Dagur - 21.12.1944, Blaðsíða 9

Dagur - 21.12.1944, Blaðsíða 9
Fimmtudaginn 21. desember 1944 0AGUR 9 V orharðindi EVERSHARP ★* lindarpennar og pennasett koma með Esju — Eversharp-lindarpennar eða Eversharp-pennasett með ókeypis áletrun þiggjanda er ákjósanlegasta og veglegasta jólagjöfin! Bókaverzlun Þorsteins Thorlacius Skóverzlun M. H. Lyngdal hefir MESTA ÚRVALIÐ af skófatnaði. Fylgist með, því mikið er að koma, sem yður vantar. Skóverzlun M. H. Lyngdal, Akureyri Um jólin verða mjólkur- og brauðbúðir vorar opnar, svo sem hér segir: Á Þorláksdag til kl. 7 e. h. — Aðfangadag, frá kl. 9.30 til 3. e. h. — Jóladag verður lokað allan daginn. — 2. jóladag frá kl. 10 til 12 á hád. — Gamlaársdag frá kl. 9.30 til 3 e. h. — Nýársdag verður lokað allan daginn. Athygli skal vakin á því, að mjólkur- og brauðbúðirnar í Brekkugötu 47 og Hamrstíg 5 verða opnar frá kl. 9.30 til kl. 12 á hád. á aðfangadag jóla og á gamlaársdag. Hins vegar verða þessar búðix lokaðar dagana 2. og 3. janúar n. k., vegna vörutalningar. KaupfélagEyfirðinga Þeir, sem komnir eru á efri ár, muna nokkuð árferðið hér á landi á 9. tug síðustu aldar. Þá var oft hart í ári, frosta- og snjóa- vetur, hafís, grasleysi og kuldar. Á hinurn fátækari heimilum, og þau voru ærið mörg í þá daga, var oftast meira og minna bjarg- leysi fyrir menn og skepnur, einkum að vorinu, og fólkið svangt og kalt, þegar illa viðraði. Lakast var, þegar hafísinn lagð- ist að Norðurlandi og lokaði fyrir siglingu á hafnir inn svo vikum eða jafnvel mánuðum skipti, en kornmatur og annar nauðsynjavarningur var lítt eða ekki fáanlegur í verzlunum. Kúabú voru þá hér um sveitir aðeins smáræði við það, sem nú er orðið, og því mjólkurskortur til heimilisneyzlu víða að vor- inu, þó að enginn markaður væri fyrir þá vöru í kaupstöðum. Eg ætla nú að leitast við að bregða upp örlítilli mynd af ástandinu hér í Eyjafirði, og þó einkum á heimili mínu, þar sem eg að sjálfsögðu þekkti bezt til, vorið 1888, eins og það blasir nú við í endurminningunni. Þetta vor varð eg 15 ára að aldri og hafði þá vistaskipti. Á hinu nýja heimili var gott fólk, fremur glaðlynt en fátækt. Húsbóndinn var greindarmaður, hafði tungu úr hverjum manni, en hermdi einkum eftir Stefáni sýslumanni, Þorgrími lækni og Símoni Dala- skáldi, og þótti mér hann þó neyta þessa hæfileika síns of lít- ið. Húsfreyjan var gæðakona, en þótti fremur eyðslusöm, ef hún hafði eitthvað handa á milli. Þau hjón áttu 3 börn í æsku. Þá var á bænum kornung vinnu- kona, kát og síhlæjandi, og enn- fremur gömul hjón, foreldrar húsfreyju. Gamli maðurinn var trésmiður og hafði lært þá iðn hjá hinum nafnkunna Þorsteini á Skipalóni. Sagði hann mér margar sögur frá því, er hann var á Lóni hjá Þorsteini, en ekki bar eg þá skyn á að Iialda þeim til haga og þykir mér það miður. Nú eru þær því nær allar gleymdar. Eina man eg þó nokk- urn veginn. Hún var á þessa leið: Þorsteinn var að ljúka við smíð á kirkju með sveinum sín- um, og þótti þeim þá úr hófi keyra áframhaldið og ákafinn við vinnuna. Loks var Þorsteinn orðinn s\ro aðþrengdur af vök- um, að hann kvaðst verða að fleygja sér niður og sofna, en lagði ríkt á við piltana að vekja sig eftir klukkutíma, og sofnar hann þegar. Þá segir einn smíða- neminn: „Nú skulum við gera honum bragð. Við vekjum hann eftir 5 mínútur og segjum, að klukkutíminn sé liðinn, því ef hann nær að hressast verulega, þá dfepur hann okkur.