Dagur - 22.03.1945, Blaðsíða 5

Dagur - 22.03.1945, Blaðsíða 5
Fimmtudaginn 22. marz 1945 5 DAGUR STEFAN ÁRNASON \ v ja sjúkrahússbyggingin FYRRI GREIN. í>egar eg, á "Síðasta fundi spí- talanefndar, flutti, tillöguna um að reisa nýja sjúkrahúsið uppi á brekkunni vestur af gamla sjúkrahúsinu, flaug mér sízt í lmg, að eg yrði sakaður um óheilindi sjúkrahússmálinu vegna Jressa tiltækis. Því að á fundinum lýsti eg því yfir, að eg mundi vinna jafn ákveðið og áð- ur að lausn.byggingamálsins, án tillits til þess, hvað ofan á yrði um staðarvalið. Af grein í „Verkamanninum“ 10. þ. m. sé eg, að eg' liefi gleyrnt að til væri tegund rnanna, sem virðist liafa Jrað eitt sér til dægra- styttingar, að þyrla upp reyk um mál hvers konar. Oftast nær í Jreim eina tilgangi að hylja sína eigin nekt. 1 sambandi við tillögu rnína hafði eg því gleymt, Jivorki rneira né minna, en „reyk- bombu“ „Verkamannsins", rit- stjóranum, bæjarfulltrúanum, kaupmanninum og hinu alsjá- andi auga þess stjórnmálaflokks bæjarins, sem telur það hlutverk sitt, að jafna öllu gamla drasl- inu við jörðu og að byggja nýtt í staðinn, og að skapa ný og betri lífsskilyrði fyrir aldna og óborna. Hvernig þetta hlutverk er rækt í sambandi við nýbyggingu sjúkrahússins kemur síðar í ljós. Eg verð að játa, að þetta var hörmuleg skyssa. Því sennilega hefði tillaga mín aldrei komið fram, ef eg hefði munað eftir Jressu voðalega valdi í bænum. Eg hefði að minnsta kosti séð |)að, sem nú fram kornið, að eg yrði til neyddur að opinbera hina dæmalausu fáfræði Jressa bæjarfulltrúa, um að allt það, er við kemur nýbyggingarmáli sjrikrahússins. En Jretta tekur mig sárar en svo, að eg fái því með orðum lýst. Tilefnislaust ætlaði eg mér ekki að gera til- lögu mína að blaðamáli. Því mér var ljóst, að slíkt mundi magna óánægju þá, sem nú er og hefir alltaf verið í bænum, út af staðarvalinu fyrir liið nýja sjúkrahús, og byrjað yrði á til- gangslausu pexi um rnálið, þar sem bæjarstjórn lrefir þeg- ar tekið fullnaðarákvörðun í því. — En úr því að „reykbomba“ „Verkamannsins" sprakk 10. þ. m. og huldi hið sanna, í þessu máli, reykjar- svælu, þá verð eg að reyna að blása mekkinum burt, svo al- menningur geti fengið nokkra liugmynd um þær breytingar, sem orðið hafa á byggingamáli sjúkrahússins á undanförnum árum og þau breyttu viðhorf, er um leið hafa skapazt. Snemma á árinu 1937 er fyrst hafinn verulegur undirbúningur að byggingu nýs sjúkraliúss hér á Akureyri. Teikning er fengin af húsinu og hún samjrykkt af spítalanelnd, að öðru leyti en því, að óskað er eftir að yfirlækn- irinn reyni, í samráði við húsa- meistara, að fá breytt fyrirkomu- Jagi á kjallara, sem talið var óviðunandi. Þá var og einnig ákveðið að byggja skyldi á lóð- inn sunnan við gamla sjúkrahús- ið. Nefnd halði þó verið skipuð til að athuga staði þá, ér líklegir væru taldir undir bygginguna. Virðist nefndarskipun þessi benda til, að ekki liafi allir verið á eitt sáttir um staðarvalið. Á þessum árum var eg varamaður í spítalanefndinni og hafði því ekki tækifæri til að taka ákvörð- un um Jressi mál. En samkvæmt