Dagur - 21.12.1944, Blaðsíða 4

Dagur - 21.12.1944, Blaðsíða 4
4 D AG U R Fimmtudaginn 21. desember 1944 DAGUR Ritstjóm: Ingimar Eydal. Jóhcmn Frímann. Haukur Snorrason. 4 Aígreiðslu og innheimtu annast: Marinó H. Pétursson. Skriístofa við Kaupvangstorg. — Sími 96. Blaðið kemur út á hverjum fimmtudegi. Árgangurinn kostar kr. 15.00. Prentverk Odds Bjömssonar. Alls staðar er sama sagan £INHVER HIN ALLRA grimmustu vopna- viðskipti, sem um getur í hernaðarsögu allra tíma, standa nú yfir á Vesturvígstöðvunum. Allir frelsisunnandi menn óska þess, að Bandamenn megi hrósa þar fullum sigri, en þó verður tæpast fullyrt, að enn megi þar á milli sjá. Þessa síðustu daga berast þaðan fregnir um stórkostlegar gagn- árásir Þjóðverja. Virðist þeim þegar hafa orðið allmikið ágengt. Hitt er þó jafnvel enn alvar- legra áhyggjuefni, að nazistum og kommúnistum í sameiningu hefir tekizt að magna hættulegar uppreisnir gegn Bandamönnum í flestum þeirn löndum, sem þegar hafa verið leyst undan ánauð liins þýzka hernáms. T. d. er fullyrt, að þýzkir flugumenn og áróðursmenn kommúnista berjist nú hlið við hlið í Grikklandi gegn Bretum og hinni löglegu stjórn landsins. Slíkir menn standa og að hinu vopnaða viðnámi gegn stjórn Pieriots í Belgíu, sem vafalaust er til hins mesta óhagræð- is fyrir hernaðaraðgerðir Bandamanna þar á úr- slitastundinni, þótt uppreisnarmennirnir séu hins vegar í svo greinilegum minnihluta þar í landi, að hið löglega kosna þing þjóðarinnar fylkti sér næstum því sem einn maður að baki stjórnarinnar við atkvæðagreiðslu um þessi mál, er fram fór þar nú fyrir nokkrum dögum. Stjórn- arandstaðan átti þar naumast einn af hverjum tíu þingmannanna. JjVÍ FER MJÖG FJARRI, að kommúnistar hafi borið hita og þunga mótstöðunnar gegn Þjóð- verjum í herteknu löndunum, þótt þeir reyni nú að eigna sér allan heiðurinn af henni. Fyrsta stríðsveturinn ráku þeir þann áróður í löndum Bandamanna og annars staðar, að styrjöldin við nazista væri ekkert annað en „imperialistisk vit- firring“ og væri sjálfsagt að semja sem fyrst frið við Þjóðverja, að dæmi Rússa. Er talið, að þessi áróður hafi t. d. ekki átt hvað minnstan þátt í lé- legri framgöngu franska hersins vorið 1940. All- margir franskir þingmenn voru fangelsaðir fyrir þennan áróður, þ. á. m. sjálfur aðalforingi franskra kommúnista, Thorez, en honum tókst að flýja til Moskvu. Þá er mönnum það enn í fersku minni, að Sovétstjórnin neitaði yfirleitt að viðurkenna hinar landflótta ríkisstjórnir her- numdu landanna, og rak sendiherra þeirra heim. í þann tíma ásökuðu konnnúnistar Breta fyrir að lialda styrjöldinni áfram, og átti andspyrnuhreyf- ingin gegn Þjóðverjum í hernumdu löndunum lengi vel einn versta andstæðing sinn, þar sem kommúnistar voru. 1 Frakklandi og Belgíu veittust þeir harðlega gegn stjórnum þeirra de Gaulle og Pieriots, og í Noregi deildu þeir á þingið fyrir að reka ekki Hákon konung frá völdum og m.ynda stjórn, er átt gæti góða samvinnu við Þjóðverja. Allt var þetta í fullu samræmi við utanríkisstefnu Rússa um þetta leyti, er þeir höfðu gert vináttu- sáttmála við Hitler. Á sarna tírna orðaði einn að- alleiðtogi kommúnista hér á landi það svo, að það væri aðeins „smekksatriði", hvort menn væru á móti nazistum eða ekki. JjAÐ VAR FYRST eftir að styrjöld hófst milli Rússa og Þjóðverja sumarið 1941, að komm- únistar breyttu þessari afstöðu sinni. Þó gerast þeir hvergi fullkomlega trúir og einhuga í bar- áttunni í hernumdu löndunum, en láta flokksleg sjónarmið ávallt fyrst og fremst ráða gjörðum sínum í einu og öllu — þar sem annars staðar. Það er fyrst eftir að