Dagur - 22.03.1945, Blaðsíða 8

Dagur - 22.03.1945, Blaðsíða 8
8 BAGUR Fimmtudaginn 22. marzd945 r Ur bæ og byggð I. O. O. F. 12632381/2 KIRKJAN. Messað í Lög- mannshlíð á Pálmasunnudae kl. 1 e h Messur í Möðruvallakl.prestakalli: Pálmasunnudag kl. 1 e. h. Möðruvöll- um. — Skírdag kl. 1 e. h. Bakka. — Föstudaginn langa kl. 2 e. h. Elliheim- ilinu í Skjaldarvík. — Páskadag kl. 1 e. h. Möðruvöllum og kl. 4 e. h. Glæsi- bæ. — Annan í páskum kl. 1 e. h. Bægisá. Barnastúkan Samúð heldur fund næstk. sunnudag kl. 10 árdegis í Skjaldborg. — Venjuleg fundarstörf. Kosinn fulltrúi á Þingstúkufund. — Leikrit. — Upplestur o. fl. — Félag- ar! Fjölmennið. Aðaltundur Þingstúku Eyjaijarðar verður haldinn í Skjaldborg á föstu- daginn langa (30. þ. m.) kl. 8 e. h. — Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Stigveiting. Frá Bridgetélagi Akureyrar. — í meistaraflokkskeppninni er nú lok- ið fjórum umferðum og standa leikar þannig: Sveit Jóns Steingrímssonar 4 vinninga. — Sveit Þórðar Sveinsson- ar 3 vinninga. — Sveit Stefáns Árna- sonar 2 vinninga. — Sveit Tómasar Steingrímssonar 2 vinninga. — Sveit Jóns G. Sólnes 1 vinning. — Sveit Jóhanns Snorrasonar 0 vinning. — 1 kvöld fer fram síðasta umferð keppninnar og sþila þessir saman: Sveitir Þórðar Sveinssonar og Stefáns Árnasonar. — Sveitir Jóns G. Sólnes og Tómasar Steingrímssonar. — Sveitir Jóhanns Snorrasonar og Jóns Steingrímssonar. — Keppt á Hótel KEA, hefst kl. 8 e. h. Frakklandssöfnunin. Nokkrir menn í Rvík hafa hafizt handa um fjár- og fatasöfnun handa bágstöddu fólki í bænum Avranche í Normandí. Hafa þeir birt ávarp til þjóðarinnar og verður þess síðar getið hér. — Prent- uð hafa verið gjafakort, er kosta kr. 10.00 hvert, og seld verða í bóka- verzlunum hér í bæ. Greiðir þá geí- andi minnst kr. 10.00, og ritar nain sitt á spjaldið, er síðan verður sent til Normandí, með fatabögglum. — Fatagjöfum verður veitt móttaka á skrifstofu SVERRIS RAGNARS, og mun skrifstofan annast um, að munir verði sóttir, ef óskað er. í Hótel GuIIfoss, sem brann aðfara- nótt sl. fimmtudags og lauslega var frá greint í síðasta tbl. bjuggu alls um 40 manns, þar af 20 nemendur úr framhaldsskólum bæjarins; 10 dval- argestir voru í hótelinu. Húsið, inn- anstokksmunir þess, svo og búslóð hóteleiganda var vátryggt, en eignir þeirra, sem dvöldu þar voru lítt eða ekki vátryggðar. Margir urðu þvx fyr- ir tilfinnanlegu eignatjóna í brunan- um. Ekki er fullvíst um eldsupptök, Frá starfinu í Zíon. Opinberar sam- komur á miðvikudögum, föstudögum og sunnudögum kl. 8.30 síðd. Ólafur Olafsson kristniboði talar. Allir vel- komnir. Páskasamkomur auglýstar síðar. I. O. G. T. Stúkan Brynja nr. 99 heldur fund í Skjaldborg þriðjudag- inn 27. marz næstk. kl. 8.30 e. h. — Inntaka nýrra félaga. — Upplestur. — Framhaldssagan. — Félagar, fjöl- mennið. Símskák. Sl. laugardagskvöld var tefld símskák milli Skákfél. Akureyr- ar og Taflfél. Hafnarfjarðar. Klukkan 8 á sunnudagsmorgun var 6 skákum lokið. Höfðu Akureyringar þá 3 x/% v. en Hafnfirðingar 2 V2. Fjórar skákir bíða dóms. FJÓRÐUNGSSAMBANDIÐ (Framhald af 1. síðu). hreyft af fundi presta, kennara og leikmanna, er haldinn var liér á Akureyri á sl. hausti. Er svo til ætlast, að öll bæjarfélög og sýslu- féjög í Norðlendingafjórðungi verði meðlimir sambandsins. — Verkefni þess er, að stuðla að verklegri og andlegri menningu