Dagur - 12.07.1945, Síða 1

Dagur - 12.07.1945, Síða 1
Oddur Björnsson, prentmeistari, i | látinn. ODDUB BJÖRNSSON, prentmeistari og prentsmiðju- eigandi, heiðursborgari Akur- eyrarkaupstaðar, létzt í sjúkra- húsi, 5. þ. m. Þessa merka borg- ara er minnzt á 3. síðu blaðs- ins í dag. Utlegð 300 Islendinga á Norðurlöndum er nú lokið Sjúkahúsið byggt á Eyrarlandstúni Flutningurinn samþykktur af bæjarstjórn á fundi í fyrradag Húsameistari ríkisins hafði mælt með staðnum Dagur kemur ekki út í næstu viku vegna sumarleyfa í prenlsmiðj- unni. Skrifstofa blaðsins verður lokuð frá næstk. laugardegi til þriðjudagsins 24. þ. m. Sólmyrkvi s.l. mánudag. 9/10 hlutar sólarinnar myrkvaðir á Norðurlandi Sólmyrkvi gekk yfir norður- hvel jarðar'sl. mánudag. Hófst hann hér nyrðra klukkan 12,14 eftir íslenzkum tímá og náði há- niarki klukkan 13,27 og voru þá 9/10 hlutar sólarinnar myrkvað- ir. Veður var bjart og því ágætt að fylgjast með myrkvanum. Er myrkvinn hafði náð hámarki varð rökkvað úti og ekki lesbjart í húsum inni. Mjög kólnaði í veðrinu eftir að myrkvinn ágerð- ist og féll liiti úr 33 stigum á Celcíus, á móti sólú, í 16 gráður, en komst fljótlega í samt !lag aft- ur eftir myrkvann. Almyrkvi var um það bil 200 mílur hér norð- an við Island og í sumum norð- lægum löndum, t. d. Norður- Rússlandi og á Finnmörk. Klukkan 7,30 í gærmorgun lagði Catalina flugbátnr Flugfé- langs íslands upp í fyrstu ís- lenzku millilandaflugferðina með farþega og var flogið til Prestwick í Skotlandi. Með bátn- um voru fjórir farþegar frá Reykjavík og fjögra manna áhöfn. Flugmenn í þessari fyrstu ferð voru þeir J.óhannes R. Snorrason, Sigfússonar, skóla- stjóra hér í bæ, og Smári Karls- son, úr Reykjavík. Báturinn lenti í Prestwick klukkan 13,20 í gær eftir tæpl. sex klukkustunda flug frá Reykjavík. Gert er ráð fyrir, að flogið verði heirn í dag. Flugfélagið varð fyrir því óhappi nú í vikunni, að Beech- craft-flugvél. þess brann á flug- vellinum á Stóra-Kroppi í Borg- arfirði. Engan sakaði, en flugvél- in er gjörónýt. Eldúrinn kom upp í hreyflinum og tókst flug- mönnunum ekki að slökkva hann þrátt fyrir ítrekaðar til- Á bæjarstjórnarfundi í fyrra- dag var til urnræðu álit meiri- hluta bygginganefndar nýja sjúkrahússins um að byggja nýja sjúkrahúsið á Eyrarlandstúni, en ekki í brekkunni sunnan gamla spítalans, eins og fyrr hafði verið ráðgert'. Hrisameistari ríkisins, próf. Guðjón Samúelsson, sem dvalið hefir hér í bænum að und- anförnu til þess að athuga þessi mál, hafði sent bæjarstjórninni álitsgerð, þar sem hann leggur til, að byggingunni verði valinn staður á Eyrarlandstúninu og telur ,,lang glæsilegasta sjúkra- hússtæðið". Eftir langar umræður var álit meirihluta Ijygginganefndarinn- ar samþykkt með 6 atkv. gegn 5. Þessir . greiddu atkvæði með flutningnum: Jakob Frímanns- son, Brynjólfur Sveinsson, Þor- steinn M. Jónsson, Elísabet Ei- raunir, enda komst hann fljót- lega í benzínið og varð Jrá við ekkert ráðið. Ágóðinn af Jónsmessn- hátíðinni varð 35 þúsund krónur. Kvenfélagið Fraintíðin safnaði 35 þúsund krónum tij áhalda- kaupa fyrir .sjúkrahúsio á Jóns- messuhátíðinni, sem félagið gekkst fyrir hér í bænum, að því er gjaldkeri félagsins hefir tjáð blaðinu. Er þetta hinn glæsileg- asti árangur og líklega einsdæmi, að svo mikið fé hafi safnast á jafn skömmum tíma hér í bænum. Félagið hefir beðið blaðið að færa bæjarbúum öllum beztu þakkir fyrir velvilja, stuðning og hjálpsemi þeirra við undirbún- ing hátíðahaldanna og fyrir ör- læti þeirra fyrir hið góða málefni á hátíðinni sjálfri. ríksdóttir, Áskell Snorrason og Jón Hinriksson. Á móti voru: Jón Sveinsson, Ólafur Thoraren- sen, Indriði Helgason, Friðrik Magnússon og Jakob Árnason. Er þar með lokið margra vikna Jrrefi um val byggingarstaðar fyr- ir sjúkrahúsið ogverðurnúhafizt lianda um að fullgera uppdrætti, legg ja veg að nýja staðnum og hef ja síðan verkið þar. í álitsgerð sinni um málið seg- ir húsameistari ríkisins m. a.: ,,Lang glæsilegasta sjúkrahús- stæðið, sem eg hefi séð á Akur- eyri, er Eyrarlandstúnið. Sjúkra- húsið ætti að* standa efst á brekkubrúninni, þá kæmi dæld- in í túninu fram við sjúkrahús- (Framhald á 8. síðu). Örlygur Sigurðsson list- málari, kominn heim. Ætlar að hafa sýningu á Akureyri í haust. Örlygur Sigurðsson listmálari er nýkominn heim til íslands eft- ir margra ára dvöl í Ameríku. Hingað til bæjarins kom hann loftleiðis sl. föstudag. Dagur kom að máli við Örlyg og spurðist fyrir um hvort hann mutidi halda hér málverkasýn- ingu á næstunni. „Eg hefi hugsað- mér að hafa hér sýningu, en sennilega ekki fyrr en í haust,“ svaraði Örlygur. — Hvað hyggst Jrú fyrir í sum- ar? „Eg ætla að vera heima og mála.