Dagur


Dagur - 07.06.1945, Qupperneq 1

Dagur - 07.06.1945, Qupperneq 1
ism m (F* ■ 1 kí P^laUIC XXVIII. árg. Akureyri — fimmtudaginn 7. júní 1945. 23. tbl. Kommúnistar blða ósigur i KaupfélagiSiglfirðinga íslenzkir námsmenn í Ámeríku, telja það misskilning, að amerískir háskól- ar séu lakari en evrópiskir. Samtal við Harald Kröyer, M. A., um 4 ára námsdvöl í Kaliforníu. Fengu aðeins 17 fulltrúa kjörna, en borg- araflokkarnir 47 fulltrúa Óstjórn þeirra á félaginu einsdæmi í sögu íslenzkra samvinnumála ANNÁLL DAGS -=r---===^=^- ■ ' 27.—31. MAÍ. Stórárás Banda- ríkjalflugfélaga á Yokohama. — Borgin brennur að miklu leyti. — Churchill kynnir hina nýju stjórn i þinginu. — Fulltrúar Verkamannaflokksins famir úr stjóminni. Tilkynnt að 300 þús. brezkir hermenn hafi fallið í styirjöldlinni til þessa. Bar- dagar miffi Frakka og Sýrlend- inga í Damaskus og víðar í Sýr- landi. 1. JÚNÍ. Churchill biður De Gaulle að kalla franskar hersveit- ir í Sýrlandi til herbúða sinna til þess að forðast árekstra við brezk- ar hersveitir. Frakkar verða við þessum tilmælum að mestu leytÍK A. m. k. 500 menn hafa fallið í Sýrlandi í óeirðunum. Iranstjóm sendir stórveldunum orðsend- ingu um að flytja á brott herlið úr landinu. 2. JÚNÍ. Kyrrara í Sýrlandi og Líbanon. De Gaulle ásakar Breta fyrir afskiptasemá í Sýrlandi. 3. JÚNÍ. Vöm Japana á Okiinawa að bila. Ósarnkomulag á San Fransisco-ráðstefnunni um neitunarvald stórveldanna. Bret- ar og Bandaríkjamenn vilja binda neátunarvaldið í Öryggis- stofuninni við það eitt, að eitt stórveldi geti fyrirbyggt aðgerðir með neitun sinni, en Rússar vilja, að eitt stóarveldi geti fyrir- byggt að deilumálin verði rædd í ráðinu. 4. JÚNÍ. Kyrrð komin á í Sýr- landi. Ráð Arabaríkjanna kemur saman á ráðstefnu til að ræða SýrilandsmáLið. Hákon konungur leggur af stað heimleiðis. Churc- hill flytur fyrstu kosningaræð- una, deilir harðlega á sósíaLista og kommúnista. 5. JÚNÍ. Brezka sendinefndin í San Fransisco gefur út yfiúlýs- ingu um deiluna um neitunar- valdið. Telur fráleitt, að Bretar falli frá ákvörðun sinntí, kvartar undan því að Rússar séu ekki samvinnuþýðir. Fundur hers- höfðingja Bandamanna í Berlín. Þýzkalandi skipt í hemámssvæði. Tillkynnt að Bretar og Banda- ríkjamenn hafi látið Rússum í té lieila flotadeild hecrskipa í árs- byrjun 1944 og 20 þús. smálestir flutriingaskipastóls. 6. JÚNÍ. Rússar stjóma aust- urhluta Þýzkalands, Bretar norð- vesturhlutanum, Frakkar vestur- hlutanum og Bandaríkjamenn suðvesturhlutanum. Berlín lýtur sameiginlegri stjóm. Landamær- in fyrst um sinn þau sömu og 1937. N orðurlandssöf nunin: 5400 krónur söfnuðust í Glæsibæjarhreppi í upptalningu helztu gjafa í Eyjafjarðarsýslu og á Akureyri til Norðurlandasöfnunarinnar, í síðasta tbl., féll niður að geta um gjöf úr Glæsibæjarhreppi. — Einstaklingar í hreppnum gáfu kr. 3.400 í peningunvog talsvert af nýjum og góðum fatnaði. Hreppssjóður gaf kr. 2000. — Þá gáfu og margir verkamenn í hreppnum daglaun sín og er það ekki meðtalið hér að ofan. Haraldur Kröyer og frú hans eru fyrir skömmu komin hingað til lands eftir meira en 4 ára námsdvöl við háskólann í Berke- ley í Kallforníu. Haraldur fór ut- an í október 1940 og lagði stund á ensku og lauk B. A. prófi í þeirri grein í marz 1943. Síðan hefir hann lesið