“ Þetta ráð var tekið, en hvort það kom að nokkru haldi, man eg ekki. Þetta var nú útúrdúr, en hverf- urn þá aftur að aðalefninu: vor- harðindunum 1888. Hafís lagð- ist að norðan lands snemma vors og fyllti j>ar firði alla. Eyjafjörð- ur fylltist af ís alveg inn á Leiru. Eftir að hann var landfastur orð- inn, gerði stillur með frosti um nætur, en sólskini á daginn. Kornmatur var uppgenginn í verzlunum og ýmsar fleiri nauð- synjar. Á fornbýlustu bæjunum í Eyjafirði var lumað á einhverri kornmatarlúku, en víða var ekki bragð af þeirri fæðutegund, a. m. k. ekki þegar á vorið leið. Þannig var ástandið á heimili mlínu. Á hvítasunnudag var hrís- grjónasleikjan tekin og höfð í miðdegisverð, soðin í mjólk, sem óá nefndist ætíð mjólkurgraut- ur, en ekki vellingur. Annað fékk fólkið ekki í hátíðarmat, en litla sleikju af þessum graut, því að annað var ekki til. Seinna um daginn var gefið kaffi og lítill candísmoli með, sem þá var oft nefndur brendisykur. Þar með var hvort tveggja þetta sælgæti uppgengið á þeim bæ og ófáan- legt í verzlunum á Akureyri. Tók nú víða að sverfa að hungur, og komu fréttir sums staðar að um skyrbjúg, sem tek- innn væri að herja á mannfólk- ið, að líkindum vegna skorts á bætiefnum, sem þá var að vísu aldrei minnst á. Sumir Jojáðust ró meira af tóbaksleysi en mat- arskorti. Sigluvíkur-Sveinn, hinn kunni hagyrðingur, var gerður út frá einu mesta tóbaksheimili í Eyjafirði, og fór hann fótgang- andi til Húsavíkur til að sækja þessa munaðarvöru, því að j)ar var hún fáanleg. Líklegt er, að honum hafi hrotið stökur af munni í sambandi við það ferða- lag og þann erindisrekstur, þó að ég hafi ekki heyrt þær. En með hafísnum kom björg úr sjó. Það var ógrynni af smá- síld. Á Akureyrahöfn lónaði ís- inn lítið eitt frá landi, og úr vökunum, er við það mynduð- ust, var síldinni ausið upp dag- lega svo vikum skipti. Auk kaup- staðarbúa notuðu sveitamenn sér jretta óst ikið. Man ég það, að síldarlestirnar (þá var allt flutt á hestum) fóru daglega fram um allan Eyjafjörð, og byrgðu margir bændur sig upp af þessari vöru til langframa. Vel borðuðu menn af síldinn fyrst í stað, en leiðigjörn varð hún flestum er frá leið, þar sem hún var nær ein til matar. Veit ég ekki, Iwernig fariðhefði,ef henn- ar hefði ekki notið við; ekki annað sýnilegt en þá hefði legið við manndauða af bjargarskorti. Á heimili mitt komu mikil síldarföng eins og annars staðar. Eitt sinn var ég sendur ríðandi á trússahesti eftir síld um 20 km leið til Akureyrar, gekk svo heim aftur og rak hestinn á undan mér, klyfjaðan síld. Á þeirri leið var ég svangur. Mikið af síldinni var flatt og hengt uppi í bæjarsundi til að láta hana signa og harðna. Svo vikum skipti var ekki um annan mat að ræða á heimili mínu en þessa signu síld og lítinn mjólk- urdropa kvölds og morgna eða á málum eins og það var orðað. Síldina car hætt að skammta. Hver og einn mátti ganga í hana eftir vild uppi í bæjarsundi. Ég slafraði lí mig eina og eina, en alveg