Dagur - 01.03.1945, Blaðsíða 2

Dagur - 01.03.1945, Blaðsíða 2
2 DAOUR Fimmtudaginn 1. marz 1945 Morgunblaðið vegur enn í hinn sama knérunn Veltuskatturinn og nefndarálit Bernharðs Stefánssonar Mosaskeggshugsunarháttur. Fyrir allmörgum árum komu bændur saman í Reykjavík til fundahalda um málefni sín. Morgunblaðið var þá í nöp við bændur út af stjórnmálaágrein- ingi og notaði tækifærið til að birta níðgrein um bændur, þar sem þeim var lýst sem heimskum mannræflum, ótútlegum og óhreinum, með mosa í skegginu, fiður á fötunum o. s. frv. Þetta fruntalega Mbls.skrif vakti nokkra athygli um landið vegna þess, hvað það var nauða- ómerkilegt, klaufalega og ill- girnislega skrifað. Að vísu létu bændur sér fátt um finnast og virtu það naumast svars, n'ema þá helzt með góðlátlegri glettni. Eini varanlegi árangur níðgrein- arinnar varð sá, að nafnið ,,Mosaskeggur“ festist við höf- und hennar. Á þeim árum, sem ’síðan eru liðin, hefir Mosaskeggshugsun- arhátturinn við og við gaegst fram í Morgunblaðinu, stund- um meira, stundum minna. En 20. febrúar sl. bi-ýst óvildin til bændastéttarinnar út í nýrri árásargrein í Morgunblaðinu, sem að efni og anda er náskyld gömlu Moskaskeggsgreininni. — Þessi nýja árásargrein á bænda- stéttina er skrifuð í tilefni þess, að fulltrúasamkoma bænda, Búnaðarþingið, var nýtekið til starfa í Reykjavík. í síðasta tbl. Dags var Mbl- greinarinnar getið að nokkru. Hér skal hún lítið eitt nánar at- huguð. (Allar leturbreytingar í tilvitnunum í greinina eru gerð- ar hér). Búnaðarþingið vantar vitið. Mbl.menn segja, að oft hafi verið vænzt viturlegra tillagna o g ráða frá Búnaðarþíngi. „Stundum hafa þær vonir rætzt, en oft brugðizt“. Samkvæmt frásögn þeirra Mbi.manna eru það aðeins und- antekningar að vit hafi verið í tillögum og ráðum Riinaðar- þings; liitt er aðalreglan að dómi þessara vísu manna, að ekkert vit hafi verið í þeim. Það er von, að „fjólu“-feðurn- ir við Morgunblaðið séu ekki hrifnir af því, að bændur skuli velja svo vitgranna fulltrúa á Búnaðarþing. — Umbjóðendur þeirra, bændurnir, sem heima sitja, hljóta að vera heldur þunnir til vitsmuna í augum Reykjavíkurhöfðingjanna. Norð- lendingar þekkja nú einna bezt af fulltrúum á Búnaðarþingi þá ólaf Jónsson framkvæmdastjóra og bændurna Hólmgeir Þor- steinsson og Sigurð Jónsson skáld á Arnarvatni og þurfa því ekki lýsingu Mbl. á vitsmunum þeirra. Ekki er það furða, þó að fyrir sjónum Mbl.manna ráði á Bun- aðarþingi „klíkuskapur" og „ná- nesjahugsunarháttur", þar sent vitið vantaf í þessi samkundu bæpdgnna að dójfti Mbh Landbúnaðurinn orðinnafturúr öðrum atvinnuvegum“. Morgunblaðsmenn halda því fram, að landbúnaðurinn sé „orðinn aftur úr öðrum atvinnu- vegum". Ástæðuna til þess ástands telja þeir „þröngsýni og afturháld Búnaðarþdngs á und- anförnum árum“. Kommúnistar hafa að undan- förnu haldið þeirri kenningu mjög á lofti, að landbúnaðurinn væri úreltur og skipulagslaus. Nú eru Mbl.menn farnir að taka undir þann söng, síðan vináttu- samningurinn var gerður milli þeirra og kommúnista. Þetta er auðsýnilega gert til þess að deyfa trú manna á land- búnaðinum, þó oft sé það fram- sett undir vináttuyfirskyni. Satt er það, að víða er mörgu ábóta- vant t sambandi