Dagur - 22.11.1945, Blaðsíða 4

Dagur - 22.11.1945, Blaðsíða 4
4 DAGUR Fimmtudaginn 22. nóvember 1945 DAGUB Ritstíóri: Hcrukur Snorrason. Afgreiðslu og innheimtu cmnast: Marinó H. Pétursson. Skrifstofa í Hafnarstræti 87. — Simi 166. Blaðið kemur út á hverjum fimmtudegi. Árgangurinn kostar kr. 15.00. Prentverk Odds Björnssonar. Pukur ríkisstjórnarinnar í utanríkismálunum. ^LLMARGAR VIKUR eru nú liðnar síðan ýmis erlend blöð og fréttastofnanir tóku að birta fregnir þess efnis, að ríkisstjórninni ís- lenzku og Alþingi hefði borizt orðsending frá Bandaríkjunum þess efnis, að þau óskuðu eftir að fá leigðar bækistöðvar hér á landi fyrir her- styrk og flota. Vöktu þessi tíðindi mikla athygli víða um heim, og þá auðvitað ekki hvað sízt hér á landi. Á sama tíma varð kunnugt, að Alþingi sat á lokuðum fundum, og þóttust menn vita, að þar væri fjallað um orðsendingu þessa og svör við henni. Ýmsar lausafregnir — og flestar harla ósamhljóða — tóku að berast manna á milli um afstöðu þingsins til þessa máls og jafnvel um af- stöðu einstakra flokka og þingmanna, enda hefir oft minni fjöður orðið að mörgum og stórum hænum en sú, sem þarna flaug. Þjóðina fýsti að vonum mjög að vita, hvað gerðist í þessu stór- máli, er skipti svo miklu frelsi hennar og fram- tíð. Hins vegar tók almenningur því fyrst í stað með þögn og þolinmæði, að engin opinber til- kynning var birt um þetta efni. Mönnum mun hafa fundizt eðlilegt og réttmætt, að þing óg stjórn þyrfti að gefa sér gott tóm til þess að ganga frá svari sínu og íhuga afstöðu sína, þegar um svo þýðingarmikið, viðkvæmt og örlagaríkt stórmál var að ræða. J?N EINS OG ÁÐUR er sagt er mikið vatn runnið til sævar, síðan 'fyrstu fregnir um þetta efni komust á kreik. Erlend blöð og frétta- stofnanir hafa þrásinnis síðan alið á þessum orð- rómi og birt nýjar fregnir um málið. Og ýmis ís- lenzk blöð hafa tekið að ræða það af miklurn áhuga, fundarsamþykktir liafa verið um það gerðar, og loks hefir blað eitt í Reykjavík birt svar íslenzku ríkisstjórnarinnar til stjórnar Bandaríkjanna — orðrétt, að því er blaðið full- yrðir. Var svar þetta prentað í sí%sta tbl. „Dags“, svo sem lesendur blaðsins munu reka minni til, eftir heimild höfuðstaðarblaðsins. Mun almenn- ingi veitast fullerfitt að átta sig á því, að þar geti verið alls kostar rétt frá skýrt, því að ólíklegt sé, að æðstu stjórnarvöld íslenzka lýðveldisins hafi látið svo loðin og tvíræð svör frá sér fara í svo ör- lagaríku máli. En á hverju sem gengur ríkir þó ennþá hin sama, steindauða þögn „í stofunum þeirra háu“. Engin opinber tilkynning er enn gefin út. Lausafregnum, ágizkunum og gróusög- um er enn leyft að leika fullkomlega lausum hala í skjóli þeirrar leyndar, sem haldið er yfir öllu þessu máli af æðstu stjórnarvöldum ríkisins. gLAÐIÐ „TlMINN“ í Reykjavík hefir nýlega fullyrt, að stjórn Bandaríkjanna hafi fyrir alllöngu síðan veitt íslenzku ríkisstjórninni sam- þykki sitt til þess að birta opinberlega tilkynn- ingu um, hvað hæft sé í þeim orðrómi, að Banda- ríkin hafi óskað eftir herbækistöðvum á íslandi. Þessari fregn hefir ekki verið mótmælt, og verður því að líta svo á, að það stafi ekki af neinni tillits- semi til