Dagur - 15.03.1945, Blaðsíða 2

Dagur - 15.03.1945, Blaðsíða 2
2 D Á G U R Fimmtudaginn 15. rriarz 1945 J. P. og flokkaskipunin ííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííí^^ ERLEND TÍÐINDI: Stjórnmálaástandið í Frakklandi Bmííííííííííííííííííííííííííi Háttvirtur þingmaður og „bændaritstjóri“ Sjálfstæðis- flokksins, Jón Pálmason, sendir Degi kveðju sína í ísafold 21. febr. síðastl. Yfirskrift greinar- innar er: ,„Dagur‘ að kveldi kominn.“ J. P. talar hlýlega um fyrrver- andi ritstjóra Dags, Ingimar Eyr dal, en honum þykir Dagur hafa versnað stórum, síðan núverandi ritstjóri tók einn við blaðinu, og sé nú „komið ómengað Tíma- blóð í Dagdrenginn", sem ekki hafi gætt þar áður. J. P. hefir áður fyrr minnst á Ingimar í blaðagrein og þá í allt annarri tóntegund en nú. Sann- ast hér, að góður er hver geng- inn. Líklega hefði Jón Pálmason átt að vera prestur. Hann liefði a. m. k. haft hæfileika til að bera lof á þá, sem horfnir eru af sjón- arsviðinu, þó að hann hefði last- að þá áður. En um dóm hans um Dag nú skal J. P. gefið til kynna, að núverandi ritstjóri hans tek- ur sér heldur til inntekta og meðmæla með blaðinu last hans og telur það nokkra sönnun þess, að rétt horfi um stefnu þess og málsmeðferð. Að vísu er til gamalt máltæki, sem segir, að ekkert kvikindi sé svo aumt, að ekki sé betra að hafa það með sér en móti, en það eru áreiðan- lega undantekningar til frá þeirri reglu. En um ,,Tímablaðið“ er það að segja, að öllum blaðalesend- um er það ljóst, að öllum ádeilu- rökum Tímans gegn stjórninni og stjórnarliðinu er ósvarað enn, nema með uppnefnum á ritstjór- ann og persónulegum brigzlum um aðstandendur blaðsins. Sú baráttuaðferð dæmir sig sjálf. J. P. er ekki í ráðaleysi með að koma hagfelldri og heil- brigðri flokkaskipun á í land- inu. í framtíðinni, segir hann, eiga að vera aðeins tvær stjórn- málastefnur, annars vegar eign- arréttarstefna, en á hina hliðina þjóðnýtingarstefná. Samvinnu- stefnunnar getur hann að engu, og mun hann því ætla henni að þurrkast út. Þjóðfélaginu á að skipta í tvær fylkingar, önnur þeirra fylgir eignarréttinum, hin þjóðnýtingunni eða ríkisrekstri. Hann ætlast auðsjáanlega til, að foringjar Sjálfstæðisflokksins verði fyrirliðar í að halda fram eignarréttarstefnunni, enda ætl- ar hann að gefa það eftir, að nafnið á flokknum haldist, „eða eitthvað annað, ef mönnum þætti það geðfeldara". „Hitt er víst,“ ’segir J. P., „að þeir sem eru þjóðnýtingarmenn þeir eiga að vera í einum flokki hvað sem hann heitir, og þeir sem eru eignarréttarmenn eiga að vera í einum flokki hvað sem hann heitir.“ Til þjóðnýtingar- stefnunnar telur J. P. Alþýðu- flokkinn og Sósíalistaflokkinn, og það, sem honum þykir þá á skorta á þá hliðina, er aðeins samruni þeirra í einn flokk, en han'n vill ekkert gefa upp ,um það, hvort hann telji „æskilegra, að Alþýðuflokkurinn eða Sósíal- istaflokkurinn yrði ofan á meðal þjóðnýtingarmanna"! Au^vitað tejur J. P. þá, s?m mynda núverandi Sjálfstæðis- flokk, vera hina einu og sönnu eignarréttarmenn. Hin þjóðfé- lagslega tvískiptingarhugsjón hans virðist því í fljótu bragði vel á vegi stödd. En málið er þó ekki alveg eins einfalt eins og hann í fljótfærni sinni heldur. Veit ekki J. P., að þjóðnýting eða ríkisrekstur er fyrir löngu