Dagur - 17.05.1945, Side 4

Dagur - 17.05.1945, Side 4
4 BAGUR Fimmtudaginn 17. maí 1945 DAGUR Ritstjóri: Haukur Snorrason. Afgreiðslu og innheimtu annast: Marinó H. Péturssön. Skrifstofa í Hafnarstræti 87. — Sími .166. Blaðið kemur út á hverjum fimmtudegi. Árgangurinn kostar kr. 15.00. Prentverk Odds Björnssonar. Þriðji þátturinn. 'J'JALDIÐ er fallið f öðrum þætti hins mikla harmleiks, sem háður hefir verið í Evrópu á undanförnum árum. Fallbyssurnar eru þagnað- ar og hyllingaróp og rúðubrothljóð frá áhorf- endasvæðunum eru hljóðnuð. briðji og síðasti þátturinn er um það bil að hefjast. ★ jþESSIR tveir þættir voru byggðir utan um ágreininginn um rótgrónar hugmyndir mann- kynsins um líf einstaklinganna í þjófélögunum. Undirstöðum þeim, sem haldið hafa uppi menn- ingu mannsins og þroska, var ógnað. Einræðis- og árásarmennirnir slóu á strengi tilfinninganna í brjóstum þegnanna, en þeir skýrskotuðu ekki til rökvísi þeirra, dómgreindar né skynsemi. Til- gangurinn var að vekja ótta, ágirnd, öfund og hatur. Virðingin fyrir fornum dyggðum var upp- rætt. Tortryggnin fór eins og eldur um löndin. Engum, sem man mánuðina næstu fyrir stríðið, getur dulizt það í minningunni, að þrumur bjuggu í skýjabökkunum og veðrabrigðin nálg- uðust óhjákvæmilega. Fallbyssurnar voru enn þögular, en stríðið var byrjað. ★ /^G ÞANNIG var það árin næstu, áður en bar- dagarnir byrjuðu. Þjóðirnar léku þá fyrsta þátt hins algjöra, nýtízku stríðs. Árásarþjóðirnar tefldu fram hugsjónasnauðum og_ hatursfullum þjóðfélagskenningum, en lýðræðisöflin byggðu vjrki á aldagamalli jörð frelsis og mannréttinda. Upp úr þessum jarðvegi var annar þátturinn sprottinn — viðureign herjanna og söngur fjtll- .byssnanna. Stefið úr fyrsta þætti hljómaði þar öll árin. Stríðið var andlegt ekki síður en efnislegt. Vopnunum var beint að tilfinningum fólksins og Itugsunum þess, þeim var ætlað að auka "traust vina og veikja andlegt viðnám óvina. Nú er þess- um þætti lokið. Tjaldið er fallið ofan á nokkrar helztu persónurnar í leiknum, sem liggja blóði drifnar víðs vegar um sviðið, eins og væri í 19. aldar tragedíu. Orrustugnýrinn er horfinn héðan austur í Asíu. Bergmálið eitt hljómar enn á stöku stað. ★ gUMUM áhorfenda mun finnast, að sviðið sé nú tilbúið til ákjósanlegra leiklausna, — gat- an liggi nú beint og krókalaust frá „blóði, svita og tárum“, til velmegunar og hagsældar, öryggis og friðar. Vissulega er það eina von friðelskandi manna um allar jarðir, að vegurinn liggi einmitt þangað. En hætt er við, að einhverjum þyki leiti bera á milli. ★ j RÆÐU sinni sl. sunnudagskvöld, sem skoða mætti sem eins konar prologus fyrir þriðja þætti, mælti Churchill nokkur varnaðarorð til þjóðar sinnar. Hann lagði áherzlu á, að nú skipti mestu máli fyrir brezku þjóðina að gæta þess, að hin einföldu, miklu sannindi, sem leiðbeint hafa henni á þrengingarárum styrjaldarinnar, verði ekki kæfð á komandi friðarárum og hugmyndir hennar um frelsi og lýðræði í málefnum þjóð- anna verði ekki gerðar að innantómum plötu- slætti; til lítils hefði verið barizt, ef tilbúnar minnihlutastjórnir, studdar lögreglu, settust í sæti leppstjórna Hitlers. Er ástæðu til að óttast slíkt? Stóð ekki stríðið einmitt um rótgrónar hug- myndir mannkynsins um frelsi einstaklinga og þjóða, jafnrétti og lýðræði? Er líklegt, að sigur- vegararnir virði ekki þær hugsjónir, sem hafa gert-þetta stríð hugsjónastríð öllum öðrum stríð- um fremur? Efinn um það, er leitið, sem felur takmark friðarins. Pólland og Eystrasaltslöndin eru vörðurnar, sem þar bera hæzt á vettvangi alþjóðamála. í innanlandsmálum þjóðanna er boðskapurinn um það, að allir þeir, sem ekki eru tilbiðjendur kommúnismans, séu nazistar, hæfi- leg viðvörun til þeirra, sem trúðu því, að frelsið, BLÓÐGJAFIR Á OKINAWA. Amersíkir herlæknar sprauta blóöi í særða, ameríska larvjgönguliða á Okin- awa í Ryukyu-eyjum, milli Formosa og Japanseyja. Blóðið er ilutt í flugvél- um irá Bandaríkjunum. Þúsundum mannslíia hefir verið bjargað í þessu stríði með blóðsprautum. Borgarar í stríðslöndunum hafa getið blóðið til þessarar líknarstarfsemi. „Nýsköpun“ í „Verkam.