Dagur - 01.03.1945, Blaðsíða 3

Dagur - 01.03.1945, Blaðsíða 3
Fimmtudagiiin 1. miarz 194'5 BAGUR S Sigurður Villijálmsson á Hánefsstöðum: Siglingar milli Norður- og Austurlands og útlanda verða að hefjast undir eins að ófriðnum loknum Þeir ómar hafa kveðið í eyr- um, að Reykjavík eigi að verða aðalinnflutningshöfn allra lands- manna eins og verið hefir um skeið. Að stór skip eigi að flytja vörurnar þangað og þaðan. Þangað eigi að safna innlendu útflutningsframleiðslunni til út- flutnings og þaðan eigi svo að dreyfa nauðsynjunum út til þjóðarinnar eftir því sem með þarf. Þennan flutning eiga strandferðaskipin að annast inn- anlands. Því er borið við að farmgjöld séu ódýrari með stór- um skipum milli landa o. s. frv. En það hafa líka heyrst Vaddir um, að með því lagi, sem verið hefir. á þessum málum sé verið að kúga landsbyggðina til verzl- unar við Reykjavík. ,,Norðlendingur“ kveður upp úr með jrað í Degi af sjónarhóli sínum, 11. janúar, að ekki nægi að skrafa um átthagaást. „Hér er jxirf fyrir verklega átthagaást í framkvæmd," segir hann, og j)að er satt. Tilefni hans er hið ógeðslega „svindl“ heildverzlana, sem uppvísar hafa orðið í Reykjavík. Þeir, sem ofurlítið hafa kynnst almenningsálitinu þar og háttum ýmsra „athafna- manan", kemur ekki á óvart þó eitthvað af þessu tagi fljóti méð í nýsköpun höfuðborgar vorrar — því miður. — „Norðlending- ur“ segir ennfremur: „Fjórðung- arnir þurfa að hafa ráð á flutn- ingaskipum til millilandasigl- inga“. Þarna er gripið á ein- hverju hinu þýðingarmesta vél- ferðarmáli fyrir alla atvinnu og menningarstarfsemi þeirr? manna, sem búa í þessu landi, utan Reykjavíkur og næstu hér- aða við hana. Það er lítill vafa á jrví, að þeg- ar núverandi styrjöld lýkur verða aðalmarkaðslönd okkar í Norðurálfu og ótrúlegt mætti það vera ef íslendingum þætti ekki betra að kaupa varning sinn jraðan þegar þjóðirnar hafa jafnað sig eftir mestu hörmung- arnar. Þegar afstaða landsins til umhejmsins er athuguð, er aug- ljóst að stytztu og hagkvæmustu siglingaleiðir til Norður-Evrópu eru ekki frá suðvesturhluta ís- lands. Það er því engum blöðum um það að fletta að það er bein- línis krókur fyrir Norðlendinga og Austfirðinga að fara til Reykjavíkur þegar þeir þurfa að komast í samband við Norður- álfuna. Þetta skildu frumherjar okkar í viðreisnarbaráttu þjóð- arinnar. Þegar Gránufélagið var stofn- að keypti það skip til að annast þetta samband. Wathne og Tor Tulinius skildu þetta líka. Það er fleira sem hér kemur til álita. Á Austfjörðum og á Akureyri eru beztu hafnir á þessi landi. Hvérgi á landinu er dýrari höfn en í Reykjavík. Hvergi á landinu eru dýrari lönd en í Reykjavík bg livergi er dýrara að kaupa vinnu en þar. Hvergi eru dýrari hús og svo mætti lengi telja. Allt samband við Reykjavík og umheiminn gegnurn Reykjavík verður því dýrara Jrar en víðast hvar annars staðar á landinu, þar sem Jrað kæmi til mála. Það er því óþolandi lengur, að ekki verði breyting á þessu ófremdarástandi í sigliriga- og verzlunarmálum Austfirðinga og Norðlendinga sérstaklega. — Ástandið eins og Jrað er