Dagur - 15.03.1945, Blaðsíða 8
8
DAðUR
Fimmtudaginn 15. marz 1945
A EG AÐ SEGJA ÞER SOGU
Átján sögur eftir heimskunna smásagnahöfunda, í
þýðingu Brynjólfs Sveinssonar, menntaskólakennara
Þar er Regn, frægasta smásaga
W. Somerset Maugham,
Þ etta er óvenjulega skemmti-
leg bók. Gleði og harmur, fyndni og
alvara skiptast hér á eins og myndir
á tjaldi. Töfrar smásögunnar heilla
huga miljóna manna um víða veröld.
HOTEL K.E.A.
Salirnir opnir n. k. sunnudag
kl. 3—6 e. h.
Hljómsveit leikur danslög frá
kl. 9—11.30 e. h.
Úr bæ og byggð
I. O. O. F. 12631681/2
KIRKJAN. Messað á Akureyri
næstk. sunnudag kl. 2 e. h.
Guðsþjónustur í Grundarþinga-
prestakalli: Möðruvöllum, pálma-
sunnudag kl. 1. — Hólum, skírdag kl.
12 á hádegi. — Saurbæ, sama dag
kl. 3 e. h. — Grund, föstudaginn
langa kl. 1 e. h. — Kaupangi, páska-
dag kl. 2 e. h. — Munkaþverá, annan
í páskum kl. 1.
80 ára er í dag (15. marz) Ragn-
heiður Jakobsdóttir frá Saurbæ, nú
til heimilis í Norðurgötu 11, Akur-
eyri.
Jórunn Bjarnadóttir ljósmóðir er
nú til heimilis að Hótel Goðafoss.
Dánardægur. Aðfaranótt 7. þ. m.
lézt að heimili sínu, Oddeyrargötu 26
hér í bæ, Helga Kristjánsdóttir, kona
Valdimars Pálssonar verkamanns,
eftir langa og þunga sjúkdómslegu.
Aöalfundur Skógræktarfélags Ey-
firðinga verður haldinn að Hótel
KEA í kvöld (fimmtudag) kl. 8.30
e. h.
Hjúskapur: Nýlega hafa verið gefin
saman í hjónaband af sóknarprestin-
um, sr. Friðrik J. Rafnar, vígslubisk-
upi: Ungfrú Ragnheiður Jónsdóttir
frá Yztagerði og Ólafur Jakobsson,
bóndi, Gili. Ungfrú Margrét Pálsdótt-
ir Bergssonar frá Hrísey og Jóhann
Halldórsson, skipstj., Ak. Ungfrú
Nanna J. Steindórsdóttir frá Ytra-
haga og Sigurður Traustason, útgerð-
armaður á Hauganesi.
Dánardæéur. Hinn 10. þ. m. lézt að
elliheimilinu í Skjaldarvík Guðný
Jónsdóttir frá Gili, 81 árs að aldri.
Innbrot. í síðastl. viku var brotist
inn í skála Framsóknarfélaganna að
Hrafnagili og stolið þaðan ýmsum
húsmunum. Lögreglan hefir málið til
rannsóknar.
Stúkan Ísafold-Fjallkonan nr. 1
heldur fund næstk. þriðjudag kl. 8.30
e. h. í Skjaldborg. — Fundarefni:
Venjuleg fundarstörf. — Erindi: Jón-
as Jónsson, kennari. — Tvísöngur. —
Upplestur. — Félagar eru beðnir að
fjölmenna.
Kantötukór Akureyrar hafði söng-
skemmtun í Nýja-Bíó sl. sunnudag
við húsfylli og ágætar viðtökur áheyr-
enda og er ákveffið að söngskemmt-
unin verði endurtekin næstk. sunnu-
dag, 18. marz, í Nýja-Bíó kl. 5 e. h.
Þetta verður eina tækifærið til þess
að hlusta á kórinn að þessu sinni, þar
eð söngstjórinn er á förum til Reykja-
víkur vegna uppfærslu Tónlistarfé-
lagsins þar á Oratoríuverkinu Friður
á jörðu.
Barnastúkan Sakleysið heldur fund
næstk. sunnudag kl. 10 f. h. Fundar-
efni: Leikur upplestrar.
Fundur verður haldinn í félaginu
„Berklavörn" næstk. þriðjudag 20. þ.
m. kl. 8.30 e. h. í Verzlunarmanna-
húsinu. Stefán Guðnason læknir flyt-
ur erindi. Ennfremur verður rætt um
kaffikvöld o. fl. Stjórn „Berklavarn-
ar“ vonar að þeir fyrrverandi berkla-
sjúklingar hér á Akureyri, sem enn
hafa ekki gengið í félagið, láti skrá sig
þar hið allra fyrsta.
