Times).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.