Dagur - 09.11.1944, Blaðsíða 3

Dagur - 09.11.1944, Blaðsíða 3
Fimmtudaginn 9. nóvember 1944 DAGUR 3 Blekkingar Islendings um fundarhöldin og stjórnarmyndunina. í „íslendingi“ frá 4. þ. m. er nokkuð rætt um stjórnarmynd- unina og ýmislegt í sambandi við hana. Er auðséð á leiðara blaðsins, að það er ekkert sérlega hrifið af nýju stjórninni og er varla hægt að lá því það, eink- um þegar tekið er tillit til fyrra viðhorfs ,,íslendings“ til komm- únista og ummæla hans um þá. Blaðið minnist á fundarhöld Framsóknarflokksins og segir, að nokkrir þingmenn flokksins hafi lagt niður störf sín á Alþingi til að fara á þessa fundi. Fundirnir hafa eingöngu verið um helgar, en á seinni árum hafa þingstörf fallið niður á laugardögum. Þingmenn flokksins hafa þvi engin störf lagt niður, þó að þeir sæktu þessa fundi, nema hvað við Hermann Jónasson eyddum 2 dögum í ferðina hing- að norður. En hvað liafa þing- menn Sjálfstæðisflokksins gert? í fyrra var t. d. Gunnar Thor- oddsen marga daga á fundahöld- um á Snæfellsnesi á meðan á þingi stóð og þingfundir stóðu yfir. Mig minnir og, að Garðar Þorsteinsson færi hingað norður á meðan stóð á aukaþinginu ’ sumarið 1942 og væri alllengi í burtu. Svona mætti lengi telja. Þingtíðindin munu og sýna, að þingmenn Framsóknarflokksins sinna þingstörfum fyllilega á borð við þingmenn annarra flokka. Annars má í þessu sam- bandi minna á það, að undan- farið hefir staðið yfir prentara- verkfall og engin blöð komið út. Var því alveg sérstök þörf á að skýra þá atburði, sem orðið höfðu í stjórnmálum landsins og viðhorf flokksins til þeirra. ,,íslendingur“ talar um, að Hermann Jónasson hafi haft blekkingar í frammi í dýrtíðar- málinu. Hverjar eru þessar blekkingar? Eg sé þær ekki, jafn- vel þó byggt væri á orðum blaðsins. Vísitalan hefir ekki hækkað síðan 1942, en hitt vita allir, að dýrtíðinni hefir verið haldið í skefjum með framlögum úr ríkissjóði og svo er enn og má vel vera, og enda líklegt, að nú þurfi 20 millj. kr. til þess. Eg sé því enga mótsögn í orðum Her- manns, jafnvel þó „ísl.“ hefði þau rétt eftir. Á hitt má svo minna í þessu sambandi, að á hinum stutta valdatíma Sjálf- stæðisflokksins árið 1942 hækk- aði dýrtíðin svo gífurlega, að ef nú þarf 20 millj. kr. til að halda henni í skefjum, þá er það bein afleiðing stjórnarfarsins þá. Þá þykist „ísl.“ ná sér niðri á því, að eg er meðflutningsmað- ur að launalagafrv., en Her- mann hafi sagt, að það bakaði ríkissjóði „óbærileg útgjöld“. Þetta sagði nú Herm. ekki, auk þess talaði hann um frv. í sam- bandi við breytingartill. frá stjórn B. S. R. B., sem allar miða til hækkunar og ríkisstjómin hefir lofað að styðja. í greinarg. er það tekið fram, að allir flutningsmenn þess áskilja sér rétt til að bera fram breytingar- tillögur við það. Eg sé því ekk- ert athugavert við það, þó að eg beri fram lækkunartillögur og það ætla eg að gera. Mun kann- ske ekki fara mikið fyrir þeim till. í fljótu bragði, því að þær ganga ekki niikið í þá átt að lækka hin einstöku laun í frv. En þær munu samt miða að því, að lækka útgjöld ríkissjóðs til muna, frá því sem frv. gerir ráð fyrir. Hins vegár tel eg nauð- synlegt að setja ný launalög vegna óreiðu þeirrar, sem orðin er á launagreiðslum, og þess vegna gerðist eg flm. frv. „íslendingur" snýr út úr orð- um okkar Hermanns um stjórn- armyndunina og reynir með því að afsanna þau ummæli mín, að Ólafur Thors hafi skýrt rangt frá, er hann sagði: „Framsóknar- flokkurinn neitaði að ganga í stjórn, er Sjálfstæðisflokkurinn myndaði". Eg endurtek ummæli mín á fundinum: Þetta er ósatt. í fyrsta lagi vaf Framsóknar- flokknum mér vitanlega aldrei boðið að ganga í slíka stjórn, sent „Sjálfstæðisflokkurinn myndaði“, heldur að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum, sem jafn rétthár aðili, að því er virtist. Þessu neitaði Framsókn- arflokkurinn ekki, heldur játaði því. Hermann Jónasson stað- festi ekki ummæli Ól. Th. í ræðu sinni, eins og „ísl.