Dagur - 22.03.1945, Blaðsíða 4

Dagur - 22.03.1945, Blaðsíða 4
4 DA3UR DAGUR Ritstjóri: Haukur Snorrason. Aigreiísiu og innheimtu annast: Marinó H. Pétursson. Ohrifsteéa vi8 Kaupvangstorg. — Sími 96. BMHt kemur út á hverjum fimmtudegi. Argangurinn kostar kr. 15.00. Prentverk Odds Bjömssonar. DÆMDIR EFTIR LÍKUM ■pIL ER í REFSIRÉTTI flestra þjóða hugtak eða réttarregla, sem nefnist að dæma eftir líkum: — Ef sakborningur þrætir gegn augljósum líkindum eða jafnvel bláköldum staðreyndufn, er hann þó dæmdur eigi að síður, eins og skýlaus játning lians lægi fyrir. Vera má, að Rússar, Þjóð- verjar eða aðrar einræðisþjóðir fari öðruvísi að, þegar svo stendur á, en allar þær þjóðir, sem við sæmilegt réttaröryggi búa, kjósa fremur þessa að- ferð til þessaðkomalögumyfirafbrotamennenað grípa til naglaskrúfunnar eða annarra pynding- artækja. Sams konar aðferðir tíðkast og hijög T vettvangi daglegs lífs utan veggja réttarsalanna. Þegar bóndi fangar hey sitt, eða sjómaður léttir þrásetu á miðum úti, sökum ótryggilegs veðurút- lits, dæma þeir eftir lfkum; sömuleiðis læknir- inn, sem fyrirskipar ákveðna meðhöndlun og lyljanotkun sjúklings, eftir að ltafa rannsakað heilsufar hans, athugað sjúkdómseinkenni, hlust- að brjóstið og mælt blóðhitann. gOMMÚNISTAR VIRÐAST sætta sig illa við það, að þjóðin hefir neyðzt til þess að kveða upp dóm um afstöðu flokks þeirra i stríðskvaðn- -ingarmálinu fræga eftir slíkum forsendum, sem að ofan er lýst. „Þjóðviljinn" og „Verkamaður- inn“ keppast hvor við annan um að fara-sem dólgslegustum ókvæðisorðum um alla þá, sem kveðið hafa upp dóminn í heyranda hljóði. Al- menningur átti þó einskis annars úrkosti en að dæma eftir líkum í þessu máli. Ríkisstjórninni þóknaðist að láta Alþingi fjalla um boðskap hinna erlendu valdhafa á lokuðum þingfundum, og sú leynd hefir enn ekki verið rofin, þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir úr ýmsum áttum. Engin opin- ber tilkynning um þetta þýðingarmikla og við- kvæma deilumál hefir enn verið birt. Hins vegar liggur það sízt í Jáginni, að furðulegur straumur og skjálfti greip kommúnista strax, er mál þetta bar á góma. Nærfærnir menn stungu hitamælin- um þar inn, sem eðlilegast var, og mældu hita- stigið í aðalpípu og dagblaði flokksins. Og viti menn: Hitinn reyndist vissulega að vera bardaga- hiti og skjálftinn glímuskjálfti: — „Þjóðviljinn“ taldi það öldungis sjálfsagt, að þjóðinyrðiaðfæra ,,fórn“ ti! að geta tekið þátt í alþjóðasamstarfi, eins og fórnir hennar í þeim efnum væru ekki þegar nægar orðnar. Og sama dag (28. febr.) kvað blaðið svo að orði, að Sýrlendingar hefðu sýnt mikinn „stjórnmálaþroska“ með því að segja Þjóðverjum stríð á hendur á elleftu stundu. Sá ,,stjórnmálaþroski“ vakti raunar almennan hlát- ur í brezka þinginu, þegar Churchill drap á striðsyfirlýsingu þessarar smáþjóðar í ræðu sinni þar nú á dögunum! Og loks telur „Þjóðviljinn“ (4. marz), að „Alþingi liafi mistekizt í þessu máli“, og getur þar ekki verið átt við annað en það, að blaðið kalli það mistök, er þingið vildi ekki !