Dagur - 26.04.1945, Side 1

Dagur - 26.04.1945, Side 1
J 10 SÍÐUR ANNALL DAGS .—ú----- 17. APRÍL. Bandamenn hafa lagt undir sig meira en hálft Þýzkaland. Áframhald á sókn á vesturvígstöðvunum. Fangatalan í Ruhr komin í 260 þúsundir. Lokaáhlaup hafið á Magdeburg, barizt í Halle og Leipzig. Her- sveitir Pattons komnar að landa- mærum Tékko-Slóvakíu. Þjóð- verjar hafa opnað flóðgáttir vnV Zuider-Zee og sjór flæðir yfir frjósömustu héruð Hollands. Þjóðverjar segja Rússa byrjaða stórsókn á Odervígstöðvunum. 18. APRÍL. Þjóðverjar birta fregnir um sókn Rússa til Ber- línar. Bandaríkjamenn taka Magdeburg. Bretar sækja til Bremen og Hamborgar. . . 19. APRÍL. Þjóðverjar gera gagnáhlaup á framstöðvar 9. ameríska hersins við Saxelfi og vinna nokkuð á. Bretar um 15 km. frá Hamborg. Bandaríkja- menn taka Halle og Leipzig. Ná þar illræmdum fangabúðum Þjóðverja. Bandaríkjastjórn synj- ar beiðni Rússa um þátttöku Lublin-stjórnarinnar í San Fransisco-ráðstefnunni. 20. APRÍL. Gagnáhlaup Þjóðverja við Saxelfi stöðvað. Bandaríkjamenn taka Nurnberg. Rússar sagðir 23 km. frá Berlín og 40 km. frá Dresden. Bietar við Saxelfi á 25 km. kafla. 21. APRÍL. Rússar 8 km. frá úthverfum Berlínar. Berlínarút- varpið segir rússneskar fallbvssu- kúlur falla í miiðhluta borgar- innar. Stuttgart umkringd. Bandamenn taka Bologna á Ítalíu. 22. APRÍL. Barizt við úthverfi Berlínar. Eisenhower býður brezkri þingnefnd að skoða fangabúðir Þjóðverja við Buch- enwald, þar sem föngum hefir verið misþyrmt á hinn hryllileg- asta hátt. Stuttgart tekin. 23. APRÍL. Stalin tilkynnir, að Rússar hafi rofið varnir Þjóðverja fyrir austan Berlín og hafi tekið Oranlienburg og Frankfurt-við-Oder. Rússar 2Vi km. frá miðhluta Berlínar, hafa tekið 24 úthverfi borgarinnar. Hitler sagður stjórna vörninná. Búizt váð sameiningu rússneskra og amerískra herja fyrir sunnan Berlín. Her Pattons við landa- mæri Tékko-Slóvakíu stefnir til suðurs í átt til Munchen. Bretar hefja lokaáhlaup á Bremen. 24. APRÍL. Rússar taka æ fleiri úthverfi Berlínar. Stórskotahríð þeirra á miðborgina linnir ekki. Nazistar segja Hitler sjálfan hafast við í borginni. Banda- ríkjamenn sækja fram í Bayern, eru um 6 km. frá Regensburg og um 50 km. frá landamærum Austurríkis. Sókninni á Ítalíu haldið áfram. Bandamenn taka borgirnar Spezia, Ferrara og Mo- dena. Útgjöld Rretlands á síðast- liðnu fjárhagsári urðu rösklega 6 milljarðar sterlingspunda. Ut- anríkisráðherrar stórveldanna fljúga til Sari Fransisco. 