við rekstur landbúskapar og úrbóta þörf á mörgum sviðum. En til þess liggja eðlilegar orsakir. Hér skal aðeins ein þeirra nefnd, sem er næst Mbl.mönnum. Hún er sú, að flokkur þeirra, Sjálfstæðis- flokkurinn, hefir á undanförn- um timum verið gæddur óvenju mikilli tilhneigingu til aftur- haldssemi og þröngsýni, þegar landbúnaðurinn átti í hlut, og oft hefir hfeinn og beinn Mösa- skeggshugsunarháttur vaðið uppi í flokknum. Benda má t. d. á, að Framsóknarmenn liafa flutt á Alþingi frumv. til bættra jarðræktarlaga, sem miða að því, að innan 10 ára fari allur hey- skapur fram á vel ræktuðu og véltæku landi. Mál þetta hefir átt erfitt uppdráttar vegna tregðu Mbl.flokksins, sem telja, að gömlu jarðræktarlögin geti nægt. Það hefir því hvorki staðið á Framsóknarmönnum eða Bún- aðarþinginu þegar um framfarir og framkvæmdir í landbúnaðar- málurn hefir verið að ræða. Það hefir staðið á Mbl.mönnum. Hér skal ekki um það deilt, hvort landbúnaðurinn standi jafnfætis, framar eða aftar en aðrir atvinnuvegir, en á hitt skal bent, að rnikið hefir áunnizt á síðari tímum í þá átt að hrinda þeim atvinnuvegi fram á leið. Vita ekki Mbl.menn, að opin- berar skýrslur sýna, að síðustu áratugina hefir ræktað land auk- izt um helming? Vita þeir ekki, að jarðyrkjan hefir fjór- til fimmfaldast í hverju meðalári á sama tíma? Vita þeir ekki, að stórum og mörgum áveitufyrir- tækjum hefir verið hrundið í framkvæmd? Vita þeir ekki, að sláttuvélar, rakstrarvélar og snúningsvélar eru vél á vegi með að útrýma handavinnuáhöldun- um í heilum byggðalögum? Vita Jreir ekki, að í sumum sveitum landsins er nærri hver einasti ltær reistur frá grunni í nýmóð- ins sniði? Vita þeir ekki, að í heilum héruðum hefir sauðfjár- rtektinni verið breytt í naut- griparækt, af því það hentaði betur? Vita þeir ekki, að fjölda sláturhúsa, frystihúsa og mjólk- urbúa af nýjustu gerð hefir verið komið upp víðs vegar um land? Vita þeir ekki, að á síðustu ára- tugum hefir landbúnaðarfram- leiðslan aukizt jafnt og þétt, þó að fölkinu, sem að henni vinnur, fækki stöðugt? Allt þetta sýnir, að landbún- aðurinn er í hraðri þróun að hagkvæmri framleiðslu, og allt er það að þakka leiðbeinandi mönnum og fulltrúum bænda- stéttarinnar og framsóknarhug bændanna sjálfra, en ekki drag- bítunum í Morgunblaðsliðinu. í einum stað umræddrar Mbl.- greinar er komizt svo að orði: „í jarðræktarmálum ber Bún- áðarþingi að útrýma þeirri þröngsýni og þrælsbandahugsun- arhætti, sem hjá jrví hefir ráðið að undanförnu‘‘. Fallegt er hljóðið í Mbl.pilt- unum þarna! Eftir því, 'sem þeim síðan farast orð, hefir Bún- aðarþing hingað til ekki gert annað en „heimta styrki“, en ekki liirt um „bætt skipulag, stórstígar framkvæmdir" og „ein- hverja tryggingu fyrir Jrví, að handverkfæra-heyskapur verði ekki óendanlegt, kúgunarband á íslenzka sveitamenn“. Flestu af þessu fleipri hefir verið svarað beint eða óbeint hér að framan, en þar sem Mbl. tel- ur illt skipulag landbúnaðar- mála til stórsynda ráðamanna landbúnaðarins, skal hér tilfærð- ur vitnisburður Ölafs Jónssonar, framkvæmdastjóra, sem birtist í síðasta ársriti Ræktunarfél. Norðurlands, en Ólafur hefir að allra dómi til brunns að bera margfalda þekkingu, vitsmuni og