áta íslendinga fara að dæmi Sýrlendinga í þessu efni. Fleira mætti til tína úr ummælum „Þjóðviljans" af svipuðu tagi, þótt hér skuli stað- ar numið að sinni. þAÐ MÁ VEL VERA, að þingmenn kommún- ista hafi heykzt á fyrri afstöðu flokks síns, áð- ur en ti! endanlegrar atkvæðagreiðslu kom á hin- um lokuðu þingfundum. Og það er Ijóst, að „Þjóðvi!jinn“ hefir nú bognað undan þunga al- menningsálitsins og vill gjarnan þræta og sverja sig hreinan af fyrri orðum sínum og boðun, eins og svo oft áður. En það stoðar ekki hót. Dómur „ þjóðarinnar er þegar fallinn, og lionum verður eitki áfrýjað. En hitt er furðulegt og óþolandi, að . LUZON-EY Kortið sýnir Lingayenflóa, þar sem Bandaríkjamenn gengu á land og sóttu til Manilla. Hafa þeir hreinsað til að mestu á suðurhluta eyjarinnar, þó verjast Japanar enn í Corregidorvirki. Aðalher Japana héfst nú við norðarlega á eyjunni. Sjálfsmorðingjar — og ekki að ástæðulausu! jyjORGUNBLAÐIÐ er skrítinn gripur, en þó harla misjafnlega skemmtilegur. Nýlega brigzlaði það Framsóknarmönnum um, að þeir hefðu fagnað Dettifoss-slysinu vegna þess, hversu illa þeim sé við Eim- skipafélagið. Flestir munu hafa talið, að með þegsu myndi blaðið telja sig hafa sett nýtt met i sorblaðamennsku, sem það gæti unað við um stund. En fáum dögum síðar bætti blaðið þó um þetta afreksverk sitt að því leyti, að ekki var í það sinn hægt að kenna blindu flokkshatri né pólitísku of- stæki um gapaskapinn og blygðunar-- leysið. I grein í blaðinu, þar sem rætt er um hin tíðu og óhugnanlegu mann- hvörf, sem orðið hafa í Reykjavik sfðustu mánuðina, segir svo, að „hver og einn einasti maður, sem horfið hef- ir, haf ð i ás t æ ð u til að fyrirfara sér, cða að minnsta kosti benda allar líkur til þess, að þeir hafi gripið til þess örþrifaráðs." (Leturbr. hér) í nánari „skýringum" blaðsins á þessari furðulegu staðhæfingu segir ennfrem- ur: „Maður, sem hefir dregið sér fé, hefir misst atvinnu sína og veit ekki, hvað hann á til bragðs að taka í lífinu, getur líka leiðzt út i það að stytta sér aldur“. ... o. s. frv. Þokka- leg huggun og raunabót fyrir aðstand- endur og ástvini allra hinna týndu manna að tarna! Þeir eru allir — „hver og einn einasti" — stimplaðir ríkisstjórnin sktdi enn leyna þjóðina öllu því, sem gerzt hefir í þessu mikilsverða máli. Al- menningur Iteimtar plöggin á borðið, svo að flugumenn er- lendra valdhafa geti ekki lengur vegið að andstæðingum sínum úr skálkaskjóli þessarar óþörfu leyndar og kallað sannleikann lygi og rógburð. Að öðrúm kosti mun þjóðin lialda uppteknum hætti um nauðsynlega og eðli- lega sjúkdómsgreiningu, eins og málleysingjar eða óráðssjúkling- ar ættu í hlút. sem afbrotamenn og sjálfsmorðingjar í víðlesnasta dagblaði landsins. AUÐVITAÐ hafa nokkrir að- standendur hinna horfnu manna þegar mótmælt þessum eindæma á- burði með gildum rökum. Varð Mogginn sjálfur t. d. neyddur til að birta svohljóðandi „skýringu“ nokkru síðar: „Að fengnum upplýsingumf!) . .skal þess getið, að Baldur Guð- mundsson, sem horfinn hefir verið síðan í byrjun siðasta mánaðar, var í góðri atvinnu, heilsuhraustur og átti ekki, svo kunnugt sé, við neina þá erfiðleika að stríða, er gefi tilefni til að ætla, að hann hafi haft í huga að stytta sér aldur.