Dagur - 22.03.1945, Blaðsíða 1
- ------- I
ANNALL
DAGS
ERLENDUR.
15.—20. marz.
Helztu tíðindi á vesturvígstöðv-
unum eru þau, að 3. og 7. her-
irnir amerísku brjóta að mestu á
bak aftur varnir Þjóðverja vest-
an Rínar, syðst á vesturvígstöðv-
unum. Talið, að vörn ])ýzka
hersins milli Moselle og Rínar
verði brátt lokið. Bandaríkja-
rnenn hafa víkkað brúarsporð
sinn austan Rínar, gegnt Re-
magen, en norðar á víglínunni
búa hersveitir Montgomerys sig
undir sókn yfir Rín. — Á austur-
vígstöðvunum hefir vei ið áfram-
hald harðra bardaga á vígstöðv-
unum gegnt Stettin og við Dan-
zig. Rússar hafa stöðvað sóknar-
lotu Þjóðverja í Ungverjalandi
og hafið þar sjálfir sókn. Stór-
kost'legar loftárásir voru gerðat
á Þýzkaland úr vestri. Vörn Jap-
ana á Ivo-ey er lokið.
Sænskar fregnir herma, að
'Þjóðverjar hafi þreifað fyrir sér
um friðarskilmála hjá brezka
sendiherranum í Stokkhólmi. —
Nazistar vildu fá að halda völd-
unum en gera annars ýmsar til-
slakanir. Tilboðinu var ekki
sinnt.
Þingkosningar í Finnlandi. —
Vinstri öflin sigra í kosningun-
um. Paasikivi segir nána sam-
vinnu við Rússa í vændum.
★
INNLENDUR,
15.—20. marz.
íslenzka sendinefndin komin
heim frá London. Hún gekk frá
sölu íslenzkra sjávarafurða fyrir
yfirstandandi ár. Síldarafurðir
voru seldar fyrir sama verð og sl.
ár og lnaðfrysti fiskurinn sömu-
leiðis, en nú fylgja ekki þunn-
ildi, og er því um nokkra lækk-
un að ræða í raun. Verðgildi
hinnar fyrirfram seldu vöru mun
vera um 110 millj. kr.
★
Atvinnumálaráðherra skipar
Erling Ellingsen verkfræðing í
embætti flugmálastjóra. Hvorki
Agnari Kofoed-Hansen né Erni
Johnsen mun hafa verið gefinn
kostur á embættinu. Ellingsen
þessi hefir ekki komið nálægt
flugmálum, en er hins vegar
kunnur Rússa-dindill.
★
Fimmtán rithöfundar segja sig
úr Ritliöfundafélagi íslands eft-
ir að kommúnistar höfðu náð
stjórn félagsins í sínar hendur
með eins atkv. meirihluta; liafa
þessir menn stofnað nýtt féJag.
í hópi þeirra eru ýmsir af þekkt-
ustu rithöfundum og skáldum
þjóðarinnar, svo sem Davíð Stef-
ánsson, Kristmann Guðmunds-
son, Guðm. Hagalín, Þórir
Bergsson, Jakob Thorarensen,
Gunnar Magnúss, Elinborg Lár-
usdóttir o. fl. — Laxness situr eft-
ir í kommúnistafélaginu með 15
manna lið.
★
Örlygur Sigurðsson listmálari,
Guðmundssonar skólameistara,
opnar málverkasýningu íl Rvík.
Nær öll málverkin eru þegar
seld. Um 1100 manms hafa sótt
sýninguna.
vGUR
XXVIII. árg. Akureyri, fimmtudaginn 22. marz 1945 12. tbl.
Bændur svara árásum Reykjavíkurvaldsins á áburðarverk
Tillaga Fjárhags- og útv.málanefnda kanpstaðarins:
200 þúsund króna framlag til
væntanl. útgerðarfélags
Hlutur bæjarsjóðs 25%. — 75% komi frá
bæjarbúum.
K. E. A. ákveður, að leggja fram 1/5 hlutafjárins.
HINN 8. febrúar sl. var bent
á það hér í blaðinu, að til
þess að fá úr því skorið, hvort
nægur áhugi væri fyrir hendi
meðal bæjarmanna til þess að
hefjast handa í „nýsköpun“ í út-
gerðarmálum, þyrfti bæjar-
stjórnin að ganga til móts við
bæjarbúa á þann hátt, að hún
byðist til að leggja fram ákveðna
upphæð sem hlutafé í útgerðar-
félagi, gegn því að það sem á
vantaði kæmi annars staðar frá.
