Dagur - 22.03.1945, Blaðsíða 2

Dagur - 22.03.1945, Blaðsíða 2
2 BAGUR Fimmtudaginn 22. marz 1945 Nýsköpun kommúnista í land- búnaðar- og samvinnumálum Kommúnistar hafa að undan- förnu brotizt fram í fremstu víglínu þeirra, sem berjast fyrir hagsmunamálum hænda, og gert sig þar svo fyrirferðamikla að undrum sætir. Þeir segjast ætla að hefja nýsköpun á sviði land- búnaðarins, sem ekki sé vanþörf á, því að hann sé enn í miðalda- ástandi og þar ríki hið argasta öngþveiti og skipulagsleysi. — Kommúnistar hjóðast tii að lag- færa alit, sem aflaga fer í þess- um atvinnuvegi, og gerast leið- arljós bænda um búrekstur þeirra og athafnir. En þeir æti- ast ekki til, að þetta fari fram eftir þróunarleiðum, heldur í hamförunr byitingabrjálæðis. — Stefna kommúnista í landbúnað- armálum er á þá leið, eftir því senr talsmönnum Jreirra sagðist frá í útvarpsumræðum frá Al- þingi í haust, að hin dreifða byggð á ísiandi eigi að leggjast í auðn, en bændur eigi að flytj- ast í nágrenni kaupstaðanna, þar sem koma eigi upp samfelldum ræktunaflöndum fyrir þá; þar eiga þeir að framleiða landbún- aðarvörur handa kaupstaðabú- um, og við þá framleiðslu á að beita stórvirkum vélum. Kommúnistar ætlast þá til, að landbúnaðurinn sé rekinn í eins konar stóriðjusniði á vegum kaupstaðanna. Jafnframt og iryggðinni á að jijappa saman á einstökum stöðurn á þenna hátt, á að gera verðiaus öil mannvirki í dreifbýlinu, öllum þeirn mil- jónum, sem varið-liefir verið þar tii ræktunar, bygginga, sám- göngubóta og símalagninga á að kasta í sjóinn sem einskis nýtum hégóma. Hin víðáttumiklu beiti- iönd um dali og iieiðar á ekki að nota framvegis, og líklega á sauðfjárbúskapur að miklu leyti að falla niður, því mikið þétt- býli er ilia fallið til sauðfjár- ræktar. AUir sjá, að þessi land- búnaðarbylting kommúnista yrði nokkuð dýrt fyrirtæki, svo að ekki sé talað um hina menn- ingarlegu þýðingu dreifbýlisins, sem hefir þó reynzt alveg ómet- anleg í baráttu þjóðarinnar í þúsund ár. • _____________ Þessi landbúnaðarhugmynd kommúnista er alls fjarri því að eiga við á íslandi. Sennilega er hún eftiröpun akuryrkju ann- arra Janda, þar sem um er að ræða víðáttumiklar og frjósamar flatneskjur lands. Landbúnaður- inum íslenzka hæfa ekki stór- feldar og snöggar byltingatil- raunir. Hann er Iffrænn at- vinnuvegur og verður, ef vel á að fara, að taka stakkaskiptum, vexti og viðgangi fyrir hæfilega hraða þróun, en ekki stökkbreyt- ingum, eins og kommúnistar !eggja mikla áherzlu á. Þróunar- stefnunni fylgja líka allir tals- menn landbúnaðarmálanna og bændurnir sjálfir, enda hefir það gefið góða raun á síðustu áratug- um eða á þeim tímum, senr fram- förum í landbúnaði hefir verið sinnt að verulegu leyti. Kommúnistar hafa lengi haft hug á að ná tökunr á sv.eitafólk- inu, en lítið orðið ágengt. Þeir Irafa neytt ýmsra bragða í þess- um efnum, t. d. kljúfa bænda- stéttina í tvær fylkingar: stór- bændur og smábændur, og hafa þá gert sér vonir um að ná á þenna hátt valdi yfir þeim, sem þeir kalla smábændur, nreð því að bjóðast til að rétta hlut Jreirra gagnvart stórbændum. Ekkijref- ir Jretta borið neinn árangur. Bændur skilja ekki Jressa tví- skiptingu konrmúnista. Þá grípa Jreir til róttækari ráða. Þeir bjóða bændum úti um allar sveitir að búsetja sig í nánd við kaupstaðina og lrefja Jrar sanr- yrkjubúskap, Jrar senr stórvirkar vélar verði að verki, og lrændur þurfi naumast að drepa hendi sinni í kalt vatn. Til þess að lyfta undir þetta byltingaráform, er Jrví lraldið fast að bændum, að landbúnaðurinn, eins