eigin ósk var eg boðinn á fund nel'ndarinnar, þegar staðarvalið var rætt og hreyfði Jrá andmæl- um gegn hinum umrædda stað. Taldi að oflítið landrými væri Jrar fyrir framtíðarbyggingar og of miklu fé eytt i útgröft og ann- an nauðsynlegan umbúnað á lóðinni. En þá var ólíku sáman að jafna þeirri aðstöðu, sem þá var, bæði hvað heimleiðina og athafnarúm ökutækja snertir, og þeirri, sem nú er. í Verkamanns- greininni segir, að Jrað sé í fyrsta sinn hinn 5.' Jx m., senr eg hreyfi andmælum gegn þeim stað, sem valinn hafi verið og telji hann ólieppilegan. En eins og eg hefi þegar bent á, þá eru rétt 8 ár síð- an. Og svo oft hefir Jiietta, mál borið á góma í spítalanefnd, sér- staklega nú upp á síðkastið, að það hefði verið hægðarleikur fyrir bæjarfulltrúann, að fá ein- Jiverja vitneskju um Jretta mál, hjá fulltrúa sínum í spítala- nefndinni, ef í honum væri snef- ill af þeirri sannleiksþrá, sem flestum siðuðum mönnum er í blóð borin. í sambandi við áðurnefnda byggingu var vegurinn, sem nú er vestan við sjúkrahúsið, ákveð- inn sem aðalumferðarleið að hinu nýja sjúkrahúsi. Norðan hússins varð allstór flöt, jrar sem búizt var við að koma mætti fyr- ir hringekju. Það mátti því telja að sæmileg lausn væri fengin á akbraut að þessu húsi og að öku- tækjum, sem þangað ættu erindi, væri séð fyrir viðunandi oln- bogarúmi. En í Juann mund, er hefja átti framkvæmdir, samkv. þessum ákvörðunum, kom fyrir atvik, sem tafði allar fram- kvæmdir í byggingamálinu um nærfellt hálft annað ár. Nunnuregla ein í Englandi bauðst til að reisa handa okkur sjúkrahús -fyrir fé, sem aldrei fékkst þar úr landi. Seint á árinu 1938 var fengin vissa fyrir að ekkert yrði úr byggingu nunnu- reglunnar. Var þá á ný hafizt lianda í byggingamálinu. En vegna fjárskorts og ýmissa ann- arra örðugleika, var ákveðið að byggja Jrá aðeins lítinn hluta af hinni fyrirhuguðu sjúkrahúss- byggingu. Til þess að hægt væri að starfrækja þessa nýbyggingu, sem tekin var í notkun snemma á árinu 1940, en í henni er skurðstofan, röntgenstofan o. fl., varð að tengja hana við ga_mla húsið Jrannig, að flutningur sjúklinga, milli húsanna, gæti farið fram innan veggja. Fjar- lægðin milli húsanna mátti því ekki vera raeiri en hún er, til að [)etta væri framkvæmanlegt. Við Jressa breytingu varð teikningin, sem briið var að samþykkja, ónothæf, því að röntgendeildin, sem eftir teikningunni átti að vera í álmu austast á lóðinni, eða þar sem Lárusarhúsið stendur, varð nú að koma vestast á lóð- ina í beina línu suður af gamla húsinu. En við Jjað lokaðist al- veg áður fyrirhugaður akvegur að nýja sjúkrahúsinu og nýbygg- ingin hylur nú mikinn hluta Jress landrýmis, sem ætlað var ökuvégum. Hjá þessu varð ekki komizt úr því hafizt var handa með ])essa nýbyggingu. En eg tel að hún hafi verið ómetanlegur styrkur fyrir rekstur sjúkrahúss- ins undanfarin ár. Ný teikning, sem ekki var í neinu sambandi við fyrri teikningu, var því feng- in af þessari byrjunarbyggingu. Að vísu var rætt um að hún yrði síðar meir, á einhvern hátt, jfelld inn í fullnaðarbygginguna, þeg- ar hún yrði reist. En