Dagur - 31.08.1944, Blaðsíða 1
Snorri Sigfússon
hefur sagt af s_ér skóla-
stjóraembættinu
Verður námsstjóri og
skólaeftirlitsmaður í
Norðlendingaf jórðungi
Snorri Sigfússon, skólastjóri
Barnaskóla Akureyrai-, hefir sagt
af sér skólastjóraembættinu frá
1. október' næstk. Jafnframt mun
hann, að ósk fræðslumálastjórn-
arinnar hafa tekið að sér að
gegna embætti námsstjóra og
skóaleftirlitsmanns í Norðlend-
ingaf jórðungi frá sama tíma.
Nýja-Bió
! | sýnir í kvöld kl. 9:
Orlof flugmannsins.
!; Föstudaginn kl. 9:
j! Leyndarmál Rommels.
jj Laugardaginn kl. 6 og 9:
Orlof flugmannsins.
Sunnudaginn kl. 3:
Orlof flugmannsins.
Sunnudaginn kl. 5:
Tarzan hinn ósigrandi.
!: Sunnudaginn kl. 9:
|! Leyndarmál Rommels.
•^>#*^^#^#^^^s#s#s#*s^#^s^<#s#^r*s#sr#s#^s#s#s#s#'
FRA SVISS
Dömukragar,
Smádúkar,
Ifellur,
Vasaklútar.
Mjög vandaðar vörur. .
Hannyrðaverzl.
Ragnh. O. Björnsson.
BANNAÐ
er hér með að taka sand í
landi mínu — áður tilheyr-
andi Króksstöðum — sem
liggur norðan þjóðvegarins,
austanvert við austustu
Eyjafjarðarárbrú.
Arnarhóli, 29. ágúst 1944.
KRISTINN SIGMUNDSSON.
RITVEL
til sölu og sýnis á afgr.
blaðsins.
M.W JBLmM
XXVII. árg.
Akureyri, fimmtudaginn 31. ágúst 1944
35. tbl.
Islending
ar elasí ekki um, aí herverndarsamningurinn
verðí efndur
Konur hefja nýja sókn ísjúkrahús-
málum Norðlendinga
Fjöldi alþingiskjósenda í 14 byggðarlögum í 4 sýslum
skora á Alþingi, að reisa f jórðungssjúkrahús
á Akureyri
Leitað verður undirskrifta á Akureyri um helgina
Kvenfélagið Framtíðin hér í bænum hefir enn haf
ið sókn í sjúkrahússmálum Norðlendingafjórðungs
með því, að vinna að söfnun undirskrifta á áskorun til
Alþingis um að hefja þegar byggingu ríkissjúkrahúss
fyrir Norðlendingafjórðung hér á Akuréyri. — Hafa
konurnar þegar í höndum áskoranir, undirritaðar af
nær tvö þúsund kjósendum í 14 byggðalögum í Eyja-
fjarðar-, Skagaf jarðar- og Þingeyjarsýslum. Þátttakan í
þessum sýslum á enn eftir að aukast. Undirskrifta til
styrktar þessu nauðsynjamáli verður leitað hér í Akur-
eyrarbæ nú um helgina og mun vart standa á Akureyr-
ingum að fjölmenna á undirskriftalistana.
Að gefnu tilefni
skal á það minnt, að berja-
tínsla er stranglega bönnuð
f girðingum Skógræktarfél.
Eyfirðinga.
GÓÐ STÚLKA
óskast frá 1. október næstk.
ÁRNI GUÐMUNDSSON,
læknir. Sími 268.
Dugleg og ábyggileg
STÚLKA
vel fær í reikningi, get-
ur fengið atvinnu nú
þegar.