á komin í ýmsum mikilvægum greinum þjóðlífsins og orðinn rótfastur? Má þar tilnefna póst og síma, skóla- og menntamál að mestu leyti, samgöngumál að nokkru, útvarp, verksmiðju- rekstur, bankamál o. fl. Sann- leikurinn er, að allir stjórnmála- flokkar á íslandi éru riðnir við þjóðnýtingu í stórum stíl, og engar líkur fyrir, að nokkur þeirra hverfi frá því ráði, og ekki er flokkur sá, er Jón Pálmason fylgir, neinn eftirbátur þar, því að hann, eða foringjar hans gera ráð fyrir stórum þjóðnýtingar- áformum í málefnasáttmálanum fræga, sem þeir segjast ætla að framkvæma ásamt kommúnist- um og jafnaðarmönnum. Flokks- bræður J. P. og hann sjálfur eru því í hraðri uppsiglingu sem þjóðnýtingarsinnar og meira að segja ámæla Framsóknarmönn- um harðlega fyrir að vilja ekki vera með í þeirri hraðsiglingu. Sú hugmynd J. P., að flokka- skiptingin fari eftir því einu, hvort hvort menn hallist að þjóð- nýtingu eða ekki, er því ekki annað en bláber grunnhyggni og byggist á sandi einum. Kenn- ing Jóns um þessa tvískiptingu sýnir aðeins það, að hann hefir ekki hugsað málið niður í kjöl- inn og því allt í þoku fyrir hon- um. Og þetta er maðurinn, sem þykist fær um að leiða aðra út úr stjórnmálaþokunni! Allir eru að meira eða minna leyti þjóð- nýtingarmenn, þó ágreiningur sé á hverjum tíma um, hvað langt eigi að ganga í þeirn efn- um. Samt sem. áður er Jón Pálma- son búinn að ráðstafa þremur stjórnmálaflokkum á þessum grundvelli. Hann spyrðir Al- þýðuflokkinn og Sósíalistaflokk- inn saman í einn flokk. Hann á að berjast fyrir þjóðnýtingu, en Sjálfstæðisflokkurinn, eða hvað sem hann á að heita, á að berj- ast fyrir eignarrétti. Eðlilegasta nafnið væri þá Eignarréttar- flokkur. Svo hefst baráttan milli þessara tveggja flokka um þessar tvær stefnur, en „það á að yera heiðarleg barátta", segir Jón, og lýsir það göfuglyndi hans! En þó virðist gæta nokkurs kvíða í brjósti Jóns gagnvart baráttunni við kommúnista, því hann óskar þess, að núverandi friðsamleg stjórnarsamvinna geti haldizt eftir stríðið „og iielzt sem lengst". Eftir að J. P. hefir ráðstafað hinum þrem fyrnefndu flokkum á framangreindan liátt fyrir framtíðina, snýr hann sér að Framsóknarflokknum og sér þar ljón á vegi tvískiptingarhug- myndár sinnar. Fyrir þessum flokki þarf hann því að gera sér- staka ráðstöfun og ryðja ljóninu úr v£gi. Og hann deyr svo sem ekki ráðalaus. Jón ætlar bara að leggja Framsóknarflokkinn nið- ur, leysa liann upp t>g láta þá, sem í honum eru nú, ganga inn í nýsköpunarflokkana tvo! Hon- um finnst þessi ráðstöfun á flokknum vera ákaflega eðli- lega afleiðingu þess, „að Fram- sóknarflokkurinn á ekki lengur tilverurétt". Og tilveruréttar- leysi flokksins sannar hann með því, að hann hafi ekki viljað taka þátt í stjórnarmynduninni um síðustu veturnætur, en skor- izt þá úr leik og snúizt á móti nýju stjórninni. Fyrir þetta dæmir j. P. Framsóknarflokkinn dauðasekan. Það kostar ekki minna að vera móti stjórn Ólafs Thors og sósíalista. J. P. minnist ekkert á sannfæringu manna í þessu sambandi. Hann minnist heldur ekkert á það, að fjórði hluti Sjálfstæðisflokksins skarst úr leik á sama hátt og Framsókn- armenn, þegar Ólafur Thors tók hörídum saman við kommúnista. Til samræmis verður hann líka að telja fimmmenningana dauðaseka