“ segir, heldur bar honum í öllu saman við mig í þessu efni. Þó Herm. hafi gétið um það, sem allir vissu, að forseti fól Ól. Tlt. að reyna stjórnarmyndun, þá breyt- ir það engu í þessu efni. Það er nefnilega alls ekki neitt sjálf- sagt, að sá sem í fyrstu er falin stjórnarmyndun verði forsætis- ráðherra, jafnvel þó flokkur hans myndi stjórn með öðrum flokkum og jafnvel þó að hann sjálfur eigi sæti í stjórninni. Þetta sýnir reynslan: Árið 1924 fól konungur Jóni sál. Þorláks syni að mynda stjórn, sem for- manni stærsta flokksins á þingi (eins og Ól. Th. var nú). íhalds- flokkurinn var ekki í meiri hluta á þingi og gat því ekki myndað stjórn, nema með nokkru utan- flokksfylgi. Það fylgi gat Jón Þorláksson ekki fengið og gafst því upp við stjórnarmyndunina, en flokksbróðir hans, Jón sál. Magnússon, gat fengið það fylgi, sem vantaði, og hann myndaði stjórnina, og Jón Þorláksson átti meira að segja sjálfur sæti í henni. Svipað atvik hefir síðan komið fyrir við stjórnarmyndun hér á landi og sjálfsagt mjög oft í ýmsum þingræðislöndum. Að samstarfsflokkur stærri flokks vilji hafa einhver áhrif á það, hver sé forsætisráðherra, er því síður en svo einsdæmi, hvorki hér á landi né annars staðar. Þó Framsóknarflokkurinn stingi upp á öðrum manni en Ól. Th. sem líklegum og heppilegum til að vera forsætisráðherra í stjórn Sjálfstæðisflokksins og Fram- -óknarflokksins, er því síður en svo það sama og að neita sam- starfi, eins og „Isl." og Ól. Th. vilja vera láta. Uppástungan um dr. Björn Þórðarson var heldur ekki neitt úrslitatilboð, eins og Ól. Th. hefir gefið í skyn. Heldur fylgdu þau munnlegu' skilaboð frá Framsóknarflokknum, að annar maður gæti vel komið til greina, og var þá búizt við, að Sjálfstæð- isfl. gerði gagntilboð. Það gerði flokkurinn ekki og ræddi yfir- leitt ekki frekar við Framsókn- arflokkinn um stjórnarmyndun, heldur sneri sér eingöngu að því, að fá sósíalistaflokkana til sam- starfs. 1 hinum síðari viðræðum flokkanna, sem leiddu til stjórn- armyndunarinnar, var Fram- sóknarfl. ekki boðin nein þátt- taka. Er því auðsætt, að hinir flokkarnir ætluðust alls ekki til, að Framsóknarfl. yrði með. Þeir um það, og ekkert skal ég yfir því kvarta. Er vonandi að þessi nýja stjórn gefist vel, og ekki mun Framsóknarflokkurinn hefja neina ofsafengna stjórnar- andstöðu, nerna tilefni gefist til. Hefir hann þegar sýnt þetta, með því að greiða ekki atkvæði með vantrausti á stjórnina, sem borið var fram. Hitt þykir mér svo miður heiðarlegt, að stjórn- arliðið skuli bera Framsóknar- flokkinn brigzlum fyrir það, að taka ekki þátt í stjórnarsam- vinnu, sem hann raunverulega hefir aldrei átt kost á, nema þá með því eina móti að svíkja um- bjóðendur sína. Bemh. Stefánsson. VIÐ ÞÖKKUM innileéa öllum þeim, sem auðsýndu okk- ur vináttu og velvild með heimsóknum, heillaóskaskeytum og gjöium þann 22. október síðastliðinn. RAGNHEIÐUR JAKOBSDÓTT1R. ÁRNI HÓLM. HJARTANLEGA ÞAKKA eg öllum þeim, sem glöddu mig á 70 ára aímæli minu með heimsóknum, gjöfum og skeytum. Guð blessi ykkur öll. r r NY BOK M Ó D I R I N EFTIR PEARL S. BUCK ÓGLEYMANLEG SKÁLDSAGA UM FJÖLSKYLDULlF í SVEIT A- ÞORPI í KÍNA. - LÁTLAUS EN ÁHRIFAMIKIL KVENLÝSING, SEM TALIN ER MEÐ MESTU AFREKSVERKUM ÞESSA VIN- SÆLA HÖFUNDAR. - FÆST HJÁ ÖLLUM BÓKSÖLUM. - Si/ a ída rútyápa n HJARTANLEGA ÞAKKA eg öllum vinum og vanda- mönnum er glöddu mig á sjötugsafmælinu mínu 2. nóvem- ber með heimsóknum, gjötum og skeytum. — Guð blessi ykkur öll! SIGURBJÖRG JÓNSDÓTTIR irá Litla-Hóli. $ < > O KONUM ÞEIM í Grímsey, sem íærðu mér hamingju- óskir og höfðingjaleéa éjöf í tilefni af 20 ára ljósmóður- ^ starfi mínu í eyjunni, færi eg mitt innileéasta þakklæti oé óska þeim allra heilla. Sandvík, Grímsey, 6. október 1944. HÓLMFRÍÐUR S. GEIRDAL. Matarstell með tilheyrandi bollapörum, fyrir 6, 8 og 12 manns, nýkomin. KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA 'Járn- og glervörudeild.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.