“. J£OMMÚNISTAMÁLGAGNIÐ hef- ir allt í .einu fengið mikinn áhuga á spítalamálinu. Meðan verið var að heimta jafnrétti við Sunnlendinga í spítalamálum og hver greinin af ann- arri birtist hér í blaðinu um þetta mál, þagði þetta háæruverðuga mál- gagn lítilmagnanna. Þegar Framsókn- ármenn báru fram hugmyndina um fjórðungssjúkrahús var Verkam. svo önnum kafinn við að útmála paradís- ina í Rússlandi, að hann hafði nær aldrei rúm afgangs fyrir þetta fram- faramál eigins héraðs og landsfjórð- ungs. En þegar málið er loksins kom- ið i höfn og framkvæmdir eru um það bil að hefjast, vaknar áhuginn allt í einu og hver greinin af annarri er lát- in á þrykk út ganga. En það undar- lega Við þessa „nýsköpun“ er það, að greinarnar fjalla miklu meira um Framsóknarmenn heldur en sjúkra- húsið! Nú eru það Framsóknarmenn sem fjandskapast við bygginguna á allan hátt, en kommúnistar sem berj ast eins og ljón fyrir framkvæmdinni! lýðræðið og réttlætið hefði sigr- að, jafnskjótt og sumarvindarnir höfðu blásið púðursvælunni af vígvöllum Evrópu. ★ JjANNIG er umhorfs á fram- sviðinu er fortjaldið lyftist í þriðja þætti. í baksýn grúfir dimmur skuggi neyðar og skorts á gjörvöllu meginlandi álfunnar. Þjóðirnar ganga nú til móts við þurrð á fjölmörgum lífsnauð- synjum. Um það verður ekki villzt lengur. Það er því raunar ekkert undarlegt þótt forráða- menn lýðræðisþjóðanna skirrist við að lofa þeim skjótfenginni „nýsköpun" strax í kjölfar ófrið- arins. Ennþá eru leiklausnir hildarleiksins að verulegu leyti1 luildar þoku framtíðarinnar. — Langir og erfiðir tímar fara í hönd áður en sex ára vísindaleg niðurrifsstörf verða bætt að fullu og raunveruleg framför gettir hafizt. j LANGRI grein í síðasta Verkam. ræðst hinn drenglundaði lýðræðis- sinni, ritstj. blaðsins, með miklu" of- forsi á Framsóknarmenn fyrir að þeir vilja hindra byggingu spítalans. — Ástæðuna telur hann þá, að þrír nefndarmenn í bygginganefnd hafa borið fram tillögu um að byggja spí- talann annars staðar en í brekkunni sunnan gamla spítalans. Þessir þrír nefndarmenn eru Jakob Frímanns- son og Stefán Ámason, kosnir af Framsóknarfl., og Óskar Gíslason byggingam., kosinn af Sósíalistafl. — Þessa síðastnefnda láðíst ritstj. að geta í grein sinni. Hefir líklega gleymt honum. í grein sinni gengur ritstj. fram hjá öllu því er máli skiptir og réði afstöðu þessara þriggja nefndar- manna: Þeim var ljóst, er þeir athug- uðu þau gögn er fyrir lágu, að ekki var hægt og ekki er hægt, að koma sjúkrahúsinu fyrir á þeirri spildu, sem bæjarstj. hafði ætlað því, nema með því að rúm kringum húsið yrði nálega ekkert og húsið sjálft þannig gert, að enginn mundi una við. Þessu valda staðhættir, sem Verkam.ritstj. lýsir svo: „Fyrir sunnan lóðina er djúpt og breitt gil. . . . fyrir neðan lóðina er brött brekka-- fyrir ofan er hátt upp á brekkuna.... “. Það voru þessar staðreyndir, sem réðu afstöðu Framsóknarmannanna tveggja og Sósialistans, sem ekki er haldinn blindu hatri á pólitískum andstæðing- um, eins og Verkam.ritstj. virðist þjást af. gYGGINGANEFND var kosin 20. marz sl. af bæjarstjórn og fullyrð- ingar