stjórnvísindi og alþjóðarétt við sama háskóla og lauk M. A. prófi í þeim greinum í febrúar síðastliðnum. Dagur kom að máli við Harald og ræddi við hann um nám íslend- inga í Ameríku. — Þú hefir vitaskuld komið fljúgandi heim? Já, við fengum að fljúga yfir hafið snemma í maí, samkvæmt samkomulagi því, sem íslenzka sendiráðið í Washington hafði gert við amerísk yfirvöld um loftflutninga íslendinga. — Og ferðin hefir verið skemmtileg? Mjög skemnýtileg og þægileg. Við fórum frá flugvelli í Maine- fylki snemma morguns og kom- um við á Labrador og Græn- landi og lentum á Reykjanesi seint um kvöld. Það er ekki erfitt að ferðast við slíkar aðstæður. — Hvað geturðu sagt okkur af íslenzkum námsmönnum í Kali- forníu? Af þeim, er eg hafði kynni af, er allt gott að frétta. Við vorum 25 íslendinga'r í Berkeley þegar flest var, þar af einir fimjn héð- an frá Akureyri, Halldór Þor- steinsson, Aðalsteinn Sigurðsson, Magnús Ingimundarson, Ragnar Thorarensen og eg. Eg held að óhætt sé að segja, að við höfum allir kunnað vel við okkur. — Eru þeir um kyrrt þar í Berkeley? Aðalsteinnn er nú kominn heim fyrir löngu, en þeir Magn- ús, Ragnar og Halldór munu vera þar, eða í því nágrenni. Magnús heldur áfram með sitt verzlunarnám, en Halldór legg- ur stund á leiklist, auk mála- námsins, og dvelur nú við Pasadena Playhouse, sem er ágætur leikskóli. Annars les hann frönsku og spænsku, sem aðalnámsgreinir. Ragnar hefir lokið námi í rafmagnsverkfræði og mun komla heim í sumar. — Hvað finnst ykkur um há- skólann í Berkeley? Eg held að við höfum verið heppnir. Skólinn er annar stærsti ríkisháskóli landsins, hafði um 30000 nemendur fyrir stríðið, og í góðu áliti. Byggingar allar eru mjög fullkomnar, bókasöfn ágæt og rannsóknarstofur full- komnar í bezta lagi. Aðstaða stú- denta yfirleitt ágæt. Álit náms- manna í Ameríku mun yfirleitt vera það, að amerískir háskólar séu sízt lakari en evrópiskir, en vitaskuld eru þeir misjafnir. Beztu ríkisháskólarnir í Amer- íku eru áreiðanlega sambærileg- ir við beztu háskóla í Evrópu. Því hafa m'. a. haldið fram ís- lenzkir námsmenn, sem hafa dvalið bæði austan hafs og vestan við nám. Yfirleitt má segja, að mikið sé undir kennslukröftum komið, og óhætt er að fullyrða, að þessir amerísku háskólar hafa mjög góðum kennslukröftum á að skipa, m. a. hafa komið þang- að fjölda margir vísindamenn og kennarar frá Evrópu á undan- förnum árum. og fengið þar em- bætti. Það er því ástæðulaust að gera lítið úr námi íslendinga vestra. Hins vegar er það rétt, að til eru þar lélegir skólar og hefði verið þörf á því, að völ hefði ver- ið á leiðbeiningum heima, og má Á sunnudaginn kemur leggja 200 bændur úr Suður-Þingeyjar- sýslu upp í ferðalag til Suður- lands. Verður það fjölmennasta hópferð sem þingeyskir bændur hafa farið. Farið verður um Ak- ureyri til Hóla á sunnudaginn og síðan haldið áfram um Borg- arfjörð, Hvanneyri, til Reykja- víkur og þaðan austur yfir fjall, austur í Fljótshlíð og e, t, v. alla Deildarfundum í Kaupfólagi Siglfirðinga lauk í fynrakvöld. Úrslit í kosningum fulltrúa til aðalfundar urðu þau, að komm- únistar biðu hinn herfilegasta ó- s'igur og verða því í algjörum miinnihluta á aðalfundinum, sem hefst x dag. Fengu aðeins 17 fulltrúa kjöma, en borgaraflokk- amir, sem sameinuðust gegn