og eiga engan tilveru- rétt. • Eitt af brigzlyrðum Jóns í ísafoldargreininni í garð Fram- sóknarflokksins ef þetta: „Ólög- lega utanþingstjórn vill hann hafa áfram“. Þarna stígur Jón Pálmason heldur óvarlega út af sannleiks- brautinni, og lítur því út fyrir að hann sé ekki enn byrjaður að tentja sér „heiðarlegu barátt- una“, sem hann þykist ætla að beita sér fyrir. Hann er vel vit- andi um, að Framsóknarflokkur- inn bauð Sjálfstæðisflokknum til stjórnarsamvinnu á síðasta hausti bréflega, því að bréfið var birt í blaði J. P. sjálfs, Morgun- blaðinu. En bréfinu var aldrei svarað, því þá felldu þau íhalds- brúnka og rauði folinn hugi sanian! J. P. segir, að það sé „víst og áreiðanlegt", að æfidagur Fram- sóknarflokksins sé að „kveldi kominn", og „nóttin taki við“. Þeir lifa oft lengst, sem með orð- um eru vegnir, og það er bezt fyrir J. P. að varpa frá sér allri von um að honum hlotnizt sú ánægja að standa yfir moldum Farmsóknarflokksins. J. P. ræð- ur ekki einu sinni sínum eigin pólitíska næturstað, honurn ráða kjósendur í Austur-Húnavatns- sýslu. Menn eru líka hættir að leggja trúnað á dánartilkynning- ar Sjálfstæðismanna viðvíkjandi andstöðuflokkum þeirra. Þeir tilkynntu eitt sinn, að Alþýðu- flokkurinn væri í andarslitrun- um, væri „deyjandi flokkur", oft tilkynntu þeir líka, áður en vináttusamningurinn var gerð- ur, að flokki kommúnista væri hvergi nærri lífvænt. Báða þessa dauðu flokka hefir nú Ólafur Thors innanborðs á stjórnar- snekkju sinni og siglir því með, tvö lík í lestinni samkvæmt því, sem Sjálfstæðisflokksmönnum hefir sagst frá. Loks tilkynnir svo Jón Pálma- son í ísafold 21. febr. sl„ að æfi- dagur Framsóknarflokksins sé að kveldi kominn. Þó er eins og hann renni grun í, að sér muni ekki verða trúað, og því tekur hann það frarn til tryggingar (Undir þessari fyrirsögn mun blað- ið framvegis flytja yfirlitsgreinar um erlenda atburði). Stjórnmálaástandið í Frakklandi. Stjórnmálaástandið í Frakk- landi hefir gjörbreytzt á síðustu fimm mánuðum. Þetta er álit ýmsra brezkra fréttamanna, sem dvelja í París á vegum brezkra Itlaða. Einn þeirra, Mallory Browne, skrifar eltirfarandi yfir- lit þaðan: I septeinber síðastliðnum virt- ist bylting vera yfirvofandi. And- rúmsloftið í París var gegnsýrt af slíkum stjórnmálafyrirætlunum; úti á landsbyggðinni voru meira að segja gerðar einangraðar og ósamstæðar tilraunir í þessa átt. Konunúnistahópar náðu valdi á verksmiðjum og jafnvel heilum byggðum. Samgöngukerfi lands- ins var allt í rústum og lítið sem ekkert samband var í milli þess- ara hópa. En hvar sem maður kom, var talað um byltingu, af brennandi áhuga fyrir endur- fæðingu Frakklands án tafar. í dag er allt þetta breytt. Bylt- ingunni hefir verið frestað um næstu framtíð. Hin íhaldssamari öfl hafa sigrað í bráðina að bráðina að minnsta kosti. Bráðá- birgðastjórn De Gattlle er í rauninni íhaldssöm í stefnu sinni. Hún er samsteypustjórn og stendur styrkum fótum með tilstilli hófsamra flokka ka- þólskra manna annars vegar, en kommúnista hins vegar. Leyndardómurinn við þessa stjómmálaþróun er sá, að kommúnistar leika „íhaldssamt“ hlutverk í franskri pólitík um þessar mundir. Eftir að samning- urinn milli Sovétstjórnarinnar og De Gaulle var undirritaður gerðust þau tíðindi, að