Dagur - 01.03.1945, Blaðsíða 4

Dagur - 01.03.1945, Blaðsíða 4
4 ÐÁGUR Fimmtudagin'n 1. marz 1945 DAGUR Ritstióri: Haukur Snorrason. Aigreiðslu og innheimtu annast: Marinó H. Pétursson. Skriístofa við Kaupvangstorg. — Sími 96. Bleðið kemur út á hverjum fimmtudegi. Árgangurinn kostar kr. 15-00. Prentverk Odds Björnssonar. „Gjafir eru yður gefnar!44 J^EYKJAVÍK ER AÐ VÍSU ekki stór borg á hefmsmælikvarða, en á íslenzka vísu og borin saman við fáménni og umkomuleysi þjóðarinnar að öðru leyti er hún þó tröllaukið höfuð á dverg- vöxnum búki. Og vald þessarar norrænu höfuð- borgar og áhrif eru þó sýnu meiri að tiltölu en stærð hennar og veraldardýrð að öðru leyti. Mik- il umbrot og umsvif eiga sér Iíka stað í þessum stóra kolli, og munu höfuðstaðarbúar þykjast þurfa í mörg horn að líta og eiga í ýmsu að snú- ast, enda kalla þeir ekki allt ömmu sína, og sízt það, sem kemur „utan af landi“. Oddborgarar Reykjavíkur munu margir hverjir líta á aðra landshluta aðeins sem „upplönd höfuðstaðar- ins“, „útskækla“ og það Álftanes, sem aldrei hafi verið um spáð, „að ættjörðin frelsaðist þar“. þAÐ MUN ÞVÍ SJALDNAST vekja nokkra vérulega athygli í þeim hinum stóra stað, þótt. fámennur hópur búandkarla komi þar að jafn- aði saman annað hvort ár, í súðarherbergi uppi á hæstalofti í einu stórhýsi bæjarins, og ráði þar ráðum sínum um málefni bændastéttarinnár og landbúnaðarins. Þó eru þess nokkur dæmi, að jafnvel Reykvíkingar hafa litið upp og lagt við eyrun, þegar fregnir hafa borizt af samþykktum og ráðstöfunum þessarar samkundu. Svo mun t. d. hafa verið síðastliðið haust, þegar fulltrúar bændastéttarinnar ákváðu á Búnaðarþingi, að bændur skyldu afsala sér verðhækkunum þeim á afurðum sínum, er þeir áttu fulla heimtingu á samkvænrt ráðstöfununr og lágasetningu sjálfs Alþingis. Skyldi með þessari samþykkt gefið áhrifamikið orrustumerki til sameiginlegrar og fórnfúsrar höfuðsóknar allra stétta og starfs- greina þjóðfélagsins gegn dýrtíðarbölinu, sem var þá — og er enn — að kveða allt athafnalíf í landinu í kútinn. Þessi drengilega ráðstöfun mæltist alls staðar vel fyrir, nema í málgögnum æsttistu niðurrifsmannanna, sem gjarnan vilja korna öllu núverandi þjóðskipulagi á kaldan klaka sem allra fyrst. Jafnvel Morgunblaðið gat ekki orða bundizt um hið „fórnfúsa og drengi- lega fordæmi Búnaðarþings“. Hitt er svo annað ípál, að húsbændur blaðsins áttu þá þegar næstu dagana höfuðþátt í því, að þetta „fórnfúsa og drengilega fordæmi“ var að engu haft, og há- vaðasömustu forráðamenn þjóðarinnar blésu nýj- um lífsanda í nasir dýrtíðardraugsins, svo að dansinn kringum binn ímyndaða gullkálf gæti staðið enn um stund. rjN ÞÁ VAR ÞAD, að nokkrir fulltrúar bænda- stéttarinnar, sem fram til þessa höfðu þó fylgt flokki braskaraliðsins á Alþingi, skárust úr leik og neitúðu að veita stuðning nýrri ríkis- stjórn, er hefði það höfuðmarkmið að viðhalda og efla^gegndarleysið og hið ráðlausa fjársukk. Ýmsir aðrir „búandkarlar" gera sig og líklega til að fylgja dæmi þeirra og snúa bökum saman við aðra stéttarbræður sína gegn ofríki og helstefnu Reykjavíkurvaldsins. En þá var þess heldur ekki langt að bíða, að annað hljóð kæmi i strokk Morgunblaðsins, og eru bændum, samtökum þeirra og stéttarþingi nú ekki framar vandaðar kveðjurnar, enda er fullvíst, að sannur hugur og einlægni fylgir máli, þegar þetta aðalmálgagn Sjálfstæðisflokksins leyfir sér nú þann lífsmunað í fyrsta sinn, að segja hug sinn allan í garð bændastéttarinnar og telur ekki svara kostnaði framar, að gera sér við hana tæpitungu, eins og svo oft áður. Nú er opinskátt talað um „þröng- Frægir stjórnmálamenn Edwaril Stettinius, utanríkisráðherra U.S.A. (í miðju), situr unt þessar ntundir Vesturálfuráðstctnu í Mexikóborg. Þessi mynd er tekin á Dum- barton Oaks ráðstefnunni í