þeim, fengu 47 fulltrúa. Svo megna fyrirlitningu hafa komm- únistar hlotið af framferði sínu í Siglufirði á því eina ári, sem þeir hafa stjómað Kf. S., að aðeins 3 atkv. munaði til þess að þeir fengju engan fulltrúa kjörinn. Félagsmenn í Kaupfélagi Sigl- firðinga hafa þar með kveðið upp dóm yfir óstjórninni, sem ríkt hefur í málefnum félagsins að undanförnu undir hand- HÉRAÐSMÓT Ungmennasambands Eyja- fjarðar á Hrafngili n. k. sunnudag Héraðsmót Ungmennasam- bands Eyjafjarðar hefst að Hrafnagili næstk. sunnudag kl. 2 e. h. Þar fara fram íþróttakeppn- ir, ræðuhöld (meðal ræðumanna er Þorst. Einarsson íþróttafull- trúi), einsöngur o. fl. til skemmt- unar og að lokum verður dansað. Bifreiðaferðir verða frá Bifreiða- stöð Akureyrar. leið austur í Vík. Gert er ráð fyr- ir að ferðin taki 10 daga. Farar- stjóri er Jón H. Þorbergsson bóndi á Laxamýri. Þá eru vestfirzkir bændur að undirbúa hópför hingað horður í Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslur. Er búizt við um 80—100 manna hóp úr ísafjarðarsýsluin hingað til bæjarins hinn 17. júní næstk. leiðslu Þóroddar Guðmundsson- ar. Hins vegar verða félagsmenn enn að bíða þess eitt ár, að meiri- hlutaaðstaða sú, er kommúnistar fengu í stjórn félagsins í fyrra, verði afnum|in með öllu, því að á aðalfundi þeim, sem í hönd fer, eiga þeir ekki, lögum samkvæmt, að ganga úr stjórninni, heldur mun það vera fulltrúi Alþýðu- flokksins, sem væntanlega verð- ur þá endurkjörin nú. Þótt sigl- firzkir samvinnumenn verði enn um sinn að súpa seyðið af því, að kommúnistar náðu meiri- hlutaaðstöðu í félaginu í fyrra — þó aðeins með því að beita sín- um alkunnu einræðis- og fanta- brögðum — er líklegt, að úrslit- in í fulltrúakosningunumi verði til þess að hernill verði settur á brask þeirra og brölt með fjár- muni félagsins, en saga þeirra í þeim efnum mun vera einsdæmi. Af þeim fregnum, sem borist hafa um þessi mál frá Siglufirði að undanförnu er svo að sjá, sem mjóu hafi munað að kommúnist- um tækist að koma þessu blóm- lega fyrirtæki fyrir kattarnef á éinu. ári. Samkvæmt þeiin upp- lýsingum, sem birzt hafa í sigl- firzkum blöðum er sú saga í stuttu máli þessi: í ljós kom nú eftir áramótin, að vörurýrnun hjá félaginu varð meiri, en dæmi munu til, og al- gjörlega óeðlileg, eða 11%. Nam sú upphæð alls um 130 þúsund krónum. Af þessu leiddi, að fé- lagið tapaði í einu mesta veltu- ári íslenzkrar verzlunar, og sam- kvæmt frásögn þessara blaða mun það nær ekkert greiða í eigin sjóði eða til félagsmanna. — Ein hin fyrsta stjórnarfram- kvæmd þeirra var að ráða sem aðalbókhaldara, pakkhúsmann hjá PVA hér á Akureyri, þrátt fyrir andmæli kaupfélagsstjór- ans, en maður þessi hafði enga bókhaldsþekkingu til að bera. Er hins vegar þægur flokksmað- ur. Telja blöðin, að bókfærslan hafi verið meira en lítið athuga- verð, og enda lítt að furða, svo sem til hennar var stofnað. Þá réðust kommúnistarnir í stjórn- inni í það, sem frægt er orðið, að kaupa síldarsöltunai'stöð af dánarbúi Ingvars Guðjónssonar fyrir miklu hærra verð en eðli- legt var. Síðan hefur Þóroddur Framhald á 8. sfðu Framhald á 5. síðu. Skemmfi- og kynningarferðir bænda Norðlenzkir bændur f jölmenna til Suður- lands. Vestfirzkir bændur til Eyjaf jarðar

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.