Dagur - 22.02.1945, Blaðsíða 6

Dagur - 22.02.1945, Blaðsíða 6
6 ÐAGUR Fimmtudaginn 22. februar 1945 Mig langar til (>ín - Saga eftir ALLENE CORLISS I þessu blaði hefst ný framhaldssaga eftir amerísku skáldkonuna ALLENE C.ORLISS. Sagan hefur hlotið nafnið MIG LANGAR TIL ÞÍN. Hún er af- burða skemmtileg frá upphafi til enda. Efnið er gamalkunnugt cn þó alltaf nýtt — samband karls og konu, — ást og afbrýði. Til þcss að flýta fyrir birt- iugu sögunnar, verður henni ætiað meira rúm í blaðinu annað veifið, en verið hefur um framhaldssögur til þessa. Fylgizt með frá byrjun! Barry Isham var þungt í skapi þegar hún lagði frá sér símann. Ahyggjusvipurinn á fögru, grannleitu andliti hennar bar þess ljós an vott, að eitthvað óvænt hafði komið fyrir. Hún ltafði allt í einu munað, að hún hafði lofað að hringja í Bill Sabins og hafði gripið símaáhaldið á neðri hæðitlni til þess. Símasambandinu við heimili hennar var þannig háttað, að þangað var aðeins ein lína, en tvö símatæki voru tengd við hana; annað á neðri liæðinni en liitt á þeirri efri. Hún hafði því ekki komizt hjá því að heyra samtal á milli Ceciliu og Red Stevens, aðeins nokkur orð, en það var nóg. Það var hræðilegt, að Cecilía skyldi haga sér svona, þegar hún vissi, að Ginny mundi koma heim á morgun. Málstaður Red var litlu betri, en það hafði verið Cecilía, sem hafði haft sóknina á hendi allt frá því fyrsta. Að vísu hafði Red reynt að sporna í móti, hafði víst aldrei ætlað að þetta gengi svo langt. Að minnsta kosti hafði það verið ætlun hans í upphafi. En þessi andspyrna hans hafði ekki staðið 'lengi. Áður en margir dagar voru liðnir var hann orðinn svo fastur í netinu, að hann spriklaði ekki'lengur. Þá var það, sem hún hafði vakið máls á þessu við Bill. „Þú verður að tala við Red,“ hafði hún sagt, ,,eða eg verð að tala við Cecilíu og raunar er það skylda mín.“ Hún hafði átt við. að fyrst þær Cecilía voru systkinabörn bæri henni fyrst og fremst að hafa vit fyrir henni, auk þess var það henni að kenna, ,að hún var komin þangað. Því að þegar Adele St. Cyr hafði skrifað fyrir nokkrum mánuðum frá London og sagt, að England væri nú aftur í eldlínunni og tæpast heppilegur dvalarstaður lengur fyrir unga stúlku, hún hefði því í hyggju, að senda Ceciliu til Ameríku — hafði Barry fundist sjálfsagt, að hún kæmi beina leið til Ames- lyoro. Bill hafði að vísu ekki verið sérlega hrifinn af þessari hug- mynd. „Mér kemur þetta raunverulega ekki við, Barry.“ hafði hann sagt, „en þú þekkir stúlkuna ekkert. Þið hafið ekki hitzt síð- an þið voruð börn; það er því alveg óvíst, að hún verði heppilegur félagsskapur fyrir þig.“ En Barry var einmana. Foreldrar hennar voru dánir og henni fannst satt að segja hálf ömurlegt að búa ein í húsinu, ásamt þjón- ustufólkinu. Hún hafði því haldið, að það mundi verða skemmti- leg tilbreyting fyrir liana að fá þessa ungu frændkonu til sín, sem gest unt nokkurra mánaða skeið. Og líklega liefði sú orðið raunin á ef þær hefðu ekki hitt Red Stevens í kvöldveizlu nokkrum dögum eftir að Cecilía kom í bæinn. Því að þá var það, sem Cecilia hafði ákveðið, að ná Red á sitt vald þótt hún vissi mæta