Dagur - 17.05.1945, Blaðsíða 3

Dagur - 17.05.1945, Blaðsíða 3
D AGUR Fimmtudaginn 17. maí 1945 S Karl Kristjánsson fimmtugur Karl Kristjánsson ocldviti í Húsavík varð fimmtugur 10. maí síðastl. Hefir hann öðrum frem- ur hér í byggð gerzt til þess, að minnast fimmtugra. Er þá ekki nema rétt, að hann sæti sams konar meðferð, jafnskjótt og hann gefur á sér færi. Af ættum hans kann eg að nefna Sýrness- og lllugastaðaætt- ir. Hljóta það að vera góðar ætt- ir. Um ætterni hans kann eg ennfremur frá þessu að segja: Maður er nefndur Helgi Bene- diktsson, prestur í Húsavík. Hann var talinn vitur nraður og forspár. Ein dóttir hans var Björg, gáfuð kona og skáld gott. Hún var amma Jakobínu Bjarg- ar, móður Karls. Maðu'r er nefndur Hallbjarn- arstaða-Sveinn, kenndur við Hallbjarnarstaði á Tjörnesi. Til hans rekur ætt sína margt gáfað og glæsilegt fólk í Þingeyjar- sýslu, eða þaðan flutt. Frá hon- um er Karl að föðurnum fjórði maður. Karl er, eins og áar hans, Tjör- nesingur. Hann fæddist að Kald- bak við Húsavík. Foreldrar hans voru hjónin Kristján Sigfússon og Jakobína Jósíasdóttir. Krist- ján er dáinn fyrir mörgum ár- um, en Jakobína er á lífi og ern vel, og dvelur hjá syni sínum. Sem barn átti Karl heima á Hall- bjarnarstöðum, síðar að Saltvík, en ólst að mestu upp í Eyvík. — 1916 lauk hann gagnfræðaprófi . við þáv. Gagnfræðaskóla Akur- eyrar. Stundaði þá í nokkur ár barnakennslu á vetrum og þótti afburða kennari. Kvæntist 1920 frændkonu sinni Pálínu Jóhann- esdóttur, og bjuggu þau í Eyvík í 15 ár. Þau hafa eignast 6 börn, en misst 2 þeirra, dreng korn- ungan og stúlku 13 ára, vel gefna og elskulega. 1935 fluttist Karl með fjöl- skyldu sinni til Húsavíkur, og hefir átt þar annríkt síðan. Ekki lofa allir Karl Kristjáns- son,-----sem ekki er heldur von, eins og síðar skal sýnt fram á. En engum dylst, að hann er gæddur óvenjulega fjölþættu atgervi. Sagt er mér, að hann sé einn af mestu kraftamönnum héraðsins, og hygg eg rétt vera, þótt aldrei hafi eg boðið honurn út. Sem sparisjóðsstjóri, oddviti, stjórn- arnefndarmaður Kaupfélags Þingeyinga í mörg ár og héraðs- foringi stjórnmálaflokks, m. m., hefir hann heyjað sér mikinn forða þekkingar á fjármálum og félagsmálum. Hefir hann á þess- um vettvangi hinna raunhæfu úrlausnarefna eytt starfsorku sinni að mestu fram að þessu. Samt munu kunnugir telja, að hans ríkasta hneigð, og jafnvel mestu hæfileikar, viti inn á þau svæði, sem ofar liggja átökum og annaþrasi daglega lífsins. Á bókmenntum og öðrum vits- munalegum hugðarefnum hefir hann mikinn áhuga og rökfasta dómgreind. Smekk ,hans og minni á úrvalsljóð má'telja með ágætum. I.íklega hefði hann get- að klifið eitthvað upp eftir launastiga (annars hvors) rithöf- undafélagsins, ef hann hefði lagt á það kapp. Því að hann er skáld gott, þótt hann yrki ekki — nema þá helzt lausavísur, flestar prýðilegar. Þær fáu greinar, sem birzt hafa eftir harui í blöðum og tímaritum, bera vott um frá- bæra stílgáfu. Hafi hin ríkasta hneigð hans lítt notið sín i hans eigin lífi, mætti það verða honum nokkur úrbót, að Kristján sonur lrans, stálgreindur strákur, er nú að ljúka bókmenntaprófi við há- skólann í Berkeley, Californíu. Draumamaðurinn Karl Krist- jánsson kvað ekki alls fyrir löngu þessar vísur: Hillir upp við hæsta tind hugsarsjóna þinna eina draumadýra mynd, drottning allra hinna. Hvort sú mynd er mikils verð, meira en þínum draumi, það fer eftir þinni gerð, þroska og aldarstraumi. Skömmu síðar var oddvitinn Karl Kristjánsson að blaða í skjölum hreppsskrifstofunnar, og varð þá að orði: Fylgiskjalafargan senn fyllir hverja smugu. Votta og kvitta verða menn vegna þeirra, er lugu. Hér eru nokkrar vísur Karls, sem eg lrefi klófest, og allar eru eru ortar á síðastl. tveim árum við ýmis tækifæri: Tíbrá skreytir