25. APRÍL. San Fransisco-ráð- stefnan hefst. Tilgangur hennar er að ganga frá skipulagi hins nýja þjóðabandalags. XXVIII. árg. Akureyri, fimmtudaginn 26. apríl 1945 17. tbl. Ríkissljórnin rýfur loks þögnina um stríðsyf irlýsingarmál ið Stjórnarflokkarnir felldii tillögu Fram- sóknarmanna um hrein svör Tillaga kommúnista jafngilti stríðsyfirlýsingu Eftir méira en tveggja mánaða þögn um stríðsyfirlýsingarmálið nafnkunna hefir ríkisstjórnin nú loksins birt greinargerð um mál- ið. Var hún send höífuðstaðarblöðunum í gærkvöldi og jafnframt lesiin í útvarp. Greinargerðin staðfestir í meginatriðum það, sem Framsóknarblöðin höfðu áður upplýst í málinu: Tillaga Fram- sóknarflokksins, þar sem því er lýst yfir, AÐ Íslendingar gerast ekki styrjaldaraðili og AÐ íslendingar telja sig hafa haft þannig samskipti við hinar sameinuðu þjóðir, að þéir itelja sig mega vænta þess, að geta átt samstarfs með þeim um alþjóðamál framvegis, var felld með atkvæðum allra þingmanna, nema Fram- sóknarmanna og Péturs Ottesen. JÓNAS JÓNSS0N SEXTUGUR Hinn 1. maí næstk. verður Jónas Jónsson, alþingismaður, sextugur að aldri. í tilefni þess- ara tíma móta í ævi hans rita þrír kunnir Norðlendingar greinar um liann á öðrum stað í blaðinu í dag. Er þar gerð nokk- ur grein fyrir störfum hans í þágu lands og þjóðar á undan- förnum áratugum og verður ekki gerð tilraun til þess að bæta við það hér. En hitt telur blaðið sér skylt að minna á og þakka, að Jónas Jónsson var fyrsti hvata- maður að stofnun Dags í árs- byrjun 1918. Honum varð það fyrstum manna ljóst, hvílík vandræði það voru fyrir sam- vinnumenn í Norðlendingafjórð- ungi, að hafa ekkert málgagn fyrir sig og sín sjónarmið. Fyrir hvatning hans var ráðist í stofn- un blaðsins. Útgáfan var í smá* um stíl til að byrja með, en blað- ið hefir fylgt þeirri þróun, sem orðið hefir í byggðum samvinnu- manna, og hefir vaxið og eflst með hverjum áratug. Jónas Jóns- son hefir oft léð hönd í því starfi, ritað greinar í blaðið og stutt drengilega að viðgangi þess á annan hátt. Fyrir þetta allt vill blaðið færa honum þakkir og árna honum heilla, á þessum tímamótum. Lítill afli á vorver- tíðinni, Róðrarhóf- ust um sLmánaðamót Seint í marz hófst vorvertíð frá verstöðvum hér við Eyjafjörð. Róið er frá Dalvík, Hrísey, Grenivík og Litla-Árskógssandi. Afli hefir verið mjög rýr það sem af er. Fiskurinn er ýmist hraðfrystur eða látinn í fisk- flutninggskip, sem nú eru komin norður hingað. Kommnistar báru fram tiillögu, sem jafngilti stríðsyfirlýsingu og skuldbíndingu um að leggja fram öll efni ríkisins, fjárhags- leg og hernaðarleg, í baráttunni við Möndvdveldin. Þingmenn allir, nema kommúnistar, greiddu atkvæði gegn þessari til- lögu. Tillagan, sem samþykkt var, er loðið og óhreint orðuð, í þeim tilgangi, að því er virðizlt, að sækjast eftir þátttöku í San Fransisco-ráðstefnunni, án þess að fullnægja þeim skilyrðum, sem sett voru í orðsendingu stórveldanna. Þessi Itilraun bar engan árangur og er sóminn af orðsendingunni af skornum skammti. Þetta eru helztu atriðin, sem fram koma í greinargerð ríkis- stjórnarinnar. Fer hún hér á eft- ir, orðrétt: „Um miðjan febrúar skýrði sendiherra Bretlands á íslandi, ríkisstjórninni frá því, að hinum sameinuðu þjóðunr og samstarfsþjóðir þeina (AssociatedNations) er hefðu sagt hjóðverj um og Japönum