og lrann nú er rekinn, ,sé úreltur og skipulagslaus, og ennfremur að aðalframleiðsla hans víða um sveitir, kindakjötið, sé naumast nrannamatur og óseljanlegt, nema eitthvað lítilsháttar innan- lands. Með öllu Jressu rausi og branrli vakir það eitt fyrir kommúnistum, að landbúnaður- inn verði að nrestu eða helzt öllu leyti rekinn á vegunr bæjarfélaga eða ríkisins, bændur hætti að vera sjálfstæðir og hugsandi at- vinnurekendur, en verði í Jress stað áhugalitlir verkanrenn í vín- garði samyrkjubúskaparins í nánd við kaupstaðina og undir handarjaðri kommúnista. Þá fyrst er von unr, að fyrrverandi bændur * hlýði pólitísku kal.li kommúnista. Nú vill svo til, að komnrúnist- ar hafa fengið lrina ákjósanleg- ustú aðstöðu til að franrkvæma í verki kenningu sína unr ágæti samyrkjubúskapar á vegum stærsta bæjarfélags landsins. — Reykjavíkurbær varð eigandi að Korpúlfsstöðum. Þar var fyrir víðáttumikið tún í ful.lri rækt og fleiri kýr en á Möðruvöllum í búskapartíð Guðmundar ríka. Trygg sala á framleiðslunni var svo að segja við fjosvegginn og stríðsverð á henni. Þessi stóri einkarekstur ásamt hinni glæsi- legu aðstöðu var lagður upp í hendurnar á ráðamönnum Reykjavíkur, konnnúnistum og sjálfstæðismönnum. Það hefði nú mátt ætla, að hinir nýju eig- endur Korpúlfsstaða hefðu not- fært sér þetta vel, ekki sízt kommúnistar til þess að sanna kenningu sína. Þess ber og að gæta, að Reykjavík hafði mikla þörf fyrir áframhaldandi mjólk- urframleiðslu á Korpúlfsstöðum, Jjví íbúar borgarinnar höfðu mjög kvartað unr mjólkurskort, og sum bæjarblöðin álasað bændum fyrir ódugnað við fram- leiðslu þessarar neyzluvöru, þó að þeir hefðu aukið hana þrátt fyrir erfið skilyrði, vegna vönt- unar á vinnukrafti. En hvað skeður? Búskapurinn á Korpúlfsstöð- um undir stjórn kommmúnista og sjálfstæðismanna er sokkinn í liina mestu niðurlægingu. Þar eru nú aðeins nokkrar beljur, taðan flutt burt af jörðinni og að því loknu eru hestar látnir rótnaga túnið. Þetta stórbýli er ])ví á hraðri leið að fara í hina örgustu niðurníðslu, síðan Jrað komst undir bæjarrekstur, og kommúnistar tóku þar við stjórninni. Bændur um land allt spyrja í sambandi við Jretta Korpúlfs- staðafyrirbrigðl og í sambandi við landbúnaðar-draumsjón kommúnista í heild sinni: Er Jietta Jrað, senr koma skal? Og jreim lízt ekki á blikuna. Þeim Jrykir búskapur kommúnista á Karpúlfsstöðum engin fyrir- mynd, svo að ekki sé meira sagt. Þeir vilja örugga þróun land- biinaðarins, en ekki kollsteypu og niðurníðslu. Þess vegna vilja bændur ekki sinna því nýsköp- unarráði kommúnista að ganga frá býlum sínum, leggja sveitirn- ar í auðn og gerast eins konar verkamenn Moskva-kommúnista í kaupstöðunum. í sambandi við bændaum- hyggju íslenzkra Moskvamanna hafa kommúnistar einnig ruðst l'ranr í þeim tilgangi að hefja ný- sköpun í samvinnumálum ís- lendinga. Haustið 1942 sam- þykktu kommúnistar á flokks- þingi sínu og beita sér fyrir því að kljúfa samvinnustarlsemina í þrennt eftir stéttum. Hverju kaupfélagi átti að skipta í þrjú kaupfélög: kaupfélag bænda, kaupfélag verkamanna og kaup- félag sjónranna. Hver tegund þessara félaga átti svo að mynda samband út af fyrir sig, og í stað núverandi Sambands íslenzkra samvinnufélaga áttu því að koma þrjú sambönd kaupfélaga, sem þá mundu hafa heitið: Saqr- hand kaupfélaga bænda, Sanrband kaupfélaga verkamanna og Sanr- band kaupfélaga sjónranna. Þessi þrískipting lrefði að sjálfsögðu haft nrikinn aukinn kostnað í för nreð sér, en Jr<) var hitt nreira um vert, að þetta nýja fyrir- konrulag