velvilja gagnvart landbúnað- inum rnóts við þá Mbl.pilta: Ól- afur segir: „Sannleikurinri er sá; áð land- búnaðurinn er líklega inest og bezt skipulagður af atvinnuveg- um okkar, hvort heldur sem við Utum á þau félagssamtök, *er miða að umbótum í jarðrækt og kvikfjárrækt, eða þann sam- vinnufélagsskap bænda, sem starfar að margháttaðri vinnslu, geyntslu og dreifingu framleiðs- unnar". Svoddan konur kosta nokkuð. Mbl.menn minna bændur og fulltrúa- þeirra á Búnaðarþinig á, að ríkisstjórnin hafi verið svo náðug við þá að skipa landbún- aðarmálastjóra í nýbyggingar- ráð. Það leynir sér ekki, að Mbl,- menn telja, að stjórnin eigi væna hönk upp í bakið á bændum fyr- ir Jressa.góðsemi, enda á ekki að gefa hana heldur selja dýru verði. „Svoddan konur kosta nokkuð", sagði Ingimundur við Guddu. „Ef Búnaðarþing vill ekki svíkja sínair skyldur, þá ber því í samræmi við þetta að leita einlægrar samvinnu við núver- andi ríkisstjórn og hennar stuðn- ingsliðs“. Þannig tala Mbl.ménn. Búnaðarþingi er boðið upp í flatsængina til íhalds-kommún- ista-stjórnarinnar, en þangað verða Búnaðarþingsfulltrúarnir að koma í einlægni eins og sak- laus, góð og hlýðin börn. Þá mun stjórnin og stuðningslið hennar líta með velþóknun á bændaræflana og gera eitthvað fyrir þá. En vilji Búnaðarþings- fulltrúarnir qkki sinna þessu til- Fjárhagsnefnd efri deildar þrí- klofnaði um veltuskattsfrum- varpið. Bernharð Stefánsson lagði einn til að frv. yrði fellt. M. a. segir hann í áliti sínu: „. .. . Samkvæmt frv. eiga verzlunar- fyrirtæki og iðju- og íðnfyrjrtæki að greiða skatt í ríkissjóð af veltu þessa árs , er nemur 1(4% af heildsölu og umboðssölu og 1% af veltu smásöluverzlana og iðju- og iðnfyrirtækja. Er skattur Jressi jafnhár, hvort sem seldar hafa verið Jrarfar eða óþarfar vörur og hvort sem það hefir verið með miklum eða litlum ágóða eða jafnvel tapi. Hann fer Jn í ekkert eftir gjaldjioli skattgreiðándans eða arði hans af rekstrinum, eins og allir aðrir skattar gera þó að einhverju leyti, og er Jrví svo ranglátur sem framast má verða. VeltuskattUr slíkur, sem frv. ráðgerir, mundi hindra verð- lækkun í landinu sem honum nemur og þannig gera sitt til að viðhalda dýrtíðinni eða jafnvel auka hana. í 7. gr. frv. er að vísu bannað að telja skattinn í kostn- aðarverði vöru eða taka á annan liátt tillit til hans við verðákvörð- un. En öllum er auðsætt,aðef fyr- irtækin geta greitt skattinn með þessu móti, þá gætu þau alveg eins lækkað vöruna jafnrnikið og skattinum nemur, og hefir verð- lagseftirlitið vald til að þvinga Jrau til Jress. Mundi sú leið að lækka vöruverð draga úr tekju- þörf ríkissjóðs, auk þeirra hags- muna, sem framleiðsla lands- manna hefði af því. boði, þá eru það svik við skyldur þeirra. Þetta er fagnaðarboðskapur ríkisstjórnarinnar til bænda. Rúsínan í pylsuendanum. En Jrað er meira blóð í kúnni. Rúsínan í pylsuendanum lítur svona út: „Hagur bændastéttarinnar 'krefst þess, og alþjóðarhagur verður því aðeins tryggður, að unnt verði að leysa hana úr flokksviðjum,- sem hafa J>jáð hana að undanfömu“. Síðan koma hótanir um það, að ef Búnaðarþingið marki ekki stefnu sína „heilbrigt og rétt“ (þ. e. að vilja Mbl.flokksins og kommúnista), þá geti bænda- stéttinni