vel, að hann var þegar giftur. Þetta var fyrir sex vikum síðan. Og í seinni tíð hafði varla liðið nokkur sá dagur, að þau hittust ekki. Og nú hafði hún heyrt þetta samtal í símanum. Henni hafði ekki geðjast að hinum kalda örþrifatón í rödd hennar. „Eg þarf að finna jrig, Red," hafði hún sagt. „Eg fæ lánaðan bílinn hennar Barry og bíð þín við gömlu mylluna. Eg bíð þar í hálftíma og ef þú verður ekki kominn kem eg beina leið á skrifstof- una til þín og geri upp sakirnar Jrar. Þú veizt, að eg get gert þér lífið heitt þar. Eg gef ekki túskilding fyrir almenningsálitið í jress- um bæ og kæri mig um ekkert hér — nema þig.“ Barry gekk ekki gruflandi að j)ví, að Cecilía var líkleg til þess að framkvæma hótunina. Hún var ekki nema rúmlega tvítug, djarfleg í framkonm, heillandi álitum og sást lítt fyrir. Ef hún ætl- aði sér eitthvað í þessum sökum, gekk hún beint og óhikað að markinu, og Barry grunaði, að hún kæmist þangað, sem hún ætl- aði sér, oftast næi;. Cecilía kom hlaupandi niður stigann. Víst var hún falleg og ævin- týraleg álitum, með hrafnsvart hár, sem féll í liðum um axlirnar, handleggir og fætur voru grannir og dökkbrúnir af útiveru. Hún var frjálsmannleg í framkomu og ákveðin í fasi. Hún staldraði við þegar hún sá Barry og brosti til liennar. „Nú, ertu þarna, Barry, eg var einmitt að svipast um eftir þér. Væri þér sama þótt eg fengi bí-linn þinn lánaðan dálitla stund?“ „En mér er ekki sama, Cecilía," sagði Barry, „hvorki um það er- indi, sem þú átt út núna, né ýmislegt annað.,Mér er til dæmis alls ekki sama um Red Stevens. Þú hefir gengið að því með miklum dugnaði, að ánetja hann. Það verður að hætta. Eg liefi lengi ætlað að tala um þetta við þig. En nú er von á Ginny heim á morgun og þú verður að horfast í augu við staðreyndirnar, hversu vel sem þér (Framhald). Vinum mínum öllum, samherjum og samstarfsmönnum fyr og síðar, er með heimsóknum, vingjöfum, ástúð og orðsending- um sæmdu mig og glöddu á sextugsafmæli mínu, votta ég hjartans þakkir mínar og fjölskyldu minnar. JÓNAS ÞORBERGSSON Hjartans þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu samúð við andlát og jarðarför eiginkonu og móður okkar, HELGU JÓHANNESDÓTTUR, og heiðruðu minningu hennar á annan hátt. Friðrik Einarsson, Jórunn S. Friðriksdóttir. Sigurbjörn Friðriksson. Innilega þökkum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hluttekningu við fráfall og jarðarför BENEDIKTS BENEDIKTSSONAR, kaupmanns. Margrét Sveinsdóttir. Snorri Benediktsson. Ásta Björnsdóttir.. 3. 4. 6. a. b. Auglýsing um fyrirkomulag fiskflutninga o. fl. Ríkisstjórnin hefir ákveðið eftirfarandi reglur um fyrir- komulag á útflutningi fisks, hagnýtingu afla og verðjöfn- unarsvæði: I. Verðjöfnunarsvæðin skulu vera jiessi: 1. Reykjanes og Faxaflói. 