Dagur - 07.12.1944, Blaðsíða 2

Dagur - 07.12.1944, Blaðsíða 2
t DAGUR Fimmtudaginn 7. desember 1944 Bændavinátta Sjálfstæðisflokksins Sextugur: Hólmgeir Þorsfeinsson á Hrafnagili Sjálfstæðisflokkurinn segist hafa sérstöðu í þjóðfélaginu að því leyti, að hann einn allra stjórnmálaflokkanna sé „allra stétta flokkur", en það þýðir, að hann hugsi jafnt um velfarnað allra stétta í landinu. Forkólfar flokksins hafa m. a. haldið því fast fram, að þeir stæðu ekki að baki Framsóknarflokknum um velferð bændastéttarinnar og vináttu gagnvart sveitafólkinu yfirleitt. Þessi bændávinátta flokksins hefir að vísu stundum birzt á alleinkennilegan hátt, svo sem í því að kalla bændur „öl- musulýð" og „mennina með mosann í skegginu“, eða nefna það „metnaðarmorð", þegar Framsóknarmenn 'hafa viljað hlynna að atvinnuvegi bænda með opinberum fjárframlögum. Það má nú að vísu segja, að þetta séu smámunir, ef verk Sjálfstæðisflokksins töluðu í aðra átt, en æði oft hefir það þótt brenna við, að þau væru í sam- ræmi við köpuryrði til bænda. Einkum kom þetu þó skýrt fram, þegar Sjálfstæðisflokkur- inn lagðist á eina sveif með verkalýðsflokkurium ■ um að svifta hinar dreifðu byggðir áhrifavaldi á Alþingi og flytja það til þéttbýlisins. Hins er þó rétt að geta, að á seinni árum hafa talsmenn Sjálf- stæðisflokksins að mestu lagt niður að fara lítilsvirðingar- og óvirðingarorðum um bænda- stéttina, og þeir hafa oftar en hitt talað hlýlega í garð bænda og málefna þeirra. Af þessu * drógu forustumenn bænda þá ályktun, að forkólfar Sjálfstæðis- flokksins hefðu tekið hugarfars- breytingu til bóta, að því er til sveitanna kæmi, og víst er líka um það, að sumir þingmenn þess flokks bera velvildarhug til bænda og vilja efla gagn þeirra, að svo miklu leyti sem þeir fá því við komið, en hinir eru þó miklu fleiri, sem láta leiðast af öðrum sjónarmiðum. Hefir þetta komið greinilega í ljós á allra síðustu tímum í sambandi við viðhorf Sjálfstæðisflokksins á þingi til dýrtíðarmálsins og til- boðs Búnaðarþings í haust um lækkun á verði landbúnaðaraf- urða og jafnframt lækkun á kaupgjaldi. Þegar kunnugt varð um tilboð Búnaðarþingsins um að fallið yrði frá hækkun verðs á land- búnaðarafurðum, sem bændur áttu rétt til, var að sjálfsögðu gert ráð fyrir, að forkólfar verka- mannaflokkanna beittu sér fyrir því að fallið yrði frá kauphækk- unarkröfum, að minnsta kosti þeirra, sem hefðu drjúgum hærri árstekjur en bændur. Hinu hafði alltaf verið gert ráð fyrir, að hækka þyrfti kaup hinna lægst launuðu til samræmingar, eins og það var orðað. I raun og veru var ekkert jafn- ræði í öðru en að móti lækkun afurðaverðs kæmi lækkun kaupgjalds, ef bændur áttu að verða skaðlausir, en stöðvun á hækkun kaupgjalds var þó við- þó að ekki væri stigið nema sporið hálft til móts við hana. Bæði Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn mæltu ein- dregið með því við Búnaðar- þing, að það gæfi eftir fyrir hönd bænda verðhækkun þá á land- búnaðarvörum, sem þeim bar samkvæmt gildandi lögum. Þegar fulltrúar bænda snerust að þessu ráði, hlutu þeir