Dagur - 12.07.1945, Side 2

Dagur - 12.07.1945, Side 2
2 DAOU& Fimmtudaginn 12. júlí 1945 . i v ..... ....... Höfuð nýskipunarstjórnarinnar ieitt sem vitni gegn kenningum Sigfúsar og Gísla um blessun dýrtíðarinnar Sendimenn nýsköpunarstjórn- arinnar, þeir Sigfús Sigurhjartar- son og Gísli Jónsson, virtust eiga það aðalerindi til höfuðstaðar Norðurlands að fræða Akureyr- arbúa unr blessun dýrtíðar og verðbólgu fyrir atvinnuvegina og allan almenning. Af ræðum þeirra á fundinum fyrra föstu- dagskvöld varð ekki annað ráðið, en dýrtíðin væri sá trausti grundvöllur, er 'nýsköpun at- vinnuveganna yrði að byggjast á. I þessu sambandi er afar fróð- legt að skyggnast dálítið aftur í tímann og hlýða á, hvað Ólafur Thors, sem nú er höfuð dýrtíð- arstjórnarinnar, hafði um þetta mál að segja, áður en hann var fjötraður í net kommúnista. í byrjun marz 1942 sagðist honum m. a. svo á Alþingi, þeg- ar hið svonefnda gerðardóms- frumvarp var þar á ferðinni: ,,í öllum siðmenningarlönd- urn er nú háð hörð barátta gegn dýrtíðinni. Og alls staðar er þeirri herferð hagað á sama hátt. Allir stefna öílum árásum á sömu tvo höfuðóvini, hækkun kaup- gjalds og hækkun afurðaverðs. Hvers vegna? Það er vegna þess, að allir hafa fyrir löngu gert sér ljóst, að það er þetta tvennt, kaupgjaldið og áfurðaverðið, sem skapar verðbólguna. Hvert verðlagið skapar annað, en bæði skapa þau dýrtíðarskrúfuna, sem allt veltur á að stöðva. íslendingar eiga mörgum öðr- um betri aðstöðu til að öðlast fullan skilning á þessum málum. Innlendar afurðir ráða vísitöl- unni að 4/s hlutum. Hækki kaupgjaldið, vex framleiðslu- kostnaðurinn að sama skapi. Framleiðendur krefjast að fá það bætt með hækkuðu afurðaverði. Sú verðlagshækkun veldur svo aftur því, að kauphækkunin verður launþeganum einskis virði. Hann fær að sönnu fleiri krónur, en þær eru verðminni, svo að hann getur ekki aflað sér meiri lífsþæginda eftir kaup- hækkunina en fyrir. Hann krefst því nýrrar kauphækkunar, sem svo leiðir til nýrrar hækkunar á afurðaverðinu o. s. frv. Þetta er dýrtíðarskrúfan. í rauninni hækkar hún hvorki afurðaverðið né kaupgjaldið. Hún lækkar verðgildi peninganna. Hún ræðst á spariféð, ellitrygginguna, líftrygginguna, peningakröfuna í hverju formi, sem er. Gerir peningana stöðugt verðminni, þar til þeir eru að engu orðnir. En sá, sem berst fyrir dýrtið- inni, er ekki aðeins fjandmaður sparifjáreiigemda, gamalmenna, ekkna og munaðarleysingja og annarra, er afkomuvonir hafa byggt á peningaeign eða pen- ingakröfum. Nei, hann er einnig böðulil framleiðenda og launa- manna og raunar alþjóðar. Við okkur íslendingum blasir bölvun framtíðar óvenju skýr og ótvíræð, sé verðbólgan látin ó- hindruð." í sömu þingræðu, sem hér er vitnað til, spáir Ólafur Thors um afleiðingar dýrtíðarinnar, ef ekki verði spornað við aukningu hennar, á þessa leið: - , „Segjum, að Alþýðuflokkur- inn og kommúnistar hefðu sigr- að og kaupgjald og verðlag feng- ið óhindrað að eigast við. Segj- um, að vísitalan hefði ekki verið stöðvuð neitt nærri 183 stigum, eins og ,nú er, heldur t. d. kom- izt í 500, eða rétt hærra en í síð- ustu styrjöld, og auðvitað væri kaupgjaldið og verðlagið í réttu hlutfalli. Hvað skeður þá? Það, sem skeður er þetta: Þeg- ar tekjur ríkissjóðs bregðast, en jafnframt hlaðast á hann nýjar kvaðir og skyldur, þá lækkar Al- þingi á einni kvöldstund með einni lagabreytingu dýrtíðar- uppbætur embættis- og sýslunar- manna úr 400% í 300% eða 100%, eftir því sem fjárhagur ríkisins krefst. í kjölfarið og fast á eftir sigla ríkisstofnanir, verzl- anir, sem viðskipti missa, fram- leiðendur, sem þola verða rnark- aðsmissi og verðfall o. s. frv. Verkalýður til lands og sjávar mótmælir. Verkföll