hæsta hnjúk. Heiðló syngur gleðilag. Sumarið hefir hendi mjúka, — hana réttir oss í dag. Losnar fjall við leiðan sjá. Laekir falla, gjalla. Heyrist varla vonzkuspá. — Vorið kallar alla. Loksins eru launin séð: Laxness vænstur sjóður. En hvernig verður Gunnars geð? Gleðst hann yfir bróður? / Undarlegt er upplag manns; ekki er því að treysta. Jafnvel guðdómshungur hans heljarríki freista. Einn er státinn. Annar lætur undan fátæklegur. Einn er kátur. Annar grætur. — Enginn mátulegur. Kætin ei til allra nær; eru sumir háðir. Valtur oft að höltum hlær. — Hlæja mættu báðir. Einn ég þekki æstan hest, er í hlaði ber sig mest, frísar, krafsar, illur og ör, — úthaldslaus í hverri för. Eftir mikið mail og jag, meting, ýtni, skjall og rag, lýgi, pretti, nagg og nag, nú eru menn að flytja í dag. (Ur gerðabók húsaleigunefndar) Gleðina skaltu glæða þér; sú gáfa má ekki dvína. Treginn kemur af sjálfu sér; hann situr um lundu þína. Enginn veit hvar öngul tekur illur dráttur. A þessu flestir þreifa og kenna þeir, sem blint í sjóinn renna. Ekki er sök, þótt öngul taki illur dráttur. En ekki þarf hann inn að byrða, upp að bera, hátt að virða. ITILIF 0G ÍÞRÖTTIR Leikari ertu. En hver og hvar? Hugur þinn spyr og svellur. Um það fær þú ekki svar áður en tjaldið fellur. Hvað er lífið? Líttu, maður, litla barnsins auga. Og spurðu þann, er þrekraunaður areytir fang við drauga. Dauðinn kemur. Dýrt er fjör. Dagsins stutt að njóta. Sá, sem hefir eina ör, ei má gálaust skjóta. Margra geði miðlar yl, mörgum háska bægir frá, dulheimsgleði, von í vil, vakin páskadaginn á. Einveruna ýmsir þrá; — er þeim návist leiði. En gott er að mæta manni á miðri viliuheiði. Oft er sama sagan það, sögð án skyldrar hlýju: Sá, sem fyrstur fann hér vað, fórst í leit að nýju. Vöggu þó að vaki hjá vonaraugu fögur, móðurhjartað mæna á mannlífs döpru sögur. Upp við loftin hrein og heið hillir þráðu brúna. Þú kemst aldrei á þá leið, ef þig vantar trúna. „Engum hafa guðirnir gefið allt,“ sagði forðum einn af hers- höfðingjum Hannibals. Og þá ekki heldur Karli. Því að eitt er það, sem ýmsir mætir menn munu aldrei fyrir- gefa honum. Alla sína starfsævi hefir' hann verið eindreginn sam- vinnu- og kaupfélagsmaður. og nú í mörg ár formaður Fram- sóknarfélags Þingeyjarsýslu. — Þessa mun Karl lengLgjalda, en naumast annars. Því að það er upplag hans, að búa í sátt og góðvild við granna sína, er hjálp- samur maður, líka við andstæð- inga sína, kann vel að stilla skap sitt, og notar sér höggfæri furðu sjaldan. Hygg eg því, þrátt fyrir ágreiningsmálin, sem voru og verða, að sambyggðarmenn hans allflestir, þeir, sem kynnst hafa honum vel í meðstarfi og mót- starfi, gefi nú á þessum tímamót- um ævi hans hugsað til hans vin- gjarnlega og óskað honum láns og lífdaga. Sjálfur hefi eg haft af honum náin kynni í mörg ár, og á hon- um ýmiss konar vinsemd og fyr- irgreiðslu að þakka, og margar ánægjustundir. Tel eg mér það ávinning, að hafa kynnst svo nýt- um dreng og góðum. Friðrik A. Friðriksson. Kjólföt Smokingföt Verzlun B. Laxdal. 2 — 3 stúlkur vandvirkar og vanar saumum, geta komist að strax. B.LAXDAL Úr Þingeyjarsýslu. Þaðan er skrifað, að fyrir skömmu síðan, sé lokið aðal- i’undi Héraðssambands S.