Dagur - 22.11.1945, Blaðsíða 2

Dagur - 22.11.1945, Blaðsíða 2
2 D AG UR Fimmtudaginn 22. nóvember 1945 Mjólkurkýrnar. Svavar Guðmundsson leggur megináherzlu á í skrifum sínum í „íslendingi“, að kaupmenn séu nauðsynlegir í Akureyrarbæ til þess að greiða útsvör. Er liann margmáll um þessa nauðsyn og telur kaupstaðinn muni verða gjaldþrota og eins og „sviðna jörð“, ef verzlanir kaupmanna geti ekki haldið áfram að auðg- ast og blómgast. Versta þránd í götu fyrir þessari þróun kaupmannaverzl- ana hér í bænum telur hann Kaupfélag Eyfirðinga vera, því það reki verzlun sína með svo miklum „myndarbrag" og „auð- magni“, að kaupmenn standist ekki samkeppni við það og falli því hver af öðrum, og um leið falli gjaldstofnar bæjarins, en gjaldabyrðin leggist á borgarana með lamandi þunga. Þetta telur Sv. G. hið mesta öngþveiti og öfugstreymi, sem verði að kippa í lag hið bráðasta, ef bæjarbúar og sjálft bæjarfé- lagið eigi ekki að fara á hausinn fjárhagslega. Og ráðið til að bjarga öllu við er ósköp einfalt, segir Svavar. Það þarf ekki ann- að en láta KEA bera svo hátt út- svar, að þörfum bæjarins sé full- nægt, og skattleggja eignir þess svo hátt, að kaupmenn geti stað- ist samkeppni við það. A þenna hátt vill Sv. G. láta herða svo að kaupfélaginu, „að „myndarbrag- urinn“, sem hann talar um að sé á verzlun þess og öðrum athöfn- um, vaxi honum og hans nótum ekki framar í augum. En hvaðan er „auðmagn" það, sem Sv. G. verður svo tíðrætt um að kaupfélagið hafi yfir að ráða, komið? Svo að segja allt er það frá félagsmönnum sjálfum. Þeir hafa með samtakamætti sínum skapað sjóði félagsins og fast- eignir. Sama er að segja um „myndarbraginn", sem Sv. G. segir að sé yfir allri starfsemi félagsins. Hann hefir órðið til í skjóli heilbrigðrar samvinnu. Heitasta áhugamál Svavars Guðmundssonar er að svifta KEA hvorutveggja „auðmagn- inu“ og „myndarbragnum“. Og að þessu þykist hann vinna sök- um velferðar bæjarfélagsins! Hagfræðileg afstaða hans til málsins er á þessa leið: Kaup- menn eiga að vera mjólkurkýr bæjarfélagsins. Þeir eiga að greiða útsvörin, eins og þeir gerðu í gamla daga, áður en Kaupfélag Eyfirðinga ruglaði allan réttan gang málanna. En þá vaknar sú spurning: Hvaðan mundu kaupmenn taka það fé, sem þeir greiða í gjöldum til bæjarins? Allir vita, að þeir taka það af verzlunarágóða sínum. annars staðar geta þeir ekki tek- ið það. Safni þeir auði sem kaupmenn, er hann ekki á ann- an hátt til kominn en sem verzl- unarhagnaður, sem þeim hefir fallið í skaut frá viðskiptamönn- um þeirra. Það, sem þeir því kunna að mjólka í útsvörum, hafa þeir mjólkað af viðskipta- mönnunum. Verzlun, út af fyrir sig, skapar engin verðmæti. Þau skapar framleiðslan ein. Hitt er annað mál, að góð verzlun er ómetanlegur stuðningur fyrir framleiðsluna, eins og ill verzlun er henni fjötur um fót. Eftir skrifum Sv. G. að dæma skilur mikið á milli stefnu hans og stefnu kaupfélagsmanna í verzlunarmálum. Sarnkv. stefnu kaupfélagsmanna skiptist verzl- unararðurinn milli viðskipta- manan árlega. Svavar vill aftur á móti, að verzlunararðurinn lendi hjá fáeinum kaupmönn- um, sem þeir svo greiði nokkurn hluta af í útsvörum og að litið verði jafnframt á þá sem máttar- stólpa bæjaríélagsins og mjólk- urkýr. Hann vill, að kaupmenn séu hafðir nokkurs konar inn- heimtumenn bæjarins meðal al- mennings um útsvarsgreiðslur, þeir séu mjólkurkýr bæjarins, en almenningur, sem verzlar við þá, sé mjólkurkýrkaupmanna. Hann þráir gamla ástandið, þegar fáir urðu auðugir á kostnað fjöldans, sem var bláfátækur. Þessa stefna sína heldur Sv. G. svo girnilega í augum kjósenda Sjálfstæðis- flokksins, að hann vill láta setja sig í áhættusæti við næstu bæjar- stjórnarkosningar, svo að sigur- inn verði sem glæsilegastur. Kaupfélagsmenn líta aftur á móti svo á, að kaupmenn séu al- gjörlega