hersveitir Bandamanna hafa rekið Þjóðverja út úr hernumdu löndunum, Hernum séð fyrir olíu. Olía og benzín eru hinar allra mikilvægustu hernaðarvörur í nútíma stríði. Amerískir verkíræðingar lögðu olíuleiðslur irá Normandíströndum langt inn í Frakkland, jainótt og herinn sótti íram sl. sumar. Þannig var her- sveitunum séð tyrir olíu og benzíni trá stórum olíuskipum úti iyrir Normandíströnd á iyrstu vikum sóknarinnar. Jólagleði og jólasorg. J7NN ER OKKUR íslendingum leyft að halda heilög jól í skjóli friðar og farsældar, meðan flestar aðrar þjóðir eiga við hin ægilegustu ótíðindi og skelfingar að búa. Lítið getum við gert til þess að draga úr böli þeirra, en þó ofurlítið. Við getum a. m. k. sýnt nokkra viðleitni i þá átt, þótt við séum „fáir, fátækir, smáir1-. Og sem betur fer kemur það hvar- vetna í ljós, þegar eftir því er leitað, að allur almenningur hér hefir góðan hug á að sýna hluttekniingu sína og samúð í verki. Er þess t. d. skemmst að minnast, að skólar bæjarins hafa þessa dagana gengizt fyrir nýrri fjár- söfnun til Norðmanna og orðið mjög vel ágengt. Og sl. sunnudag fóru skát- ar og skólanemendur um bæinn og j söfnuðu notuðum fatnaði í sama skyni. Þeim var víðast hvar — eða jafnvel alls staðar — sérlega vel fagnað. Margar bifreiðir voru lengi dags önnum kafnar að safna feng þeirra saman á einn stað. Vafalaust er einhver hluti þessara birgða not- hæfur og kemur þá í góðar þarfir, ef unnt reynist að koma honum í tæka tíð til hins aðþrengda flóttafólks. Þótt fæstir gefendanna hafi gert ann- að eða meira en einföldustu og sjálf- sögðustu skyldu sína í þessum efnum, er þó víst, að verk þeirra er betur gert en ógert. Og víst munu þeir geta notið jólagleðinnar með betri sam- vizku en hinir, sem hvorki hafa hrært legg né lið til þess að draga úr þján- ingum meðbræðra sinna — heima eða erlendis — nú um þessi jól. P^F EÐLILEGUM óstæðum hþfum við Islendingar helzt gert tilraun til að verða nánustu frændþjóð okk- ar, Norðmönnum, að nokkru liði, þeg- ar að þrengdi. Sennilega hafa þeir orðið fyrir þyngstum búsifjum allra Norðurlandaþjóðanna af völdum yf- irstandandi ófriðar, og eru þó Danir mjög hart leiknir og finnska þjóðin flakandi í sárum, eftir að ránshendur voldugra nágranna hafa auðmýkt hana og seilzt eftir lögmætum gögn- um hennar og gæðum, frelsi og mann- hverju á fætur. öðru, að þeir láta þar verulega til sín taka, og þá fyrst og fremst til þess, að því er virðist, að búa flokkslega í hag- inn fyrir- sig í fí'amtíðinni, en ekki til að berjast við Þjóðverja, heidur miklu fremur til þess að torvelda Bandamönnum barátt- una gegn nazistaherjunum og efna til óspekta og vandræða meðal hinna sárþjáðu þjóða, áð- ur en lokasigurinn er unninn. réttindum. — En geta okkar er svo lítil; að það tók því ekki að dreifa henni alltof víða, eða færast alltof mikið í fang. En víst megum við einn- :ig hugsa með þakklæti og virðingu til þjóðarinnar, sem um eitt skeáð stóð ein uppi sem klettur úr hafinu, og bauð ofríki og kúgun Húnanna byrg- inn, þegar aðrar stórþjóðir Norður- álfu höfðu ýmist lotið í lægra haldi fyrir þeim, eða brostu vingjarnlega framan í ófreskjuna og aðstoðuðu hana jafnvel dyggilega við að lima bráðina sundur og skipta henni á milli sín. — Nú er hin glæsilega og fornfræga höfuðborg þessa mikla rík- is í rústum og mara ófriðarins mæðir enn með ægilegum og vaxandi þunga á herðum hiinnar brezku þjóðar. En hún gefst ekki upp. Og Churchill gamli — þrekmennið og leiðtoginn mikli — gefst heldur ekki upp, en berst til þrautar. Þegar hann tók við. völdunum á einhverjum þyngstu og ógiftusamlegustu tímum, sem