Dagur - 25.01.1945, Blaðsíða 2
2
ÐAGUR
Fimmtudaginn 25. janáar 1945.
Þjóöin fagnar, segja stjórnarblöðin.
Ólafur Thors þurfti ekki nema nokkra daga til að sameinast
sósíalistum. — Fæst ekki opdnber rannsókn á grunuðum heildsöl-
um? — Trassaháttur ríkisstjórnarinnar í fisksölumálinu er talinn
utanríkismál, sem alls ekki megi ræða. — Öll gagnrýni á stjórnina
nefnd siðleysi um forystumenn Breta. — Eitt mesta nauðsynjamál
landbúnaðarins stöðvað af stjórnarflokkunum. — Stjórnin og
flokkar hennar auka dýrtíðina. — Allt þetta telja stjómarblöðin
fagnaðarefni fyrir þjóðina.
I.
Því hefir verið haldið fram af
miklu offorsi, að Framsóknar-
menn gætu ekkert við því sagt
og ekki að því fundið, að Ólafur
Thors stofnaði til stjórnarsam-
vinnu með sósíalistum, af því að
þar heiði gerst nákvæmlega það
sama og átti sér stað fyrir tveirn-
ur árum, þegar fyrirliðar Fram-
sóknarflokksins gengu til samn-
inga við Sósíalistaflokkinn um
sama efni.
Hér við er nú fyrst það að at-
huga, að forustumenn Sjálfstæð-
isflokksins hafa alltaf haldið því
fram, að samningatilraun þessi
hafi verið hið mesta hneyksli og
Framsóknarflokknum til stór-
vansa, því að borgarlegur flokk-
ur mætti aldrei svo mikið sem
hugsa til samstarfs með byltinga-
mönnum eins og sósíalistar
væru. Það varð því að vonum
hið mesta undrunarefni meðal
þjóðarinnar, er Ólafur Thors
réðst á þessa kenningu sjálfstæð-
ismanna í verki á síðastliðnu
hausti með myndun stjórnar
sinnar, því að hún braut alveg
í bága við fyrri fullyrðingar
þeirra.
Auk þess var hér sá reginmun-
ur á, að Framsóknarmenn gerðu
ekki annað en hugsa til sam-
starfs við kommúnista, og er
þeir höfðu kannað innviði
þeirra, hurfu þeir'með öllu frá
því ráði, því að þá kom í Ijós,
að kommúnistar voru sömu
byltingamenn og áður, þó þeir
hefðu reynt að villa á sér heim-
ildir fyrir kosningar. En Ólafur
Thors og samherjar hans létu
ekki staðar numið við að hugsa
til stjórnarsamvinnu við komm-
únista. Ólafur Thors myndaði
stjórn með kommúnástum og
hældi sér af því, að það tilhuga-
líf hefði ekki staðið yfir nema
2—3 vikurl
Stjórnarblöðin segja, að þjóð-
in liafi fagnað þessum samruna
íhaldsins við byltingaöflin í
landinu. Réttara mun þó að
orða þetta á þá leið, að meiri
hluti þjóðarinnar hafi staðið
orðlaus af undrun.
Og sannarlega var hér undr-
unarefni á ferðinni. Fjölda
manna um land allt er það
kunnugt, að ekki er langt síðan
að Ólafur Thors var að hyggja
að ráðum í þá átt, hvernig hægt
væri að afmá kommúnistaflokk-
inn eða að minnsta kosti að gera
hann áhrifalausan og óskaðleg-
an. M. a. hafði hann þá orð á
því, hvort ekki mundi geta tek-
izt að koma í veg fyrir, að
kommúnistar fengju pappír til
blaðaútgáfu sinnar. Þetta var nú
á þeim tímum, þegar engar von-
ir stóðu til þess, að kommúnistar
styddu Ólaf Thors til forsætis-
ráðherratignar. En síðan hafa
tt'tnarnir br^ytzf að þessu leyti.
Kommúnistar eru hinir sömu
og þá, er Ólafur vildi gera þá
pappírslausa. svo að þeir gætu
ekki gefið Þjóðviljann út, en nú
er Ólafur forsætisráðherra fyrir
vikalipurð kommúnista.
Þar með er afstaða Ólafs stór-
breytt til bvltingamanna.
Þjóðin fagnar. segja stjórnar-
blöðin.
II.
Uppvíst hefir orðið um verð-
lagsbrot tveggja heildsölufirma
í Reykjavík. Verlagseftirlitið
hefir kært þau, og málin eru
komin í hendur sakadómara.
Þessi firmu hafa verið talin
standa í fremst röð að heiðar-
leik. En þegar svo er.með hið
græna tré, hvernig munu þá sak-
ir standa með hin visnu? Fleiri
heildsalar eru grunaðir um
græsku. Verðlagseftirlitið krefst
að fá að sjá reikninga þeirra.