komm- únistaflokkurinn varð einn að- albakhjarl De Gaullestjórnar- innar og fremsti málsvari hóf- seminnar í pólitískum fyrirætl- unum í landinu. Thorez, foringi kommúnista orðaði þetta svo, að kommúnistaflokkurinn væri orðinn stuðningsflokkur ríkis- stjórnarinnar. Skammgóður vermir. Enginn gerir sér neinar gylli- vonir um stöðugleika þessarar skyndilegu breytingar. Fáir ætla, að þessi nýja stefna kommúnist- anna standi lengur en hentar pólitískum hernaðai'áætlunum Sovétstjórnarinnar og frönsku kommúnistaleiðtoganna. Það er víst, að þótt De Gaulle hafi sannleiksgildi orða sinna, að þetta sé „víst og áreiðanlegt“. Tilkynning Jóns um æfikvöld Framsóknarflokksins, af því hann sé á móti stjórninni, sem er hið sama og að vera á móti auk- inni dýrtíð og fjármálaöngþveiti rnengur meðal almennings und- ir nafninu STÖRI SANNLEIK- IJR! eru svo augljósir, að eins og nú horfir er alls endis ólíklegt, að nokkrum takist að ryðja honum úr vegi. Eftirtektarverðara en viður- kenning kommúnista á status quo, — ríkjandi ástandi, — er þó pólitískur ósigur þeirra afla, sem eru ennþá róttækari en þeirra flokkur, en það eru ýmsar deild- ir Andspyrnuhreyfingarinnar. Ýmsir úr flokki áhrifamanna þessarar hreyfingar — þeif sem ekki hafa gengið á mála hjá stjórninni — fara ekki dult með béiskju sína út af því, sem þeir nefna „svik De Gaulle“. Það er staðreynd, að Andspyrnuhreyf- ingin hefir ekkert pólitískt vald lengur í landiinu. Breytinguna má marka af því, að fyrir nokkr- um mánuðum var stjórnarnefnd hfeyfingarinnarvaldamestastofn- un landsins, valdameiri en ríkis- stjórnin sjálf. Hvernig stendur á þessari gjörbreytingu? Svarið er, að meðlimir Andspyrnuhreyif- ingarinnar voru flestir ungir menn, sem höfðu háleitar hug- sjónir og fyrirætlanir um hið nýja Frakkland. Margir þeirra voru kommúnistar, en margir voru ekki í þeim flokki, en að- hylltust lauslega stefnuskrá um þjóðnýtingu atvinnuvega lands- ins í svo ríkum mæli, að hið nýja Frakkland hefði, ef þeir hefðu ráðið, orðið langt til vinstri við lýðveldið, sem leið undir lok 1940. Það er staðreynd, að And- spyrnuhreyfingin svonefnda gekk vel fram í baráttunni við Þjóðverja og átti þá fylgi mikils meiri hluta Jrjóðarinnar. En eft- ir að Þjóðverjar voru á brott og meðlimir hreyfingarinnar fóru að skipa málum að vild sinni, gerðust margir fráhverfir henni vegna hryðjuverka, sem framin voru að- hennar tilstilli eða í nafni hennar. Þjóðin þreytt á aftökum. Franskur almenningur er orð- inn þreyttur á málssóknum, of- sóknum og aftökum fyrir „sam- vinnu við óvinina". Þjóðin hefir orðið að hafa úti allar klær til þess að fá nóg að bíta og brenna og eins og sakir standa hefir hún meiri áhuga fyrir beinum stjórn- arathöfnum til þess að leysa þau vandamál en þjóðnýtingu at- vinnutækjanna og öðru í þeim dúr. Bændur hafa leikið stórt hlut- verk í þessum þætti. Þeir eru fagnað því, að hættunni um kommúnistabyltingu var afstýrt, gerir hann sér ljóst, að þessi stefna kan nað reynast skamm- góður vermir. Hitt er og jafn ljóst, að hve- nær sem-kommúnistarnir ákveða að gerast stjórnarandstöðuflokk- ur á ný, verður það ekki til þess að fella De Gaulle. Yfirburðir hans á stjórnmálasviði landsins (Framhald £ 3. §ífíu}.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.