Dagur - 09.11.1944, Blaðsíða 5

Dagur - 09.11.1944, Blaðsíða 5
Fimmtudaginn 9. nóvember 1944 D AG U R 5 Leikfélag Akureyrar: BRÚÐUHEIMILIÐ44 J^EIKFÉLAG AKUREYRAR sýnir um þessar mundir hinn heimskunna sjónleik norska skáldjöfursins Henriks íbsen. — Norska leikkonan frú Gerd Grieg annast leikstjórnina, en frú Alda Möller, leikkona frá Reykjavík, leikur aðalhlutverk leiksins, frú Nóru Helmer, hús- freyjuna fögru á „brúðuheimil- inu“ — leikbrúðtina, sem skyndi- lega breytist í andlega fullveðja konu, J^egar kaldur gustur hins ósnyrta og hranalega veruleika leikur í fyrsta sinn um sál henn- ar „eina á beru svæði“. Um leik- ritið sjálft verður ekki f jölyrthér. Um efni þess og boðun — sálræn líkindi þess eða ólíkindi — hefir verið deilt frá upphafi og verður sennilega ávallt um slíkt þrátt- að, meðan sjónleikur þessi verð- ur lesinn eða sýndur. Og vafa- laust hefir höfuðviðfangsefnið fjarlægzt okkur nokkuð og óskýrzt sökum stórbreyttra sam- býlishátta og tíðaranda á þeim nærfellt sjö tugum ára, sem liðn- ir eru, síðan Ibsen lagði síðustu hönd á þetta stórbrotna verk sitt. En um skáldleg tilþrif þess, meistaralega byggingu og meitl- aða snilld er nú ekki framar deilt, heldur verður það jafnan talið til öndvegisrita leikbók- menntanna. Um meðferð leikendanna á hinum einstöku hlutverkum er það fyrst að segja, að frú Alda Möller leikur Nóru af svo ósvik- inni snilld, þrótti og fjölhæfni, að óhætt er að segja, að jafngóð- ur leikur eða betri liafi aðeins örsjaldan sézt hér á leiksviðinu áður, svo að ekki sé meira sagt. Hlutverkið er óvenjulega erfitt viðfangs, spennir að kalla yfir allan tónstiga mannlegs tilfinn- ingalífs: frá léttviðrislegustu og einföldustu gleði til þyngsta bölmóðs og örvæntingar — hefst frá barnalegu andvaraleysi, létt- úð ag keipum og rís til ábyrgðar- kenndær, fórnarvilja og alvöru — byrjar í hrifnæmu og ósjálf- bjarga trúnaðartrausti, en endar vakandi sjálfsþótta og sjálf ekki sýna slíkt innræti á eðlileg-' an né skilianlegan hátt, bar sem f , f AKUREYRINGAR OG NAGRENNI: hann er aðeins misheppnað val- menni inn við beinið. Hólmgeir Pálmason sýnir þennan vand- ræðamann eins vel og sanngjarnt- er að krefjast, eins og hér er í pottinn búið. Nokkuð svipað er að segja um hlutverk frú Linde, sem frú Jónína Þorsteinsdóttir sýnir snoturlega, en með litlum tilþrifum, og fremur er „ásta- senan“ milli þeirra skötuhjú- anna í upphafi Jniðja þáttar vandræðaleg, enda óvíst, að unnt sé að gera þá athöfn viðfelldna, hvað þá iieldur rómantíska, hvernig sem að væri farið. Ung- frúrnar Freyja Antonsdóttir og Anna Snorradóttir fara þarna laglega með lítil hlutverk, sem raunar er ómögulegt að móta ar, svo að naumast verður á betra kosið. Önnur hlutverk leiksins eru frá höfundarins hendi stórum einfaldari og viðráðanlegri. — Stefán Jónsson leikur eiginmann Nóru, Helmer málaflutnings- mann, myndarlega og allsenni- lega. Rödd hans er góð og fas hans virðulegt og vinsamlegt, en gerfið aldurslegra en æskilegast hefði verið. Júlíus Oddsson leik- ur Rank Iæknir hinn dauðvona og ástfangna heimilsvin