Dagur - 05.07.1945, Síða 5

Dagur - 05.07.1945, Síða 5
Fimmtudaginn 5. júlí 1945 D AGUR » Saga um 280 þús. kr. óleyfilegan in§affagsins fé„kk (;kvittaða & 1 • *-* : notu tyrir upphæo, senr hann til- innflutning og furðulega réttarsætt Framhald af 1. síðu í þeim mánuði, sem liðinn er síðan þetta var opinbert gert, hefir lítið verið um fregnir af heildsalamálunum, en 21. júní sl. birti Skutull enn grein um málið og rakti þar ýtarlega það, sem kunnugt er um verzlunar- starfsemi þessa fyrirtækis for- manns Nýbyggingarráðs. Degi þykir rétt, að birta hér á eftir frá- sögn Skutuls, svo menn geti gert sér greinvfyrir því, hvaða sjónar- mið réðu-því í innsta hring ríkis- stjórnarinnar, að réttarsætt var leyfð í svo víðtæku og furðulegu máli. Skutull segir: „Skýrt var frá' því fyrir nokkru að komizt hefði upp um stórfelld verðlagsbrot og óleyfilegan inn- liutning vöru hjá tveimur fyrir- tækjunr í Reykjavík, S. Árnason 8c Co. og Brynju. Bæði þessi fyr- irtæki eru eign Jóhanns Jósefs- sonar alþm. og formanns Ný'- byggingarráðs og Gunnars Guð- jónssonar skipamiðlara. Var og skýrt frá því, að gerð hefði verið réttarsætt í málurn þessum, og hefðu hin brotlegu fyrirtæki fall- izt á að greiða samtals 40 þús. kr., þar af 10 þús. kr. sekt. Skýrðu Reykjavíkurblöðin — þó ekki Morgunblaðið — frá þessu í örstuttum fréttaklausum, en um nánari. atvik málsins var vandlega þagað. Til annarrar umræðu. Um það leyti sem ritstjóri Skutuls kom til Reykjavíkur í byrjun þessa mánaðar hafði Tím- inn birt meginkafla greinar þeirrar, er Skutull birti í vor um mál S. Árnason 8: Co. og Brynju. En það mál var þannig vaxið, að fyrirtæki þessi höfðu reynzt sek um verðlagsbrot og óleyfilegan inn flutning. Málalok urðu svo Jrau, að eigendur fyrirtækjanna höfðu fyrir rétti gengið inn á 40 þúsund króna greiðslu í sektir og vegna ólöglegs hagnaðar. Um þetta mál hafði ríkt mikil þögn, enda voru aðaleigendur hinna seku fyrirtækja þeir Jó- hann Þ. Jósefsson alþingsfnaður, formaður Nýbyggingarráðs og Gunnar Guðjónsson skipamiðl- ari, tengdasonur Magnúsar Jóns- sonar guðfræðiprófessors. Tíminn hafði nú rætt nokkuð um málið í framhaldi áf grein Skutuls. Jóhann Jósefsson hafði hótað stefnu að því er Morgun- blaðið skýrði frá daginn eftir, og síðan kom heillar síðu grein í Morgunblaðinu til varnar S. Árnason &: Co. og Brynju. Grein- arhöfundur sá virtist hafa nána kunnugleika á skjölum þessara mála og vitnaði í þau orðrétt í ritsmíð sinni. Mátti því fara nærri um, hver höfunduririn væri, sem vörninni stýrði fyrir hin seku fyrirtæki. — Þar með var hafin örinur urnræða um málið. Fixrðuleg þögn og leynd. Nú vildi ritstjóri Skutuls auð- vitað afla sér sem gleggstrar vitn- eskju um þetta mál og gekk á fund sakadómara og óskaði eftir að fá að kynna sér allan gang þessara mála af réttarskjölunum sjálfum. Er ekki annað vitað, én að til þess eigi blöð fullan rétt í opinberum málum, sem fyrir dómstólana koma. — En það furðulega skeður, að sakadómar- inn synjaði um allar upplýsingar í málinu og kvaðst ekki telja sér