-Þing- eyinga. Fundurinn var haldinn á Laugum og sóttu hann 20 i’ulltrúar frá 10 ungmenna- og íþróttafélögum. Á sl. ári var hafizt handa um rniklar og nauðsyneglar endur- bætur á íþróttavellinum að Laugum, sem á að verða aðal- íþróttavöllur sambandsins í framtíðinni. Var nokkrum þús. tróna varið til þessa, en þó nrik- ið ógert enn, til þess, að völlur- inn sé fullger og vel viðunandi. Fundurinn'var einhuga um, að eggja kapp á að fullgera hann á þessu sumri, enda er rætt um rað áður, að landsmót UMFÍ. verði háð þarna að ári, svo fram- arlega að þar verðiorðinsæmileg aðstaða til slíks fnóts þá. Lofað refir verið styrk úr íþróttasjóði til vallarins, og vera má, að til i’leiri aðila verði leitað um fram- lag. Samb.stjórn var falið að ráða fastan íþróttakennara fyrir sam- bandið, ef fært verður talið fjár- hagsins vegna. Einnig var stjórninni falið að gangast fyrir hátíðahöldum í réraðinu, 17. júní nk. Þá var samþ. eftirfarandi tih laga: „Fundurinn samþ. að fela stjórn HSÞ. að leita samkomu- lags við Héraðssamb. Eyfirðinga, um íþróttakeppni milli sam- bandanna, nú í sumar, ef ástæð ur leyfa, og í komandi framtíð.“ Ráðgert var að senda kepp- endur á íslandsglímuna, og líka var fyrirhugað glímumót innan sýslunnar áður. Kosnir voru fulltlúar til að mæta á þingi ÍSÍ. í sumar. — Fundurinn samþ. og, að senda þeim sra Þorgrími Sigurðssyni og Þorgeiri Sveinbjarnarsyni — sem báðir voru í stjórn samb. áður, en fluttu burt á þessu ári — árnaðaróskir og þakkir fyrir vel unnin störf í þágu sambandsins og íþróttamála í héraðinu á liðnum árum. Stjórn HSÞ. skipa nú: Jón Sigurðss., Arnarvatni, for- maður, og meðstjórnendur: Har- aldur og Sigfús Jónssynir á Ein- arsstöðum, Hlöðver Hlöðversson á Björgum og Eysteinn Sigur- jónsson, Húsavík. ----Við þökkum góðar fréttir úr Þingeyjarsýslu — og væntum mikils af samstarfi héraðssam- bandanna austan og vestan Vaðlaheiðar á næstu árum. Akureyri: Námsmeyjar Gagnfræðaskóla Ak. sýndu fimleika í íþróttahús- inu sl. laugardag, að lokinni skólauppsögn undir stjórn ung- frú Þórhöllu Þorsteinsdóttur. Var þar sinn hópur úr hverjum bekk, rúml. 20 úr þeim fyrsta en hálfu færri úr hvorum hinna. Hjá öllum hópunum gætti rösk- leika og áhuga og samtökin voru furðugóð. Undirspil Áskels Jónssonar gerði svo sitt til að auka léttleika í hreyfingum — og yndi af æfingunum — bæði þeim er sýndu og hinum, sem á horfðu. Æfingarnar voru fjöl- breyttar, og sumar svo erfiðar, að með gætni þarf að fara, þar sem unglingsstúlkur eiga í hlut. Sum hoppin með undirspilinu voru svo létt og undravel sam- ræmd, að auðsjáanlega geta þess- ar fiml.stúlkur bætt við léttleika og mýkt t. d. í gangi, niðurstökk- •um frá slá o. s. frv. -— Sumar stúlkurnar þarna, leystu allt mjög vel af hendi og geta eftir íkum að dærna orðið reglulegar fimleika-stjörnur," með tíman- um, — og það er nú ekki versta ,,stjörnu“-tegundin! Sýningin var skemmtileg og árangur starfsins í fimleikasaln- um í vetur sýndi að stjórnin myndi að mörgu leyti góð. En eins og okkur fleirum, fimleika- kennurum, hættir tií, virtist ung- frú Þórhalla láta þess um of lítið gæta í fyrirskipunum sínum hvers eðlis hver æfing er, tala af tilbreytingalítið og óþarflega hátt. Hvass og rámsterkur þarf kennarinn stundum að vera í fimleikatímum, en á sýningu er þess oft síður þörf og til bóta er, að sem minnst gæti þá stjórnar- innar. Áhorfendur voru svo margir, sem húsrúm leyfði, en þarna er ekki um sýningarsal að ræða. Vonandi sjáum við brýna þörf hans fyrr en varir, og finnum kraft hjá okkur til að koma hon- um upp, svo sem áætlað er á þessum stað.---- Fimleikaflokkur Tryggva Þor- steinssonar — úr „Þór“ — endur- tók sýningu sína í Hótel Norður- iand 6. þ. m. og fékk ágætar við-- tökur áhorfenda. — Á uppstign- ingardag fór hópurinn fram í Kristneshæli og sýndi þar á grasi — eða sinuþófa — sunnan undir „Hælinu“. • Hraðkeppnimót í knattspyrnu, innan ÍBA, fór fram sl. sunnud. Kepptu 6 flokkar frá 3 félögum. Sigurvegari varð A-lið K. A. með 6 stig. A-lið frá Þór og ÍMA höfðu 2 stig hvort. ÍMA sá um framkvæmd mótsins. Ýtarleg frá- sögn af mótinu bíður næsta blaðs. Er til viðtals alla virka daga, nema laugardaga kl. 1—2 e h. í Skipagötu 3. Sími 497. E. B. Malmquist. Píanó Tilboð óskast í mjög vandað píanó. Til sýnis ( Brekkugötu 13. efri hæð

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.