stríð á hendur fyrir 1. rnarz 1945, mundi boðin þátttaka á ráðstefnu, er halda ætti innan fárra vikna, til þess að ræða um framtíðarskipun heimsins (World organis- ation). Jafnframt skyldu þessar þjóðir undirrita Atlantshafssáttmálann og Was- hington-sáttmálann frá 1. janúar 1942. Þegar sendiherra Breta flutti þessi boð, tók hann það skýrt og greinilega fram, að ríkisstjórn Stóra-Bretlands'hefði falið hon- um að forðast að hafa nokkur áhrif á ákvörðun ríkisisstjórnar Islands í þessu máli. Nokkru síðar bárust ‘híkisstjórninni, fyrir milligöngu sendiherra íslands í Was- hington, sams konar skilaboð frá stjórn Bandaríkjanna. Var þar og beinlínis tekið fram, að við réðurn einir hvað við gerð- um. Er hér var komið, mæltist ríkisstjórn- in til, að ísland sætti öðrum skilyrðum en aðrar þjóðir og færði rök fyrir þeirri ósk. Fáum dögum eftir það, bárust enn þær fregnir frá Washington, að eigi þyrfti að segja neinum stríð á hendur og eigi að yfirlýsa stríðsástandi, heldur nægði, að viðurkenna að hér hefði ríkt ófriðar- ástand síðan 11. desember 1941 og undir- rita téð sáttmála. Myndi þá litið á ísland um. Hinn 25. febrúar bárust fregnir um, ■ið áðurnefndri ósk íslendinga væri synj- að. Hinn 27. febrúar bar forsætis- og ut- anríkisráðherra fram.á lokuðtun þing- fundi, svo hljóðandi tillögu í málinu: Alþingi álítur, að það sé íslendingum mikil nauðsyn, að verða nú þegar þátt- lakandi í samstarfi hinna sameinuðu þjóða og telur, að vegna afnota Banda- manna af Islandi i þágu styrjaldarrekst- ursins, eigi íslendingar sanngirniskröfu á því. íslendingar geta hins vegar hvorki sagt öðrum þjóðum stríð á hendur, né háð styrjöld, af augljósum ástæðum, sem Alþingi felur ríkisstjórninni að gera grein fyrir. Sameiningarflokkur alþýðu, Sósíalista- flokkurinn, bar fram hvohlj. breytingar- tillögu: fslendingar vænta þess, að þeir verði laldir eiga rétt til að sitja ráðstefnu hinna sameinuðu þjóða, þar sem þeir hafa: 1. Lánað Bandamönnum land sitt fyrir hernaðarbækistöðvar. 2. Framleitt matvæli, eingöngu fyrir hin- ar sameinuðu þjóðir, slíðan stríðið hófst. 4 3. Flutt þessi matvæli til þeirra staða, er Bandamenn hafa getað notfært sér þau, og t. við þessa starfsemi orðið fyrir mann- tjóni, sem fyllilega er sambærilegt, hlutfallslega við manntjón margra hinna sameinuðu þjóða í styrjöldinni, en þessi þátttaka íslendinga í styrjald- arrekstrinum er sú eina, sem þeir eiga kost á sakir algers vopnleysis þjóðar- innar. Þeir vænta þess því, að þessi þátttaka verði þeim jnetin til jafns við beinar stríðsyfirlýsingar annarra þjóða, sem hafa möguleika til hernaðarlegrar þátttöku, sem íslendingar hafa ekki. Jafnframt lýsti flokkurinn yfir: Sósíalistaflokkurinn lýsir því yfir, að hann telur rétt, að ríkisstjórnin undir- skrifi fyrir hönd íslands, Atlantshafssátt- málann og aðrar samningslegar skuld- bindingar hinna sameinuðu þjóða, að svo miklu leyti, sem það