heimilt að veita aðgang að rétt- arskjölum þeim-, er um þessi mál fjölluðu. Sanra sagan endurtók sig hjá formanni Viðskiptaráðs, en til hans leitaði Skutull einnig um upplýsingar í málinu, þar sem Viðskiptaráðið er stefnandi í málinu. Hann taldi þó málinu ekki lokið af hendi Viðskipta- ráðs, og vildi því engar upplýs- ingar gefa á þessu stigi málsins. Nú vill Skutull spyrja: Hvað á þessi leynd að þýða um þetta mál? Er þarna eitthvað meiri- háttar svindilbrask á ferðinni, sem umfram allt verði að fela >vegna fínna rnanna? Málið verður að upplýsast. Reyndar þarf ekki lengur að spyrja slíkra spurninga. Hér er um svo furðulegt mál að ræða, meginatriði þess eru komin í há- mæli í liöfuðborginni. Enda fór það svo, að þrátt fyrir alla leynd stjórnarvaldanna tókst Skutli úr ýmsum áttum að afla sér það ná- innar vitneskju um mál þessi, að ólíklegt má telja, að ekki nægi til þess -að knýja fram opinberar umræður um þau af hendi réttra aðila. En úr því sem komið er, verður allra hluta vegna að telj- ast heppilegast og æskilegast, að dík mál fáist upplýst til fulls. — Þjóðin á heimtingu á að fá vitn- eskju um, hversu vel og trúlega einstaklingar og stéttir hafa hald- ið vörð um heiður og sjálfstæði hins íslenzka lýðveldis á þessu fyrsta ári Jress. — Hefst nú yfirlit yfir Jiessi furðumál fjármálalífs- ins íslenzka: Verð fagsbro tii n. Fyrir um Jrað bilárisíðan komst það‘ upp að allmikið af bollapörum og annarri leirvöru frá ofangreindum fyrirtækjum hafði verið selt með hærri álagn- ingu en heimilt var samkvæmt verðlagsákvæðum. Hafði fyrir- tækið ekki sent vörureikninga^ia til verðlagsstjóra eins og skylt er en þegar Jieirra var krafizt, var koniið með alls konar skýringar til að réttlæta verknaðinn, svo sem að vöntun hefði kornið fram í vörusendingunni, Jrvert ofan í opinber vottorð frá amerískum yfirvöldum. Til þess að gera þetta sennilegt var látin fara fram eins konar vörutalning, sem þó sumpart á sér stað eftir að búið er að selja nokkuð af vörunni. Eins og hún var framkvæmd var vitanlega ekkert ntark á henni takandi, en samt sem áður tókst fyrirtækinu að fá endurgreiddan toll út á vottorð „teljaranna" fyrir þann hluta vörusendingarinnar, sem þeir töldu að hefði vantað. Til þess að draga úr verðlags- brotinu var einnig lagður fram óeðlilega hár vártryggingarreikn- ingur. Var harin framleiddur á þann hátt, að starfsmaður fyrir- tækisins fór á skrifstofu vátrygg- síðan greitt á haiia og sendi síðan sem fylgiskjal til verðlagsstjóra. Hinn óleyfilegi hagnaður af varðlagsbrotinu var við réttar- sættina áætlaður 30 þús. kr„ en að öðru ekki gerður, upp í þessu máli. Inunflutningsmálið. Inn í réttarsættina er svo flækt öðru óskyldu máli, sem að öllu samanlögðu er margfalt alvar- Jegra en hitt, og sýnir ennþá bet- ur Jrað hyldýpi spillingar, sem ríkjandi er í verzlunarmálunum. IJjjphaf Jressi máls er Jrað, að frá Ameríku kemur vélskipið „Bragi“ með vörusendingu til ofangreindra fyrirtækja. Fyrir Jressum vörum voru engin inn- l'lutningsleyfi, enda sumpart um að ræða algera