Dagur - 15.03.1945, Blaðsíða 1

Dagur - 15.03.1945, Blaðsíða 1
10 síður. — ANNALL DAGS - ... 6. MARZ. Bandaríkjamenn taka Köln, 4. stærstu borg Þýzka- lands. Þriðji Bandaríkjaherinn rýfur varnir Þjóðverja sunnar- lega á vesturvígstöðvunum og sækir fram 40 km. á einum sólair- hring. Er um 20 km. frá Rín á þeim slóðum. Churchill kemur neim eftir heimsókn til vílgstöðv- anna í Þýzkalandi. Rússar nálg- ast Stettin. Lausafregnir herma að þýzka stjórnin sé að mestu flutt frá Berlín til Berchtes- gaden. 7. MARZ. Þriðji ameríski her- inn sækir enn fram 25 lun.; fyrsti herinn um 5 km. frá Bonn. Þjóðverjar segja mikinn sóknarundirbúning á austurvíg- stöðvunum gegnt Berlín. Miklar loftárásir gerðar á Þýzkaland úr vestri. 8. MARZ. Fyrsti ameríski her- inn kominn inn í Bonn, hefir tekið Godesberg. Rússar sækja til Danzig og Stettin. Bretar brjótast inn í Mandalay í Buuua. 9. MARZ. Tilkynnt, að sl. miðvikudag hafi 1. ameríski her- inn náð járnbrautarbrú yfir Rín hjá Remagen og þegar ráðist yfir fljótið. Brúarsporður Banda- críkjamanna þarna talinn trygg- ur. Miklir bardagar nyrzt á vest- urvígstöðvunum gegn Wesel. — Bretar þrengja æ meir a5 Þjóö- verjum, sem hafa sprengt brýrn- ar yfir Rín í loft upp. Banda- menn hafa tekið 100.000 fanga á vesturvígstöðvunum síðan þessi sóknarlota hófst. 300 risaflug- virki gera árás á Tokyo. Orrust- an um Danzig er hafin. 10. MARZ. Harðnandi árásir Breta á brúarsporð Þjóðverja vestan Rínar, við Wesel. Harðar orrustur í Pommern og við Danzig. Svissneskt útvarp segir óeirðir hafa verið í Múnchen. 11. MARZ. Rínarbakkar, frá Arnhem til Koblenz á valdi Bandamanna. Bandamenn færa út kvíarnar austan Rínar. Orr- ustan um Danzig heldur áfram. Benes forseti Tékkoslóvakíu far- inn heim á leið með stjórn sína frá London. 12. MARZ. Bandaríkjamenn víkka og tryggja brúarsporð sinn austan Rínar. Bretar undir- búa sókn yfir fljótið norðarl. á vígstöðvunum. Rússar sækja inn í Danzig úr 3 áttum. Bandaríkja- men nganga á land á Mindanao, Filippseyljum. 13. MARZ. Harðar gagnárásir Þjóðverja á brúarsporðinn aust- an Rínar. Arásunum hrundið. Rússar 9 km. tfrá Gdynia, berjast í úthverfum Danzig. Rússar hafa tekið Kustrin á Odervígstöðvun- um, gegn Berlín. 14. MARZ. Tilkynnt, að Bandaríkjamenn hafi um nokk- urra daga skeið haft flotbr'ú á Rín og ílytji hergögn og lið yfir hana, þessi brú talin vera í nánd við járnbrautarbrúna, sem áður var á váldi þeirra. Brezkar Mosquito-flugvélar hafa gert loftárásir á Berlín 22 nætur; röð. DAGL XXVIII. árg. Akureyri, fimmtudaginn 15. marz 1945 11. tbl. Engin „nýsköpun" verður Iramkvæmd nema breytl verSi u um slefnu í fjármálum Margar norolenzkar sveitir raogera byggingu heimavistarskóla næstu ár Farskólahaldið er orðið úrelt og ófull- nægjandi fyrirkomulag Samtal við Snorra Sigfússon námsstjóra, um skólamál í Norðlendingafjórðungi SnoiTÍ Sigfússon, námsstjóri,! stuðla að því, að kennslan komi er nýkominn hingað til bæjarins að sem beztum-notum. úr langii ferð um Skagafjarðar- og Húnavatnssýslur. í ferðinni heimsótti hann nær öll skóla- hverfi í Skagafirði og auk þess nokkur í Húnavatnssýslum, en snjóar og illviðri torvelduðu ferðirnar þar og hyggst hann því fara þangað aftur innan skamms. Blaðið kom að máli við Snorra og ræddi við hann um ástand og horfur í skólamálum Norðlend- ingafjórðungs. — Hver er tilgangurinn með ferðum námsstjóranna um land- ið? Námsstjórunnm er ætlað, að líta eftir hinurn ytri aðbúnaði