Dagur - 31.08.1944, Blaðsíða 7

Dagur - 31.08.1944, Blaðsíða 7
Fimmtudaginn 31. ágúst 1944 D AG U R 7 IÐUNN AR-SKÓR eru glæsilegasta tákn þeirrar undraverðu framfara, sem orðið hafa nú síðustu árin í íslenzkum iðnaði. — Iðunnar-skór eru nú beztu skórnir, sem fáanlegir eru í landinu. — Þar fer saman lágt verð ®g gæði. SKINNAVERKSMIÐJAN I Ð U N N. BOLLAPÖR fyrirliggjandi KAUPFÉLA6 EYFIRÐIM6A Járn- og glervörudeild FRÁ BARNASKÓLANUM Skólinn tekur til starfa með 7, 8 og 9 ára börn (sömu aldurs- flokka og í vor) þriðjudaginn 12. september næstkomandi kl. 10 fyrir hádegi. SKÓLASTJÓRINN. r>KHS<HS<K><H><H*<H'H*<H><H><H><H><H><H><H><H><H><H><H><H><H>^^ ORÐSENDING Ákveðið hefir verið að verð á síldarmjöli á inn- lendum markaði verði kr. 52.19 pr. 100 kg. frítt um borð, ef mjölið er greitt og tekið fyrir 15. sept- ember næstkomandi. Sé mjölið ekki greitt og tekið fyrir 15. september næstkomandi, bætast frá þeim tíma vextir og brunatryggingarkostnaður við mjöl- verðið. Sé hins vegar mjölið greitt fyrir 15. septem- ber, en ekki tekið fyrir þann tíma, bætist aðeins brunatryggingarkostnaður við mjölverðið, ef kaup- andi hefir ekki tilkynnt Síldarverksmiðjum ríkis- ins fyrir þann tíma, að hann hafi sjálfur vátryggt mjölið á á fullnægjandi hátt að dómi Síldarverk- smiðjanna. Sama ákvæði viðvíkjandi brunatrygg- ingu gildir einnig fyrir það mjöl, sem ekki er greitt né tekið fyrir 15. september næstkomandi. — Allt mjöl verður þó að vera pantað fyrir 30. september næstkomandi og greitt að fullu fyrir 10. nóvember næstkomandi. Vinsamlegast sendið pantanir yðar sem fyrst. Siglufirði, 24. ágúst 1944. SÍLDARVERKSMIÐ JUR RÍKISINS. VÍNRABARBARI tekinn upp á næstunni. Þeir sem ætla að fá rabarbara hjá okkur eru beðnir að , senda pantanir sínar sem fyrst. Verzl. Eyjafjörður h.f. 1 PISTILINN SKRIFAÐI POSTULINN JAKOB. (Framhald af 2. síðu). Hvað gefur Stalin fyrir þessa vöru? Postulinn þykist vera stór- hneykslaður yfir því, að stjórn- málaritstjóri Dags hafi ekki tak- markalausa trú á hverri þeirri stjófn, er styðst við meirihluta þings. í því efni var vitnað til hinnar aumu stjórnar, er komm- únistar studdu til valda 1942. Hún var þó þingræðisstjórn. En hvernig var það með þjóðstjórn- ina frá 1939—42. Var hún ekki þingræðisstjórn? Jú, vissulega. En þó er eins og menn reki minni til þess, að kommúnistar töldu hana allt að því glæpa- stjórn. Þeir eru ekki ætíð sjálf- um sér samkvæmir, komma- skinnin. Annars kemur það úr hcirð- ustu átt., er kommúnisti gerizt vandlætari um þingræðisregl- tma, þar sem vitanlegt er, að kommúnistar lúta stjórn í er- lendu ríki, þar sem ekkert þing- ræði er, a. m. k. ekki á okkar mælikvarða. EG UNDIRRTAÐUR votta hér með, að allt slúður um að Karl Þorleifsson á Hóli hafi valdið skemmdum eða óspektum á Karlsá, er tilhæfulaust með öllu og pilturinn alsaklaus í því efni. Dalvík, 15. ágúst 1944. Jón H. Lyngstað (sign.). Votta undirskriftina: Tryggvi Jónsson (sign.), (oddviti S varf aðardal sh repps). TIL SÖLU: Ungt naut af góðu kyni. — Upplýsingar gefur Oddur Ágústsson, Hrísey, sími 9. 