bannvöru, sem alls ekki hefði komið til mála að leyfa innflutning á frá Ameríku vegna skipaskorts. í Jressari vöru- sendingu voru m. a. leikföng, jtelsar og ýmsar tízku- og tildurs- vörur. Fyrirtækið hafði gefið ujijd, að vörur Jrær, sem Jrað hafði flutt inn í algeru leyfisleysi og inn- flutningsleyfi vantaði fyrir, hefðu kostað ca, 13 þús. dollara. Einnig þetta mál var kært til sakadómara af formanni Við- skiptaráðs, en af einhver^um ástæðum var það mjög lítið rannsakað og því að síðustu sleg- ið saman við fyrrgreint verð- lagsbrot sömu manna og með réttarsættinni ákveðinn samtals 10 Jrús. kr. sekt fyrir bæði málin. Viðskiptaráð skyldi ráðstafa hinni innfuttu bannvöru. Kárnar gamanlið. Þegar að því kom, að Við- skijrtaráð skyldi ráðstafa vör- unni, kemur það allt í einu í ljós, eftir að hún er búin að vera í vörslu tollayfirvaldanna í marga mánuði, að andvirði vörunnar, sem flutt hafði verið inn í algeru heimildarleysi, er ekki 13 Jrús. dollarar heldur 43 þús. dollarar, eða ca. 280 þús. kr. íslenzkar að innkaupsverði. Geta menn gizk- að á hvert útsöluverð slíkrar vörusendingar í heild hefði orðið að viðbættum tollum, og allri álagningu. Er nú heimilt að sjryrja: Nær nú réttarsættin góða einnig til þessarar viðbótar? Og hvaða afstöðu hafa stjórnarvöld- in tekið til þessa atriðis? Lánað úr tóllinum. Auk þess sem varan reyndist vera meira en þrefallt meiri að verðmæti en upp hafði verið gef- ið, kom það nú einnig í ljós, að tollayfirvöldin höfðu sýnt hinum brotlegu fyrirtækjum þá sér- stöku greiðvikni að lána þeim nokkurn hluta vörusendingar- innar, vafalaust í trausti þess, að slíkir menn sem formaður Ný- byggingarráðs og félagi hans hefðu alla sína pappíra í stakasta lagi. Það, sem fannst í tunnunum. Þegar tollayfirvöldin voru að athuga vörur þessar kom það í Ijós, að í umbúðunum voru ekki einungis sjiil, leikföng, sam- kvæmistöskur og ráptuðrur, íeldur einnig álitlegur skjala- bunki. Við nánari athugun á lonum konr í ljós, að Jrar voru ekki aðeins „faktúrur" til hins ís- enzka fyrirtækis, heldur höfðu einnig slæðst Jiar með nokkrir reikningar lrá amerískum verzl- unarfyrirtækjum til þess fyrir- tækis sem seldi vörurnar hingað. Sýndu Jressir reikningar, að rað fyrirtæki sem mun heita „Northern Export Co.“, hafði eyft sér að leggja á vöruna allt upp f 100% af irinkaupsverði less. Northern Export Co. Þetta fyrirtæki mun vera skrá- sett sem amerískt fyrirtæki, en aðaleigendur munu vera íslend- ingar, sem dvelja, eða eru búsett- ir í Ameríku. Hefir leikið grun- ur á því, að ýmis íslenzk heild- sölufyrirtæki hefðu sambönd við, eða hefðu beinlínis komið sér upp slíkum leppfyrirtækjum, til Jress að leggja á vöruna í Amer- íku og senda heim með henni reikninga, er sýna liærra verð en hið raunverulega innkaupsverð, þar sem Viðskijrtaráð hefir neit- að að taka gilda reikninga frá ís- lenzkum umboðsmönnum í Ameríku. Með þessari aðferð ér allt verðlagseftirlit Viðskiptaráðs gert að engu, með því að talið hefir verið óframkvæmanlestt að ganga úr skugga um, hvort