haust. Maðurinn til hægri er dr. Wellington Koo, fulltrúi Kína, en t. v. er Sir Alexander Cadogan, sem fórst í flug- siysi fyrir skemmstu á leið á Krím-ráðstefnuna. Hvað verður af nemendum framhaldsskóla sveitanna? ýMSIR ANDSTÆÐINGAR hér- aðsskólanna og annarra fram- haldsskóla sveitanna hafa haldið því fram, að skólagangan verði til þess, að mikill þorri nemendanna hverfi úr sveitinni til bæjanna að námi loknu. Þeir Þórhallur hreppstjóri Jónsson á Breiðavaði og Þórarinn Þórarinsson skólastjóri á Eiðum hafa sýni og afturhald Búnaðarþings á undanförnum árum“»— „þræls- banda-hugsunarhátt“ þess í heild og „nánesjahugsunarhátt" einstakra bænda. Þá er talað dig- urbarkálega um þá „úlfakreppu heimskulegra flokksviðja", sem bændur hafi verið hnepptir í að undanförnu og „afturhalds- gjörn og einangrunarsinnuð for- ysta — fulltrúa sveitanna“ hafi yfir þá leitt, o. s. frv., o. s. frv. gÚNAÐARÞING var nýsetzt á rökstóla og hafði engar þýð- ingarmiklar ákvarðanir tekið að þessu sinni, þegar aðalmálgagn Sjálfstæðisflokksins fann ástæðu til að 'ávarpa stéttarþing bænda á þennan einkar hógværa og sanngjarna hátt(I) og hnýtti þar aftan í hótunum í garð bænda, ef þeir aðhylltust ekki möglun- arlaust ,,nýsköpunar“-stefnu rík- isstjórnarinnar. Þetta sama blað birti fyrir nokkrum árum grein- ina um „mennína með mosann í skegginu" eftir einn núverandi þingmann Sjálfstæðisflokksins. Sú grein va'rð þegar þjóðfræg að endemum, og er rnælt, að ýnrsir forráðamenn flokksins hafi kosið sér, að þau einlægnislegu urn- mæli, sem þar komu fram, væru enn ósögð. Nú er níði blaðsins í garð bænda og sveitafólks ekki komið fyrir í aosendum hugleið- ingum, héldur í aðalritstjórnar- grein Jress og „leiðara". Minna má ekki gagn gera . að þessu sinni. Og vafalaust verður frægð og langlífi þessarar ádrepu þeim mun vafalausari en hinna fyrri bersöglismála Morgunblaðsins, sem meira er nú við haft en áð- ur. gert nokkrar athuganir viðvíkjandi þessu á nemendum Eiðaskóla, þeim, er skýrslur ná yfir, frá uphafi skólans til þessa dags. En búnaðarskóli starf- áði, svo sem kunnugt er, á Eiðum frá 1888—1917, en alþýðuskóli var sett- ur þar í fyrsta sinn 20. okt. 1919 og átti því 25 ára starfsafmæli á þessu hausti. -— I skýrslu Eiðaskóla um tvö síðastliðin skólaár, 1942—1943 og 1943—’44, sem nú er nýkomin út, birtir skólastjórinn niðurstöður þess- ara athugana. Segir þar að lokum á þessa leið: 'pF BORNAR ERU saman athug- ” anir þessar, um hvað orðið hafi af nemendum Eiðaskóla frá önd- verðu, verður niðurstaðan þessi: Af nemendum búnaðarskólans, sem all- flestir eru úr sveit, hverfa 66 af hundraði aftur að landbúnaðarstörf- um, en af þeim nemendum alþýðu- skólans, sem úr/ sveit koma, hverfa 56,3% aftur til sveitastarfa. Tölur þessar mætti leggja til grundvallar, ef menn vildu mynda sér raunhæfa skoðun á því, hvað hæft er í þeirri staðhæfingu ýmissa, að héraðsskól- arnir spenni fólkið úr sveitunum og í kaupstaðina". Verða íslendingar sendir til Fianden? (Vianden). JYl .......... ‘ vonum, rætt margt um fregn þ er birtist í brezka útvarpinu nú á dö unum, þess efnis, að Krimskagará stefnan hafi samþykkt að nokkr stuðningsþjóðir Bandamanna, þ. á. m. við íslendingar, geti orðið fullgildir þátttakendur í eftirstríðs-ráðstöfun- um sameinuðu þjóðanna m. a. ráð- stefnunni í San Fransisco, er hefjast skal 25. apríl næstk., e/ þær verða búnar að segja Möndulveldunum stríð á hendur fyrir 1. marz næstk. — í tilefni af fregn þessari kemst t. d. eitt málgagn ríkisstjórnarinnar, „Verkamaðurinn" hér í bæ, að þeirri niðurstöðu, að hafi fréttin við rök að styðjast, „vakir sennilega fyrir Bret- um eða Bandaríkjamönnum að ná sér í eitt atkvæði í viðbót á þennan hátt á fyrirhuguðum ráðstefnum Banda- manna eftir striðið". Blaðið getur þess alls ekki í þessu sambandi, að Rússar (þ. e. félagi Stalin) hafi átt nokkurn minnsta þátt í ákvörðunum þeim, sem teknar voru á Krím-ráð- stefnunni, og má á þessari gleymsku e. t. v. marka það, að ritstjóranum myndi þykja það lítill fengur að vera truflaður viið sölustarfið í Bókabúð Akureyrar, þegar bezt gengur, og sendur beina leið á vígstöðvarnar! (Framhald á 5. síðu). Endurprentun með viðauka í síðasta tbl. „ísl." birtist hin árlega rit- smíð um skattgreiðslur samvinnufélaganna, sem jafnan er von á um þetta leyti árs. Þessi grein er orðinn fast-ur Jráttur í málflutningi blaðsins þegar frá líður Þorra og er þó.raun- ar að ræða um endurbætta útgáfu ár frá ári. Svo er í þetta skipti. enda heldur nú nýr maður um pennann. Kjarninn er þó jafnaú hinn sarni svo sem vera ber um endurprent- anir: „Kaupfélögin njóta sérstakra og órétt- mætra ívilnana um skattgreiðslur til hins opinberá". Endurbæturnar eru í formi appendixa og viðauka og er að Jressu sinni gengið lengra um ósvífnar blekkingar og hrein ósannindi en nokkru sinni fyrr. Uppi- staðan í síðasta eftirmála þessarar úreltu og marghröktu fullyrðingar um ,,skattfrelsi“ kaupfélaganna, er að þessu sinni svohljóð- andi: „Stærsti atvinnurekandinn á Akur- eyri (KEA) sleppur að mestu við opinber gjöld, og notar rekstursafgang sinn til þess að byggja „lúksushóteú, sem er svo fínt, að enginn bóndi fær þar aðgang. . . .“ Ástæðan til þess, að „ísl.“ velur þessa árs- tíð til þessarar útgáfustarfsemi mun vera sú, að þá er jafnan í ttndirbúningi fjárhagsáætl- un bæjarins og niðurjöfnun útsvara. Þykir blaðinu þá vænlegra en ella um sölu þessara framleiðslu til skattgreiðenda, enda hefir blaðið talið þá illa haldna af skattastefnu ríkisstjórnarinnar og hefir nefnt „skatta- brjálæði" og „þrautpíningu" í því sam- bandi. „Skattfrelsi" kaupfélagsins gagnvart bænum telur ,,ísl.“ það, að félagið greiðir ekki útsvar af innanfélagsviðskiptum frern- ur en önnur samvinnufélög. Er þess Jrá vandlega gætt, að þegja um það, að kaupfé- lagsverzlun er annars eðlis en kaupmanna- verzlun og því blátt áfram hið herfilegasta óréttlæti, að skattleggja innanfélagsvið- skipti félaganna á sama hátt. Þetta er við- urkennt um allan heim og er sama tillit tek- ið til þessa eðlismunar í öllum menningar- löndum. Hér er þó í gildi samvinnuskattur, sem félögin g.reiða bæjarfélögunum í stað- inn. Á það er heldur ekki minnzt. Þar að auki er það algjört ranghermi, að kaupfé- :lögin ein heyri undir þessi lög; það gera öll samvinnufélög. Fisksölusamlagið í Reykja- vík, sem um skeið var stærsta fyrirtæki landsins, greiddi heldur ekki útsvar af inn- anfélagsviðskiptum til Reykjavíkurbæjar og gerir ekki enn. ★ Um útsvarsálögur í heild er annars það að segja, sem hver skyni borinn maður veit og ætti ekki að vera ofraun fyrir lögfræðing, að samkvæmt skattalögunum frá 1941 heim- ilast bæjarfélögunum aðleggja á útsvar að- eins að vissu marki, eða á 200 þús. kr. tekj- ur, en skattur af tekjum sem eru hærri, fer til ríkisins að mestu. í þessum lögum er að finna hina raunverulegu ástæðu til Jress, að Akureyrarbær fær ekki meiri skerf af þeim fúlgum, sem KEA greiðir í opinber gjöld á ári hverju. Það skiptir í þessu rnáli engu hvort í hlut á samvinnufélag eða einkafyrir- tæki eða hversu mikið skattskyldar tekjur fara fram úr 200 þús. Þetta sést bezt með því að líta yfir útsvarsskrá Reykjavíkur. Ekkért fyrirtæki Jtar nema Kveldúlfur ber hærra útsvar en KEA og eru tekjur Kveldúlfs jió margfaldar á við KEA. 1942 greiddi Jrað fyrirtæki t. d. 95 þús. kr. í útsvar til Reykja- víkurbæjar en 2J4 milljón í skatt. Útsvar og samvinnuskattur KEA varð á sama tíma um 30 þús. kr. hærri en útsvar Kveldúlfs, þótt Kvéldúlfur græddi álíka margar milljónir og KEA 100 þús. Bollaleggingar blaðsins (Framhald á 5. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.