Dagur - 01.03.1945, Blaðsíða 8

Dagur - 01.03.1945, Blaðsíða 8
8 D A © U R Fimmtudaginn I. marz 1945 Cl BÆ OC BYGGD I. O. O. F. 1263281/2 KIRKJAN. Messað á Akur- eyri næstk .sunnudag kl. 2 e. h. Bókaforlaé Pélma H. Jónssonar sendir nú þessa dagana á markaðinn hina frægu og ágætu skáldsögu „Síð- asti víkingurinrí' eftir norska stór- skáldið Johan Bojer. Hefir Steindór skáld Sigurðsson þýtt söguna á ís- lenzku. Þessarar merku bókar verður nánar getið hér í bíaðinu innan skamms. Framsóknarmenn! Munið árshátíð- ina. Aðgöngum. til föstudags í Timb- urhúsi KEA. Arsskemmtun skplabarna á Akur- eyri verður í Samkomuhúsi bæjariins annað kvöld (föstud.) kl. 8.30 e. h. — Aðgöngumiðar fást í Bókaverzl. Þ. Thorlacius. Skemmtunin verður end- urtekin á laugardags- og sunnudags- kvöld á sama tíma og kl. 4 e. h. á sunnudaginn (og er sú sýning aðal- lega ætluð börnum). — Allur ágóði rennur í ferðasjóð skólabarnanna. Harmonikuhljómleikar. Ormalóns- bræður, þeir Jóhann og Pétur Jósefs- synir frá Ormalóni i N.-Þingeyjar- sýslu eru nýkomnir til bæjarins og ætla að halda hér harmoniikuhljóm- leika, en þeir bræður eru þjóðfrægir harmonikuleikarar. — Hljómleikarnir verða í Nýja-Bíó næstk. sunnudag kl. 1.30 e. h. Bræðumir héldu hljóm- leika hér í bænum árið 1938 og síðar í Reykjavík. Héðan fara þeir til Siglufjarðar og Reykjavíkur. Meðal verkefna á hljómleikum þeirra eru ýms klassisk lög, svo sem kaflar úr Rigoletto eftir Verdi, Pílagrímskór úr Tannhauser eftir Wagner o. fl. Dánardægur. Hinn 25. febr. lézt að Kristneshæli Hjalti Antonsson, sjó- maður, Tómassonar verkamanns á Akureyri. Aðfaranótt 27. f. m. lézt í Sjúkrahúsi Akureyrar Guðrún Jónas- dóttir, húsfreyja á Sílastöðum í Glæsibæjarhreppi, gift Ágústi Jónas- syni bónda og deildarstjóra þar. Sama dag lézt að’heimili sínu hér í bænum, Þuríður Sigurðardóttir, ekkja Jóns Friðfinnssonar verkam. hér, móðr Finns ráðherra og þeirra systkina. Stúkan Isafold-Fjallkonan nr. 1 og stúkan Brynja nr. 99 halda sam- eiginlegan fund í Skjaldborg næstk. þriðjudag kl. 8.30 e. h. — Fundar- efni: Lagðir fram reikningar Skjald- borgar. — Kosið í húsráð. — Erindi: Láms Thorarensen o. fl. — Félagar! Fjölmennið! Zíon næstkomandi sunnudag: — Barnasamkoma kl. 10.30 f. h. — Al- menn samkoma kl. 8.30 e. h. — Allir velkomnir. Kvenfélagið „Voröld“ heldur hluta- veltu og dans laugardaginn 3. marz að Munkaþverá kl. 8.30 e. h. Veitingar á staðnum. Harmonikuhljómleika halda bræðurnir Jóhann og Pétur Jósepssynir frá Orma- lóni, í Nýja-Bíó, sunnud. 4. marz kl. 13.30. Aðgöngumiðar seldir hjá Þorst. Thorlacius, Bókaverzl. Eddu og við inn- ganginn á sunnud. Iflönel | NÝKOMIÐ | | Brauns Verzlun I I Páll Sigurgeirsson. 1 Stríðsyf irlýsingin (Framhald af 1. síðu). hefði samþykkt svar við orð- sendingunni í loðnum og óá- kveðnum tón, þar sem sótzt. sé eftir því, að íslaird fái þátttöku í San Fransisco-ráðstefnunni, án þess að lýsa yfir beinu stríðs- ástandi við Möndulveldin. Mikl- ar líkur eru til að þessi orðróm- ur sé réttur, þótt ekki sé hægt að fullyrða það, þar sem allt gerð- ist fyrir lokuðum dyrum. Enn- fremur gengur sterkur orðrómur tim, að kommúnistar hafi verið manna vígfúsastir og hafi heimt- að berorðar yfirlýsingar um styrjöld við