“ — Hverfurðu aftur vestur til framhaldsnáms? „Það er allt óráðið um mína hagi, en eg hafði ætlað mér að halda austur á bógirin ef mér gefst færi á því, helzt til Frakk- lands, og stunda framhaldsnám þar.“ — Hvað viltu segja okkur um lífið og listina í Ameríku? „Blessaður vertu, eg hefi ekk- ert að segja um Ameríku nema Jrað sem allir vita.“ Og þar með var Örlygur allur á brott. Dagur býður hinn unga og efnilega listamann velkominn hiern. Fyrsta íslenzka farþegallugið milli landa í gær. Catalinabátur Flugfélagsins flaug til Skotlands. Esja kom til Reykjavíkur sl. mánudag með íslendinga frá Danmörku, Noregi, Svíþjóð og meginlandinu r t Oskar Magnússon frá Túngunesi segir frá ferða- laginu, dönsku frelsishreyfingunni og viðhorfi Dana til íslendinga Reykjavík á þriðjudag. Sérstaklega ritað fyrir Dag. Á mánudaginn, lauk margra ára stríðsútlegð 300 ís- lendinga á Norðurlöndum og á meginlandi Evrópu. Esja lagði að hafnarbakkanum í Reykjavík klukkan 10 árdegis og skömmu síðar stigu farþegarnir á íslenzka grund í fyrsta sinn í mörg ár. Sumir höfðu dvalið sex ár erlendis, aðrir lengur. Mesti mannfjöldi, sem nokkru sinni hefur safnazt saman við höfnina í Reykjavík, tók á móti skipinu og borgin var öll fánum skreytt. Vegleg mótttökuathöfn hafði verið undirbúin og hófst hún með því, að karla- kórar höfuðstaðarins sungu ættjarðarljóð, en að því loknu ávarpaði Emil Jónsson, samgöngumálaráðherra, farþegana og bauð þá skipverja velkomna heim. Ásgeir Sigurðsson þakkaði af hálfu skipshafnarinnar, en Guð- mundur Arnlaugsson, cand. mag., fyrir hönd farþeg- anna. Að lokum sungu farþegarnir þjóðsönginn, en allur mannf jöldinn tók undir. Að þessu loknu fóru farþeg- arnir að ganga á land og var þeirn vel og innilega fagnað af mannfjöldanum. Sérstaka at- hygli vakti Jrað, er Jóhann Pét- ursson, svarfdælski risinn, sem dvalið hefur í Danmörku nú um langa hríð, gekk niður landgang- inn, Jrví að hann bar höfuð og herðar yfir hæstu menn. Var honum fagnað mjög af mann- fjöldanum. Meðal farþeganna var Óskar Magnússon sagnfræðingur frá Tungunesi og kona hans, Rig- mor. Tíðindamaður Dags náði tali af honum skömmu eftir komu skipsins og rabbaði við hann góða stund um ferðalagið, ástandið í Danmörku og fleira. Handtökur — yfirheyrslur — ójöfnuður. — Hvernig gekk ferðalagið? „Esja lagði af stað frá Höfn, sunnudaginn 3. júlí, eftir mik- inn eril og amstur þeirra, sem með henni ætluðu að fara. Vega- bréf fengum við ekki fyrr en hálftíma áður en skipið lagði frá bryggju og fram til þess tíma vissi enginn hverjir fengu að fara og hverjir ekki. Má nærri geta, að þetta olli mönnum mik- illi óþreyju og kvíða. Er lagt var frá, var okkur tilkynnt, að nokk- ur töf mundi verða á ytri höfn- inni í Kaupmannahöfn. Ef til vill yrði það vika, ef til vill að- eins einn dagur og þannig fór það. Þegar þangað kom renndi vélbátur, með alvopnaða danska frelsisvini og enska hermenn inn- anborðs, upp að skipshliðinni og tóku þeir höndum fimm farþega, leiddu þá ofan í bátinn og héldu til lands aftur. Engin mótmæli dugðu til að koma í veg fyrir Jretta og almenn og áköf gtemja. ríkti á skipinu. Enda er óhætt að segja, að atburður þessi varpi svörtum skugga á ferðalagið þeg- ar í upphafi. 1 En sagan er enn ekki öll. Eftír var skilinn í skipinu dansk- amerískur liðsforingi og 3 enskir hermenn, þungvopnaðir, og enskur túlkur, Thomas Buck að nafni, mesti afbragðsmaður, en það er meira en hægt er að segja um hinn dansk-ameríska for- ingja, sem settur var til höfuðs okkur. Maður þessi leit á sig sem hæstráðanda á skipinu og hegð- aði sér eftir því. Þegar til Gautaborgar kom tók foringi þessi af okkur vegabréfin og fékk okkur í staðinn bréfmiða með sinni undirskrift og skyldi hann gilda sem vegabréf frá skipi og til skips í Gautaborg. Lét hann þess jafnlramt getið, að við fengjum ekki vegabréf aftur, ef við týndum miðanum. Við feng- (Framhald á 8. síðu).

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.