skólanna; rná þar nefna athugun á skólastofum, hitunartækjum, kennslutækjum og yfirleitt allri aðstöðu skólanna, til þess að láta börnunum líða vel í skólunum. ! öðru lagi er þeim ætlað að kynna sér kennsluna á hverjum stað, einkum móðurmáls- og reikningskennsluna, handiðju og líkamsrækt, og reyna að sam- rærna kennsluna á hinurn ýmsu stöðurn, eftir því sem kostur er. Loks er þeirn ætlað að flytja milli kennaranna ýrnis konar reynslu og bendingar og yfirleitt Dagheimili og vöggustofa fyrir börn á Akureyri Verkakvennafélagið „Ein- ing“ gefur sjóð til stuðn- ings því máli. í tilefni af 30 ára afmæli verkakvennafélagsins „Eining“ nú fyrir skemmstu ákváðu félags- konur að stofna sjóð, er hafi það markmið að koma upp dagheim- ili og vöggustofu fyrir börn hér á Akureyri. Stofnfé sjóðsins er kr. 5000.00. 1 bréfi til bæjar- stjórnarinnar fer félagið fram á, að bærinn taki fjárveitingu til sjóðsins inn á fjárhagsáætlun sína ifyrir yfirstandandi ár. Jafn- framt mun sjóðurinn taka á móti gjöfum frá einstaklingum og stofnunum. Hér er góðu rnáli hreyft og ætti það að njóta stuðnings liæjarhúar. — Hvernig er ástandið að þessu ieyti í skólunum hér Norð- anlands? Ástandið er að vísu talsvert misjafnt, en yfir höfuð má þó segja, að farskólaháld sé ennþá drottnandi í sveitum. Hér í Eyjafirði er t. d. aðeins eitt skóla- heimili byggt í sveit, á Árskógs- strönd; í Skagafirði er sömuleið- is aðeins eitt slíkt skólaheimili, á Barði í Fljótum. í Húnavatns- sýslum er .ekkert skólaheimili fyrir börn. óTirleitt er þetta ástand óviðunandi og hefi eg orðið var við álmennan áhuga fyrir úrbótum, víðast hvar. Enda er nú svo komið, að rnjög víða er nær því ómögulegt að fá hús- næði fyrir farskólana og margar sveitir hyggja því á byggingu skólaheimila og breytt fyrir- komulag. — Það, sem tefur fram- kvæmdir nieira en flest annað nú, er tregða manna til að sam- (Framhald á 8. síðuj. Samtal við Bernharð Stefánsson alþm. um störf lengsta þings, er háð hefir verið gERNHARÐ STEFÁNSSON alþm. kom flugleiðis heim af þinginu sl. mánudag. Dagur kom að máli við þingmanninn í gær og ræddi við hann um störí síðasta þings. — „Þetta þing var, svó sem kunnugt er, lengsta þing í sögu þjóðarinnar," sagði Bern- harð. „Það byrjaði 10. janúar 1944 og hefir setið að störfum síðan, með hléum, í 256 daga. Svo sem líklegt má telja hafði það rnörg og rnikil mál til með- ferðar, einkum tveir fyrstu þætt- ir þess, svo sem alkunna er. Á eg þar einkum við afgreiðslu sjálf- stæðistnálsins og lýðveldisstofn- unina. Þau mál munu valda því, að þetta þing verður jafnan talið til hinna merknstu í sögu þess. Hins vegar skal eg játa, að síð- asti þátturinn, eftir að nýja stjórnin settist að völdum, var á engan hátt sérlega merkur og liggja ekki eftir nein sérstök af- rek er til heilla horfa. Tveggja mánaða þinghald, eins og nú átti sér stað eftir áramótin, eftir að fjárlög höfðu verið afgreidd, er dæmalaust í þingsögunni og að mínu áliti að mestu þarflaust. Að vísu afgreiddi þingið launa- lög. Launamálið er merkilegt mál þótt vafasamt sé, að lögin, eins og þau líta nú út, sé sérlega Hörmulegt slys vsð Glerárstífluna Það hörmulega slys varð við Glerárstífluna hér norðan við bæinn s. 1. laugardagsmorgun, að Haukur Helgason, rafvirki, féll af stíflugarðinum niður í gljúfrið og barst með straumn- um niiður undir ósa. Var hann örendur, er honum var náð úr ánni; lífgunartilraunir báru eng- an árangur. Tildrög þessa höcrmulega