Heildsalarnir þverskallast við
þeirri kröfu. Hvers vegna? Er
þeim ekki útlátalaust að sýna
reikninga sína, ef þeir hafa
hreint mjöl í pokanum? Vilja
þeir ekki hreinsa sig af leiðum
grun, ef þeir eiga hægt með?
Allar þessar spurningar vaka
nú á vörum fiölda manna um
allt land. Öllum landslýð kem-
ur mál þetta við. Eðlilega krefj-
ast menn þess, að ýtarleg rann-
sókn fari fram um jjað, hvort
þeir, sem bezta aðstöðu hafa til
fjárgróða, hafi notað sér þá að-
stöðu til að fefletta almenning
á ólöglegan hátt.
Opinber dómari hefir mikið
fullkomnari rannsóknartæki í
þessu falli en verðlagseftirlitið.
Þess vegna hefir sú krafa komið
fram, að ríkisstjórnin fyrirskipi
opinbera rannsókn gagnvart
þeirn fyrirtækjum, sem verðlags-
eftirlitið hefir grunað um brot,
en getur ekki fært fullar sann-
anir fyrir. Þessi grunur styrkist
mjög við neitun fyrirtækjanna
um að sýna reikninga.
Hvernig snýst nú ríkisstjórn-
in við þessu hneykslismáli?
F.ftir ummælum hennar og
stjórnarblaðanna að dæma ætlar
stjórnin ekki að eiga neitt frum-
kvæði að því, að heildsalamálið
verði rannsakað. Aftur á móti
segist stjórnin taka þær kærur
til greina, sem verðlagseftirlitið
kunni að bera fram í málinu.
Stjórnin ætlar m. ö. o. ekki
að stinga kærum á brotlega
heildsala undir stól.
Þessi röggsemi(I) stjórnarinn-
ar stendur líklega í sambandi
við það, að hér eiga hlut að máli
ýmsir máttarstólpar Sjálfstæðis-
flokksins og þá um leið allrar
stjórnarfylkingarinnar.
Mikið má þjóðin fagna því
að eiga svo röggsama stjórn!
III.
Fisksalan á brezkum markaði
er um þessar mundir eitt mikil-
verðasta alvörumál íslenzku
þjóðarinnar. Fyrir alllöngu varð
kunnugt um, að Bretar vildu
ekki endurnýja fisksölusamning-
iyn í sömu mynd og áður. Hins
vegar voru þeir að sjálfsögðu
reiðubúnir að hefja nýja samn-
inga í þessum efniim. Stjórnin
íslenzka hafði lýst Jrví yfir, að
hún ætlaði einkum og sérstak-
lega að vera vel á verði um af-
urðasölúna á erlendum mörkuð-
um.
F.f nokkurt mark mátti taka
á orðum henriar, mátti því bú-
ast við að hún brygði fljótt við
og gerði út sendimann á fund
Breta til Jress að ræða við þá um
fiskkaup og flutnihg á þeirri
vöru á erlendan markað. Á því
var hin mesta nauðsyn vegna
útvegsins og frystihúsanna að fá
sem fyrst niðurstöðúr um þessi
mál og eitthvað fast undir fæt-
ur, áður en vetrarvertíðin byrj-
aði. En Jiegar sem mest reið á,
virðist stjórnin liafa sofið á verð-
inum. Hún hreyfir livorki hönd
né fót til að hrinda af stað samn-
ingsumleitunum við Breta, fyrr
en Framsóknarmenn ýta við
henni. Þegar svo að þessum
seinagangi stjórnarinnar er
fundið, hrópa stjórnarblöðin öll
í einum kór um siðleysi stjórn-
arandstæðunnar. Trassaskapur
stjórnarinnar í fisksölumálinu
er látinn heyra undir utanríkis-
mál, sem ekki megi ræða. FÍestir
munu nú samt líta svo á, að ó-
dugnaður og sofandaháttur rík-
isstjórnar íslands sé alinnlent
mál, sem frjálsar umræður megi
fara fram um. Enn hefir stjórnin
ekki lagt bann við að ræða um
sölu á kjöti, ull, gærum og fleiri
útflutningsvörum. Hún virðist
Jrví líta svo-á, að í því felist ekki
siðleysi. En þegar kemur til fisk-
sölunnar, er öðru máli að gegna.
Þegar farið er að ræða um hana,
Jrá er siðleysið leitt til hásætis
að dómi stjórnarinnar, eftir því
sem blöð hennar túlka málið.
Afleiðingin af silahætti og að-
gerðaleysi stjórnarinnar í fisk-
sölumálinu er sú, að nú er mál-
ið í óreiðu og öngþveiti, og eng-
inn veit, hversu endalokin
kunna að verða öríagarík fyrir
þjóðina.
Þjóðin fagnar, segja blöð
stjórnarinnar.
