Dagur - 21.12.1944, Page 3

Dagur - 21.12.1944, Page 3
Fimmtudaginn 21. desember 1944 D A G U R 3 Frá bókamarkaðinum Elinborg Lárusdóttir: Úr dag- bók miðilsins. — Þorsteinn M. Jónsson. Akureyri MCMXLIV. Bók þá, sem hér ræðir um, hefir frú Elinborg Lárusdóttir búið undir prentun, en efni bók- arinnar eru frásagnir miðilsins Andrésar P. Böðvarssonar, þar sem hann hefir sjálfur lýst sál- rænni reynslu sinni og marghátt- uðum fyrirbrigðum. Kemur þar fram margt, sem hlýtur að vekja menn til umhugsunar um þá hluti, er margir forðast að hugsa um, ýmist af því, að þeir álíta sig vita betur en þá, sem orðið hafa fyrir reynslu í þessum efnum, eða af þeirri meðfæddu hræðslu og óbeit, er þeir liafa á öllum sér óþekktum atvikum, sem benda útfyrir hinn almenna sjónarheim. jíg skal þá heldur ekki heldur lá þeim mönnum, er enga eiga reynsluna til að styðjast við, þótt þeir efist. Frú Elinborg segir, „að hægt sé að rengja svo að segja hvert orð í bókinni, ef menn vilja svo.“ Þetta er að vísu satt, það þarf enga menntun, enga hugsun, og engan skilning til að neita öllu því, sem er framandi, en undar- lega sláandi eru hin fornu orð: „Sælir eru þeir, sem sjá ekki, en trúa þó!“ Öll er bókin hin skemmtileg- asta aflestrar, og eykur það gildi hennar, að ýmsir merkir menn svo sem E. H. Kvaran, Jakob Smári, Jónas Þorbergsson út- varpsstjóri og Björn Ólafsson áður ráðherra vitna um kynni sín af miðlinum sem mjög grandvörum og héiðarlegum manni. Þá er vert að benda á hina glöggu frásögu frú Salvarar Ingimundardóttur — konu mið- ilsins — er E. H. Kvaran taldi merkilegri en það, sem hinir lærðu spekingar hefðu haft til frásagnar á alþjóðasálarrann- sóknarfundi í París. Erú Elinborg hefir unnið þarft verk, og lagt traustan stein í þann grunn, er seinni tíma rannsóknir í sálfræðilegum mál- um t erða reistar á. Elinborg Lárusdóttir: Hvíta Höllin — Þorsteinn M. Jónsson. Akureyri - MCMXLIV. er Hvíta höllin er prýðilega skrifuð bók úm þá baráttu, sem höf. og aðrir, sem frá er sagt, háðu í Hvítu höBinni — en svo nefnir höf. Iieilsuhælið á Vífils- stöðum. — í fljótu bragði rnyndi mörgum sýarast annað efni álit- legra, en strax og maður byrjar að lesa bókina, verður maður snortinn af þeirri hreinskilni og samúð, senr einkennir allar frá- sagnirnar, og nranni fer að þykja vænt um persónurnar, senr frá er sagt. Þegar eg verð fyrir þeinr álrrifum, tek eg það sem ótvírætt vitni um, að vel er sagt frá. Ann- að, senr er mikilsvert, er að hér er unr sannsögulegt efni að ræða. Menn og konur, senr koma inh unr hlið liinnar Hvítu hallar, heyja sinn úrsiltaleik við hvíta dauðann, og fara þaðan stundum senr sigrendur, en því nriður oft- ar, sigraðir. Höfundur hefir tekizt að i bregða rannsóknarljósi yfir sögu hetjur sínar, svo að lesandinn sér inn í innstu fylgsni sálarlífs þeirra, og fær nokkra vitneskju um það, sem þar gerist. Þetta er ekki gert af tæknislegri kunn- áttu, lreldur nreð einfaldleik al- þýðlégrar frásagnar — það er list. F. H. Berg. Stephen Vincent Benét: Banda- ríkin. Hersteinn Pálsson þýddi. Norðri h. f. 1944. £KKI ER ÞETTA STÓR BÓK, aðeins 156 bls. í venju- legu broti, en því furðulegra er, hve mikinn og margvíslegan fróðleik er þar að finna um sögu, líf og alla tilveru Bandaríkja- manna — við fáum jafnvel að lreyra ýmislegt merkilegt um land þeirra og ytri lífsskilyrði. Þó er hér engan veginn um holdlausa beinagrind þurra og erfiðra þekkingaratriða að ræða, heldur sannkallaðan skemmti- lestur, svo lifandi, óþvinguð og auðveld er frásögnin. Eg minn- ist þess naumast að hafa nú um langt skeið lesið svo vel gert og athyglisvert rit um fræðilegt