Daginn áður Iiafði tillaga
Framsóknarmanna í bæjarstjórn
falið Utvegsmálanefnd kaup-
staðarins að rannsaka hvort
áhugi væri fyrir hendi mn slíka
félagsstofnun.
Síðan þetta var, hefii: komið all-
mikil hreyfing á málið. Sjálf-
stæðisfél. Akureyrar, Sjómanna-
félagjð, Skipstjórafélagið og
fleiri samtök hafa rætt um mál-
ið og hafa fallist á þann grund-
völl, sem Dagur hafði bent á.
Útvegsmálanefnd kaupstaðarins
hafði fund með fulltrúum þess-
ara aðila Ifi. þ. m. Var þar rætt
um málið á ofangreindmn
grundvelli og óskuðu fulltrúar
félaganna þess, að Útvegsmála-
Verður amerískur
sérfræðingur látinn
gera áætlanir um
dráttarbrautirnar
á Oddeyri?
gÆJARSTJÓRNINNI hefir
borizt fyrirspurn frá hluta-
félaginu „Skipanaust" í Reykja-
vík um, hvort Akureyrarhöfn
óski eftir að fá aðstoð og áætlan-
ir um gerð og byggingu fyrirHug-
aðra dráttarbrauta á Oddeyri frá
sérfræðingi, er félagið hyggst
að fá hingað frá Ameríku. Hafn-
arnefnd bæjarins hefir falið bæj-
arstjóra að atliuga hvað kosta
muni að fá sétdræðing þennan
hingað.
nefnd flytti tillögu þess efnis, að
bæjarstjórnin legði fram úr bæj-
arsjóði blutafé er næmi 100 þús.
kr. á skip og væru þá keypt tvö
skip ekki undir 150 rúml. hvort.
Á fundi sínum 19. þ. m. ákvað
Útvegsmálanefnd að leggja til, að
bæjarstjórnin samþykkti eftir-
farandi álit:
Framlag bæjarsjóðs sé tak-
markað við 25% af hlutafénu,
enda skuli hin 75% vera lögð
fram af bæjarbúum innan
þriggja mánaða frá því, að bæj-
arstjórnin liefir samþykkt að
leggja hlutafé fram. Hlutafé fé-
lagsins skal vera minnst 60% af
beildar stofnkostnaði þess, þar
með talið skip, veiðiútbúnaður
allur og veiðarfærageymsla. Allt
hlutafé skal vera innborgað eða
tryggt á annan hátt áður en
framkvæmdir eru bafnar eða fé-
lagið er skuldbundið til frarn-
kvæmda.
A fundi fjárhagsnefndár kaup-
staðarins sama dag var eftirfar-
andi ályktun gerð:
Fjárhagsnefnd vill fyrir sitt
leyti mæla með, að hæjarstjórn
samþykki þessar tillögur Útvegs-
nefndar og leggur til að hún
heimili fjárbagsnefnd að kaupa
hlutabréf fyrir allt að 200 þús.
kr. og taka lán til kaupanna eftir
því sém með þarf.
Bæjarstjórnin vísaði álitum
þessum til 2. umræðu.
í greinargerð, sem fylgdi til-
lögum Útvegsmálanefndar seg-
ir m. a.:
Útvegsmálanefnd telur ekki
skynsamlegt, að ráðizt verði í
byggingu tveggja 150—180 smál.
skipa, eins og tillögumenn (fé-
laga í bænum) gera ráð fyrir, a.
m. k. telur hún sig ekki vilja
mæla með slíku án nánari at-
hugunar, enda telur hún að fé-
lagsfundur eða stjórn hins vænt-
anlega félags verði að ákveða
hve stór eða mörg skip verði
keypt eða byggð. . . .
— Ástæðurnar telur nefndin
m. a. þessar:
Augljóst er, að fleiri menn fá
atvinnu við fleiri, smærri skip.
Framhald á 8. síðu.
Sækir til berlínar
Myndin er af einutn snjallasta hers-
höfðingja vorra tíma, ZHUKOV mar-
skálki, er stjórnar herjum Rússa á
miðhluta austurvígstöðvanna, gegnt
Berlín.