í fjórðungnum. ÚTGERÐARFÉLAG (Framhald af 1. síðu). Vitað er, að byggingakostnaður tréskipa hér á landi nemur frá 8 til 10 þús. kr. á smálest nú, og ef byggja ætti svö skip, 150 og 180 smál. mundi það kosta 2,64—3,3 millj. kr. .fyrir utan nauðsynleg veiðarfæri. Fyrir þessa upphæð mundi hins vegar vera hægt að byggja rúmlega átta 40 smálesta báta eða næstum sjö 50 smál. báta. Telur nefndin því auðséð, að mun fleiri menn fá atvinnu við smærri skipin. Á síldveiðum gætu stærri skipin veitt 30—40 manns atvinnu, en smærri skip- in minnst 136 inönnum, og á botnvörpuveiðum allt að helm- ingi. fleiri mönnum en stóru skipin. Á línuveiðum yrði hlut- fallið ennþá hagstæðara fyrir hin smærri skip, ennfremur ef um ís- fiskflutninga væri aðræða.Telur nefndin sérstaklega æskilegt að athuga þetta, þar sem áskorunin um skipakaupin er fram komin með tilliti til atvinnuaukningar, ekki aðeins við sniíði, heldur einnig við rekstur. Enn telur nefndin í áliti sínu, að smærri skipin geti komið að fjölbreytt- ari notum en hin stærri, þar sem t / * engin reynsla er fengin fyrir því, hvernig 150—180 smál. ski]> reynast á botnvörpuveiðum. Yrði starfræksla þeirra því e. t. v. að miðast. við síldveiði og vöruflutninga og mundi það gera afkomu þeirra ótryggari en ella. Enn bendir nefndin á, að afköst hinna smærri skipa séu mun meiri en hinna stærri, ef miðað er við heildarsmálesta- tölu livors flokks um sig. Við samanburð á veiðimagni ýmsra stærðarflokka skipa árin 1942 og 1943 kemur fram, að meðalaf- köst skipa upp í 60 smál. eru mun meiri en skipa, sem stærri eru og lökust eru afköstin hjá skipum, sem eru yl'ir 100 smál. Eru um þetta opinberar skýrslur. Nefndin bendir einnig á, að kostnaður við hina smærri báta sé í smærri stíl en við byggingu stórra skipa og nregi þó auka við eftir hendinni, eftir því sem ástæður leyfa. Greinargerð nefndarinnar er ýtarlegri en hér er greint frá og verður vikið að henni aftur ef ástæða þykir til. Það er augljóst, að samþykki bæjarstjórn þessar tillögur, en það má telja líklegt, verður það komið undir bæjarbúum sjálf- um, hvort úr framkvæmdum verður eða ekki. K. E. A. ríður á vaðið með hlutafjárloforð. Dagur leitaði fregna af hluta- fjársöfnun hjá Gunnari Larsen framkvæmdast j. Ú tgerðarfélags K. E. A., en hann á sæti í Út- vegsmálanefnd. ,,Mér er ekki kunnugt um þátttöku í hlutafjársöfnun í bænum enn sem komið er,“ sagði G. Larsen. „En hinu get eg greint frá, að Útgerðarfélag K. E. A. hefir ákveðið að kaupa hlutabréf í væntanlegu útgerð- arfélagi að 1/5 hluta þess hluta- fjár, sem talið yrði nauðsynlegt til stofnunar hlutafélagsins, en það er 60% af stofnkostnaði út- gerðaríélagsins. Samkvæmt álykt- un fjárhagsnefndar, er bænum heimilt að kaupg 25% af 800 ÁBURÐARVERKSMIÐJU- MÁLIÐ (Framhald af 1. sS8u). hagfeldast væri að reisa \erk- smiðjuna með tillti lil sam- gangna, verðs á rafmagni og annars reksturskostnaðar. Að vandlega sé athugað, hvort ekki mætti vænta stuðn- ings af því við rekstur verksmiðj- unnar, að nokkur hluti af efna- framleiðslu hennar væri notaður til þátttökú í öðrum iðngreinum og væri þá, sem þurfa þætti, tek- ið tillit til þess í útbúnaði verk- smiðjunnar og afkastaáætlun." Þá samþykkti Búnaðarþing einnig svohljóðandi tillögu: ,,Þá skorar Búnaðarþing á Al- þingi, ef svo skyldi fara, að ekki yrði af ríkisins hálfu hafizt handa um að reisa