og verkbönn neyta átaka og afls. Kannske lækkar tímakaupið lítið, en tím- unum fækkar, atvinnan minnk- ar. Atvinnuleysið heldur innveið sína með sult og seyru til hvorr- ar handar. Þetta er það, sem koma mun ef barátta Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins gegn dýr- tíðinni yrði brotin á bak aftur“. Og enn kvað Ólafur, eftir að hann hafði brugðið upp þessari mynd af ástandinu, er vaxandi dýrtíð mundi skapa: „Hver þorir að segja að liann vilji þetta? Enginn. En kommúnistar vilja þetta. Þeir skilja hvað í vændum er, ef þjóðin æðir áfram í gullleit og gróðavímu á feigðarbraut vax- andi dýrtíðar. Þeir sjá hrunið, sem þá In'ður íslendinga, verð- leysi peninganna, afnám eigna- réttar, upplausn sjálfs þjóðskipu- lagsins." Hér er fengin skjálfest sönn- un, óyggjandi heimild fyrir því, að fyrir þremur árum var Ólafur Thors fullkominn skoðanasam- herji Framsóknarflokksins, þeg- ar um dýrtíð og verðbólgu er að ræða. Öll framsetning hans ber það með sér, að hann talar af fullri sannfæringu um skaðsemi dýrtíðarinnar og hinar hörrnu- legu afleiðingar hennar, sem hljóta að koma síðar í ljós. Hann hefir glöggan skilning á því á- standi er dýrtíð og verðbólga skapa. Hann eggjar þjóðina lög- eggjan, þó að með óbeinu orða- lagi sé, að fylgja sér og 'Fram- sóknarflokknum í baráttunni gegn aukinni dýrtíð. Hann varp- ar frain þessari spurningu: „Hver þorir að segja, að hann vilji þétta?" þ. e, auka (jýrtíðina og verðbólguna. Og hann svar- ar: „Enginn." En Ól. Th. sér strax, að þetta er ofmælt. Þess vegna bætir hann við: „Komm- únistar vilja þetta." Og hann gefur skýringu á því, hvers vegna kommúnistar vilji þetta. Þeir vilja, að „þjóðin æði áfram í gullleit og gróðavímu á feigðar- braut vaxandi dýrtíðar,“ því að um leið sjá þeir „hrunið, sem þá bíður íslendinga, verðleysi pen- inganna, afnám eignaréttar.upp- lausn sjálfs þjóðskipulagsins“. Framangreindan dóm fellir Ólafur Thors í marzmán. 1942 yfir öllum þeim, sem ekki taki þátt í baráttu $jálfstæðisflokks- ins og Framsóknarflokksins gegn vaxandi dýrtíð og verðbólgu. Hann fullyrðir, að enginn þori að skerast úr þeim leik og gerast þar með „fjandmaður sparifjár- eigenda, gamalmenna, ekkna og munaðarleysingja“ og þar á ofan „böðull framleiðenda og launa- manna og raunar alþjóðar" — nerna kommúnistar. En hér skjátlaðist Ólafi rauna- lega. Einn maður, utan konnn- únistaflokksins, þorði að drýgja allar þessar syndir, það var Ól- afur Thors sjálfur. Og hann gerði meira. Hann fékk allan flokk sinn til að fylgja sér á þess- ari syndabraut, fékk allan Sjálf- stæðisflokkinn til að gerast „böð- ull alþjóðar," þar til fjórðungur þingflokksins skarst úr leik á síðasta hausti. Nokkrum vikum eftir að Ól. Th. kvað upp hinn harða og rétt- láta dóm yfir þeim, sem gerðust „böðlar alþjóðar,“ myndaði hann ríkisstjórn í skjóli komm- únista og sleppti dýrtíðinni lausri, er hafði það í för með sér, að hún tvöfaldaðist á skömmum tíma. Á síðastl. hausti myndaði hann síðan aftur stjórn með þeim mönnum, sem hann sjálfur sagði, að einir vildu auka dýrtíð og verðbólgu, þ. e. gerast „böðlar alþjóðar" ineð það fyrir augum að fá „hrun“, „verðleysi peninga“, „afnám eignarréttar“ og „upplausn þjóðskipulagsins“. Með fyrr tilfærðum dómi hef- ir Ólafur Thors kveðið upp dóm, ekki aðeins yfir kommún- istum, sem hann upphaflega var einum ætlaður, heldur og eftir því sem síðar hefir komið fram, yfir sjálfum sér og meirilrluta Sjálfstæðisflokksins á þingi,' því að allir þessir aðilar hafa aukið dýrtíðina, síðan hin nýja ríkis- stjórn settist að völdum, m. a. með því að beita sér fyrir al- mennum kaup- og launahækk- unum, sem þó verður launþeg- unum „einskisvirði“, eins og Ól. Th. tekur réttilega