Saga Akureyrar
verður prentuð
í sumar
* &
gAMKOMULAG hefir náðst
við erfingja Klemenzar
Jónssonar landritara um iitgáfu
á Sögu Akureyrar, er hann ritaði.
Handritið hefir verið í eigu Ak-
ureyrarbæjar um langt skeið.
Samkomulagið er á þeim grund-
velli, að sagan verður gefin út
eins og hún er til ársins 1904, en
kaflarnir, sem eru um yngri
tímabil í sögu bæjarins, verða
felldir niður. Sögunefnd bæjar-
ins ákvað á fundi sínum 9. rnarz
sl. að hefjast handa um_útgáfuna
nú þegar, og samþykkti bæjar-
stjórnin álit nefndarinnar. Bók-
in verður prentuð í Prentverki
Odds Björnssonar. Upplag verð-
ur 1800 eintök, þar af 500 í
bandi. Ætlast er til, að bókin
komi á markað í nóvémber. —
Brynleifur Tobiasson, mennta-
skólakennari, mun hafa umsjón
með útgáfunni og annast próf-
arkalestur.
Akureyri verður
þátttakandi í
F jórðungssambandi
Norðlendinga.
FUNDI bæjarstjórnar í fyrra-
dag var ákveðið, að Akur-
eyri gerist þátttakandi í fyrir-
huguðu Fjórðungssambandi
Norðlendinga og sendi tvo full-
trúa á fyrirhugað f jórðungsþing
hér á Akureyri. Eins og kunn-
ugt er, var máli þessu fyrst
(Framhald á 8. síðu).
smiojumalio
Búnaðarþingið mælti ein-
dregið með framkvæmd-
um á grundvelli frumv.
V. Þór.
BÚNAÐARÞINGI lauk sl.
mánudagskvöld. Hefir það
liaft mörg mál landbúnaðarins
til meðferðar og afgreiðslu. Má
þar nefna jarðræktarlagamálið,
búnaðarmálasjóðsmálið og á-
burðarverksmiðjumálið, auk
fjölmargra annarra. Verður nán-
ar vikið að þeim síðar hér í blað-
inu. Eitt þessara mála mun
vekja sérstaka athygli hér um
slóðir vegna þeirra umræðna,
sem orðið hafa um það í blöðum
að undanförnu. Það er áburðar-
verksmiðjumálið. Búnaðarþing-
ið mælti eindregið með frum-
varpi því, sem Vilhjálmur Þór
.flutti, en stjórnarliðar komu fyr-
ir kattarnef. Óskaði Búnaðar-
þingið þess, að veittar yrðu úr
ríkissjóði 2 millj. króna í því
skyni, að hefja framkvæmdir.
Ákvæði um þessa fjárveitingu
var í f járlagafrumvarpi fyrrv'.
stjórnar, en kommúnistar og
Sjálfstæðismenn felldu hana
burt og tóku í þess stað upp
heimild til þessara greiðslu, sem
víst þykir um, að stjórnin ætli
ekki að nota.
I ályktun Búnaðarþings um
málið segir svo m. a.:
„Búnaðarþing fellst í aðalat-
riðum á frumvarp það um
áburðarverksmiðju, er lagt var
fyrir Alþingi 1944 og mælir ein-
drégið með því, að það verði lagt
til grundvallar væntanlegra laga
um þetta efni. Jafnframt skorar
þingið á ríkisstjómina að hraðh
sem mest framgangi málsins.
Þá skorar Búnaðarþing á rík-
isstjórnina að nota heimild í
gildandi fjárlögum um að leggja
fram á þessu ári 2 milljónir kr.
og ennfremur að taka upp í f jár-
lög 1946 eigi lægri upphæð í
þessu skyni.
Að öðru leyti vill Búnaðarþing
benda á eftirfarandi:
Að nú þegar séu gerðar ýtar-
legar tilraunir á nokkrum stöð-
um í landinu með geymslu hinn-
ar væntanlegu áburðartegundar.
sem verksmiðjunni er ætlað að
framleiða, bæði í óvörðu og húð-
uðu ástandi, og að tilraunastöðv-
um landsins sé falið nú í ár, að
reyna Ammoníumnitrat til sam-
anburðar við þekktar köfnunar-
efnis-áburðartegundir.
Að við val á verksmiðjustæði
sé rækilega tekið til greina, hvar
(Framhald á 8. siðu).