Dagur - 15.03.1945, Blaðsíða 9
Fimmtudagínn 15. marz 1945
DAGUR
Kommúnistar viðurkenna, að dráttur á
samþykki ríkisstjórnarinnar á gerð nýju
hafnarmannvirkjanna hafi stöðvað
framkvæmdir við þau!
Nú um langt skeið hef’ur ekki
komið svo út eitt einasta blað al
„Verkam.“, að þar hati ekki ver-
ið hrúgað saman örgustu blekk-
ingum um hafnargerðina á Odd-
eyri og því einatt haldið fram,
að bæjarstjórnin liafi svikið
málið.
Hér i blaðinu liefur verið
bent á, að þrjú atriði standi í
vegi fyrir áframhaldandi fram-
kvæmdum: Sprengiefnisskortur í
fandinu, þögn ríkisstjórnarinnar
um ósk bæjarstjórnarinnar um
Iiækkuð hafnargjöld og loks sú
staðreynd, að samþykki hefir
ennþá ekly fengist frá vitamála-
stjóra og samgöngumálaráðherra
á gerð hinna nýju mannvirkja,
þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Öll þessi atriði eru utan við bein
áhrif bæjarstjórnarinnar. ÞÓtt
þessar staðreyndir liafi legið fyr-
ir, hefir kommúnistablaðið ekki
talið sér hagkvæmt, að geta um
þær, heldur hefir haldið uppi
lubbalegum og órökstuddum
ásökunum í garð bæjarstjórnar-
innar um ,,svik" við fiafnarmál-
ið. — Hinsvegar er augljóst, að
kommúnistar vita betur en jreir
láta.
Á síðasta bæjarstjórnarfundi
báru þeir frarn svohl j. tillögu:
„Bæjarstjórn Akureyrar sam-
|rykkir á fundi sínum fi. marz
1945 að beina þeirri fyrirspurn
til hins háa samgöngumálaráðu-
neytis, hvað valdi drætti jreim,
senr orðið hefir á jrví að sam-
j^ykkja gerð hafnargarðsins á
Oddeyrartanga, og skorar á ráðu-
neytið að samjrykkja liana tafar-
laust, svo hægt sé að hefja bygg-
ingarframkvæmclir hið fyrsta“. —
(Leturbr. Dags).
Hér skora kommúnistar á sam-
göngumálaráðuneytjð að sam-
þykkja gerð hafnargarðsins, svo
að hægt sé að hefja byggingar-
framkvæmdir!
Með tillögU þessari liafa þeir
viðurkennt, að allar ásakanir
þeirra í garð Itæjarstjórnarinnar
um „svik“ við hafnarmálið, eru
órökstuddar og ösannar.
Dánardægur
Jón Jónatansson á Öngulstöð-
um í Eyjafirði er nýlátinn. Kom-
inn á tíræðisaldur'lítið eitt.
Jón var fyrrum gildur bóndi,
bjó fyrst á Syðra-Laugalandi,
móti frú Valgerði Þorsteinsdótt-
ur, sem stjórnaði kvennaskólan-
um þar. Á jreim árum kvongað-
ist Jón Jónínu Stefánsdóttur, og
er hún dáin fyrir mörgum árum.
Ekki varð jreim hjónum barna
auðið. Síðar bjó Jón fjöldamörg
ár á Öngulsstöðum, í tvíbýli, og
þótti jafnan búhöldur góður. —
Hættur var hann búskap fyrir
allmörgum árum, en átti heimili
á Öngulsstöðum til dauðadags.
Síðast var hann farinn að heilsu
sem líklegt var um svo háaldrað-
an mann. ,
Jón var Fnjóskdælingur að
ætt og uppeldi, sonur Jónatans
Þorlákssonar bónda á Þórðar-
stöðum, sem var kunnur fræði-
maður, ogkonu hans, Rósu Jóns-
dóttur; var hún dóttir Jóns al-
þingismanns á Munkaþverá. —
Jónatan andaðist á Öngidsstöð-
um 1906 hjá syni sínum.