Möndulveldin. — Kemur þetta heim við fiegn amerísku blaðanna úm það, að krafan sé upphaflega komin frá Rússum, og ennfremur heim við skrif Þjóðviljans, sem birti í gær ritstjórnargrein um fordæmi Sýrlendinga, sem hafa sagt Möndulveldunum stríð á hend- ur, og taldi það til fyrirmyndar. Ekkert verður um það sagt hér, hvers hafi verið krafizt af íslendingum í einstökum atrið- um, né heldur, hvort orða- sveimur sá, sem að ofan getur, sé að öllu leyti réttur, enda þótt m jög sterkar líkur mæli með því að svo sé. En hversu sem því kann að vera háttað, er fram- koíná ríkisstjórnarinnar algjör- lega óþolandi og furðulegt, að slíkt skuli gerast í ríki, sem telur sig hafa lýðræðisstjórn og halda í heiðri málfrelsi og ritfr^lsi. Ö.ll leynd um þetta stórmál af stjórnarinnar hálfu var óþörf Sýslufundur Eyjafjarðarsýsh’. (Framhald af 1. síðu). ið vinsælan og réttlátan dómara í málum héraðsmanna og örugg- an framkvæmdastjóra í málefn- um sýslunnar. Margþætt störf sem þau, er Sig. Eggerz hefði innt af höndum á langri æfi, krefðust mikilla fórna. Þetta ætti sérstaklega við Sig. Eggerz, því að hann hefði hlotið skáld- gáfu í vöggugjöf. Annir hans í margháttuðum ‘störfum hefðu orðið þess vaidandi, að hann hefði orðið að víkja þeirri hneigð sinni tii hliðar. Ræðu- maður sagðist ekki vilja leggja neinn dóm á, hversu þungbært það hefði verið, né heldur dæma þau ritverk, sem Sig. Eggerz hefði unnist tími til að vinna að, en hitt taldi hann óyggjandi, að sá maður, sem hefði ort „Alfaðir ræður“, hann væri skáld, þótt hann hefði ekkert annað ort. Margháttaður sómi fyrir mikil störf væri mikils virði, en þó réði það ekki úrslitum um eftir- mæli. Þar réði manngildi. Um það yrði ekki deilt, að Sig. Egg- erz væri drengur góður. Ræðu- maður gat þess ennfremur, hve gleðilegt það lilyti að hafa verið fyrir Sig. Eggerz að sjá sitt stærsta mál, sjálfstæðismálið, sem hann hefði manna mest borið á oddi, komast svo glæsilega í höfn sem raun varð á sl. sumar. Sýslumaður þakkaði kveðjuna með snjallri ræðu. Hófið var mjög virðulegt og skildu allir glaðir og reifir. eftir að Bretar höfðu birt fregn- ina í ppinberu útvarpi sínu. Bar ríkisstjórninni þá skylda til að birta almenningi tilkynningu um málið. Stjórnaryöklin hafa blátt áfram enga heimild til þess að dylja þetta stórmál fyrir þjóð- inni; sömuleiðis á þjóðin fulla heimting á að vita hvað hefiir gerzt á hinum lokuðu fundum og liver afstaða þingmanna heíir verið. Fremstu lýðræðisþjóðir, svo sem Bretar, ræða um utan- ríkismál sín fyrir opnum dyrum. Allt pukur og leynd um slíkt mál, sem þetta, er óhafandi. — Þjóðin mun krefjast þess, að skjölin verði lögð á borðið! Óveður og snjóþyngsli í Reykjavík Um síðustu Iielgi gerði vonzkuveður með mikilli snjó- komu á suðvesturlandi. Lokuð- ust þá bifreiðavegirnir báðir frá Reykjavík austur yfir fjall og svo mikla ófærð gerði á Reykja- víkurgötum, að ekki var akfært nema um helztu göturnar og strætisvagnar stöðvuðust. Síðastl.. þriðjudag gerði upp- styttu og var þá hafizt handa um að ryðja göturnar, en ennþá er ekki akfært austur yfir fjall frá Reykjavík; komast mjólkur- flutningabílar því ekki til bæjar- ins og hefir ríkt algjör skortur á mjólk nú um nokkurra daga skeið. Sl. þriðjudag komu t. d. ekki nema 4000 ltr. af mjólk til höfuðstaðarins, en venjulega berast þangað 28—30.000 ltr. í gær var unnið að því að gera ak- færa leið að skíðaskálanum í Hveradölum, en bændur munu reyna að flytja mjólk þangað á sleðum. 