verið „hinn mesti háski“ búinn. Þar sprakk blaðran. Þetta er kjarninn. Allt hitt bara inngang- ur. Það á að hræða bændur og fulltrúa þeina á Búnaðarþingi með hótunum um afarkosti til þess að losa sig úr „flokksviðj- um“, yfirgefa Framsóknarflokk- inn og stefnu hans og gerast’þæg hjú á kærleiksheimili Ólafs Thors og Brynjólfs Bjarnasonar. Ætli Búnaðarþinginu finnist ekki nokkuð mikill nazistakeim- ur að þessu öllu saman? Litlir mannþekkjarar eru þeir Morgunbl.menn, ef þeir halda, að svona skrif hafi áhrif á bænd- ur. Þá þekkja þeir illa skaplyndi bænda, Þrátt fyrir ákvæði 7. gr. er al- veg ljóst, að skattur þessi leggst á allan almenning í landinu sem neyzluskattur og J>að jafnt á nauðsyrijar manna senr á óþarfa- varning. Greinilegast kemur J>etta fram, að því er snertir ]>ann hluta landsmanna, sem verzlar við samvinnufélög, en það mun nú vera (að heimilis- fólki meðtöldu) um hélmingur landsmanna. Liggur í augum uppi, að þótt kaupfélagi sé bann- að að hækka vörurnar vegna skattsins, þá hlýtur hann samt að koma niður á viðskiptamönnun- um sem lækkaður arður af við- skiptunum. Og að J>ví er verzlun samvinnumanna snertif, kemur í Jressu elni í sama stað niður, hvort Irv. er samþ. óbreytt, eða skatturinn er lagður á veltu árs- ins 1944, eins og komið hefir til orða og a. m. k. einn nefndar- manna hallast að. En J>ó að þetta sé augljósast, að því er snertir samvinnumenn, hlýtur skattur- inn að hafa sömu áhrif á allt vöruverð í landinu, að því er snertir vörur.-sem hann nær til; fyrr eða síðar hlýtur hann beint eða óbeint að leggjast á neytend- urna. Hann mun þánnig hafa sömu áhrif á vöruverðið og nýr tollur, en er að því leyti rang- látari en aðrir tollar, að hann kemur jafnt niður á öllum vör- um, hvort heldur eru brýnustu nauðsynjar eða hreinasti óþarfi. Virðist því skárra úrræði að hækka enn tolla, einkum á miður þörfum varningi, en að leggja slikan neyzluskatt á þjóð- iná. Ríkisstjórnin lofar því, að' skattur sá, er frv. gerir ráð fyrir, verði ekki framlengdur, og að hann gildi aðeins eitt ár. Ekki er þó annað sýnilegt en að eins mikil tekjuþörf verði á næsta ári og nú og þó sennilega meiri, að óbreyttri fjármálastefnu ríkis- stjórnarinnar og stuðningsflokka hennar. Verður þá að finna nýj- an(tekjustofn, sem vonandi verð- ur réttlátari en veltuskatturinn. Virðist alveg eins mega finna þann tekjustofn nú þegar eins og að ári liðnu, og væri réttara að gera tilraun í þá átt heldur en að samþ. þetta frv. Það mun sennilega reynast erf- itt að hafa nægilegt eftirlit með vörusölu fyrirtækjanna, til að tryggja rétt framtal og að skatt- urinn leggist ekki beinlínis á. vörurnar. Mun því þurfa aukna starfskrafta hjá skattáyfirvöldun- um og verðlagseftirliti, sem hlýt- ur að kosta allmikið fé.-Samt sem áður er hætt við að svo fari um þemia skatt, sem við hefir þótt vilja brenna áður, að hann komi J>yngst niður á þeim heiðarlegu, sem telja rétt fram, og það í enn ríkara mæli en á sér stað um aðra skatta, vegna þess að svik verði auðveldari en við venjulegt skattaframtal. Mælir þetta sízt með frv. Af framangreindum ástæðum legg eg til, að frv. þetta verði (Framihald á 7. síðu),

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.