gengið hafa yfir mannkynið, lofaði hann þjóð sinni engili „nýsköpun", heldur vax- andi alvöru og erfiðleikum — „sveita, blóði og tárum“. Og þó vitum við, að öll „nýsköpunin" alls staðar í heimin- um er fyrst og fremst undir því kom- in, að honum og bandamönnum hans takist að kveða hinn þýzka draug, nazismann, algerlega niður. Jólagjöf til Ghurchills. jj^ÐAN VAR HÉR svo að orði kom- íizt, að íslendingar — og við Ak- ureyringar sér í lagi — getum lítið gert til þess að draga úr böli hinna „stríðandi lýða“, en þó ofurlítið. Við getum þó a. m. k. sent þeim og leið- togum þeirra hlýjar hugsanir og árn- aðaróskir, þegar þeir eiga í sem þrengstri vök að verjast. Síðasti „Verkamaður" gerir líka hreint fyrir okkar dyrum í þessum efnum i for- ystugrein, er nefnist: „Churchill á leiðinni í buxur Chamberlains". Þar er því m. a. skorinort lýst yfir, að brezka stjórnin hafi „gengið á bak orða sinna og loforða elins freklega og unnt er“. Ennfremur er öllum tug- þúsundunum, er láta nú líf sitt á Vesturvígstöðvunum í höfuðorrust- unni gegn nazistaherjunum, þökkuð blóðfórn þeirra með því að lýsa því yfir með miklum hetjuskap og mynd- ugleika hins fórnfúsa og „ósveigjan- legum baráttuvilja", að herjum Bandamanna „miðar ekkert áfram í Hollandi og þumlungast áfram á ítal- íu annan hvorn mánuð“. Það er eitt- hvað annað en leiftursókn Rússa á Austurvígstöðvunum(P), enda er engu líkara en að hið ágæta málgagn ís- lenzkra verkamanna — að því er það sjálft vill vera léta — telji sig eiga heimtingu á því, að allt viðnám Þjóðverja sé nú molað í einni svipan, fFramhald á 8. síðu). „Þótt desember sé dimmur ...“ Æ'é Er það ekki dásamlegt, að okkur skuli hafa verið gefin jól í dimmasta mánuði ársins? Jól, með ótal ljós- um, gleði og góðum hugs- unum. Skyldum við nokkurn tíma geta pakkað þetta? jólin nálgast, jörðin hvítnar eg verð aftur lítið barn“. Ef við gætum aftur orðið lítil börn — hlakk- að til með börnunuin og glaðzt með þeim, myndum við áreiðanlega eignast sanna jólagleði. Við skulum taka þátt í gleði þeirra og jólin munu verða okkur ógleymanleg. Ktænnadálkurinn sendir lesendum sínum — næ/ og fjær — innilegar jólakveðjur með þeim óskum, að jólin megi verða þeim sönn jól — há- tíð gleði og kærleika. Missum aldrei sjónará jólaljósunum, þótt erf- iðleikar sæki okkur heim og dimmt sé á jörðu hér. Minnumst þess, að: „Gleðin er eins og ljósið; ef þú kveikir á því fyrir aðra, skín það á sjálfan Þig“- Gleðileg jól! Gömul jólagáta Hver er sá stólpi haglega gerður, rétt á litinn sem rykkilín presta. Innýfli hans eru úr kvikfén- aði? Allur kroppurinn á honum dauður, utan höfuðið einasta lifir — ef jrað lifir, þá lifir hann skemur, — ef það deyr, þá lengist aldur hans. ? (Ráðning í næsta blaði). ★ Þessi Iitla stúlka klæðir ekki kött- inn um jólin. — Kjóllinn hennar er úr rauðu flau- eli, en kraginn hvítur og legg- ingarnar. ★ Jólaleikur. Það mætti kalla liann boðhnepp- ing. Þegar þú hefir marga gesti um jólin er boð- hnepping skemmtilegur leikur. Þú skipar karl- mönnunum í tvo jafna hópa. — Kvenfólkið er áhorfendur í þess- urn leik. Hóparn- ir raða sér í tvær raðir, og snúa þær gegnt hvor ann- arri. Leikendur fara úr treyjunum og svo er keppt um það, hvor röðin verði fyrr búin að hneppa vestunum frá og að aftur, byrjað að ofan. Einhver, utan keppni, gefur merki og þá byrja tveir fremstu í röðunum. Næstu taka við, strax og þeir fyrstu hafa lokið að hneppa síðustu tölunni og svo koll af kolli. — Sú röðin, sem lýkur þessu fyrr, fær verðlaun eða hressilegt húrra kvennanna. « \

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.