þeirra Helmershjónanna, með prýði- legum skilningi og tilþrifum, og gerfi hans er sérlega gott. Hlut- verk Krogstads málafærslumanns er vanþakklátt og erfitt, þar sem maðurinn verður að breyta sem þorpari og böðull, en má þó ræðiskröfum fullveðja sálar. En með nokkrum sérstökum eða frú Möller kann listatökin á öll- i persónulegum hætti. Loks fara um þessum óskyldtt öfgum, -lifir þrjú smábörn með smáhlutverk, hlutverk sitt, skýrir það og túlk- j sem. ekkert sérstakt er heldur um að segja. Heildarsvipur leiksýningar- inriar er óvenjulega góður og fast mótaður, og má þar alls staðar skynja örugga, mynduga og smekkvísa forsjón leikstjór- ans, frú Gerd Grieg, í smáu jafnt sem stóru. Leikhúsgestir, — sem því miður eru enn alltof fáir — hafa óspart látið fögnuð sinn og hrifningu í ljósi, borið saman við það, sem annars er títt um 1 okkur, hina dulu og tómlátu strandbyggja við íshafið. — Hafi j svo Leikfélag Akureyrar kæra ^ Athygli yðar skal vakin á, áð aðeins 100 EINTÖK af tónverki BJÖRGVINS GUÐMUNDSSONAR, IA r • • • V í < „trtður a jorðu , eru tölusett og með eiginhandar áritun höfundar. Nokkur eintök eru nú til sölu hér á Akureyri. Þeir, sem hafa húgsað sér að eignast þessa einstæðu bók, er síðar hlýtur að verða hliðstæð Guðbrandar-biblíu þar eð þetta er fyrsta verk þessarar tegundar, sem gefið er út á íslandi, ættu að snúa sér strax til Sig- urðar O. Björnsson, Akureyri, vegna þess að vér hljótum að sinna pöntunum frá fjarlægari stöðumx í þeirri röð, er þær berast. BÓKAÚTGÁFAN NORDRI H.F. !^<$X^<$x$^<$x$x£<^<$xSx^<$x$«$x$x^x$x$x$x$x^$x$*$x$x$x$x$x$x$x$x$x$x$x$x$x$x$x$><$x$x$x$*$x$x$xSxJ>« ast svo vel sem raun ber vitni við s\o erfið skilyrði, sem hér eru Jró fyrir hendi í þessum efnum. J. Fr. ATTRÆÐUR KENNARI Árni Hólm Mágnússon kenn- ari átti áttræðisafmæli 22. okt. sl. Heimsóttu hann Jrá vanda- menn hans og nokkrir vinir og áttu með honurn ánægjulega stund. Mörg heillaóskaskeyti bárust honum Jrann dag. Árni var brautskráður frá Möðruvallaskóla 1883 og var þökk fyrir djarfmannlegt áræði síðan í latínuskólanum 1884— sitt að'sýna hér svq sígilt meist- ' 1886, en hætti Jrá námi vegna araverk sem Brúðuheimilið er, augnveiki. Hann hefir stundað og allir þeir, sefn lagt hafa á sig barna- og unglingakennslu hátt bezta orð senr kennari, og skipta nemendur hans að sjálfsögðu mörgum hundruðum. Um 30 ára skeið var Árni Hólnr bóndi í Saurbæ í Eyjafirði og oddviti lrreppsins unr 10 ár al þeinr tíma. Hann er giftur Ragnheiði Jakobsdóttur prests Björnssonar í Saurbæ, ágætri konu. Er hún lítið eitt yngri en hann. Árni er enn unglegur á velli og að öllu lrinn ernasti. — Þau hjón hafa verið búsett lrér í bæ hin síðari ár. erfiði og ómök til þess að þessi stórráðna tilraun mætti heppn- á 6. tug ára og heldur því enn áfram, lrefir hann jafnan hlotið Helgi Konráðsson: BERTEL THORVALDSEN. Útgefandi Þorleifur Gunnarsson. Reykja- vík 1944. Á þessu ári eru hundrað ár liðin frá dauða Bertels Thor- \ aldsen, frægasta myndhöggvara, sem uppi hefir verið á Norður- löndum og eins allra frægasta listamanns