lamar allt framtak í atvinnumálum vegna jress að skatturinn sem Reykjavík fær, er ofmikill nriðað við notin, sem Reykjavík veitir. Það er því brýn nauðsyn á því að hafizt verði handa á því að fá þessu ástandi breytt. Það verð- ur að tryggja mönnum beztu kjör hvar sem er á landinu. Auðsuppsprettur landsins aust- anlands og norðan mega ekki sæta verri kjörum en við suð- vesturlandið. Það er velferðar- mál alþjóðar að mönnum vegni vel í landinu hvar sem þeir eru. Reykjavík verður að átta sig á því að hún verður að standa á eigin fótum. Htin verður að byggja sig upp á Jreim hagfræði- lega grundvelli að hún sé fær um að sjá sér farborða án Jress að skattleggja önnur héruð til greiðslu þeirra skuldbindinga, sem hún hefir tekist á hendur. Nú um alllangt skeið hefir hún dregið til sín fé með ýmsu móti, Húsavíkurbréf Tvö merkisafmæli. Þann 12. þ. m. átti Maríus Benediktsson í Húsavík 80 ára afmæli. Maríus er fæddur á Á- vegg í Keíduhverfi. Sú jörð er nú fyrir löngu komin í eyði.Barnað aldri liuttist Maríus inn á Tjör- nes og til Húsavíkur 14 ára gam- all. í Húsavík hefir hann því dval- ið nú í 66 ár. Hann var hér í áratugi hvort tveggja í senn hag- sýnn bóndi og happasæll for- maður. Af öllurn samtíðarmönn- um Maríusar hefir hann verið talinn einn minn mætasti borg- ari. Giftur er hann Helgu Þor- grímsdóttur frá Hraunkoti. Eiga þau 5 syni, sem allir eru hinir nýtustu menn. Þrátt fyrir það Jró Maríus hafi nú 80 ár að baki, er hann ennjrá sívinnandi og árla á ferli hvern morgun. Sjá má þó á hinu kempulega öldurmenni alldjúp- ar rúnir, sem ElTi gamla ristir á hvern þann, sem vinnur strang- an og langan starfsdag. Á afmælisdaginn var gest- kvæmt á heimili þeirra Helgu og Maríusar. Og um kvöldið voru boðnir þangað margir eldri menn, flest gamlir sjómenn. Höfðu flestri verið til sjós með Maríusi og margir hásetar hans í mörg ár. Veitti Maríus af mikilli rausn eins og hans hefir verið venja. Gerðust gömlu mennirnir brátt glaðir í bragði og hressir í anda svo sem flutningi fólks og efna þangað, stórum lántökum utan- lands og innan, óeðlilegum arði af verzlun og siglingum o. fl. auk þess sem ríkið veitir þar út lang- mestum hluta þeirra launa, sem Jrað greiðir. Vel má unna Reykjavík velgengni, en því að- eins að sú velgegni' verði öðrum ekki of kostnaðarsöm. Það hvílir því sú skylda á lierðum þeirra manna sem búa annars staðar á landinu að gæta Jress að þeim verði ekki íþyngt, en til þess að fullnægja þessari skyldu geta Jrurft sameiginleg átök og stuðn- ing ríkisvaldsins. Það er því hverju orði sannara að fólkið verður að sýna átthagaást sína í verki. Og eitt hið nrikilvægasta atriði til hagsbóta er að haga Jrannig siglingum til landsins og frá ,að verzlun öll verði sem hag- stæðust þeim er þurfa að nota hana. Eg held að rétt væri að athuga möguleika á því að siglingar hæfust að nýju milli Norður- og Austurlands og útlanda, en þessi athugun yrði að vera gerð að skipulegum leiðum, svo tryggt sé að framkvæmdir Jressara mála nái tilætluðum árangri. Hér er vissulega verkefni fyrir fjórð- ungasamtökin til athugunar. Hánefsstöðum, 