vöru- reikningar frá fyrirtækjum skrá- settum í Ameríku, séu ófalsaðir. En heildsalamálin flest, sem nú bíða dóms, eru hins vegar ris- in af því að íslenzkir umboðs- menn fyrirtækja hér, hafa lagt meira á vöruna en leyfilegt er samkvæmt reglum Viðskiptaráðs, en það hefir leyft þeirn að taka 5% umboðslaun. En í þessu sér- staka dæmi eru að verki menn, er leggja allt að 100% á vöruna fyrir sams konar ómak og hinir íslenzku umboðsmenri hafa. Má af þessu greinilega ráða, að ekki muni öll kurl koma til grafar, þótt hin svokölluðu heild- salantál verði til lykta leidd. Fi-umreikningarnir fljúga til Ameríku. En sagan er ekki öll enn. Svo óheppilega vildi til, að þegar verðlggseftirlitið ætlaði að fara að rannsaka reikningana, sem slæddust upp úr tunnunum, voru þeir ekki lengur á sínum stað. Höfðu tollayfirvöldin lánað þinu brotlega fyrirtæki reikning- ana til athugunar, en það hafði aftur lánað þá heildsala einum, sem hafði fengið flugferð til Ameríku á vegum hins opinbera til að kaupa síldartunnur. Hafði hann af einhverjum ástæðum tekið reikningana með sér þang- að. Eitthvað mun þó hafa skilað sér aftur af reikninguum, svo ekki verður nauðsynlegt að gera út leiðangur til Ameríku til að hafa upp á þessum óvenjulegum skjölum, ef einhverjum skyldi detta í hug að koma þeim á landsskjalasafnið til minningar um verzlunarhættina á fyrsta ári hins íslenzka lýðveldis.“ Hér lýkur frásögn Skutuls og má með sanni segja, að hún sé ekki alls ófróðleg. Ennþá hefir enginn orðið til að andmæla því, að rétt sé frá skýrt. Stjórnarblöð- in þegja um þessi mál öll, nema J>egar J>au tilkynna, að formaðnr Nýbyggingarráðs hafi höfðað meiðyrðamál gegn þeim blöðum, sém leyft hafa sér þann munað að skýra gang opinberra mála á íslandi á því herrans ári 1945. — Kommúnistablöðin halda áfram, að heirnta afnám Viðskiptaráðs og umsjá innflutningsverzlunar yjóðarinnar í hendur Nýbygg- ingarráðs, undir formennsku íerra alþingismannsins úr Vest- mannaeyjum. Þau hata hins veg- ar ekki talið það holt fyrir sam- vizku flokksmanna sinna, að geta að neinu • um þessa furðulegu málsmeðferð alla, eða skýra fyrir lesendum sínum hvernig menn- irnir, sem búa við aðstöðuna, nota J>að traust, sem j>eim er sýnt. Kommúnistaforyztan þegir um hneykslismál heildsalanna. Sjálfstæðisblöðin þegja um ávirðingar nýríku kommúnista- burgeisana. Þannig stendur „stjórn alþýðunnar“ í ístaðinu fyrir hagsmuni neytendanna á ís- landi á öðru ári stjórnarsam- vinnu hinna nýríku. Prjónasilkikjólar nýkomnir. Skemman Hafnarstræti 108. NÝKOMIÐ: veggfóður Hallgr. Kristjánsson. Brekkugötu 13. MIIIIIIIIMIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIt 111111111111111111111» - - jNÝKOMIÐ: I Tennisspaðar j Tennisknettir j Badmintonspaðar j Badmintonknettir j j Golfkylfur i E E j Golfknettir j Golfkylfupokar ! j Knattspyrnu- legghlífar ~ r E | Iþróttabindi o. fl. j jBrynjólfur Sveinss. hf. j i Akureyri Barnavagn til sölu. Tækifærisverð. Uj>j>- lýs. i Brekkugötu 2 (miðhæð).

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.