3 heildsölufyrirtæki kærð Verðlagseftirlitið liefir enn sent sakadómaranum í Reykja- vík kærur á þrjú reykvísk heild- sölu fyrirtæki fynir brot á verð- lagsákvæðum: . . Guðm. Ólafsson & Co. Heildverzlunin Berg. Jóhann Karlsson & Co. Hefir Verðlagseftirlitið þá alls kært 9 fyrirtæki fyrir verðlags- brot í sambandi við Ameríku- viðskipti. Málningarvörur: Utanborðsmálning Lestamálning Botnfarfi á tré- og járnskip Vélaglasúr Lökk ýmiss konar og alls konar inn- an- og utanhúss- málning Vöruhúsið h.f. Það tilkynnist hér mecj, að Guðrún Jónasdóttir frá Sílastöðum andaðist í Sjúkrahúsi Akureyrar þriðjudaginn 27. íebrúar s. 1. Jarðarförin fer fram laugardaginn 10. marz n. k.. og hefst með bæn að heimili hennar, Sílastöðum, kl. 11 f. h. Jarðað verður í Lögmannshlíð kl. 1 e. h. Ágúst Jónasson. Þórunn Ágústsdóttir. Eggert Þorkelsson. Nýir avexfir Athygli félagsmanna skal vakin á því, að skömmtun á nýjum ávöxtum stend- ur yfir frá 2. til 10. marz n. k., að báðum dögum meðtöldum. KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA Nýlenduvörudeild og útibú. Býlið Hlíð við Akureyrir ásamt fjósi, heyhlöðu og velræktuðu túni að stærð 24 dagsláttur, er til sölu á næsta vori. Tilboð óskast, en réttur áskilinn til að taka hverju sem er, eða hafna öllum. Allar upplýsingar gefa Friðþjófur Pétursson, Hainarstræti 18B, sí.mi .398 og undirritaður Helgi Schiöth ANNÁLL DAGS (Framhald af 1. síðu). segja Rússa komna yfir Neisse- fljót fyrir suð-vestan Berlín. Samkvæmt sömu fregnum geys- ar skriðdrekaonnsta þar. Rúss- ar liafa brotið á bak aftur til- raunir setuliðsins í Königsberg til þess að brjótast úr herkvinni. Umræður um Krím-ráðstefnuna í brezka þinginu. Chu^chill bið- ur neðri málstofuna að sam- þykkja yfirlýsingu ráðstefnunn- ar. Bandaríkjamenn 19 km. frá Köln. Bandamenn hafa tekið 40.000 þýzka fanga á vesturvíg- stöðvunum í ffebrúar. Sýrland segir Möndulveldunum stríð á hendur. E.s. Dettifoss sökkt við Bretlandsstrendur. (Framhald af 1. síðu). Ameríku. Dettifoss var yngsta skip Eimskipafélags íslands, byggður í Danmörku 1930. Grimmd ófriðarins lætur nú skammt stórra höggá í milli í garð íslenzku þjóðarinnar. Miss- ir skipanna er sár, en verður bættur. Manntjónið verður aldyei bætt okkar fámennu þjóð. Ófriðurinn hefir þegar heimtað blóðfórnir af okkur, sem jafnast hlutfallslega á við manntjón stærstu styrjaldarþjóðánna. Þeir áverkar á dugmesta þjóðarstofn- inn mun fylgja okkur um ókom- in ár. Parker-penni fundinn. Vitjist í Prentverk Odds Björnssonar Nýkomið! Léreft hvítt Flónel hvítt og mislitt Pópelín Dragtaefni Nolde leistar á kr. 8.80 parið Hlírabönd tnargar breiddir Kvennaérfötin ódýru cru komin aftur .. . PÖNTUNARFÉLAG VERKALÝÐSINS Prjónasilkigarn n ý k o m i ð : svart, hvítt, dökkbrúnt, ljós- brúnt, gulrautt, plómulitt, fjólublátt, rósrautt, rósbleikt, gulbleikt, silfurgrátt, grænt. BEZTA TEGUND Sendum í póstkröfu. Sími 364. Hannyrðaverzlun Ragnh. O. Björnsson

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.