samtíðarinnar. Faðir hans, Gottskálk Þorvaldsson, myndskeri, var íslenzkur maður, stórvel ættaður, kominn í beinan karllegg af hinni svokölluðu Geitaskarðsætt, en lengra fram má rekja ættir hans til Jóns bisk- ups Arasonar og annars stór- mennis. En sjálfur var Bertel Thorvaldsen áttundi maður frá Guðbrandi biskupi Þorlákssyni, höfðingjanum stórvirka og list- haga, og er þá ætt hans rakin gegnum föðurmóður hans, en hún var einnig afkomandi séra .Einars Sigurðssonar í Heydöl- um, sem talinn er allra íslend- inga kynsælastur um listamenn. Mun því sízt of fast að orði kveðið, þótt sagt sé, að listagáfa Thorvaldsens virðist fyrst og fremst af íslenzkum rótum runnin. Er því mjög vel til fund- ið, að hinnar hundruðustu árs- tíðar hans sé rækilega minnzt hér á íslandi með útkomu vand- aðs og fagurs minningarrits um hann og list hans. Þetta er mikið rit og stórfag- urt að ytra frágangi, 342 bls. í stóru broti auk fjölda sérstakra FRÁ BÓKAMARKADINUM myndablaða • af listaverkum Thorvaldsens. Höfundurinn, séra Helgi Konráðsson á Sauðár- króki, virðist hafa unnið verk sitt af mikilli alúð og smekkvísi og alls staðar leitað beztu heim- ilda um æfi listamannsins og hófsamlegra og rökstuddra dóma og skýringa færustu gagnrýn- enda um verk hans og lista- Jnroska. Bókin er skeinmtileg og stórfróðleg aflestrar, rituð á vönduðu og snjöllu íslenzku máli, og yfir henni er heiðríkur og rósamur blær hins kostgæfna og sannleiksunnandi sagnarit- ara, sem fjallar um viðfangsefni sitt af ást og samvizkusemi, þótt verk hans sé að sjálfsögðu ekki byggt á sjálfstæðum rannsókn- um á frumheimildum að æfi- sögu Thorvaldsens, þar sem þær munu flestar vera geymdar í safni hans í Kaupmannahöfn og því óaðgengilegar fyrir íslend-* inga, héðan að heiman, eins og sakir standa. Útgefandi þesssarar veglegu bókar, Þorleifur Gunn- arsson bókbandsmeistari í Rvík, hefir átt frumkvæði að ritun og útgáfu æfisögunnar, enda ekk- ert til sparað ,að ytri og innri hefir einkafyrirtæki útgefand- ans, Félagsbókbandið, bundið ritið í óvenjulega vandað band. Þetta merka rit.verður vafalaust mjög eftirsótt „jólabók" að þessu sinni og hinn bezti fengur bóka- vinum og öðru listhneigðu fólki. • Miguel de Cei'vantes: Don Quixote de la Mancha. Maja Baldvins þýddi úr ensku eftir endursögn Leightons Baiæet’s. Bókaútgáfa Pálma H. Jónssonar. Prentverk Odds Björnssonar, Akureyri 1944. Bókmenntamenn vita', að Don Quixote er í röð allra frægustu skáldsagna heimsbókmennt- anna. Brezki rithöfundurinn Somerset Maugham, sem margir hér kannast við, kveður á einum stað svo fast að orði um höfuð- persónu sögunnar, að( „Don Quixote sé lnigjrekkasta persóna, sem snilld mannsandans hefir skapað. . . . Riddarinn og skjald- sveinn hans eru ódauðlegir.