Því verður að vísu ekki neit-
að, að á vissan hátt hafa fisksölu-
samningar við Breta verið und-
irbúnir. Eitt stjórnarblaðanna
hefir að undanförnu hvað eftir
annað skrifað svartasta níð um
fórustumenn brezku þjóðarinn-
ar, jafnvel stimplað þá sem
mannníðinga og morðvarga.
Einkum er þó veizt að núver-
andi forsætisráðherra Bretlands.
ÍSIýlega var t. d. það góðgæti
borið á borð fyrir lesendur þessa
stjórnarblaðs, að ráðamenn Bret-
lands leitist við að nota flug-
flotann til þess „að myrða sem
mest af beztu sonum Grikklands
í tillitslausri baráttu fyrir brezk*
um hcimsveldishagsmununi,"
Ennfremur segir sama blað, áð
Bretar séu f jandsamlegir í garð
nýsköpunar íslendinga í sjávai-
útvegsmálum, og uppsögn fisk-
söslusamningsins sé einn Jráttur
í þeim fjandskap.
Það þarf ekki að taka Jrað
fram, hvaða stjórnarblað talar í
þessum tón í garð þeirrar Jrjóð-
ar, sem fyrir liggur að gera við-
skiptasanrning við. Allir kannast
við orðbragðið og innrætið. Og
utanríkisráðherra lætur þetta
gott heita, eða ekki ber á öðru.
En mundi þessi ruddalega ókurt-
eisi vera sá rétti grundvöllur
undir fisksölusamninginn við
Bréta?
Halda stjórnarblöðin virki-
lega, að þjóðin muni fagna
svona löguðum spill ingartil-
raunum gagnvart hagsmunum
íslands?
IV.
Stjórnarflokkarnir hafa stöðvað
framkvæmdir í áburðarverk-
smiðjumálinu. Stjórnin Jrorði
ekki annað en ryðja [wí úr vegi
af ótta við það, að verksmiðjan
mundi reist annars staðar en í
Reykjavík. Vera má þó, að
.stjórnin féllist á framkvæmd
verksins síðar, ef hún gæti tryggt
nýja sérfræðilega áætlun um
það, að utan Reykjavíkur kæmi
aldrei til mála að setja verk-
smiðjuna niður. Þó að áburður-
inn yrði þriðjungi dýrari en ella'
og þó að framleiðslan fullnægði
hvergi nærri þörfum sveitanna,
þá mun Jaað í augum stjórnar-
innar og flokka hennar lítilfjör-
legt aukaatriði, að ekki sé ástæða
að taka Jrað til greina.
Segi stjórnarblöðin enn, að
þjóðin fagni yfir þessu, þá telja
þau íbúa dreifbýlisins áreiðan-
lega ekki meðal þjóðarinnar.
V.
Stjórnin og flokkar hennar
auka dýrtíðina. Sparifé manna
rýrnar stöðugt í verði. Kaup-
hækkanir koma að engu gagni,
[rví að verðbólgan etur þær upp
til agna. Atvinnuvegir þjóðar-
innar bera sig ekki og dragast
því saman eða leggjast niður.
Tilkostnaður við framleiðsluna
verður svo nrikill, að hún verð-
ur ekki samkeppnisfær á erlend-
um mörkuðum, þar sem dýrtíð-
inni hefir verið haldið niðri. En
með hverju' á Jrá að greiða inn-
flutta nauðsynjavöru, sem við
getum ekki án verið?
Allt þetta ástand blasir við, ef
haldið verður áfram þeirri
stjórnarstefnu, er nú ríkir, ef
ekki á næsta ári, þá hitt árið. Þá
afhjúpast blekkingar núverandi
stjórnarblaða af sjálfu sér. Þá
neyðást [rau til að segja:
Nú fagnar þjóðin ekki.
j Gefjunardúkar
Ullarteppi
I Kambgarnsband
I Lopi
I er meira og minna notað á hverju heimili
| á landinu.
Gefjunar-ullarvörur eru þjóðkunnar fyrir
gæði.
I Gefjunar-vörur fást hjá öllum kaivpfélögum
1 landsins og víðar.
Ullarverksmiðjan GEFJUN1
• ^
Frá Verkamannafélaginu.
Samkvæmt samþykt stjórnar og trúnaðarráðs Verka- jj
mannafélags Akureyrarkaupstaðar á fundi 18. þ. m. jj
skal skila framboðslistum til kosninga í félagsstjórn j|
og trúnaðarráð. Á hverjum lista skulu^ vera nöfn 5 jj
manna í stjórn, 5 manna í varastjórn, 6 aðalmanna í j
trúnaðarráð og 6 varamanna, allt félagsmenn. Minst jj
12 (ekki 30 eins og stóð í Verkamanninum) félagsmenn jj
riti sem meðmælendur á hvern lista. Listunum sé j!
skilað til undirritaðs fyrir kl. 6 e. h. sunnud. 28. þ. m. j!
Akureyri, 19. janúar 1945. j;
F. h. Verkamannafélágs Akureyrarkaupstaðar.
Marteinn Sigurðsson