2. Snæfellsnes, Breiðafjörður og Vestfirðir að Bíldudal að honum meðtöldum. Aðrir Vestfirðir og Strandir. Norðurland frá Hrútaíirði að Langanesi. Austurland frá Langanesi að Hornafirði, að honum meðtöldum. Vestmannaeyjar og Suðurland. II. Öll skip, sem flytja út ísaðan fisk á vegum samlaga út- vegsmanna, eru undanþegin verðjöfnunargjaldi því, er um ræðir í auglýsingu samninganefndar utanríkisvið- skipta, dags. 10. jan. 1945, enda sé eftirtöldum skilyrðum fullnægt: * Samlögin séu opin öllum útvegsmönnum á samlags- svæðinu. Samlögin úthlluti arði af rekstri skipanna í hlutfalli við heildarafla fiskeigenda (báts), án tillits til jiess, livort aflinn er fluttur út ísaður, lagður upp í salt, til herzlu, í hraðfrystihús eða nýttur á annan hátt, enda geti samllagsstjórn ráðstafað afla félagsmanna (bát- anna) á þann hátt, er hún telur henta bezt í hvert skipti, til j)ess að heildarafli hagnýtiist sem bezt. Þeir bátar einir, sem eru í samlögum og hlýða reglum jreirra, geta vænst þess að verða aðnjótandi réttinda samkvæmt Jressum reglum. c. Skip þau, er annast útflutninginn, séu á leigu hjá samlögunum og rekin á þeirra ábyrgð, samkvæmt skilmálum, sem ríkisstjórnin samþykkir. d. Að samlögin fallist á að hlíta Jteim skilyrðum, er rík- isstjórnin kann að setja að öðru leyti, fyrir starfsemi þeirra. , III. Verðjöfnunarsjóði hvers svæðis skal útlilutað til fiskeig- enda á svæðinu eftir fiskmagni, eftir að frá hefir verið dregið það fiskmagn, sem flutt er út á vegum samlaganna samkv. II. lið Jiessarar auglýsingar. Greiðslan skal vera ákveðin upphæð pr. kg. án tillits til þess hvort fiskurinn er fiuttur út ísaður, lagður upp í hraðfrystihús, herzlu eða salt eða nýttur á annan hátt. Sjóður þessi skál gerast upp mánaðarlega og fari útborgun fram eins fljótt og auðið er. IV. Reglur um úthlutun á arði, sém verða kann af fiskút- flutnigni þeiim, sem fram fer á vegum ríkisstjórnarinnar, verða settar síðar. Ákvæði þessi eru hér með sett samkv. lögum nr. 11 12. fe- brúar 1940, til að öðlast gildi jtegar í stað og gilda fyrst um sinn, þar til öðruvísi kynni að verða ákveðið. Atvinnunlálaráðuneytið, 10. febrúar 1945. Áki Jakobsson. Gunnll. E. Briem. ÍÞRÓTTAÞÁTTUR. (Framhald af 3. síðu). skylda okkar að reyna að endur- reisa hana sem þjóðaríþrótt. Eg efast um, að nokkur íþrótt liafi í sér fólgna jafn mikla þjálf- un skapsmuna og viljafestu eins ogglíman. Og hvergi kemur jafn skýrlega í ljós öll skaphöfn mannsirls, en þar, sem tveir standa hvor gegn öðrum og eig- ast við. Þá verður hver að gæta síns sóma sjálfur og er einn ábyrgur fyrir því, sem miður fer, en fær líka hins vegar einn allan heiður drengilegrar og góðrar frammistöðu. Og jregar íþróttir eru iðkaðar, er það ekki ein- göngu líkamlegt gildi þeirra, sem um skal hugsað. S. H. M. (Framhald). L a u k u r Iíjötbúð K.E.A. Tapazt hefur steingrár hestur, 4 vetra. — Mark: Biti framan, fjöður aftan hægra, tvístýft framan vinstra. — Menn, sem yrðu hestsins varir eru góðfúslega beðnir að gera aðvart í síma 304, Akureyri. Bílstjórafélag Akureyrar, heldur skemmtikvöld fyrir fé- laga sína og gesti, að Hótel Gnllfoss, föstudaginn 23. J). m„ kl. 9 e. h. Til skemmtunar verður: ■ Kvikmynd, upplestur og dans. Aðgöngumiðar seldir við inn- ganginn. STJÓRNIN Diskaherfi (8 diska) til sölu. ÓLAFUR KJARTANSSON, Miklagarði. Hringprjónavél til söhi. Uppl. á afgr. DAGUR feest keyptur i Verzl. Baldurshaga, Bókabúð Akureyrar Bókaverzl. Eddu og Verzl. Hrísey

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.