Zíon. Næstkomandi sunnudag kl-
11.30 f. h. barnasamkoma. Kl. 8.30 e.
h. almenn samkoma. Allir velkomnir.
Frá Bridéefélaéi Akureyrar. — í
meistarakeppninni er staðan þannig
eftir 3 umferðir: Sveit Jóns Stein-
grímssonar með 3 vinninga. Sveit
Stefáns Árnasonar með 2. Sveit Þórð-
ar Sveinssonar með 2. Sveit Jóns G.
Sólnes með 1. Sveit Tómasar Stein-
grímssonar með 1. Sveit Jóhanns
Snorrasonar með engan. — 4. umferð
fer fram næstkomandi sunnudag á
sama stað og áður. Þá keppa sveitir
þeirra Jóns Steingrímssonar og Stef-
áns Árnasonar, sveitir þeirra Þórðar
Sveinssonar og Jóns G. Sólnes, sveitir
þeirra Jóhanns Snorrasonar og Tóm-
asar Steingrímssonar.
Stefán Árnason, framkv.stj., sem á
sæti í Spítalanefnd kaupstaðarins af
hálfu Framsóknarflokksins, mun
svara aðdróttunum „Verkam." í sam-
bandi við sjúkrahússmálið, í næsta
tbl. Dags,
N Y J A - B I 0
sýniir í kvölcl kl, 9:
Random Harvest
Föstudaginn kl. 9:
Riddari hefndarinnar
Laugardag kl. 6:
Sjá götuauglýsingar
Laugardaginn kl. 9:
Random Harvest
Sunnudaginn kl. 3:
Sjá götuauglýsingar
Sunnudaginn kl. 9:
Riddari hefndarinnar
SAMTAL
VIÐ BERNARÐ STEFÁNSSON
(Framhald af 1. síðú).
og nú standa sakir er ekki útlit
fyrir að verði eyrisafgangnr þótt
milljóna sé aflað með nýjum
sköttum. Ekki verður séð, að
fjárþörf ríkisins verði minni
næsta ár en nú, líklega heldur
meiri. Hlýtur því svo að fara, að
stjórnin gefist upp við annað
hvort, nýsköpunina eða dýrtíðar-
og hækkunarstefnuna, sem hún
fylgir í fjármálum."
— Og hvað tekur Jrá við?
,,Eg get ekki séð, að nei-tt ann-
að liggi fyrir en sú stefna, sem
Eramsóknarmenn hafa barist
fyrir, — stöðvun og síðan lækkun
dýrtíðarinnar með réttlátri Jrátt-
töku allra stétta. Þá fyrst er hugs-
anlegt að koma fjármálum ríkis-
ins á réttan kjöl og hefja alls-
herjar viðreisn í atvinnumálum
landsins.“
— Og nú ætlar stjórnin að sigla
sinn sjó, óáreitt af þinginu til 1.
október, er Joað ekki?
„Svo er að sjá, þótt eg skilji
ekki, hvernig hún ætlar að kom-
ast hjá því, að þingið ráði fram
úr þegar ný landbúnaðarvísitala
tekur gildi 15. september. Eg
hefi áldrei skilið þá ráðstöfun,
að kalla þingið saman hálfum
mánuði á eftir að Jrau tíðindi
gerast, hvað sem undir kann að
búa. Mér sýnist blátt áfram óhjá-
kvæmilegt, að þing komi saman
snemma í september og taki af-
stöðu til málanna. En reynslan
sker úr því, hvernig því máli er
í rauninni háttað".
— Að lokum, — hvað viltu
segja okkur um „stríðsmálið"
svokallaða?
„Um það er raunar ekkert að
segja enn nema Jrað sem er á
allra vitorði. Þingið ræddi á lok-
uðum fundum afstöðu íslands
til ófriðarþjóðanna. Eg hefi
ástæðu til að ætla, að gögn í því
nráli verði birt innan skamms og
verð.ur þá að bíða þess. Verða
J>au mál vafalaust rædd í blöð-
um og á mannfundum er Jrar að
kemur.“
Dansleikur verður haldinn að
Hrafnagili næstk. laugardagskvöld kl.
10 e. h. Góð músik,
SAMTAL
VIÐ SNORRA SIGFÚSSON
(Framhald af 1. síðu).
eina hreppa um slíkar skóla-
byggingar. En fámenni sumra
hreppa er svo mikið, að samein-
ing er nauðsynleg, ef von á að
vera um raunhæfar úrbætur í
skólamálum þeirra. Surnir
hreppar hafa svo fá börn, að ekki
er nóg starf fyrir kennara, og
ætla má, að hér eftir verði kenn-
arar taldið það dýrir starfsmenn,
að ekki Jryki hagkvæmt að láta
þá sitja yfir fáum börnum allan
veturinn, [oegar önnur úrræði
eru fyrir hendi.