fram, því hækkaður framleiðslukostnaður krefst hækkaðs afurðaverðs. Þá má ekki gleyma sendlum ríkisstjórnarinnar, sem nú eru látnir fara um landið og prédika fyrir lýðnum, að dýrtíðin sé allra meina bót, eins og þeir Sigfús Sigurhjartarson og Gísli Jónsson gerðu. Samkv. úrskurði Ólafs Tliors frá 1942 eru þessir sendi- menn ríkisstjórnarinnar falsspá- menn, sem reyna að afvegaleiða háttvirta kjósendur. Það hlýtur að vera afar óþægilegt fyrir þessa sendiboða ríkisstjórnarinnar að koma fram fyrir kjósendur með þenna dóm yfir höfði sér og að hægt sé að leiða sjálft höfuð rík- isstjórnarinnar sem vitni um fá- nýti kenninga þeirra um ágæti dýrtíðarinnar. Ummæli Ólafs Thors bera það greinilega með sér, að 1942 var hann samherji og skoðanabróðir Framsóknarmanna í dýrtíðarmál- unum. Baráttu andinn í höfði og hjarta Ól. Th. gegn þessum vá- gesti var þá í fullu fjöri. Sams konar andi er enn ríkjandi í Framsóknarflokknum, en nýr andi hefir tekið sér bólfestu í huga Ól. Th„ það er konnnún- istiskur andi, sem er fjandsam- legur sparifjáreigendum, gamal- mennum, ekkjum og munaðar- leysingjum, að því er ól. Th. segir réttilega. Hvað er það, sem hefir knúð Ólaf Thors og flokksmenn háns til svo geysilegrar kollsteypu í dýrtíðarmálunum, að nú veit það upp, sem áður vissi niður, og niður það, sem áður vissi upp? Þannig spyr maður mann um þvert og endilangtísland. Þessari spurningu hefir þegar verið svar- að og svarið er áþáleið,aðÓ.Th. hafi langað svo mikið í forsætis- ráðherratign, að þess vegna hafi hann unnið til að gerast ,,böðull alþjóðar“, því með öðru móti hafi hann ekki getað öðlast þá tign, sem hann sótti eftir og var honum fyrir öllu. Ekki skal því neitað, að þessi skýring hafi við nokkur rök að styðjast, því að hé- gómagirnin getur leitt margan mann á glapstigu, en vart nægir lnin þó til að útskýra kollsteyp- una. Kunnugir menn úr and- stöðuflokki Ólafs Thors telja hann að eðli til ekki ódreng á stjórnmálalega vísu, en sannar- lega þarf ódrengskap til þess að leggja sannfæringu sína til hlið- ar og taka upp andhverfu hennar og gerast „böðull alþjóðar", ef persónuleg hégómagirni ræður ein þeirri ráðabreytni. Hitt mun þó sönnu nær, að stjórnmálalegt hviklyndi hafi verið hér þyngst á metunum, þolleysi við að fylgja fram réttum málstað, þegar á móti blæs, og taumléttleiki við sér verri menn. Það var ógæfa Ólafs Thors að lenda í klónum á kommúnistum, og Jrað mun sanríast, ef því held- ur fram, að hann og flokksmenn hans, er honum fylgja gegnum þykkt og þunnt, lenda að lokum — ekki á íorngripasafni, þar sem Sigfús Sigurhjartarson sagði að Framsóknarflokkurinn ætti heima — heldur í gapastokknum. Allir góðir og gætnir menn Sjálfstæðisflokksins verða að leggjast á eitt og forða flokknum frá því að- hreppa þá smán. Og það rnunu þeir gera á sínum tíma. o o INNILEGUSTU ÞAKKIR til allra þeirra, sem auð- :: sýndu mér vinsemd og hlýhug d 50 dra afmœlisdegi mínum, o 4. júli s. t., með simtölum, skeytum, blómum, höfðinglegum ' ’ gjöfum og heimsóknum. Steinunn Sigurðardóttir. Sportfatnaður: STAKKAR I drengja- dömu- og herra í POKABUXUR REIÐBUXUR SÍÐBUXUR SKYRTUR, o. m. fl. | | Kaupfélag Eyfirðinga | V ef naðarvörudeild jj c | r •mmmmmmmmmmmmimimmiimmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmiimmmmmimmmmmmmimmmmimmmmmmmmmimmmmmmimi; IMIIMIIIIIIIIIIMIIIMMIIIIIIIMMIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIMIIIMMIIIMIMM IIMIMMIIIMMMMMMMIIIIMMMIMIMIIIIIIMIIIIMIMMIMM,, BOLDANG Kaupfélag Eyfirðinga I Vefnaðarvörudeild. flilHIHMMIMHHtHltltttfMiltM>IIJIM|tHH<iH*il(itl4t|IH|llt<iínilUfl|ltMlllllllHltlltlllltlHilll|llllMtlltlllttlHl!ll|itltlHltllimilli1

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.