19. febr. 1945. og ekkert málstirðir þegar á kvöldið leið. Allir létu þ'ar í ljós ánægju sína og þakklæti í ræðu- lormi og mun slíkt vera sjald- gæft. Einn gamall sjómaður gat Jress í ræðu sinni, að-hann hefði aldrei í lífinu komizt eins nærri himnaríki og þetta kvöld. Stóð hófið lengi nætur. Gömlu menn- irnir voru sammála ura. að oft hefðu Jreir átt góða og glaða stund í lífinu með Maríusi, bæði á sjó ogdandi, en enga slíka sem þessa. Fannst þeim fara mjög vel á því að sól skini svona í heiði um sólarlag. 13. þ. m. minntist Kvenfélag Húsavíkur 50 ára afmælis síns með veglegu samsæti í sam- komuhúsi bæjarins. Hófið hófst kl. 8 um kvöldið. Setti formaður félagsins, frú Þórdís Ásgeirsdótt- ir það og stjórnaði því. Sagði hún sögu félagsins frá stofnun þess og fram á þennan dag. Þarna voru margar ræður fluttar og árnaðaróskir. Eftir að staðið var upp frá borðum skemmti fólk sér við söng og sjónleik, síðast var stiginn dans þar ti dagur ljómaði. Margar gjafir bárust félaginu. Júlíus Havsteen sýslumaður færði því tvö þúsund krónur ti minningar um konu sína, en hún var lengi starfandi í félag- inu og lengst af formaður þess. Guðný Jónsdóttir fyrrv. sýslu- mannsfrú hér og bæjarfógeta á Akureyri, sendi því eitt þúsunc krónur að gjöf, Guðríður Ólafs- dóttir prestsekkja fimni hundruð Bréf úr Saurbæjarhreppi Þegar konur yfirleitt hafa lok- ið hinum vanalegu heimilis- störfum, senr eru margbrotin og margvísleg á flestum sveitaheim- ilum, hafa Jiær ekki mikinn tíma afgangs, hvort heldur til að lyfta sér upp og ganga út, eða fara hæjarleið, líta í bók, skrifa bréf, eg tala nú ekki um að fara á skemmtanir, vaka heil- ar nætur við dans og annan gleðskap, sem nóg er af hér í sveitinni, meðal unga fólksins. Þó kernur Jrað fyrir, að við giftu conurnar, sem höfum bæði börn og bú að sjá um, látum þetta eft- ir okkur. T. d. efndi Búnaðarfél. Saurbæjarhrepps til skemmtun- ar 7. jan .sl., og var sú samkoma nefnd fræðslukvöld kvenna. Var rað með Jreim hætti að stjórn Búnaðarfélagsins: Pálrni Þórð- arson, Magnús Kristjánsson og Daníel Sveinbjarnarson, buðu öllum konum hreppsins á þetta fræðslukvöld. Skemmtun Jressi var svo vel sótt, að flest hjón úr ireppnum voru þarna saman comin. Samkomuna setti Pálmi Þórðarson í Núpufelli. Síðan flutti Snorri Sigfússon náms- stjóri, fyrirlestur, og telja allir, undantekningarlaust, þetta er- indi hans eitt það bezta, er flutt íefir verið hér í hreppi. Næst sýndi Haukur Snorrason tvær ágætar kvikmyndir. Önnur myndin sýndi okkur gamla og nýja tímann, hve miklar breyt- ingar hafa orðið á sviði tækninn- ar, nú á síðustu árum, varð mér, og sjálfsagt fleiri konum, hugs- að til þess, hve mikil þægindi (Framhald á 7. siðu).. krónur, Éjarni Benediktsson póstafgreiðslum. fjögur hundr- uð, auk margra annarra smærri gjafa. Húsið var fagurlega skreytt og samsætið konunum til hins mesta sóma. Fyrsti formaður Kvenfélags Húsavíkur var frú Elísabet Jóns- dóttir frá Grenjaðarstað, nú bú- sett í Reykjavík, ekkja séra Helga Hálfdánarsonar. Núver- andi stjórn félagsins skipa þess- ar frúr: Þórdís