lystarlaust, én mjólkur- dropinn á málum þótti mér sæl- gæti. Ekki fann ég þó neitt veru- ega til hungurs, en var máttlít- ill, fjörlaus og niðurdreginn. Ég Iteyrði eitt sinn á tal húsfreyju við bónda sinn, og sagði hún með grátstaf í kverkunum, að ég væri hættur að nærast á síldinni, og vissi hún ekki, hvern enda Detta hefði. Hann svaraði ein- hverjum hughreystingarorðum um, að allt mundi bjargast af og enda vel. Það reyndist lííka svo. Fráfærurnar komu til sög- unnar og þá fékkst nóg skyr og mjólk og var ekki sparað. Aldrei hefi ég sezt við jólaborð hlaðið crásum, sem mér hafa þótt jafn dýrðlegar og nýja skyrið og sauðamjólkin vorið 1888. En þó að hungrið syrfi nokk- uð að mörgum þetta hafísvor, comst J^að ekki í hálfkvisti við Dað, er oft átti sér stað fyr á öld- um. Svo var það dag einn skömmu eftir fráfærur þetta umrædda vor, að húsbóndi minn kom inn í baðstofu einhvers staðar að og sagði með gleðihreim í röddinni: „Það eru komin fjögur skip inn á Akureyrarhöfn." Þá sagði hús- móðirin: „Guð almáttugum sé of og dýrð!“ Þess skal lokum getið, að séra Matthías orti hið fræga kvæði sitt um hafísinn þetta vor. Það birtist í „Lýð“ hans um sumarið. Mér finnst að það hafi verið vel tilvinnandi að Jrola nokkrar búsifjar af völdum „landsins forna fjanda“, úr því að koma hans varð orsök þess, að þetta ódauðlega kvæði varð til. I. E.. . Bæjarstjórnarkosningar í Ólafsfirði 6. janúar Samkvæmt nýjum lögum fær Ólafsfjörður kaupstaðarréttindi um næstkomandi áramót. Fyrstu bæjarstjórnarkosningar þar fara fram 6. janúar næstk. Skal kjósa 7 manna bæjarstjórn og síðan kýs bæjarstjórn bæjar- stjóra. Kosningaundirbúningur er þegar hafinn. Frestur til að skila framboðslistum var útrunn- inn í gærkvöldi. Framsóknarfl., Sjálfstæðisfl. og kommúnistar hafa lagt fram lista. — Ekki var vitað um nöfn efstu manna er blaðið fór í pressuna. Steindór Sigurðsson rithöfundur, sem nú dvelur á Krist- neshæli, hefir sent út áskriftarlista að nýrri, frumsamlinni bók, er verða greinar, sögur, æfintýri og ljóð. Á bók þessi að nefnast: „Einn helsingi", verður 4—6 arkir að stærð, þétt- prentuð í allstóru broti. Áskriftarverð fram til áramóta er aðeins 5 krónur, en eftir það mun verðið a. m. k. tvö- faldast. Segir höf., að allur ágóði af riti þessu rennli óskiptur í stofnun „Helsingjasjóðs“. minningarsjóðs frjálsrar hugsunar, sem verði til styrktar og teknaöryggis fyrir bóka- safn sjúklinga á Kristneshæli. Steindór Sigurðsson hlaut, sem kunnugt er, viðurkenningu og verð- laun af fé því, sem úthlutað var skáld- um og rithöfundum sl. ár, fyrir smá- söguna „Laun dyggðarinnar“. Guðsþjónustur t Grundarþinjja- prestakalli: Hólum, jóladag kl. 12 stundvíslega. Saurbæ, sama dag kl. 2 e. h. Grund, 2. jóladag kl. 1 e. h. Kaupangi, gamlársdag kl. 2 e. h. Munkaþverá nýórsdag kl. 1 e. h. SKÍÐI Undirritaður selur skíði handa fullorðnum og börnum. Hentug jóla- giöf. Aðalsteinn Bjarnason, Oddeyrargötu 12. Akureyri. Skemmtiklúbburinn ALLIR EITT Dansleikur annan jóladag, ekki 30. des. eins og áður var auglýst. NEFNDIN Laukur fæst hjá Verzl. Eyjaf jörður h.f. Tveir fataskápar . eru til sölu. TT.f. SKJÖLDUR, Strandg. 35.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.