ritstj. um að hún hafi tafið mál- ið er því algjörlega út í bláinn, sér- staklega þegar þess er gætt, að riss- teikning sú, er fyrir lá af húsinu, var þannig úr garði gerð, einmitt vegna staðhátta, að óviðunandi var og hefir því ekki verið samþykkt. Er erfitt að sjá hvernig bygginganefndin átti að hefjast handa að láta grafa fyrir húsi, sem ekki var ráðið um hvernig ætti að vera útlits. Ritstj. bendir ekki á nokkra leið til þess að leysa það j vandamál, að koma byggingunni þarna fyrir, svo að viðunandi sé, t. d. án þess að aðalinngangur sé í kjallara á móti hánorðri o. fl. Grein hans er ; þvi ekkert nema vindhögg, enda munu flokksmenn hans hafa miklu meiri trú á þekkingu Óskars Gíslason- ar á þeim málum, sem hér um ræðir, en heilindum ritstj. Kostar lítið, en borgar sig Þessi unga stúlka er reglulega sumarleg. — Hún er í rauð- og hvítskozkum kjól með hvítum leggingum. Kápan er Ijósrauð, blómið í hárinu hvítt og skórnir hvítir. hinu vistlega KEA-hóteli og drakk síðdegis- sopa. „Þarna ert þú,“ sagði einn ungur maður um leið og hann heilsaði ög tók mig tali. „Eg var að hugsa um skrifa þér bréf — ástarbréf! Ó, nei annars, eg ætla að " skrifa henni Pu- ellu, og segja henni frá bezta meðali gegn kvefi, sem eg hefi nokkru sinni komizt í kynni' við. Hún kann að meta slík ráð, ekki satt?“ — Jú, blessaður gerðu það allt slíkt er vel þegið og það eru ein- nritt fjölmargir, sem þjást þessa dagana af kvefi og munu eflaust verða fegnir að reyna þetta meðal þitt. En hvað er það? „Það segi eg ekki,“ segir þá þessi Jón, „en eg skal skrifa Pu- ellu þetta allt saman. — Það kostar lítið — fárra króna glas hjá Brynju einu sinni í mánuði eða svo — og það skal borga sig.“ — Jæja, það skyldi þó aldrei vera að eg vissi hvað þú ert að fara — segi eg. „Nei, nei, góða, þér dettur það ekki einu sinni í hug,“ segir Jón. — Það skyldi þó aldrei vera lýsi? Nú varð Jón öldungis hissa: „Jú, upsalýsi var það, heillin!" Og svo sagði hann mér, hvernig liann hefði stöðugt Jrjáðst af kvefi — þegar eitt hafi verið að skána hafi annað heltekið sig o. s. frv. Svo hafi hann farið að taka upsalýsi — 1 matskeið á dag — og kvefið var horfið eftir nokkurn tíma, „og síð- an hefi eg ekki fengið kvef,“ bætti hann við. „En nú skrifa eg ekkert bréfið til Puellu, fyrst þti varst svona slyng að geta upp á þessu, en þú mátt gjarnan segja frá þessu, því að þetta er hlut- ur sem kostar lítið, en borgar sig“. Og þar með var þessu kveflausi Jón horfinn út um dyrnar. Puella. SKÓTÍZAN EFTIR STRÍÐ. J|G LAS nýlega í amerísku tímariti, að skótízkan muni breytast mjög. Allur sá urmull kvenna, sem unnið hefir fyrir herinn á styrjaldartímanum, og með honurn, hef- ir notað skó með lágum hæl, skó, sem voru gerðir með það eitt fyrir augum að láta fótunum líða vel og um leið allri manneskjunni. Nú eru þessar stúlkur orðnar svo hrifnar af þessum skóm, að margar þeirra munu eiga óhægt með að snúa aft- ur til háu hælanna. Því er spáð, að innan skamms tíma munu háu hælarnir heyra fortíðinni til. ÖÐRUM stað hér í blaðinu er skýrt frá því, að kort til styrktar kvennaheimili Hallveigar- staða í Reykjavík, fáist nú í Hannyrðaverzlun Ragnh. O. Björnsson. Hallveigarstaðir eiga að verða kvennaheimili í höfuðstaðnum. Það er kvenfélagasambandið þar sem gengst fyrir fjár- söfnuninni. Ætlunin er, að Jjar verði nokkur gistiherbergi fyrir utanbæjarkonur. Þetta er gott og þarft mál, og þótt konur hér liafi í mörg horn að líta og hugsi fyrst og fremst um velferðamál sín heima, ættu þó þær, sem það geta, að styrkja málefnið með því að kaupa kortin,

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.