Jón Jónatansson var lundglað-
ur maður svo að af bar og vakti
löngum fjör og kátínu um-
hverfis sig, hvar sem hann var
staddur. Örlyndur var hann
nokkuð og sagði jafnan mein-
ingu sína af fullri hreinskilni,
en ekki var hann langrækinn, þó
að í hann fyki, og jafnaði óftast
misklíðarefnin með ganransöm-
um kryddyrðum og fyndni.Glað-
lyndi sínu hélt hann fram á síð-
ustu ár.
Gamall Juinningi.
Hótel Gullfoss brann til grunna í nótt
Fólk bjargaðist nauðulega úr húsinu, en mikið eignatjón varð
og fjöldi manns er húsnæðislaus eftir brunann
Laust eftir kl, 11.30 í gærkvöldi kom upp eldur í Hótel Gullfoss við Hafnar-
stræti hér í bænum. Eldurinn breiddist svo ört út, að fólk bjargaðist nauðulega
út, sumt fáklætt. Sáralitlu var bjargað af innanstokksmunum.
Húsið varð alelda á skammri stundu. Veður var kyrrt og tókst því vel að
verja nærliggjandi hús, en Hótel Akureyri var einkum hætta búin af brunanum.
Var um tíma byrjað að bera muni út úr því húsi, en slökkviliðinu, sem gekk vask-
lega fram, tókst að hafa svo rnikinn hemil á eldinum, að sú hætta leið hjá, er leið
á nóttina. Hins vegar varð ekki ráðið við eldinn í Hótel Gullfoss og brunnu inn-
viðir hússins allir, en útveggir standa aðeinhverju leyti. Húsið er allt gjörónýtt.
Fjöldi manns bjó í húsinu auk eigandans, Gunnars Steingrímssonar, og fjöl-
skyldu hans, þar á meðal margir nemendur Menntaskólans og Gagnfræðaskólans.
Mun tjón allra íbúanna mikið. Blaðið hafði ekki nánari fregnir af því í nótt, hve
margt fólk bjó í húsinu. Eldsupptökin munu ókunn.
Nánar verður sagt frá þessum atburðum í næsta blaði.
Þing Ungmennasam-
bands Eyjafjarðar
24. þing Ungmennasambands
Eyjafjarðar var haldið í Dalvík
‘i.— b marz sl. Þingið sátu ‘56
fulltrúar frá 12 félögum.
Þingið gerði margar sam-
þykktir um starfsemi sambands-
ins á komandi árum og afstöðu
þess við önnur sambönd. M. a.
samþykkti það að hefja nú. þeg-
ar undirbúning að útgáfu sögu
sambandsins ,á 25 ára afrriæli
þess árið 1947. Mun jrar einnig
verða ágrip af sögu allra sam
bandsfélaganna.
Þá samþykkti þingið að stað
festa innan sinna vébanda Ey-
firðingamót í frjálsum íþróttum
og sundi. En íþróttirnar eru nú
allstór þáttur í starfsemi jress
eins og annarra Ungmennasam
banda landsins.
Stjórn sambandsins baðst öll
undan endnrkosningú, en hana
skipuðu: Haraldur Magnússon,
kennari, Dalvík, héraðsstjóri. —
Snorri E. Kristjánsson, Hellu,
ritari og Kristján E. Vigfússon,
gjaldkeri.
I stjórn voru kosnir: Guð-
mundur Benediktsson, Breiða-
bóli, héraðsstjóri. Halldór
Helgason, Þórustöðum, ritari og
Baldur Halldórsson, Hvammi,
gjaldkeri.
Á vegum sambandsins eru nti
starfandi tveir íþróttakennarar,
er kenna frjálsar íþróttir, glímu
og fimleika hjá sambandsfelög-
unum. Á hverju sumri gengst
sambandið svo fyrir íþróttamóti,
sem jafnframt er skemmti- og
kynningarmót. I sumar mun.það
verða 10. júní. Fer jtar frarn
keppni í flestum greinum
frjálsra íþrótta og íslenzk glíma.
r Starfsemi sambandsins er nú
orðin all víðtæk og í örum vexti
og hagur þess góður.
