Dagur - 21.12.1944, Blaðsíða 6

Dagur - 21.12.1944, Blaðsíða 6
6 D AG U R Fimmtudaginn 21. desember 1944 EDUUDRDS BDRIMORD. 80MERSÍTM „Láttu ekki svona, Bateman. Þú gerir það fyrir mig. Við höfum verið vinir um svo riaörg ár, að þú getur varla neitað mér um að gera mér greiða, þegar eg bið þig“. Rödd Edwards hljómaði í tóntegund, seni Bateman þekkti ekki frá fyrri kynningu. Hún var kyrrlát, aðlaðandi og sannfærandi. „Ef þú gerir mér slíka kosti, verð eg auðvitað að láta undan“, sagði hann eftir dálitla umhugsun. Honum hafði við nánari at- hugun fundizt, að skynsamlegt mundi' að kynnast því sem hann gæti um hátterni Arnolds Jackson. Því að ljóst var, að maðurinn hafði mikið vald yfir Edward og nauðsynlegt að vita hverju slíkt gegndi. Því lengur sem hann talaði við Edward, því ljósara varð honum, að vinur hans vár rnikið breyttui'. Hann ræddi um heima og geima, hvarf frá einu efni til annars, Hann ræddi um skólaveru þeirra í Chicago og urn amerísk stjórn- mál vini þeirra beggja og lífið í stórborginni á sléttunni. Loksins sagði Edward, að liann þyrfti að hverfa aftUr til starfs síns í búðinni. Hann sagðist mundi koma aftur um fimm leytið og taka Bateman með sér og Jiá mundu þeir aka saman heim til Jacksons. í „Eg hélt annars“, sagði Bateman, „að Jrú byggir á þessu hóteli, því að mér sýnist Jiað eina gistihúsið á eyjunni, sem liæfir hvítum manni.“ „Nei, ónei. Eg er ekki svo heimtufrekur,“ svaraði Edward og hló við. „Eg bý í húsi utarf við bæinn. Það er ódýrara og það er hreint og Jrokkalegt." „Jæja, er það svo,“ sagði Bateman. „Ef eg man rétt, [)á var þetta ekki það, sem mestu máli skipti í Chicago.“ „Chicago!“ Já, er borgin sú nokkuð til að fyrirverða sig fyrir. Chicagö er mesta og bezta borg veralclarinnar.“ „Já, þú segir rétt“, sagði Edward. Bateman leit til hans, en andlit Echvards var svipbreytingalaust. „Og hvenær ætlarðu að koma aftur heim?“, spurði Bateman. „Ja, eg hugsa oft um það, og get þó aldrei svarað þeirri spurn- ingu.“ Þetta svar gerði Bateman alveg forviða, ekki sízt þar sem Ed- ward sagði J^etta svo kæruleysislega, að engu var líkara, en honum fyndist það ekki skipta nokkru máli, hvort hann ætti afturkvæmt til Chicago eða ekki. En áður en hann hafði nokkurn tíma til J^ess að ræða þetta nánar við vin sinn, hafði Edward komið auga á bif- reið, sem staðnæmdist skammt frá þeim. Kynblendingur steig út i'xr bifreiðinni. „Aktu mér á stöðina, Charlie", hrópaði Edward til kynblend- ingsins. Og áður en Bateman gæti áttað sig, var hann horfinn upp í bílinn og kallaði til vinar síns um leið og hann ók fram hjá: „Eg kem aftur um fimm leytið“. Edward kom aftur á tilteknum tíma með skringilegt ökutæki. Það var tvíhjólaður hestvagn og fyrir honum gekk lítil og letileg hryssa. Þeir óku af stað eftr strandveginum. Báðum megin vegar- ins gat að líta fögur sveitasetur, þar sem ræktaður var kókospálmi og vanillajurt. Hér og þar blöstu við ávaxtarunnar, Jxétt setnir fagurlitum, fullþröska ávöxtum, og í milli ávaxta- og kókostrjánna, mátti sums staðar sjá hilla undr tíguleg pálmatré. Hús Jacksons stóð á hæð. Þröngur stígur lá frá veginum til hússins. Jafnvel hið frumstæða ökutæki þeirra átti ekki gieiðfæra leið þangað. Þeir leystu því vagninn frá og bundu hryssuna við tré. Bateman fannst lítil fyrirhyggja ráða þessu ferðalagi. En þegar þeir gengu upp stíg- inn að lnisinu, kom há, grannvaxin og fagurlimuð kona á móti þeim. Hún var af léttasta skeiði. Edward heilsaði henni hjartan- lega. Hann kynnti Batemari fyrir henni. „Þetta er viriur minn frá Ameríku, Lavina, við ætluðum að borða kvöldverð hjá þér.“ „Það er afbragð,“ svaraði hún og brosti glaðlega. „Arnold er ekki kominn heim ennþá“. „Við bregðum okkur Jrá í bað á meðan", sagði Edward. „Þú lánar okkur tvær mittisskýlur." Konan kinkaði kolli og hvarf inn.í húsð. „Hver er hún?“ spurði Bateman. „Hún er kona Arnolds, — heitir Lavina." Bateman varð hörkulegur á svipinn, en sagði ékkert. Innan auga- bragðs var konan komin aftur og hélt á pinkli í hendirini, sem hún fékk Edward. Þeir félagar fetuðu sig niður þröngan stíg, sem lá niður að kókos- pálmaþyrpingu við fjöruborðið. Þeir afklæddust í skjóli þeirra og Edwaid sýndi vini sínum hvernig hann ætti að nota hina innlendu mittisskýlu. Innan lítillar stundar busluðu þeir báðir í ylvolgu vatninu. Ed- ward var kátur. Hann hló og söng. Ókunnur hefði getað haldið, að hann væri fimmtán ára. Bateman hafði aldrei séð hann svo glað- an fyrr. Eftir baðið flatmöguðu þeir um stund á ströndinni og reyktu vindlinga. „Þú virðist una þér vel hér,“ sagði Bateman. „Já, ég kvarta ekki.“ (Framhald). eru jólasokkarnir núna í ár V ef naðarvörudei ld Ávdxta-Ábæfir (Fromage) Afgreiðum eftir pöntunum til jólanna: Ananas- Peru- og blandaður Ávaxta-Abætir (Fromage) Verð kr. 2.60 pr. mann Fólk vinsamlega beðið að leggja til skálar. Enn fremur: r r Vanille- og Avaxta-Is Verð kr. 3.00 pr. mann. Rjómatertur 12 st. kr. 26. 16 st. kr. 30 20 st. kr. 32. Tekið á móti pöntunum til 22. þ. m. kl. 7 e. h. Brauðgerð K. E. A. <t<H><H><t<t<t<t<t<t<t<t<H><t<Hít<tO<H><t<j<t<Hít<Hít<t<Hlt<H><H><H><t<t<t<Hít<Hít<t<Hít<HlH!t<H Hefi til sölu nokkur úrvals- silfurrefaskinn Ingimar Jónsson Munkaþverárstr. 37. Sími 402. Vil selja heyskúffu smíðaða af Steindóri járnsmið á Akureyri. Hjálmar Kristjánsson, Sundi, símstöð Gienivík. Get afgreitt nokkra þvottapottð nú og eftir ára- mótin Steindór Jóhannesson, Strandgötu 51. Surkál með jólasteikinni Nýlenduvörudeild og útibúin. Kaupfl. Eyfirðinga

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.