fullnaðar- teikning af þeirri byggingu hefir aldrei verið gerð og því síður samþykkt. Ástæðan fyrir því, að eg hefi farið svo ýtarlega í þessi atriði, er sú, að eg vil að bæjar- búum verði ljós sú breyting, er orðið hefir á þessum stað á síðari árurn, og að Jieir ættu einnig hægara með að átta sig á að um- mæli „Verkam." „um að nýja sjúkrahúsið yrði reist á þeim stað, sem biiið var áður að ákveða í teikningum af sjúkra- húsinu", eru allt staðlausir staf- ir, sem við ekkert hafa að styðj- ast. I byrjun Jressa árs var ákveðið að hefja framkvæmdir á fullnað- arbyggingu sjúkrahússins á kom- andi vori. Yfirlæknir sjúkrahúss- ins var sendur til Reykjavíkur til þess, ennþá eínu sinni, að ræða við húsameistara um teikningu og fyrirkomulag fyrirlmgaðrar byggingar, sem vegna nýs en Jíýð- ingarmikils viðhorfs í Jressu máli ,skyldi vera nokkru stærri en sú bygging, sem áður hafði verið ráðgert að reisa. Á fundi spítalanefndar 5. þ. m. var lagð- ur fram frumdráttur af efstu hæð hins fyrirhugaða sjúkrahúss og frá því skýrt, að miðhæðin yrði alveg eins í aðaldráttum. En um neðstu hæðina, eða kjallara- hæðina var — og er enn — allt í óvissu, því að húsameistari mun hafa talið ógerlegt, vegna .breyttra staðhátta, að koma aðal- inngangi í húsið fyrir annars staðar en í kjallaranum. En þá lausn málsins mun yfirlæknirinn ekki hafa verið ánægður með, enda færði hann sterk rök gegn því fyrirkomulagi á áðurnefnd- um fundi. Eg hefi nú í stórum dráttum gert grein fyrir þeim breyting- um, sem orðið hafa í llýgginga- máli sjúkrahússins, frá því að fyrsta húsið var teiknað og því ákveðinn staður, árið 1937, og Jrar til 5. þ. m., þegar taka átti ákvörðun um fullnaðarbyggingu sjúkrahússins. Og eg held að það hljóti að verða ljóst, við rólega athugun, að sérhver breyting, er verður á Jressum málum, skapar nýtt viðhorf, sem ekki verður komizt hjá að taka til greina, ef leysa á Jnetta byggingamál [rann- ig, að það verði okkur til sóma en ekki vansæmdar, ekki sízt ef við liöfum framtíðina að ein- hverju leyti í huga í sambandi við það. Á síðustu árum liafa Norð- lendingar, og þá sérstaklega Ak- ureyringar, hafið sterkan árc)ður fyrir því, að ríkið tæki að sér byggingu og rekstur sjúkrahúss hér á Akureyri. Árangurinn af þessum áróðri eru lög um fjórð- ungssjúkrahús, sem samþykkt voru ’á síðasta Aljringi. í lögum þessum er ákveðið að ríkið kosti að 3/5 hlutum bygg- ingu nýs sjúkrahúss á Akureyri og styrki rekstur þess að nokkru. Með lögum þessum er því skap- að nýtt og þýðingarmikið við- horf í sjúkrahússmáji okkar Ak- ureyringa. Með þeim er ákveðið að sjúkrahúsið hér eigi ekki að vera aðeins fyrir Akureyri og ná- grenni, heldur aðalsjúkrahúsið í öllum Norðlendingafjórðungi. Það liggur því í atigum uppi, að gera verður kröfu til, að þessi stofnun verði búin öllum.þeim tækjurn, sem tækni nútímans getur bezt í té látið. Óg þar sem við höfum Jrví láni að fagna, að hafa nú í þjónustu þessarar stofnunar, einhvern færasta skurðlæknir landsins, má búast við óvenjumikilli aðsókn að hinu nýja sjúkrahúsi. Að öllu þessu athuguðu, virð- ist eigi fráleitt að gera ráð fyrir, að í sambandi við þessa stofnun myndist hér, á komandi árum, vísindamiðstöð norðlenzkra lækna. 