BALDUIN RYEL H,F.
f UMBURÐARBRÉFI, sem
stjórn Kvenfélagsins Framtíð-
in hefir sent kvenfélögum í
sveitunum hér norðanlands, er
bent á skipulagsleysi og órétt-
læti það, sem nú ríkir í sjúkra-
hússrekstri ríkisins. Lesendum
Dags er kunn skipan þe.ssara
mála hér um slóðir af margend-
urteknum skrifum blaðsins um
þau. í umburðarbréfi kvenfé-
lagsins er komizt svo að orði:
„Eins og ykkur er kunnugt,
þá er aðeins einn ríkisspítali fyr-
ir almenna sjúklinga, Landsspí-
talinn í ReykjaVík. Hann er rek-
inn á kostnað ríkissjóðs með
mjög lágum daggjöldum, og
miklum reksturshalla, sem ríkis-
sjoður síðan greiðir. Hér norð-
anlands er á Akureyri aðeins
einn spítali, sem orðinn er allt of
lítill fyrir Akureyri og nærliggj-
andi sýslur. Þessi spítali er rek-
inn með mjög háum daggjöld-
um á kostnað sjúklinganna
sjálfra. Er sá munur svo mikill,
að sjúklingur, sem liggur 10
daga' vegna botnlangauppskurð-
ar verður að greiða á Landsspí-
talanum um kr. 200.00, en á Ak-
ureyrarspítala kr. 460.00. —
Reykjavík á engan spítala, þess
vegna er nú svo komið, að
Landsspítalinn er mest orðinn
fyrir Reykjavík og umhverfi
hennar. Niðurstaðan er því sú,
að ríkissjóður rekur spítala fyrir
Reykjavík. Nú hefir Kvenfélagið
„Framtíðin" á Akureyri hafizt
handa með að beita sér fyrir því,
að þetta misrétti verði afnumið
og ríkið látið reisa hér á Akur-
eyri stóran og fullkominn spí-
tala, sem fullnægi Akureyri og
nærliggjandi sýslum, og tak-
markið á að vera, að einn slíkur
spítali verði reistur og rekinn í
hverjum landsf jórðungi.
Þetta er sanngjörn krafa. Send-
um við ykkur því meðfylgjandi
lista til undirskriftar, þar sem
skorað er á ríkisvaldið að það
hef jist handa.nú þegar með und-
irbúning þess, að reist verði svo
t'ljótt og hægt er, fullkomið
fjórðungssjúkrahús á Akureyri".
Eins og fyrr segir, eru undir-
tektir almennings til stuðnings
málinu hinar beztu, og hafa fé-
'aginu þegar borizt listar úr
þessum hreppum:
Eyjafjarðarsýsla:
Glæsibæjarhreppur, Skriðu-
Iireppur, Árskógshreppur, Öxna-
dalshreppur, Arnarnesshreppur,
Öngulsstaðahreppur, Hrafna-
^ilshreppur, Svarfaðardalshrepp-
ur, Dalvík, Hrísey.
Suður-Þin gey jarsýsla:
Svalbarðsströnd, Grýtubakka-
hreppur.
Norður-Þingeyjarsýsla:
Svalbarðsstrandarhreppur.
Skagfjörður:
Skefilsstaðahreppur.
Verið að reyna nýju
vélarnar við Laxá
gYRJAÐ VAR AÐ REYNA
vélarnar nýju við Laxár-
virkjunina 25. þ. m. og er haldíð
áfram við það þessa dagana. —
Hefir allt gengið að óskum til
þessa, að því er rafveitustjórinn
hefir tjáð blaðinu. Búist er við,
að vélarnar verði fullreyndar
um aðra hélgi og hægt verði þá
að tengja þær við aðallínukerfið.
Ekkert hefur komið fram af opinberri
hálfu, sem bendir til annars
Viðræður Forseta Islands og utanríkis-
ráðherra við blaðamenn í Washington
Skrif Morgunbl. og Þjóðviljans um vesturför
forsetans vekja furðu um land allt .
