Dagur


Dagur - 02.08.1945, Qupperneq 4

Dagur - 02.08.1945, Qupperneq 4
4 D AGUR Fimmtudaginn 2. ágúst 1945 DAGUR Ritotjóri: Haukur Snorrason. Aígreiðslu og innheimtu annast: Marinó H. Pétursson. Skriístofa í Hafnarstræti 87. — Sími 166. Blaðið kemur út á hverjum íimmtudegi. Árgangurinn kostar kr. 15.00. Prentverk Odds Björnssonar. Þýðingarmikil straumhvörf jg|NGIN TÍÐINDI munu hafa vakið öllu meiri athygli um lieim allan síðustu dagana en hinn mikla' og glæsilega sigur Alþýðuflokksins brezka í þingkosningunum síðustu þar á landi. Vafalaust tákna þeir atburðir þýðingarmeiri straumhvörf og tímamót í brezkum stjórnmálum — og þar með heimspólitíkinn allri — en auðvelt er að gera sér grein fyrir í fljótu bragði. En eitt er þó þegar vitað og ljóst orðið: Tími sérréttinda- stéttanna og hinnar skefjalausu auð- og einstakl- ingshyggju er þegar liðinn og kemur aldrei aftur. Alþýða þjóðlandanna, sem borið hefir liita og þunga dagsins í hinum ægilegu átökum við hina kvalaþyrstu og morðsjúku villimenn 20. aldar- innar, heimtar nú að fullu sinn hluta sigurlaun- anna — sína hlutdeild í gæðum þessa heims og stjórnarfari landanna. Og mikið gleðiefni má það vera öllum frjálshuga mönnum, að slík haní- skipti einnar hinnar þróttmestu og'gagnmerk- ustu þjóðar nútímans skuli gerast svo ótvírætt og óvéfengjanlega undir merkjum fulls lýðræðis og þingræðis. Englendingar hafa í þingkosningum jressum hafnað hinni austrænu einræðis- og of- bgldisstefnu kommúnismans svo gersamlega, að aðeins tveir frambjóðendur þess flokks hlutu sæti í þingsal brezka. parlamentisins. Skýrari gat sú dómsniðurstaða vissulega ekki orðið — sízt á þeim tímum, sem nú eru, þegar ætla már að nokkuð sé tekið að fyrnast yfir hina hörmulegu og óglæsilegu þátttöku Rússa í upphafi ófriðar- ins, en hin mikilsverða og auðnudrjúga hlutdeild þeirra í stríðslokunum sé mönnum hins vegar enn í fersku minni. ✓ íyrEÐ KOSNINGAÚRSLITUM þessum hefir 1 brezka þjóðin lýst því yfir svo glöggt sem verða má, að hún óski að hverfa til sams konar stjórnarfars og menningarlegrar þróunar og átti sér stað hér á Norðurlöndum síðustu árin fyrir síðari heimsstyrjöldina, og ennfremur í Ástralíu og annars staðar þar, er flokkar verkamanna og bænda hafa náð að taka höndum saman til þess að vinna að hagsmuna- og menningarmálum allr- ar alþýðu þessara landa á friðsamlegan og alger- lega lýðræðislegan hátt. Hér á landi horfði úrn skeið mjög giftusamlega um þetta samstarf, þótt það væri rofið fyrr en skyldi og algerlega að ófyr- irsynju. Og sennilega kemst aldrei eðlilegt og nauðsynlegt jafnvægi á stjórnarfar og þjóðmála- þróun íslenzku þjóðarinnar fyrr en slíkt samstarf tekst aftur og þá á öruggara grundvelli og í rík- ara mæli en nokkru sinni áður. |?N FYRST DREPIÐ hefir verið á stjórnmála- horfur hér á landi á annað borð, er fróðlegt að atliuga það, að þeir tveir stjórnmálaflokkar, sem mestu eru nú ráðandi í samsteypustjórninni, Sjálfstæðisflokkurinn og Sósíalistaflokkurinn, eiga báðir sammerkt í því, að þeir hafa nýlega skipt um nafngiftir - breitt yfir nöfn og númer — til þess að freista þess á þann hátt að forða sér undan ábyrgð og dómi sinna fyrri verka og óþægilegri sögu. Og samvi^ka beggja er svo vika- liðug, að Morgunblaðið, liöfuðmálgagn Sjálf- stæðisflokksins, klígjar ekki við því t. d. að bera mikið lof á kosninga-„prógram“ íhaldsflokksins brezka hvern daginn á fætur öðrum, áður en kosningaúrslitin voru kunn, en daginn eftir að vitað er orðið, að flokkurinn hefir beðið herfi- legan ósigur í kosningunum, orðar þetta sama blað það svo, að stefnuskrá Verkamannaflokksins brezka — þar sem þjóðnýting og ríkisrekstur voru