1 fyrsta sinni í sögu Ak- ureyrar erum við nú, með lögin um fjórðungssjúkrahús að bak- hjarli, að undirbúa hornstein að sjúkrahússbyggingu, sem mun standa um aldir fram, ef ekkert óhapp kemur fyrir — hornstein að þeirri stofnun, sem eg hefi lýst hér á undan. Mér finnst því skylda okkar að sjá henni fyrir svo miklu landrými, Jregar í upp- hafi, að það atriði hamli ekki eðlilegri Jjróun hennar. Á spítalanefndarfundinum 5. þ. m. lá fyrir að taka endanlega afstöðu til allra þessara mála. Ákveða stofnuninni framtíðar- stað og samþykkja, að mestu leyti, uppdrátt af henni. Því um leið og hinn margumræddi stað- ur, sunnan við gamla sjúkrahús- ið var valinn, var myndin a: lögun og útliti hússins raunveru- lega ákveðin. Því staður þessi er rammi, ákveðinn að stærð og lögun, og í hann verður myndin að falla. Mér var lyllilega ljóst, enda tók eg það fram á fundin- um, að hægt væri að hola þessari byggingu þarna niður. En með framtíðina í huga, og þá þróun, sem þessi stofnun hlýtur að eiga fy.rir höndurn, gat eg ekki gegn sannfæringu minni mælt með, að hið nýja hús yrði reist á þess- um stað, og lagði því til að byggt yrði uppi á brekkunni vestur af gamla sjúkrahúsinu. FOKDREIFAR (Framhald af 4. síðu). ins. Og það var tungl og lambaer í haga. Og svo líður upp af þeim með fjarlæga tjáningu í augum, og þau leysast alveg upp og sameinast hvít- um gufum fjarvíddanna, ofar goðsögn og tjáningu annars heims.“ — LOKUM klykkir Þórbergur út með þessari athugasemd: „Fjarrænu — pissidúkkan pissar ekki lengur rómantík víðemanna. Hún er orðin blöðrusprungið skran, komin í ruslaskrínu lágkúrunnar.“ — Neðanmáls getur höfundur þess, að pissidúkkan sé leikfang, sem fengizt hafi í búðum í höfuðstaðnum vetur- inn 1942 til 1943 og vakið hafi óskap- lega hrifningu hjá börnum. Nú væri fróðlegt að vita, hvorum hópnum hún hafi fylgt — þeim flytjendum orðsins, sem gengu úr Rithöfundafélaginu nú á dögunum í nýrri tjáningu frelsisins, eða hinum, sem eftir sátu, stoltir í reisn sinni, með fjarræna spurn í aug- um. Eða kannske hún reynist nú, þeg- ar öllu er á botninn hvolft, nógu drop- söm enn fyrir báðar fylkingarnar, hvað sem líður fullyrðingum Þór- bergs um hið gagnstæða? AÚGLÝSING Þeir bæjarbúar, sem hafa í hyggjti að fá leigð garðlönd í vor, snúi sér til skrifstofu bæjarstjóra fyrir 1. apríl n.k. Viðtalstími aðeins kl. 5-7 e. h. RÆKTUNARRÁÐUN. AKUREYRARBÆJAR Karlmannsarmbandsúr hefur tapazt á leiðinni frá Þingvallastræti, um Odda- götu, að Nýja-Bíó. — Finn- andi vinsamlega beðinn að skila þv.í gegn fundarlaunum á afgr. „Dags“.. KAUPMENN! - KAUPFÉLÖG! Getum nú þegar farið að afgreiða nýiar tegundir af LEIKFÖNGUM Leifsleikföng Hólabraut 18, Akureyri NÝKOMIÐ : Eldhúsvaskar, Handlaugar (með krónuðum krön- um og botnventli) Salerni (lágskolandi) Kaupféiag Eyfirðinga M iðstöðvardeild í næsta blaði, mun eg gera grein fyrir viðhorfi mínu til þessara tveggja umræddu staða.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.