“ — Svo mörg voru þau orð: Fyrri staðhæfingar blaðsins Iýstar rakalaust slúður í þess eigin dálkum! Ekki er nú von á góðu í pólitikinni, þegar slíkt endemis- hneyksli getur hent blaðið í svo við- kvæmum einkamálum sem þessu. Fjarræna víðernanna! JþÓRBERGUR ÞÓRÐARSON rit- höfundur^ ræðir í langri grein, tsem birtist í nýkomnu Helgafells- hefti, um ýmis fyrirbrigði í málfari og stíl hinna nýtízku bókmennta- manna. Meðal annars endursegir hann þar eftirfarandi kafla — „úr bókmenntum síðustu tíma“ — til þess að sýna afkáraskap og misnotk- un nokkurra orða, sem þessir nýtízku höfundar stagast jafnan á — í tíma og ótíma — svo sem „fjarrænn", „dul“, „spurn“, „tjáning11, „reisn“, „víð- erni“ o. s. frv.: — „Tíkin á baðstofumæninum rekur upp fjarrænt gelt í spurn sinni rökkri síðsumarsins. Kisa situr á bæjarkampinum, stolt í reisn sinni, og virðir fyrir sér nýútsprunginn skarifífil, fjarrænan í draumi sínum í hvítum þokum vorsins, ofar mann- lífi og tjáningu. Kompleksína, Kyn- draum starir fjarrænu augnaráði i inn- hverfri dulúð á sólbitna elskendur fjarlægðarinnar, þartil það er eins og likámi hennar leysist upp og hverfi úti víðerni dagsins. Dag einn um mið- aftansbil sitja þau tvö uppí hlíðinni og horfa með dul í augum á tvö hvít ský út í fjarrænum víðernum lofts- (Framhald á 5. síffu). Fimmtudaginn 22. marz 1945 Ný bók: KROSS-SAUMUR Nýlega er komin á markaðinn bók, sem heitir: „Kross-saumur“, og hefir að geyma fjölda kross- saumsmunstra. Það er Munsturútgáfan, sem gefur bókina út, og segir í eftirmála, að hafin sé útgáfa kross- saumsmunstra, sem ákveðið hafi verið að gefa út í sama formi, og muni næsta hefti koma út síðar á þessu ári. Það er sannarlega gleðiefni að fá sem flestar bækur af slíku tagi, því að með hverju nýju munstri, sem kemur á markaðinn, ætti þeim möguleikum að fækka, að maður geti átt á hættu að setjast á sömu rósina í öðru hvoru liúsi! Jú, okkur vantar áreiðanlega fjölbreytni og frumleik hér eins og víða annars staðar. En betur þarf, ef duga skal. — Okkur nægja ekki munstrin ein. Okkur vantar efni. — Bæði strammi og javi hafa verið illfáanlegur varningur um nokkurra ára skeið. Þetta á þó einkum við^um strammann — því áð hann hefir alls ekki sézt lengi. Mér er sagt, að ástæðan sé sú, að Ameríku- mehn kunni ekki þá list, að vefa stramma. F.n hvers vegna svo erliðlega gengur að fá java — íslenzkan java, er mér ekki kunnugt um. — En víst er, að þeir, sem við java-framleiðslu fást, myndu auka mjög á vinsældir sínar, ef þeir sæju sér fært að senda ögn meira af java á markaðinn. — Fleiri gerðir og fleiri litir af java, er ósk okkar kvennanna. Þegar þessi ósk okkar hefir verið uppfyllt, munu kross-saumsbækur, bæði sú, er fyrr um get- ur og aðrar, komnar og ókomnar, ná tilgangi sín- um og gera það gagn sem þeim er ætlað. „Puélla". ★ Skemmtilegur sportklæðnaður. Dökkblátt pils fer vel við ljósa jakkann og peysuna, sem er hvít og dökkblá. — Síðbuxur, úr sama efni og pilsið, væru hentugar til smáferðalaga. ★ ELDHÚSIÐ Haframjölskökur: 2 bollar haframjöl. — 1 bolli sykur. — 1 bolli hveiti. — Y% bolli smjorlíki. — 1 bolli rúsínur. — Ya bolli hqitt vatn. — 1 teskeið salt. — */2 teskeið kanel. — j/2 teskeið bökunarsódi. teskeið allra- handa. —- 2 egg. Smjörlíkið er hrært vel, sykurinn settur saman við og hrært áfram. Eggin eru þeytt og hrærð út í. Hveiti, salt og krydd er sigtað og sett í deigið. Þá er haframjölið hrært saman við. Sódinn er hrærður út í vatninu og síðan er það sett í deigið. Síðast eru rúsínurnar látnar saman við. — Kök- urnar eru settar með teskeið á vel smurða plötu. ★ Gott ráð er að leggja óhreina vasaklúta í salt- vatn. — Óhreinindin ganga mun betur og fljótar úr þeim. » ★ Agalaus sveinn gerir móður M— -----► sinni skömm. Salómon.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.