áburðarverk- smiðju á næsta ári, að veita al- mennum félagssamtökum bænda kost á að hrinda málinu í fram- kvæmd, ef þau færu þess á leit. Ríkið tryggi þá þessum aðilum einkarétt til framleiðslu og sölu á tilbúnum áburði um alllangt árabil og styrki fyrirtækið með mjög ríflegu fjárframlagi, enda hafi ríkið eftirlit með rekstrin- um og íhlutun um, að verðlag áburðarins sé miðað við fram- leiðslukostnað og eðlileg gjöld í tryggingarsjóði fyrirtækisins/ Tillaga þessi mun byggð á því, að komið mun hafa til orða, að samvinnufélögin tækju hönd- um saman um byggingu verk- smiðjunnar, ef henni yrði eigi komið upp-að öðrum kosti. Stúlka óskast! Greiði gott kaup. Gunnar Steingrímsson Herbergi nr. 3. Hótel K.E.A. HJÓN Á AKIJREYRI óska eftir vist fyrir 14 ára dreng, á góðu og þrifnu sveitaheimili. Uppl.'á afgr. blaðsins. SCANDIA-eldavél til sölu í Aðalstræti 16. STEFÁN HÓLM S p e g 1 a r í m i k 1 u úrvali. Enn fremur GLERHILLUR VÖRUHÚSIÐ h.f. Smjörpappír Bókabúð Akureyrar HJÓLSÖG og BOR ásamt dýnamó til sölu. Veturliði Sigurðsson DAGUR kemur næst út á miðviku- daginn kemur. _______- þús. kr., sem mætti gera ráð fyrir að yrði hámark hlutafjárins". Þökkum hjartanlega alla þá samúð, er okkur var sýnd við andlát og útför manns- ins míns, sonar okkar og bróður, HAUKS HELGASONAR r a f v i r k j a. Sérstakar þakkir viljum við færa sam- starfsmönnum hans og skátafélögum, fyrir vináttu honum sýnda lífs og liðnum. SVAVA INGIMUNDARDÓTTIR. SIGRÍÐUR ODDSDÓTTIR. PÁLL SIGURGEIRSSON. SVERRIR PÁLSSON. GYLFI PÁLSSON. HELGA I. HELGADÓTTIR. Jarðarför JÓNS JÓNATANSSONAR fer fram að Munka- þverá laugardaginn 24. marz næstk. og hefst með húskveðju á heimili hans, Öngulsstöðum, kl. 12 á hádegi. Katrín Sigurgeirsdóttir. Þórður Jónatansson. Þakka innilega auðsýnda hjálp og vináttu við andlát og jarðarför móður minnar HELGU KRISTJÁNS- DÓTTUR. —■ Einkum og sérstaklega þakka eg þó öllum þeim, sem á einn og annan hátt léttu lienni hina löngu og erliðu sjúkdómslegu. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna. Kristján Valdemársson. *S><S><Í><S*Í><SkM>3>S*S>-$>3*S>3>SkS><3><í*S><í*Í><SkS^<S><®*»<S><Í~$'<$>«><$><£<Í><S><S><»«^ HJARTANS ÞAKKIR til allra þeirra, sem glöddu mig á 80 | ára afmæli mínu með heimsóknum, gjöfum og skeytum. GUÐ BLESSI YKKUR ÖLL RAGNHEIÐUR JAKOBSDÓTTIR ríHKHKHKHKHKHKHKBKBKBKBKHKBKBKHKHKHKBKHKHKHKHKKBKHKHK> FRAMSÓKNARFÉL. AKUREYRAR AÐALFLJNDUR félag^ins verður haldinn að Hótel K. E. A., mánudaginn 26. þ. m., kl. 8.30 e. h. — DAGSKRÁ: Ve.njuleg aðalfurídarstörf. Eélagar! Fjölmennið. Mætið stundvíslega! Stjó ormn. KHKHKHKHKHKHKHKHKWiKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKJ í«ííí$íííííí$íííí$ííí$ííííí$íí$íííí$íí3$ííísí$4í$íí4!5$$íi$*íís$$i$íí$í$$®$ft Á r s f u n d u r Mjólkursamlags Kaupfél. Eyfirðinga verður haldinn í Skjaldborg, fimmtudaginn 5. apríl n.k. og hefst kl. 1 e. h. Dagskrá samkvæmt reglugerð samlagsins. Stjórn Iíaupfélags Eyfirðinga. £Usíí$íí$ííííi$íííííííííí$ííísííí$í$íaííSís$íí3$«í$$$$$$s$$«^ KhkhkhKhkhkhkhkKhkhkhkhkhkhKhkhkKhKhKbK«hk«hkhkhkhKh( Fasteignin Strandgata 35, ásamt flughöfninni, er til sölu nú í vor. Komið getur til mála mikið pláss laust til íbúðar, ef samið er fljótlega. Björn Halldórsson, lögfræðingur Hafnarstrœti 86A, Akureyri. kkhkhkhkhkhkhkhkhkk^ikhkhkbkhkbkwíhkhkhkhkhkbkhkhkhkhj

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.