Hinn 25..apríl sl. mættust herir Bandamanna í Torgau í Þýzkalandi. — Myndin sýnir rússneska og ameríska hermenn við það tækifæri. Sögulegur fundur Ólafur hefði átt að vera þar nærstaddur! jyTAÐUR ER NEFNDUR Winston Churchill og á heima í Englandi og mun hafa ráðið þar einhverju um opinber mál allt fram að allra síðustu tfmum. M. a. mun hann hafa ráðið allmiklu um kosninga-„prógram“ íhaldsflokksins brezka, talað eitthvað fyrir hann í kosningahríðinni og jafn- vel hve þessi maður vera formaður flokksins enn þann dag í dag. — Morgunblaðið á íslandi lýsti sl. föstu- dag af mikilli víðsýni og stórhug „ný/u viðhorfi", sem skapazt hafi í heiminum í sambandi við heimsstyrj- öldina og úrslit hennar. Kemst blaðið m. a. svo að orði í tilefni af þessu, að það hafi þegar verið „auðsætt í kosn- ingabaráttu brezka Ihaldsflokksins, að hann skildi ekki þetta nýja við- horf“. (Raunar hafði blaðið komizt að allt annarri niðurstöðu, áður en kosningáúrslitin voru kunn orðin, og þá algerlega verið á sama máli og Winston þessi). — Nefndur flokks- foringi er sagður vera orðinn gamall maður og aflóga, og er því sízt nokk- urt furðuefni, þótt hann kunni að hafa verið eitthvað út é þekju á stríðsárun- um og ekki áttað sig eins vel á gangi, úrslitum og áhrifum styrjaldarinnar eins og Morgunblaðið, hvað þá held- ur hinn íslenzki kollega hans sjálfur, Ólafur Thors forsætisráðherra, sem skipað hefir málum hins þjóðlega íhaldsflokks hér á landi á sama tima- bili, en með ólíkt meiri fyrirhyggju og skilningi á hinu „nýja viðhorfi" en gamalmennið brezka. Um þetta efni farast Morgunblaðinu orð á þessa leið í nefndri forystugrein: „Ef brezki íhaldsflokkurinn hefði tekið upp sams konar eða svipaða baráttu og Sjálfstæðis- flokkurinn hér á landi, myndu aðalatriðin — hafi verið „frjáls- lynd“ og „án allra öfga“, a. m. k. í aðalatriðum! Vel rnælt hjá blaði, sem fram að þessu hefir þó talið sig höfuðmálgagn einka- framtaksins gegn ríkisrekstri og þjóðnýtingu! Og á hinn bóginn gjalda svo kommúnistablöðin hér með þögninni samþykki sitt við hvers konar óreiðu og stór- svikum braskaraliðsins í höfuð- staðnum og fást ekki einu sinni til þess að ræða slík „smámál og aukaatriði“, þegar livasslega er á þau deilt á opinberum vett- vangi. Slík er barátta þessara flokka fyrir nýjum og betri heimi á þessum f'yrstu reynslu- og sköpunartímum hins endur- reista íslenzka lýðvcldis! kosningaúrslitin í Bretlandi hafa orðið á allt annan veg“. Já, svo sannarlega: Mikil höfuð- ógæfa var það annars, að það skyldi vera Winston en ekki Ólafur, sem réði stefnu og áróðri íhaldsflokksins í kosningunum ensku. Ef brezka heimsveldið hefði nú bara notað ann- arar eins forystu og íslenzka lýðveld- ið, svona í styrjaldarlokin, þá hefði veraldarsagan sjálfsagt ráðist á allt annan og betri veg en nú eru nokkrar horfur á! Sú er bersýnilega skoðun Morgunblaðsins, og vér erum auðvit- að öldungis á sama máli! „Réttar ályktanir“. , TjÁ SEGIR ENNFREMUR í nefndri forystugrein Morgunblaðsins sl. föstudag: „Kosningaúrslitin í Bret- landi hafa einnig sinn boðskap að flytja þeim fáu Sjálfstæðismönnum, sem hafa ekki enn áttað sig á jnýja tímanum og eru því með nöldur í garð ríkisstjórnarinnar. Væri vel, að þeir drægju sem fyrst réttar ályktan- ir af reynslu íhaldsflokksins brezka". Og enn stendur þar: „Brezka Ihalds- flokknum fataðist eins og Framsókn- arflokknum hér. Þvi fór sem fór“. — Um fyrra atriðið er það að segja, að þetta er í fyrsta og eina skiptið, sem vér höfum heyrt Morgunblaðið minn- ast á „nöldur" innan Sjálfstæðis- flokksins í garð núverandi ríkisstjórn- ar og er jafngott, að slíkir nöldrarar fái orð í eyra hjá blaðinu. Þarna