20-30 þúsund manns víCsvegar á landinu leea Dag að staðaldri. Auglýsendurl Sálmaskáldiö séra Björn pró- fastur Halldórsson (t. 4. nóv. 1823, d. 19. des. 1882) þjónaði Laufásprestakalli frá 1852 til 1882 eða rétt 30 ár. Hann mun hafa verið maður góðlátlega élettinn að eðlisfari, og gætti þess nokkuð í smákveðlingum og lausavísum hans. Á bernsku- árum mínum á Svalbarðsströnd- inni lifði allmikið á vörum fólks af ýmiss konar kímnivísum, sem honum voru eigrtaðar. Góð skil kunnu menn oftast á tildrögun- um og jók það gildi kveðskapar- ins á kunnugum slóðum. Mikið þótti okkur unglingunum til þessa kveðskapar koma. Við skildum hartn svo vel og okkur fannst hann svo auðlærður. Því miður skrifaði eg lítið sem ekk- ert upp af þessuin kveðskap, sem þá var á hvers manns vör- um, og sé nú mjög eftir því. Hefi eg mörgu eða flestu gleymt, og tel það skaða. — Sýniihorn af því fáa, sem eg karrn enn af lausavísum og smá- kveðlingum séra Björns, fer hpr á éftir. Um sumt styðst eg við gömul handrit. ★ Sagt er, að eitt sinn að vor- lagi hafi prófastur verið snemma á fótum og komið inn í baðstofuna um morguninn, þegar vinnufólkið var að vakna. Meðal annarra hjúa hans var þar stúlka, er var „hægri hönd maddömunnar“ við matseld og skömmtun, og mátti þvi með nokkrum sanrú kalla hana „ráðskonu“. Varð prófasti sér- staklega litið til hennar, þar sem hún reís upp í rúmi sinu og tek- ur til að teygja úr sér, klóra og aka sér, eins og gerist og geng- ur um morgunsvæft fólk. Varð honum þá að orði: Ráðskonan mín rís nú upp rétt sem tungl í fylhngu; klórar hún sér á hægri hupp með hátíðlégri stillingu. ★ Einu sinni bar svo við, að pró- fastur varð þess áskynja að hugir ungrar stúlku og vtnnu- martns eins drægjust saman, en það var honum ógeðfellt af ein- hverjum ástæðum. Þóttist hann eitthvað hafa að segja í þeim efnum, sakir tengda eða frænd- semi. Drógst því gifting nokkuð af þeim sökum eða allt þangað til auðsætt þótti að hamsvori væri hjá stúlkunni. Lét hann þá af mótstöðu sinni, og kvað sæmilegast að þau giftust, úr því sem komið væri, og varð það úr. Þess má geta, að pró- íastur reyndist hjónum þessum prýðilega, eins og hans var von og vísa, þó að ráðahagurinn væri honum á móti skapi. í veizlunni bar svo við, að einn bezti söngmaðurinn í sveitinni hóf upp raust sína utan við stofugluggann, þar sem veizlan fór fram, og söng vers það er hér fer á ettir, að sögn að undir- lagi prófasts, enda á hann að haía ort versið sjálfur, en það er svona: Nú gengur allt sem náðugast, nú er loks björn-irm ) unrúnn, hjónabartdsþráður heftur fast, hvernig sem hartn er spunrúnn: konan er ólétt; — ekki þarf ofan á bóndans leggja starf, né bæta í fullan brunninn: ') Eða Björn-inn. Svo í gömlu handriti. V. Sn. (Framhald). Athuglð- að Dagur er beztð auglýsingablað dreUbýlislns. j / A

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.