hlaut að veikja sam- vinnustarfið að nriklum mun, o»; stéttastimpill. átti að fylgja hverju félági í staðinn fyrir alls- herjarfélagsskap. Kom hér franr, eins og jafnan hjá kommúnist- unr, lrin rótgróna tilhireigiyg að sundra í staðinn fyrir að sanreina til átaka unr velferðarmálin. Aldrei lrafa Jr<) kommúnistar sýnt hug sinn til samvinnuhænda eins herlega og á Alþingi haust- ið 1943. Þá fluttu Jreir frumvarp um að svifta bændur réttinum til að ráða yfir sölu og verði mjólkurframleiðslu sinnar og fá hann bæjarfélögunr í hendur. Var Jretta hliðstætt Jrví, að réttur verkamanna til sölu og verðlagn- ingar vinnu sinnar lrefði .verið afnuminn nreð lögunr og feng- inn í lrendur atvinnurekendum. Á síðustu tveim aðalfundum S. í. S. hafa hreinir samvinnu- menn tekið skarpa afstöðu til sundrungarviðleitni komnrún- ista og áróðurs þeirra í garð sam- vinnustarfseminnar í landinu, fyrst á Hólafundinum 1943 og (Framhald á 7. síðu). Ódrengileg blaSamennska Eins og kunnugt er urðu nokkrar deilur á síðasta Jringi unr Einrskipafélag íslands og skattfrelsi Jress. Eftir að ljóst var að félagið liafði safnað nriklunr auði, þótti Framsóknarmönnunr ekki ástæða til að veita Jrví leng- ur fullt skattfrelsi og deildu enn frenrur nokkuð á stjórn Jress. Aðrir flokkar jringsins héldu fast við skattfrelsið og töldu stjórn- ina á rekstri félagsins í bezta lagi. Þessi ágreiningur unr nrál- ið breiddist út til blaðanna. Morgunblaðið taldi framkomu Framsóknarmanna í nralunr Eimskipafélagsins sprottna af ill- vilja einunr í-garð þess, og til- lögu Jreirra um afnánr skatlfrels- isins kallaði hlaðið ofsókn á hendur félagsins. Svo skeður átakanlegur og l'rörmulegur. athurður. Skipið Dettifoss ferst á leið til íslands og nreð Jrví farast 15 nranns, 3 farþegar og 12 vaskir sjónrenh. Það Jrarf ekki að útlysta, að Jressi atburður olli djúpri ]rjóðarsorg, en skiljanlega var harnrur ást- vina og • aðstandenda hinna föllnu sárastur. Á slíkunr sorg- arstundum hæfir Jrögn sanrúðar- innar bezt. Morgunblaðið hefir sérstöðu í Jressu efni. Að Jrví er séð verður, skýtur Jressari spurningu upp í huga Jress: Hvaða pólitískan ávinnýrg get eg lrlotið í sam- bandi við hinn hryggilega at- burð? Unr þetta ber vitni grein, er birtist í Mbl. undir fyrirsögn- inni: „Verður Jreinr rórra?“ Greiir Jressi er í senn ógeðsleg og ódrengileg. Því er dróttað að Franrsóknarnrönnunr að Jreinr verði rórra við þá tilhugsun, að Dettifoss liggi á hafsbotni ásanrt 15 líkum Jreirra, er nreð honunr fórust. 'Enginn, nema Mbl., get- ur séð nokkurt samhengi nrilli ágreiningsins unr réttmæti skatt- lrelsis Eimskipafélagsins og Dettifossslyssins. Lægra getur blaðamennska ekki lotið en að reynt sé að nota hörmulegt slys, er hlýzt af hernaðarvöldum, til þess. að brennimerkja stjórn- málaandstæðinga senr verstu fúl- menni. Þeir, sem með svo ódrengilegunr vopnum þykjast þurfa að vega, eru í faun og sannleika nriklu aumkunarverð- ari nrannverur en þeir, er unr sárast eiga að binda vegna Detti- fossslyssins, og nrikið má það vera, ef stjórn Eimskipafélagsins ber ekki kinnroða fyrir þann vopnaburð, senr á að vera gerður í vináttuskyni við félagið. Til Páskanna! Karlmannafatnaður Karlmannafrakkar * Hattar Húfur Manchettskyrtur Nærföt Sokkar Hanzkar Bindi Vasaklútar . og ótal margt fleira Kaupfélag Eyfirðinga VEFNAÐARVÖRUDEILD Ennþá nokkur eintök af bókinni íslenzk samvinnufélög 100 ára. KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA Járn- og glervörudeild

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.