samrýmist sérstöðu íslands sem vopnlausrar þjóðar. Enn fremur tilkynnti flokkurinn, að hann mundi greiða atkvæði með tillögu forsætisráðherra, ef tillaga flokksins yrði felld. Framsóknarflokkurinn bar fram svo hljöðandi tillögu: Sameinað Alþingi ályktar að lýsa yfir því: að íslendingar gerast ekki styrjaldaraðili. að íslendingar telja sig liafa haft þannig samkipti við hinar sameinuðu þ'jóðir, að þeir telja sig mega vænta þess, að geta átt samstarf með þeim um al- þjóðamál framvegis. — Breytingartillaga Sólíalistaflokksins var 'elld nteð 38 atkv. gegn 10. Tillaga Fram- tóknarflokksiss var felld með 34 atk\-. gegn 15. l'illaga forsætis- og utanríkisráð- herra var samþykkt með 34 atkv. gegn 15. - Var hún síðan tilkynnt sendiráðum íslands erlendis, sem vilji Islendinga I málinu. Hinn 28. febrúar, tilkynnti endiherra Sovéti'íkjanna í Reýkjavík, að rovctríkin hefðu sömu afstöðu til nrálsins em Bretland og Bandarfkin. íslendingum íefur ekki verið ltoðin þátltaka í léðri ráðstefnu. — Reykjavík, 25. apríl 1915.“ Þai' með lýkur greinargerð ríkissltjórnarinnar, og er erfitt að tjá, hvernig réttlætanlegt var að ieyna þjóðina þessum tíðindum í tvo mánuði og birta ekki fyrr en á þeim degi, er ráðstefn- rn í San Fransisco var opnuð. Öllum var vitað fyrir löngu, að íslandi var ekki boðin þátlttaka. Erlend blöð hafa greint frá því. Það vekur sérstaka athygli í ambandi við greinargerðina, að Bretland og Bandaríkin tóku það skýrt fram, að þau vildu engin áhrif hafa á ákvarðanir ís- 'endinga í málinu. Var brautin því greið fyrir hreina óg drengi- lega yfirlýsingu af íslands hálfu í samræmi við hlutleysi landsins og vilja þjóðarinnar. Tillaga Framsóknarmanna var í þessum anda. En stjórnarflokkarnir kusu aðra leið. Reynslan hefir nú sýnlt, að hún hefir orðið þeim* til lítils sóma. ÞÁTTUR KOMMÚNISTA. Þáttur kommúnista í málinu er þannig vaxinn, að vert er að Framháld á 8. síðu Ennþá vantar 18 þús. kr. írá bæjarbúum til útgerðarf élagsins Stofnun félagsins dregst af þeim sökum Fyrir nokkru var skýrt frá því lrér í blaðinu, að ráðgert væri að stofna hið nýja útgerðarhlutafé- lag hér í bænum í sl. viku. Vant- aði þá 21 þús. kr. til þess að lág- marki hluJtaf járloforða væri náð, en gert var ráð fyrir, að það fé ' mundi safnast næstu daga. Sú hefir ekki orðið raunin, og hefir félagið því ekki verið formlega stofnað. Ennþá vantar unr 18 þús. kr. hlutafjárloforð til þess að lágmarkinu, 540 þús. kr., sé náð. Er þess að vænta, að bæjar- búar láti félagsstofnunina ekki sltranda lengi á þessari upphæð og skrifi sig fyrir þessari upp- hæð a. m. k., nú fyrir helgina. — Verður þá hægt að halda stofn- fund félagsins í nasstu viku. sem eina hinna sameinuðu þjóða, en það i veitti íslandi þátttöku í téðri ráðstefnu. Eftir að utanríkisnefnd hafði fjallað um tnálið, var það rætt á lokuðum þittgfund- 0» \

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.