óþarfir og jafnvel vara- samir milliliðar milli bæjarfé- lagsins í heild og einstakling- anna um útsvarsgreiðslur. Miklu hagkvæmara sé og heil- brigðara að vinna að því að gera einstaklingana efnalega sjálf- stæða, svo að þeir séu færir um að bera sínar gjaldabyrðar án milligöngu kaupmanna. Það er hvort sem er engin hjálp í þeirri milligöngu, þó að svo kunni að sýnast á yfirborðinu. Það er engu léttara fyrir bæjarbúa að greiða útsvör sín í gegnum verzlun en að greiða þau beint til hins rétta aðila, þó að Sv. G. sé að reyna að blekkja menn með þeirri stað- leysu. Engum, sem þekkir sögu sam- vinnuhreyfingarinnar í landinu, getur dulizt, að j)að er andi Höepfners og annarra selstöðu- kaupmanna, sent svífur yfir vötnunum , skrifum Sv. G. í „ís- lendingi". Þegar Tryggvi Gunn- arsson gerðist forvígismaður verzlunarsamtaka á Norðurlandi fyrir meira en 70 árum, var Höepfner orðinn fjáður maður af verzlun sinni við íslendinga. Þá hugðist hann nota gróða sinn til að kyrkja samtökin í fæðing- unni með verzlunarbrögðum og útrýma á þann veg keppinaut sínum. Um verzlunarbragð Höepfners segir Tryggvi Gunn- arsson í „Norðanfara": „Fyrir nokkrum árum var Höepfner fátækur maður og umkomulítill; nú þykist hann geta* staðið jafn- réttur, þó hann fleygi fram nokkrum tugum þúsunda, til að eyðileggja félag vort. — Hvaðan hefir hann fé þetta? — Enungis frá oss íslendingum! — Það er þá vort fé, eða fé frá oss, er hann ætlar að hafa, til þess að koma í veg íyrir framför vora.“ Þessi andi Höpfners, sem hér er lýst ,er vel vakandi í sálarlífi Svavars Guðmundssonar banka- stjóra. Hann vill láta kaupmenn- ina auðgast á viðskiptamönnum sínum, eins og Höepfner, og! ^ nota svo auð sinn til að koma . sjálfbjargarviðleitni al- mennings á kné. Við svona lag- aða Jrróun er hann þjónustu- bundinn andi. Af þeim toga er það spunnið, er hann reynir að læða þeirri trú inn í ltugi manna, að framkvæmdastjóri KEA hagi sér eins og „grimmur hundur“ gagnvart félagsmönn- um, þrælbindi þá undir járnaga sinn og „láti þá samjaykkja“ ranga og falsaða reikninga. Það er þess vert, að fulltrúar félags- manna á aðalfundum, já, allir fé- lagsmenn í KEA, athugi gaum- gæfilega jressa bardagaaðferð bankastjórans og átti sig vel á því, áð hann brigzlar J)eim um, að J^eir séuþrælbundin.viljalaus verkfæri frammi fyrir fram- kvæmdastjóranum. Félagsmenn í Kaupfélagi Ey- firðinga! Er ekki ástæða til, að þessi og önnur brigzlyrði róg- burðarmannsins verði geymd en ekki gleymd? Rétt er að geta ])ess, að Sv. G. tilnefnir fjóra ntenn í KEA, sem hann telur frjálsa. Þeir eru: Bergsteinn á Leifsstöðum, Stefán á Svalbarði, Stefán í Fagraskógi og Eiður á Þúfnavöllum. Llnr hinn síðasttalda er Jrað að.segja, að hann hefir um langt skeið átt sæti í varastjórn kaupfélágsins, g er ekki annað vitað en að samkomulag milli/hans og „klík- unnar“ hafi verið gott. Það er líka vitað, að Eiður var eitt sinn í pólitískum félagsskap með Sv. G. og fyrrtöldum mönnum, en flýði úr því sálufélagi, saddur af þeirri samvinnu. Og varlega skyldi Sv. G. treysta hinum kross- trjánum til eflingar kaúpmanna- valdinu á kostnað KEA . Bankastjórinn segir, að ríki og bær hljóti að hafa forustu um að kröfum líðandi stundar verði fullnægt, „öðrum aðilum er þar ekki til að dreifa", segir liann. Þetta er hrein og tær kontmún- istastefná. — Skyldi Sv. G. vera nazisti hægra megin, en komm- únisti vinstra megin, þar sem hjartað hefir aðsetur? Spyr sá, er ekki veit. Reykjavíkurpistlar. Umræður um búnaðarráðið togarakaupin. °9 Fyrstu dagana, er Aljringi sat 'sinn. Þegar hér var kontið sögu, færði E. J. sönnur á það með sterkum rökum, að svona væri Jretta í pottinn búið, svo að J. P. varð að játa það fyrir öllum þingheimi, að verðlagsmálin værti ekki í höndum bændastétt- arinnar, „en þau eru í höndum bænda,“ bætti hann