“ Cervantes hefir vafalaust valdið álíka uppsteyt og straumhvörf- um í draumheimum hinna fár- anlegu riddarasagna, er settu svo frágangur hennar yrði sem vand-«mjög svip sinn á bókmenntir aðastur og fegurstur, svo sem bókin b?r sjálf með sér, og loks samtíðar hans á 16. og 17. öld, eins og Jónas Hallgrímsson olli í þokuveröld íslenzku rímnanna með ritdómi sínum um Tistr- ansrímur Sigurðar Breiðfjörðs forðum, — Menn mega ekki gleyma því, er þeir lesa bókina, að hún er upphaflega hugsuð sem skopmynd af riddarasögum þeim, sem Jrá voru svo mjög í tízku, annars er hætt við, að nú- tímalesendum þyki hún rárán- leg úr hófi fram. Hér liefir bókin verið Jrýdd eftir ágætri endursögn og stytt- ingu frumverksins, og verður Jrað að teljast kostur, en ekki galli, því að sennilega myndi all- ur þorri manna gefast upp við að lesa bókina óstytta, svo margt sem nú er orðið úrelt og óað- gengilegt í henni fyrir nútíma- menn, þótt söguþráðurinn sjálf- ur og ýrnis æfintýranna séu hins vegar sígild og jafn skennntileg á öllum öldum. Þýðing frú Maju Baldvins er með ágætum, stíll- inn og málið hæfilega bóklegt og bundið til þess að varpa heillandi miðaldalegum æfin- týrablæ yfir frásögnina. Fjöldi afbragðsgóðra skopnrynda eftir Warner Chapell prýðir bókina, og öll er útgáfan hin smekkleg- asta og vandaðasta, svo sem vel hæfir svo frægu riti. Sigurður L. Pálsson menntaskólakennari hef- ir ritað stuttan en greinargóðan formála, þar sem raktir eru nokkrir höfuðþættir úr sögu höfundarins og þessa verks hans. J. Far. FOKDREIFAR (Framhald af 4. síðu). stjóra og glæsilegur leikur aðalper- sónunnar á sviðinu. J*G HEFI ÞRÁSINNIS séð bæjar- búa — lærða jafnt sem leika — fylla leikhúsið hér til þess að horfa á • „Apaköttinn", „Karlinn í kassan- um“, eða jafrível ennþá vafai imari listaverk. Eg lokaði augunum og sá í anda beztu og vandfýsnustu leikhús- gesti bæjarins, menntamennina og „fyrirfólkið", streyma inn í húsið og hrífa sauðsvartan almúgann með sér — til heiðurs Gerd Grieg, Ibsen gamla og Öldu Möller — og sjálfum sér til vakningar og sálubóta. Eg sá þá grípa með áfergju þetta óvenju- lega tækifæri til þess að bergja á hinum hreinu lindum skáldskapar og andagiftar og finna forsmekk hins stóra heims listarinnar, þá sjaldan þess gefst nokkur kostur hér í smá- bænum við hið nyrzta haf. Eg sá þá fará í kapphlaup hvern við annan, hina andlegu leiðtoga okkar og héað- al, til þess að bregða sem skjótast v,ð að styrkja þá viðleitni leikfélags bæj- arins að sýna bókmenntaleg afreks- verk á leiksviðinu í stað lélegra og af- káralegra skopleikja og annars slíks léttmetis, sem varla getur til listar talizt. — En brakið í bekkjunum frægu í Samkomuhúsinu vakti . mig harkalega af dagdraumum mxnum. Eg leit upp og undraðist, því að eg hafði aldrei fyrr heyrt braka svo hátt í tómum bekkjum. Borgararnir hljóta að hafa sent fylgjur sínar í leikhúsið þetta kvöld, þótt þeir hafi sjálfir flest- ir verið til annarar kirkju kallaðir, að því er virðist. Vonandi koma þoir sjálfir, áður en öll nótt er úti, til þess að leysa andana af verðinum fyrir sóma bæjarfélagsins. Og varla Verður tómahljóðið eins átakanlegt, þegar líkamir fylgja sálunum inn í salinn. SONGFOLK! Kirkjukór Akureyrar óskar eftir söngfólki, körlum og kon- um. Talið við Jakob Tryggvson, Norðurgötu 16 kl. 6—8 í kvöld eða annað kvöld, Sími 168.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.