mörg lofsyrði frá Sjálfstæðisflokks- mönnum og blöðum flokksins. Töldu þeir þetta veigamikið upphaf að lækkun dýrtíðarinn- ar, ef verkamenn og launamenn þekktu nú sihn vitjunartíma og legðust á eitt með bændum að lækna hið mikla mein, er allir voru sammála um, að dýrtíðin ylli öllum stéttum landsins. • Sjálfstæðismenn virtust með öllu á sama máli og Framsóknar menn um það, að í raun og veru misstu kaupþiggjendur einskis í við það, að kaup lækkaði í sam- ræmi við lækkun afurðaverðs. Munurinn væri aðeins sá, að í stað verðlítilla króna kæmu færri verðmeiri krónur. Enda liggja þessi sannindi í augum uppi. Ólafur Thors hafði lýst því yf- ir á nefndarfundi seint í septem- ber, þar sem rætt var um fjögra flokka stjórnarsamvinnu, að hann féllist aldrei á kauphækk- anir, nema til samræmingar, því að kauphækkanir væru dauði fyrir framleiðsluna. Og eins og vænta mátti hafði Morgunblað- ið sömu skoðun á málinu eins og formaður Sjálfstæðisflokksins. — Blaðinu farast svo orð 21. sept.: „Forráðamenn stéttarfélag- anna, sem að verkföllum þessurn standa, vita vel, að á Alþingi standa nú yfir samningatilraunir um myndun allra flokka stjórn- ar. Þeim er einnig ljóst, að þessir samningar eiga að grundvallast á því, að dýrtíðin verði með sam- komulagi aðila stöðvuð, þar sem hún nú er, og jafnframt reynt að tryggja sem bezt fram- tíðaratvinnu fólksins í landinu.“ Enn segir í sömu Mbls.grein: „Þeir stjórnmálaleiðtogar, sem telja sig aðallega málsvara verk- lýðsstéttanna, fara ekki dult með þá skoðun, að þeir telja, að nú beri að leggja höfuðáherzlu á, að trYggja öryggi fólksins í fram- tíðinni. Og vitanlega er það þetta, sem mestu máli skiptir. En ef menn eru sammála um þetta, er óskiljanlegt með öllu, að menn geti ekki einnig orðið sammála um hitt, að frumskil- yrði þess, að tryggja atvinnu fólks í framtíðinni, er einmitt það, að dýrtíðarflóðið verði stöðvað.“ Hér er ekki um að villast, að seint í september leit Sjálfstæðis- flokkurinn svo á, að frumskil- yrði þess að tryggja atvinnuna í framtíðinni, og þá vitanlega um leið frumskilyrði þess að heil- brigð stjórnarsamvinna gæti tekizt, væri í því falið, að dýrtið- arflóðið yrði stöðvað. Allt ann- að væri dauði fyrir framleiðslu, eins og Ólafur Thors orðaði það. í fullu samræmi við þessa skoð- ustu og velvild fyrir tilboðið um I lækkun afurðaverðsins. Stjálfstæðisflokknum vár og vel ljóst, að Framsóknarflokkuv- inn var honum algerlega sam- mála í þessu höfuðatriði lieil- brigðrar stjórnarsamvinnu og var fús til að vinna að framgangi þess með honum. Sjálfstæðisflokknum var e,inn ig vel ljóst, að Sósíalistaflokkur- inn var honum algerlega and- hverfur í þessu máli. Hann vildi sem flestar vefðlitlar krónur til handa kaupþiggjendum, sem hægt var að fá með aukinni dýr- tíð, jrar til allt hryndi í rústir. í byrjun október sleit svo ÓI- afur Thors tilraunum til stjórn- armyndunar með Framsóknar- flokknum, en hóf jafnframt samninga við kommúnista, er lauk á þann veg, sem öllum er kunnugt. Ólafur Thors vílaði ekki fyrir sér að svara verðlækkunartilboði bænda