við. E. J. sýndi þá fram á, að hér væri uhr fölsun á hugtökum að ræða hjá J. P., er væri sambærilegt við að störfum í liaust, flutti ríkis- stjórnin í Jringinu bráðabírgða- lögin, sem hún hafði sett í sum- ar og haust. þau voru ekki færri en níu talsins og kennir þar ýmissa grasa. Þau bráðabirgða- lögin, sem frægust hafa orðið að endemum, eru Jró lögin um bún- aðarráðið og verðlag landbúnað- arvaranna. Fyrsta umræða þess máls fór fram í neðri deild fyrir alllöngu síðan. Pétur Magnússon það, að Þjóðverjar hefðu skipað fylgdi frumvarpinu úr hlaði norska menn í stjórn Noregs, með 'ræðu og bar lof á þetta af- 'danska menn í Danmörku, hol- kvæmi ríkisstjórnarinnar. Hon- lenzka menn í Hollandi o. s. frv. um virtist sérstaklega hugleikið og sagt síðar að stjórnin væri í að láta það koma Iram, hvað höndum Norðmanna, Dana og bændur hefðu sjálfir mikla Hollendinga. Spurði hann Jón, íhlutun um verðlagið, þar sem hvort rétt hefði verið búnaðarráðið væri skipað bænd- að líta svo á. Jón Pálmason um eða mörinum, sem vinna fyr- ^ vék sér undan því að svara þessu, ir basndastéttina. Jón Pálmason og munu fáir lá það. Meðan bóndi á Akri fann hvöt hjá sér þessu fór frant, sátu aðrir stjórn- til að árétta nökkuð ummæfi arliðar gneypir. Hefir þeirn sennilega Jrótt sinn hlutur verða harla bágborinn í þessum við- skiptum. ráðherarns. Lofaði hann mjög alla meðferð málsins, Bjarni Ás- geirsson, Eysteinn Jónsson og Páll Zóphórtíasson andmæltu þessu frumvarpi og gagnrýndu málið sjálft og'framkvæmd þess , svo skarpt, að Pétur og Jón | súmar gal rikisstjórnin út gengu frá hverju atriðinu á fæt- j úráðabirgðalög, þat sem hún ur öðru. Það kom fram hjá Jóni iveitti s)álfri sér ^eimild til að Pálmasyni, að það hefði ekki taka allt að 90 mdljón króna lán mátt láta bændur sjálfráða um samtals vc§na togarakaupa og að velja verðlagsnefndina, vegna smiði annarra fiskiskipa. Við 2. þess að þá hefði nefndin orðið umiæðu 1 neðii deild um frum- skipuð andstæðingum ríkis- vaiPið um togarakaupin var Jrað stjórnarinnar og lausn málsins, uPP1ýst> að 1 umsóknum þeim, þ. e. verðlag afurðanna, orðið |sem ljorizt liefðu 1:11 Nýbygging- ríkisstjórninni í óhag. Þótti þá airaðs> fælust engar skuldbind- flestúm nægilega skýrt játað, að ingai um að kauPa Jíá togara, meiri hluti þeirra manna, er skipa búnaðarráðið og verðlags- nefndina, hefði frá upphafi átt að vera fremur fulltrúar ríkis- stjórnarinnar en bænda. Fulltrú- ar, sem ríkisstjórnin hefði til- nefnt til að sem stjórnin hefði samið um smíði á, og ekkert lægi heldur fyrir um fjárhagslega getu um- sækjendanna til skipakaupa. Skúli Guðmundsson benti á Jiað, að stærstu útgerðarfélögin, svo framkvæma vilja sem Kveldúlfur, sem fækkað hefði skipum sínum að mun á undanförnum árum, hefðu ekki pantað nema einn togara hvert. Virtist svo, sem, þessir reyndu útgerðarmenn hefðu engan sér- | stakan áhuga á að verða stórvirk- j ir þátttakendurí,nýsköpuninni‘. jSkúli lagði áherzlu á, að sem fyrst yrðu hafnir samningar við ivæntanlega kaupendur um sölu jskipanna og fullnægjandi trygg- j ingar fengnar hjá þeim fyrir greiðslu á kaupverðinu á þeim gjalddögum, sem ákveðnir eru í samningi ríkisstjórnarinnar. Gerbers Barnamjöl í pökkum Clapp's Niðursoðið Grænmeti og Barnamjöl Kaupfélag Eyfirðinga Nýlenduvörudeild og útibií Ólafur Thors viðurkenndi, að útgerðarfélögin, Kveldúlfur og Alliance, hefðu ekki pantað nema eitt skip hvort, en taldi ekki útilokað, að þau kynnu að kaupa önnur framleiðslutæki. Ennfremur sagði hann, að þessi fyrirtæki hefðu stundum liaft óþægindi af Jrví, hvað þau hefðu verið stór samanborið við aðra atvinnurekendur. Var þar með gefið í skyn, að Kveldúlfur mundi láta sér nægja færri skip en fyrir fyrir stríð, en lofa öðr- um að framkvæma „nýsköpun- ina“.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.