Ásgeirsdóttir, Sigríður Ingvarsdóttir, Lovísa Sigurðardóttir, Helena Línda og Aðalbjörg Jónsdóttir. Tvær konur sátu þetta samsæti sem voru stofnendur félagsins. Þær Guðríður Ólafsdóttir, ekkja séra Jóns Arasonar og Kristín Jónsdóttir, ekkja Steingr. Hall- grímssonar afgreiðslumanns. E ' einhvern tíma yrði skrifað um menningarmál og líknarstarf- semi í Húsavík, þá mun Kven- félag Húsavíkur eiga Jrar stærsta þáttinn. • 10. Jr. m. var hér til moldar borin Anna Björnsdóttir. Fædc á Jarlsstöðum í Aðaldál 1865. Dvaldi hér í Húsavík seinni hluta æfi sinnar, greind kona og fróð um marga hluti. Nýlega er látin í Reykjavík ung stúlka héðan úr bæ, Aða - j björg Kristjánsdóttir. Dumbarton Oaks og San Fransisco. í sambandi við þá yfirlýsingu Krím-ráðstefnunnar, að þeim stuðningsþjóðum Bandamanna, sem verða búnar að segja Mönd- ulveldunum stríð á hendur fyrir 1. marz, skuli boðin Jrátttaka í San Fransisco-ráðstefnunni 25. apríl næstk. og orðsendingunni til íslenzku ríkisstjórrtarinnar um þetta efni, vill Dagur gefa lesendum sínum tækifæri til ress að kynnast því, hverjar sam- rykktir voru gerðar á Dumbar- ton-Oaks-ráðstefnu stórveldanna á sl. sumri og hvaða mál \erða til umræðu í San Fransisco. Sú ráðstefna á að byggja á þeim samþykktum, sem gerðar voru í Dumbarton Oaks og undirbúa stofnun alþjóðabandalags til verndar og öryggis öllum þjóð- um. í þessari grein verður stuðzt við yfirlit um þessi mál í arner- íska stórblaðinu Christian Science Monitor. Hvað er átt við með „Dumbar- ton Oaks-samþykktunum?“ Dumbarton Oaks-'samþykkt- irnar eru tillögur um stofnun al- mennrar alþjóðastofnunar, sem samþykktar voru af fulltrúum Bandaríkjamanna, Rússa, Breta og Kínverja í Dumbarton Oaks í U. S. A. og vóru birtar opin- rerlega í október 1944. Hvernig á að liaga framkvæmd tillagnanna? Tillögurnar voru sendar ríkis- stjórnum þessara stórvelda til athugunar með það fyrir augum, að einstök atriði yrðu samræmd. Það var gert á Krím-ráðstefn- unni og náðist algjört samkomu- lag. Að því fengnu var ráðgert að efna til allsherjar ráðstefnu sameinuðu [tjóðanna, Jrar sem gengið yrði frá sáttmála fyrir al- þjóðastofnunina. Þessi ráð- stefna hefir nú verið ákveðin í San Fransisco. Sáttmálinn, sem þar verður gerður, er háður sam- þykki hvers hinna einstöku landa, svo sem nauðsynlegt er samkvæmt stjórnarskrá þeirra til þess að þau geti verið fullgildir og ábyrgir þátttakendur. Hvaða mál mun stofnunin láta til sín taka? í öryggismálum mun luin leit- ast við að fyrirbyggja stríð (1) með því að vinna að friðsamlegri samningalausn deilumála, (2) fyrirbyggja og fjarlægja ástæður til óeiningar meðal þjóðanna og (3) kveða niður tilraunir til frið- slita með hervaldi, ef á þarf að halda. Hvernig mun stofnunin starfa? Stofnunin mun starfa í eftir- töldum deildum: ALLSHERJARÞING, sem kemur saman einu sinni á ári eða oftar, ef þörf þykir. Þar á hver þjóð einn fulltrúa og allir hafa atkvæði, án tillits til stærð- ar þjóðanna. ÖRYGGISRÁÐ, sem eigi sæti' í 11 fulltrúar. Ætlast er til að (fwmbild á 9. ríthi).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.