slyss eru þau, að um 8 leytið á laugar- dagsmorguninn fóru 3 starfs- menn Rafveitunnar upp að Glerárstíflu til þess að athuga vatnshæðina í lóninu, en mikill vöxtur og jakaburður var í ánni. Þessir menn voru: Haukur Helgason, Dúi Björnsson og Júlíus Júlíusson. Samkvæmt því, er fram hefur komið í réttarhöldum út af slys- inu, kom Júlíus fyrstur uppeftir. Veitti hann því þá þegar athygli, að trébrú, sem liggur yfir ísrás í stíflugarðinum var biluð. Annar bjálkinn, sem hélt brúarpallin- um uppi var brotinn, Hafði hann verið heill-daginn áður og er talið, að hann hafi brotnað af völdum jakaruðnings á ánni, um nóttina. Það kom einnig fram í réttarhöldunum, að Júlí- us sagði þeim Dúa og Hauk frá því, að brúin væri biluð. Hauk- ur mun því hafa vitað um það, er hann steig út á hana, enda mun hann háfa ætlað yfir hana þeim megin, sem hún virtist heil. Er hann kom út á brúna lét vestari bjálkinn undan og féll Haukur þá í ána. " » Samkvæmt framburði Júlíus- ar Júlíussonar, í réttinum, vom tré þau, sem héldu uppi.brúar- pallinum yfir ísrásina, ófúin. Haukur Helgason var þrítug- ur að aldri. Hann var vaskur maður, drengur góður og hvers sem rnanns hugljúfi. Hann var á- hugasamur félagi í skátafélags- skapnum hér í bænum, og sam- viskusamur og dugandi starfs- maður Rafveitunnar. Hann var kvæntur, en barnlaus. happasælt verk. Frumvarpið var að mínu áliti stórskemmt í með- förum þingsins. Má vera að eg víki að því síðar“. Hvaða þingmál snerta okk- ur Eyfirðinga sérstaklega? „Af málum, er varða einkum héraðið og bæinn má fyrst nefna sjúkrahúsmálið, lagaheimild fyr- ir byggingu fjórðungs spítala hér og viðunanlegum styrk til starf- rækslu hans. Er nú ákveðið, að hefja verkið á þessum grund- velli. Annað merkt mál er Dal- víkurrafveitan, eða framlenging Laxárlínunnar allt til Dalvíkur, með nauðsynlegum hliðarálm- um. Samþykkt var þingsál.tillaga okkar þingm. Eyfirðinga um að heimila ríkisstjórninni, að kaupa efni til þeirra framkvæmda og jafnframt var stjórninni veitt lagaheimild til þess að fram- kvæma verkið og starfrækja raf- veituna. Samgöngumálaráðherra hafði góð orð um að láta til skara skríða í þessu rnáli eins 11 jótt og auðið væri. Þá má nefna lögin um kaupstað í Ólafsfirði og hafnarlög fyrir Hrísey, er bæði náðu fram að ganga á þessu þingi. Aftur á móti voru tillögur okkar um auknar fjárveitingar til samgöngubóta hér í sýslunni felldar af stjórnarmeirihlutan- um. Má þar nefna tillögu um fjárveitingu til vegagerðar aust- an Eyjafjarðarár, til Árskó'gs- sands, Hrísavegar o. fl.“. — Hvað er að frétta af „ný- sköpuninni"? „Af henni verða varla sagðar miklar fréttir. Eg hefi ekki orðið var við neina nýsköpun nema ef télja á það, að nú í þinglokin voru ein 5 eða 6 ný skrifborð flutt upp í þinghús; var sagt að þau ættu að vera handa Nýbygg- ingarráði. Raunar verður ekki séð, að það ráð fái neinu áörkað; til þess brestur það vald. Það hefir ekkert fjárveitingavald og engin fjárráð; aðeins heimild til leyfisveitinga, sem áður var í höndum Viðskiptaráðs. F.r því ráðlegra- að gera ekki ráð fyrir stórfréttum úr þeirri átt. Útlit fyrir nýsköpun af hálfu stjórnar- innar sjálfrar er heldur ekki glæsilegast. Einn ráðherr- anna lýsti því beinlínis yfir við umræðuna um veltuskattsfrum- varpið, að ómögulegt mundi verða að framkvæma hina marg- lofuðu nýsköpun ef fylgt yrði sömu fjármálastefnu og nú. Eins (FratnhaW á §. síðu)-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.