með nýjum kauphækkun- um launahæstu stéttanna í Al- þýðusambandinu. Á þann hátt var samræming sú á kaupgjaldi, sem svo mikið hafði verið rætt um að þörf væri á, framkvæmd. Og á þann liátt sýndi Ól. Th. bændavináttu sína og meiri hiuti Sjálfstæðisflokksins í þetta sinn. Hann þáði með þökkum tilboð bænda um lækkun á framleiðslu- vörum þeirra, en launaði þeim með því að auka dýrtíðina að öðru leyti með kauphækkunum þeirra hæst launuðu. Þetta síðasta gönuskeið Ól. Th. hefir svift stjórn hans fylgi fjórða partsins af flokki hans, og furðulegt að það skyldi ekki vera meira. Þann 1. þ. m. átti Ólafur Tr. Ólafsson, Spítalaveg 15 hér í bæ, sjötugsafmæli. Þenna afmælis- dag sinn var hann staddur í Reykjavík. Fyrir tugum ára fluttist Ólaf- ur framan úr Eyjafirði, þar sem hann er fæddur og uppalinn, hingað til Akureyrar og hefir verið búsettur hér síðan. Ungur að aldri stundaði hann nám í búnaðarskólanum á Hólum og var eftir það um skeið verkstjóri hjá Magnúsi Sigurðssyni, stór- bónda og kaupmanni á Grund. Eftrir að hann fluttist til bæjar- ins, gekk hann í þjónustu Kaup- félags Eyfirðinga og hefir nú starfað hjá því samfleytt í 35 ár, fyrst 11 ár sem forstöðumaður kjötbúðar félagsins og síðan við afgreiðslu og önnur störf, og allt hefir .hann leyst af hendi með stakri trúmennsku. Ólafur kvongaðist nálægt þrí- tugu Jakobínu Magnúsdóttur, mestu myndar- og gæðakonu; er hún önduð fyrir nokkrum árum. Var hjónaband þeirra farsælt og ástúðlegt, enda Ólafur frábær heimilisfaðir. Tvö börn þeirra uppkomin eru á lífi, Jóhanna, húsfrú og Kjartan, bæjarpóstur. Sonur þeirra, Þórir stýrimaður, var einn þeirra, sem fórst með Goðafossi. Ólafur hefir jafnan verið mik- ill áhugamaður í Lúðrasveit Ak- ureyrar og tryggur starfsmaður Þann 3. Jr. m. átti Hólmgeir Þorsteinsson, bóndi á Hrafna- gili, sextugsafmæli. Hólmgeir hefir miklum skyldustörfum að gegna á Akur- eyri og er jrví búsettur þar að vetrinum. . Síðastl. laugardagskvöld buðu sveitungar hans í Hrafnagils- hreppi honum til samsætis í þinghúsi hreppsins. Var það fjöl- mennt og stóð langt fram á nótt. Var þar mikið um ræðuhöld, söng og annan fagnað. Hrepps- búar færðu afmælisbarninu og heiðursgestinum að gjög málaða 1 jósmynd af Eyjafirði sem þakk- lætisvott fyrir ágætlega unnin störf í þágu sveitarfélagsins, og Jóhannes Þórðarson á Espihóli flutti honum snjallt kvæði, er hann hafði ort í tilefni þessara tímamóta í æfi Hólmgeirs. Fór þetta hið bezta fram og var hið ánægjulegasta. Á sunnudaginn komu ýmsir Akureyrarbúar á heimili Hólm- geirs hér í bæ, til þess að árna honum heilla, og var þeim veitt af mikilli rausn. Þeir' Sig. Egg- erz bæjarfógeti og Steingr. Jóns- son fyrrv. bæjarfógeti ávörpuðu báðir afmælisbarnið hlýjum. orð- um. Hlómgeir Þorsteinsson er fæddur í Ytra-Dalsgerði í Eyja- firði 3. des. 1884. Foreldrar hans voru Þorsteinn Indriði Pálsson og kona hans, Kristjana Guðrún Einarsdóttir. Um tvítugsaldur- inn útskrifaðist Hlómgeir frá hennar. Hann er glaðlyndur og jafnlyndur og nýtur vinsælda allra, er honum kynnast. Öfugmæli íslendings í svari