Það er eitt af verkefnum náms-
stjóranna, að leiðbeina um slíka
sameiningu og aðstoða við val
skólastaða. Sums staðar er þegar
hafinn undirbúningur að sam-
vinnti hreppa og skólabygginga.
— Telur þú heimavistarskóla
beztu lausnina á barnafræðslu
sveitanna?
Eg tel tvímælalaust eina úr-
ræðið til viðunandi úrbóta, að^
reist séu skólaheimili á tiltekn-
um stöðum í sveitunum. Börn í
nágrenni skólanna gangi til
þeirra daglega, en jrau, sem fjær
búa, fái jrar heimavist. Eg er
sannfærður um, að Jretta er eina
lausnin, sem framtíðin getur
sætt sig við.
— En hvað er að segja um
skólamál þorpanna? Gegnir þar
ekki öðru máli?
Vitaskuld er aðstaða þeirra
önnur. En mörg þeirra eru þó
il'la á vegi stcidd með skóla sína.
Skólahúsin víða orðin gömul, úr-
ek og allt of lítil. Auk þess tæp-
ast búin þeim Jrægindum, sem
nauðsynleg eru. Mikill hugur er
hins vegar fyrir byggingu góðra
skólahúsa strax og aðstæður
leyfa.
— Hvað fleira gerizt í ferðum
námsstjóranna?
Þegar eg heimsæki skólahverfi,
byrja eg á því, að láta börnin
lesa, skoða skrift þeirra og at-
huga annan árangur kennslunn-
ar, sem sjáanlegur er. Ennfrem-
ur læt eg þau skrifa stuttan stíl
og leysa úr nokkrum reiknings-
dæmum. Verkefnin ern alls stað-
ar hin sömu. Þá rannsaka eg
hvað-þau kunna af Ijóðum og
lögum, hvaða íslenzkar bækur
þau hafa lesið og hvað þau vita
um íslenzk skáld, rithöfunda og
listamenn. Höfuðáherzlan er
lögð á móðurmálið og reikning-
inn. Þá athuga eg nám í kristn-
um fræðum og lýk venjulega
heimsókn minni í skólana með
Jrví að segja börnunum fallega
sögu, kristilegs og siðlegs efnis.
Þegar heim kemur vinn eg úr
þessnm gögnum, athnga hvernig
börnin hafa leyst Jran verkefni,
sem eg lagði fyrir þau og skrila
skólanefndunum síðan ýtarlega
skýrslu um árangurinn og bendi
á það, sem eg tel að þurfi helzt
lagfæringar við, Jafnframt drep
eg þá á framtíðartilhögun í skól-
unum, ef tilefni er. Kennararnir
fá jafnan afrit af þessnnr skýrsl-
um. Á Jrennan hátt tel eg, að all
mikið vinnist til lagfæringar,
enda er samvinnan \ ið kennar-
ana og skólanefndirnar hin
ákjósanlegasta.
Auk þessa helcl eg oft fundi
með skólanefndunum eða ræði
við formenn þeirra. Jafnframt
hefi eg flutt erindi fyrir foreldra
og hafa skólanefndirnar þá boð-
að til þeirra funda, svo var t. d. á
Sauðárkróki og Blönduósi í
Jressari ferð.
— Hvernig geðjast þér að þessu
starfi?
Þetta starf á að mörgu leyti
vel við mig. þótt ferðirnar séu
NYKOMIÐ:
könnur og glös
(sett)
VÖRUHÚSIÐ h.f.
stundum ærið erfiðar. En Jrað
gleymist, því að það er gott að
heimsækja fólkið úti á landi. —
Gestrisni Jress og vinsemd er
mikil. Eg hefi kynnst mörgu
fólki í Jressum ferðum og það
helir verið mér mikil gleði. Eg
hefi vfða komið og stimar heim-
sóknir eru mér sérstaklega
minnisstæðar. Eg get ekki stillt
mig um að nefna heimsókn mína
í Kvennaskólann á Blönduósi.
Eg flutti þar erindi fyrir náms-
meyjarnar og gesti. Mér Jrótti
sérstaklega gaman að koma í
þann skóla. Eg hygg, að skóla-
stjóranum, Sólveigu Benedjkts-
dóttuir frá Húsavík, farizt starf
sitt ágætlega. Syndist mér stjórn
hennar föst og farsæl. Eg sá mik-
ið af hannyrðum námsmeyjanna
og dáðist.að J>eim menningar-
brag er þar var á öllu.
Eg vildi mega nota þetta tæki-
færi til þess að biðja Dag að
koma Jjakklæti mínu til allra
þeirra hér norðanlands, er hafa
sýnt mér margs konar vinsemd
og rausn í þessum ferðum mín-
um.