og sögulegt efni. Eg las kverið í einni lotu frá upphafi til enda — og með óblandinni ánægju. Ársrit Skógræktarfélags íslands 1944. j^E EFNI ritsins má nefna: Rit- stjórinn, Hákon Bjarnason, skógræktarstjóri, ritar um út- breiðslu skóga og skógarnytjar, gjöf Jóns Guðmundssonar á Brúsastöðum, landgræðslusjóð og loks um starf skógræktar rík isins árið 1943. Ingvar Gunnars- son ritar unr Hellisgerði, en hann hefir séð urn ræktun þess frá upphafi og fram til þessa dags. Þá er þarna ræða sú, er Bergur Jónsson, bæjarfógeti í Hafnarfirði, liélt á Jónsmessuhá- tíð Hellisgerðis. Ritið hefst ú Aldamótaljóðum Hannesar Haf steins, en því lýkur með skýrsl um Skógræktarfélags íslands og annarra skógræktarfélaga. Heft ið er prýtt mörgurn myndum og er hið læsilegasta í alla staði. Er það vafalaust harla nauðsynleg eign öllum þeim, er við skógrækt fást, eða áhuga hafa fyrir þeim málum, enda er hér um að ræða einn þátt — og ekki þann ómerk asta — í miklu þjóðnytja- og menningarstarfi skógræktar- Nú eru jólainnkaupin og þá er gott að vita, að í Ryelsbúð getur maður fengið bæði fallegar og gagnleg- ar vörur fyrir sanngjarnt verð. Við höfum afar fjölbreytt úrval fyrir karla, konur, unglinga og börn, og okkur er á- nægja að sýna yður varninginn og leið- beina yður á sem beztan hátt. NÝJAR KERAMIK-VÖRUR væntanlegar með „Esju". Munið, að VETRARFRAKK- ANA er bezt að kaupa í RYELSVERZLUN. BALDUIN RYEL h.f. !-$>3>3xíxí-3>3>3x$>$x$xS>^<^>3>^<&<®^3x^x®“$x^>^>3xSx^>3x^^>^kSx?*$x$>3>3x§^xS>$x$xS> ÍX$X$X5><SXÍX$>^X®X$>^XÍX$X^<ÍX$X^<®XSX®<SX$XSX$>^>^>^^<SX$X$>^>^<$>^<$X$^S^>^$X$^>^>^<S-SX$ manna. J. Fr. Jólatré • væntanleg með Esju allt mjög hentugar stærðir. Br. Sveinsson h.f Hafnarstræti 85. 2 stoppaðir sfólar til sölu. - Afgr. vísar á. Hentugar Linguaphone-kennsluplötur mörg tungumál Teiknibestik, kr. 123.oo, 170.oo, 225.oo Grammofónar, kr. 300.oo - Lindarpennar Kventöskur — Seðlaveski — Myndaalbúm Skrifmöppur úr leðri Bókabúð Akureyrar Jólaborðið: Harðfiskur Kindakæfa Svið í dósum Gaffalbitar Síld í tómat og olíu Pickles Grænar baunir, í dósum og lausri v. Súrkál Súpumix Record búðingar, romm og citron Desertsósur Ávaxtasafi og margt fleira. eru með Esju Vöruhúsið h. f. Speglar í miklu úrvali koma með Esju VÖRUHÚSIÐ H/F. Vegna vörukönnunar verða sölubúðir vorar lokaðar sem hér segir: Kjötbúðin: 1.-3. janúar, að báðum dögum meðtöldum. Nýlenduvörudeildin: 1.-4. janúar, að báð- um dögum meðtöldum. Vefnaðarvöru-, Skó-, Járn-og glervöru-,Véla- og varahluta- og Byggingavörudeild frá 1.— 7. janúar, að báðum dögum meðtöldum. Útibúin á Oddeyri, Brekkugötu, innbænum og við Hamarstíg frá 1.-3. janúar, að báð- um dögum meðtöldum. Lyfjabúð, brauð- og mjólkurbúðir verða ekki lokaðar. Full reikningsskil á þessa árs viðskiptum verða að vera gerð fyrir 15. janúar næstk. þar eð gömlum reikningum verður ekki haldið opnum til útborgunar nema fram að þeim tíma. Kaupfélag Eyfirðinga Jarðarberjasulta Gooseberrysulfa Sósa út á búðinga Hunang Hnetusmjör Kaupfl. Eyfirðinga Nýlenduvörudeild og útibúin. Tapast hefir HVOLPUR meira en hálfvaxinn, svart- botnóttur að lit, snögghærð- ur og gljáandi, gegnir nafn- inu Sámur. Þeir, sem gætu vísað á hvolp þennan, eru vinsamlega beðnir að gjöra undirrituðum aðvart. Jóhann Frímannsson, Garðsá. • • JÓLABÖK DRENGJANNA! | Lærið að fljúga! Þetta er fyrsta kennslubók í flugi, sem út kemur á íslenzku. Höfund- urinn er kunnur, enskur flugmaður. ÞETTA ER JÖLABÓK DRENGJANNA! • • Bókaverzlunin EDÐA • • Akureyri Silki Undirföt Undir- kjólar Nærföt Nátt- kjólar KEA Vefnaðarvörudeild.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.