til „Alþýðumannsins" í síðasta tbl. ísl. um stjórnar- myndunina segir á þessa leið: „Hvaðan kemur ritstj. Alþ.m. sú vizka, að ekki hafi verið leitað til Framsóknarfl., þegar Ól. Thors sneri sér fyrst til hans og bauð upp á samstjórn Sjálfstæð- is- og Framsóknarflokksins?" Hér er sannleikanum alger- lega snúið viði Eftir að viðræðunum um fjögra flokka stjórn, er fram fóru í hinni svonefndu 12 manna nefnd, var lokið, og forseti ís- lands fól Ólafi Thors að leitast við að mynda meirihluta stjórn, en þetta var í byrjun október, sneri Framsóknarflokkurinn sér bréflega til Sjálfstæðisflokksins hinn 3. október og gerir „það að tillögu sinni, að Framsóknar- flokkurinn og Sjálfstæðisflokk- urinn standi saman um ríkis- stjórn." Um þessa tillögu var haldinn einn stuttur fundur af fulltrú- Gagnfræðaskólanum á Akureyri. Hann kvongaðist Valgerði Magnúsdóttur Sigurðssonar, kaupmanns á Grund, ágætri konu. Hafa þau rekið búskap á tveimur stórbýlum í Eyjafirði, Grund, en lengst á Hrafnagili, óðalssetri þeirfa. Búskapinn hafa þau stundað af miklum dugnaði, myndarskap og ráðdeild. Hlómgeir er skarpgáfaður maður, ágætlega máli farinn, starfhæfur í bezta lagi og dreng- lundaður málafylgjumaður, þeg- ar því er að skipta. Slíkum hæfi- leikamanni hafa að vonum verið falin margvísleg trúnaðarstörf. H^nn var um langt skeið hrepps- nefndaroddviti Hrafnagils- hrepps, um mörg ár endurskoð- andi Kaupfélags Éyfirðinga og er það enn og búnaðarþingsfull- trúi hin síðari ár, svo það helzta sé nefnt. Hann var í kjöri við síðustu al- þingiskosiyingar í Eyjafirði af hendi Framsóknarflokksins. Hlaut hann mikið fylgi, en náði þó ekki kosningu sökum þeirra breytinga, sem þá höfðu gerðar verið á kosningalögum í tví- menningskjördæmum. Dagur flytur Hólmgeiri Þor- steinssyni hugheilar ámaðarósk- ir á þessum tímamótum æfi hans og æskir þess að hans megi enn lengi við njóta. um flokkanna og lauk honum með því, að settar voru undir- nefndir til að ræða málið nánar og búa það undir næsta fund, er Ólafur Thors skyldi boða. Sá fundur var aldrei boðaður og aldrei rætt um málið framar við Framsóknarmenn. Af þessu er það ljóst, að það var Framóknarfl., sem bauð Sjálfstæðisflokknum upp á sam- stjórn þessara flokka, en ekki öfugt, eins og ísl. heldur fram. Það var Ólafur Thors, sem sleit þessari samningatilraun og sneri sér að kommúnistum. Bréf Framsóknarfl. frá 3. ok.t. hefir verið birt í- blöðum, þar á meðaf í Morgunblaðinu. Bréfið sannar alveg ótvírætt, að það et rangt, sem ísl. segir, að Ól. Thors hafi fyrst snúið sér til Framsóknarfl. og boðið honum samstjórn. Manni verður að spyrja: Les ekki ritstj. ísl. Morgunblaðið, eða hallar hann vísvitandi réttu máli? LADY ESTHER fegurðarvörur mæla með sér sjálfar KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA Nýlenduvörudeild og útibú, leitni í þá átt að mæta tilboði Búnaðarþings, og hefði bænda- j un vottaði Ólafur Thors og Gtéttin ef til vill sætt sig við það, flokksmenn hans hændum holh Ólafur Tr. Ólafsson sjötugur I r.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.