gLAÐASKRIFIN I HÖFUÐSTAÐNUM um vesturför forset-
ans vekja furðu um land allt. Morgunblaðið og Þjóðviljinn
hafa að undanförnu dylgjað um það, á mjög óviðurkvæmilegan
hátt, að för utanríkisráðherrans með forsetanum standi í sam-
bandi við „pólitískar viðræður", um afstöðu Islands eftir stríðið,
og hafa í þessu sambandi haldið uppi ruddalegum árásum á utan-
ríkisráðherrann. Hafa þessi málgögn smjattað á hvers konar slúð-
ursögum um vesturförina og dylgjað um, að ráðherrann hafi far-
ið í förina óboðinn o .s. frv. Þessi skrif öll bera á sér einkenni
slíks skorts á háttvísi og siðmennilegrar framkomu, að furðu gegn-
ir. Bandaríkjaforseti bauð Forseta íslands í vináttuheimsókn,
ásarat því föruneyti, er hann kynni að óska að hafa með sér. Það
er altítt, er þjóðhöfðingi fer í slíka för, að hann kveðji til fylgis
við sig ábyrgan ráðherra, og þá eðlilegast að utanríkisráðherr-
ann verði fyrir valinu. Ekkert kom fram í sambandi við förina,
benti til þess, að neinai i
sjálfstætt ríki feli stórveldi her-
vernd sína. Eg get hiklaust full-
yrt að íslendingar gerðu það
vegna þess, að þeir báru full-
komið traust til Bandaríkjanna
og mér er ánægja að segja, að í
þessu efni hafa vonir okkar ekkí
brugðist.
Bandaríkin voru fyrsta stór-
veldið, sem viðurkenndi hið
endurreista lýðveldi Islands með
því að senda sérstakan ambassa-
dor til að vera við stofnun lýð-
veldisins. Fvrir þetta er mér
ánægja að bera fram innilegustu
þakkir fyrir liönd íslenzku þjóð-
arinnar til forseta Bandaríkj-
anna, stjórnar þeirra, þings og
þjóðar".
Utanríkisráðherra, .Vilhjálmut
Þór, átti því næst viðtal við
blaðamenn og sagði m. a.í
,,í sambandi við blaðaskrif lié
í Bandaríkjunum um framtíðar-
bækistöðvar Bandaríkjannn á ís-
landi vil eg gjarnan taka frain
þetta:
Vér fslendingar höfum nýlega
öðlast fullt stjórnmálasjáifsta:ði
með endurstofnun hins íslenzka
lýðveldis. Vér höfum ríka sjálf-
stæðiskennd og vér slolnuðum
ekki lýðyeldi vort í beim til-
gangi að verða ósjálfstæðavi en
áður. Vér ætlum oss að eiga land
vort allt og án erlendrar íhiut-
unar.
Samkvæmt samningi milii
Bandaríkjanna og íslands tóku
Bandaríkin að sér hervernd U-
sem
pólitískar viðræður mundu eiga
lér stað og skrif blaðanna því í
>enri hvatvísleg og ósæmileg,
bæði gagnvart forseta og Banda-
ríkjaþjóðinni. Jafnframt hafa
þau, með þessu framferði reynt
að varpa rýrð á þessa fyrstu
heimsókn forsetans til erlends
ríkis. Allur almenningur furðar
sig á þessari framkomu og vítir
harðlega.
Á meðan þessu hefir farið
fram hér heima, hefir forsetan-
um verið vel fagnað í Banda-
ríkjunum. Hefir hann, ásamt
cöruneyti, setið kvöldverðarboð
rloosevelts í Hvíta húsinu, en
lar gisti hann fyrstu nóttina. —
lann hefir heimsótt báðar
ieildix Bandaríkjaþings og setið
veizlu Cordell Hulls, utanríkis-
áðherra Bandaríkjanna, Sjálfur
hafði hann síðdegisboð fyrir
sendimenn erlendra ríkja að
Blair House, sem hefir verið að-
setursstaður hans í borginni. Þá
hefir hann komið til New York
og setið boð íslenzka ræðis-
mannsins þar, ásamt íslending-
um í borginni, og heimsótt La
Guardia borgarstjóra. — Síðastl.
laugard. tók hann á móti blaða-
mönnum í Washington og ræddi
við þá um stund.
Utanríkisráðherrann var við-
staddur og ræddi hann og við
blaðamennina. — Forsetinn sagði
m. a.:
' „Fyrir rúmum þremur árum
tóku Bandaríkin að sér hervernd
ísl<inds, Það er óvenjulegt að
(Fnuahald á S, »íöu).