mun átt við þá Sjálfstæðismenn, sem fella sig misjafnlega vel við það t. d., að sjá höfuðmálgagn hinnar „frjálsu verzlunar", „einstaklingsframtaksins“ o. s. frv. hér á Islandi mæla hart fram með samvinnu við kommúnista, (sem Englendingar vilja þó auðsýnilega hvorki sjá né heyra) þjóðnýtingu, ríkisrekstri og öðru slíku og kalla stefnuskrá flokks, sem beitir sér sér- staklega fyrir slíkum ráðstöfunum — og opinberum afskiptum ríkisvaldsins af atvinnurekstri og framkvæmdum einstaklinganna á glestum sviðum — bæði „frjálslynda" og „án allra öfga“, eins og Morgunblaðið telur nú stefnu brezka Verkamannaflokksins vera. — Um síðara atriðið má hins vegar segja það til skýringar, að sam- vinnuflokkurinn brezki — sem helzt svarar til Framsóknarflokksins hér — hefir nú um langt skeið haft náið og öruggt samband og samstarf við Al- þýðuflokkinn þar í landi og fylgdi honum trúlega að málum í nýafstöðn- um kosningum. Alexander ráðherra er t. d. einn helzti forvígismaður brezku kaupfélaganna og flokks þeirra. Er ekki að efa það, að Morg- unblaðið sé fært um að draga „réttar ályktanir“ af þessu, ekki síður en öðr- um lærdómum kosningaúrslitanna í Bretlandi, eftir að því hefir verið bent á þessar staðreyndir. (Framhald á 5. síðu). Silkisokkar í glösum! Nýjasta tízka á sviði sokkaframleiðslunnar er mjög merkileg, því að hér er alls ekki um að ræða sokka, eins og við þekkjum þá, heldur vökva, hinn svoneinda leggja-farða (leg-make-up). Það eru Améríkumenn, sem hafa byrjað fram- leiðslu á þessu, og eru slíkir ,,silkisokkar“ mikið notaðir þar í landi. Farðinn er í glösum, sem stendur á: „hristist áður en brúkað er“, ásamt fleirum fyrirsögnum um notkun. Baðmúllarhnoðri eða svampur er notaður til þess að maka leggi'na í þessu, en það verður að gerast vel, svo að ,,sokkarnir“ verði ekki flekk- óttir. Farðinn verður þurr á skammri stundu, og er þá strokið ylir með þurrum lÖfanum eða mjúk- um klút. Þessir „sokkar" eru töluvert misjafnlega end- ingargóðir. — Sumir endast 3 daga, aðrir skemur og enn aðrir lengur. — Sumir þola vatn, þannig, að (ihætt, er að lara í sund, og láta þá sólina þurrka sig á eftir. Eins og að líkum lætur eru „sokkar“ þessir litl- ar skjólflíkur, enda einungis notaðir á heitum sumardögum. Ekki hefi eg enn orðið vör við þessa umræddu „silkisokka” í íslenskum verzlunum, en þeirra verður eflaust ekki langt að bíða. P. ★ Snotur kvöld- klæðnaður. Jakk- inn er prjónaður en pilsið er úr þunnu, svörtu ull- arefni. ★ , SKIRNAR-DUKUR. Eg heyrði eitt sinn getið um konu, sem saum- aði afar sérkennilegan dúk. Dúkurinn sjálfur var, í.raun réttri, ákaflega alþýðlegur og blátt áfrani — hvítur lín-dúkur. Þegar fyrsta barn þessarar konu var skírt, breiddi hún dúkinn á borð. Prestinum, skírnar- vottunum og öðrum viðstoddum var þá fenginn blýantur í hönd, og það látið skrifa nöfn sín skýr- um stöfum á dúkinn. Þetta var gert óreglulega, þannig, að sumir rituðu í þetta hornið og aðrir í hitt. ' Konan þakkaði fyrir, og síðar, er tími gafst henni, saumaði hún nafn hins nýskírða barns síns í dúkinn miðjan ásamt mánaðardegi og ár- tali, og saumaði síðan ofan í hin rituðu nöfn kunningja sinna. — Dúkinn átti barnið að eiga til minja. Þetta fannst mér svo smellin hugmynd, að eg mátti til með að segja ykkur frá henni. P. ★ Það er hollt að liafa fataskipti undir svefn, sofa í öðrum fötum en verið er í á daginn. Til þess eru náttkjólar eða náttföt. Sokkar eru orðnir jafn óhreinir eftir.l dag og skyrta eftir 3 eða nærföt eftir 8! ★ »' Skreytir þú vængi fuglsins með gulli, mun hann aldrei framar svífa með skýjunum. Tagore,

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.