Telur það alls 14 l’élög með
nálega 6Q0 méðlinium,
Hljómleikar
Kantötukórs Akurevrar
J
Kántötukór Akureyrar hafði
hl jómleika í Nýja-Bíó sl. sunnu-
'!ag. Söngstjóri var Björgvin
Guðmundsson, tónskáld. Ein-
öngvarar voru frú Helga jóns-
lóttir, frú Björg Baldvinsdóttir
')g ungfrú Ingibjörg Ólafsdóttir.
Húsfyllir var og var kórnum,
söngstjóranum og einsöngvurun-
um vel fagnað.
Á söngskránni voru 15 lög eft-
ir innlenda og erlenda höfunda,
jtar á meðal tveir dúettar eftir
Mendelsohn, sem jrær Helga
jónsdóttir og Björg Baldvins-
dóttir sungu.
Mesta athygli á söngskránni
vöktu tvímælalaust tvö ný lög
eftir Björgvin Guðmundsson við
lýðveldishátíðakvæði Huldu og'
Jóhannesar ur Kötlum. Hið
fyrra þeirra, „Heill feginsdagur“
er tígulegt og svipmikið lag og
var skörulega flutt af kórnum.
Síðara lagið, „Land míns föður“,
er angurvær og hrífandi óður til
ættjarðarinnar og vakti sérstaka
hrifningu áheyrenda.
Önnur lög söngskrárinnar voru
flést gamalkunningjar eftir ýmsa
hiifunda, svo sem Bellman,
Stephen Foster, Reissiger, Kjer-
ulf o. 11. Yfirleitt voru jrau vel
flutt. Kórinn virðist vel þjálfað-
m og smekkvísi söngstjórans er
óyggjandi. — Einsöngvararnir
gerðu verkefnum sínum og góð
skil. — Kórinn varð að endur-
taka mörg laganna. — Yfirleitt
voru hljómleikarnir ánægjulegir
og kórnum til sóma.
• v •* *■• V4i<*’-W ■'• •’ bv •'• • " ■"x.-tnyi ii-r- ?•
'l‘‘' ' í 1 ' ■- i' ■•■■.
' 'b bÁ4; '.VÁ: ■■ÁÁÍb'bb' ’■■ '
Jörðin
Svartarkot
í Bárðdælalneppi, er til sölu.
Sæmilega- gott. íbúðarhús úr
timbri, járnklætt. Silungs-
veiði bæði í net og á stöng.
Með nokkurri aðgerð má gera
glæsilega aðstöðu til laxveiða.
Ágætt sauðbeitiland og ákjós-
anlegur staður til hreincLVa-
ræktar. Annáluð náttúrufeg-
urð og ágæt aðstaða til ferða-
laga um merka og fagra staði
í öræfum. — Tilboð sendist
undirrituðum, sem gefur allar
nánari upplýsingar. Réttur á-
skilinn til að taka hverju til-
boði sem er eða hafna öllum.
Tilboðum sé skilað fyrir 25.
Jr. m.
Akureyri, 14. marz 1945.
Friðrik Magnússon,
lögmaður
Kaupvangsstræti 2. Sími 415.
N ý k o m i ð !
Síríus
suðusúkkulaði
ÁSBYRGI h.f.
Útibú:
Söluturninn við Hamarstíg.
Mjólkurkönnur
nýkomnar
VerzL LIVERPOOL
Framdekk
a£ Chevrolet-vörubíl, rnódel ’41,
tapaðist fimmtud. 8. marz s. 1.
á leiðinni Dalvík—Akureyri. —
Finnandi vinsamlega beðinn að
gera aðvart á Nýju bílastöðina,
gegn góðupi fundariaunum.