erlendra stjórnarvalda, að ríkisstjórnin hefir enn enga tilkynningu birt um þessi mál. Gerist þá ennþá óskiljanlegra en ella, hvað veld- ur hinni stöðugu þögn og pukurslegu leynd, sem stjórnarvöldunum Jjóknast að halda yfir öllu, sem gerist í þessu efni. Vissulega mun það eins- dæmi, að nokkur rlkisstjórn leyfi sér að fara DE GAULLE OG PARÍSARBÚAR Þegar De Gaulle kom til Parísar gftir frelsun borgarinnar, var hon- um ákáft fagnað — eins og myndin sýnir. Um þessar mundir er stjórnarkreppa í Frakklandi. Hershöfðinginn á í útistöðum við kommúnista og óvíst er talið, að honum takist að mynda stjórn. Ný bók, sem lengi hefir verið í smíðum. jqÝJA SÍMASKRÁIN er komin og bætir vissulega úr brýnni þörf. En táknrænt er það fyrir vinnubrögð opinberra stöfnana hér á landi — og raunar fyrir ýmsa aðra þjóðlega hætti og ástánd í atvinnumálum hér, að þessi þarfa bók er orðin úrelt og á eftir tímanum að ýmsu leyti, þegar henni er að lokum skilað í hendur tal- símanoténda. Bókin hefir verið svo lengi í undirbúningi, að margir, sem þar eru skráðir, hafa t. d. skipt um at- vinnu, símanúmer og dvalarstaði, svo að þeir séu ekki nefndir, sem svara verða símahringingum í hinum eilífu tjaldbúðum, sem þeir hafa flutzt til, síðan kjölurinn var fyrst lagður undir þetta mikla bókmenntaafrek. En hvað um það. — Símaskráin er þó loksins komin, og veri hún velkomin. Aðalatriði og viðaukar. ^NNAÐ FRÓÐLEGT athugunar- efni leggur símaskráin nýja mönnum upp í hendurnar: skrárnar um talsímanotendur bæjarsímastöðv- arinnar í Reykjavík fylla nærfellt þrefalt rúm á við' allar aðrar talsíma- stöðvar á landinu samanlagðar, enda er slíkum stöðvum holað niður aftast í bókinni, eftir að höfuðstaðarbúar hafa fengið sína sjálfsögðu stafrófs- skrá, númeraskrá og loks atvinnu- og viðskiptaskrá — alveg umfram alla aðra dauðlega menn. Þá birtir Lands- síminn á kápusíðu ritsins nokkrar upplýsingar, sem eingöngu varða Reykvíkinga, en ekki skrá um rekstr- artíma landssímastöðvanna, eða aðrar slíkar upplýsingar, sem varða alla tal- símanotendur, hvar sem þeir eru bú- settir á landinu. Er í tilkynningu þess- ari aðeins talað um slökkvistöðfna, lögregluvarðstofuna, klukkuna, rit- símann o. s. frv., allt án nánari stað- setningar, rétt eins og slökkvistöð, lögregluvarðstöð, klukka og ritsími séu algerlega óþekkt fyrirbrigði ann- ars staðar en í Reykjavík og því ekki um neitt að villast við hvað sé átt, þegar þessi einstæðu menningarfyrir- brigði séu nefnd á nafn, og dugi því ákveðni greinirinn einn sem heimilis- fang! — Ritverk þetta er nefnt Síma- skrá Landssíma íslands. Oss virðist, samkv. framansögðu, að allt eins vel hefði farið á því að nefna það: Bæjar- þannig að, og það algerlega að nauðsynjalausu. Almenningur á heimtingu á því að fá að fylgjast sem bezt með öllu því sem gerist í þessu þýðingarmikla stórmáli. Annað fyrirkomulag hæfir ekki í þjóðfélagi, sem teljast vill til lýðræðisþjóða. Einræðisstjórn getur e. t. v. leyft sér slíkt hátta- lag, en ríkisstjórn í lýðfrjálsu landi haldast slík vinnubrögð naumast uppi til langframa. símaskrá Reykjavíkur og nágrennis með viðaukum, þ. e. fáeinum upplýs- ingum um talsímasamband við út- kjálkabúa — og annan heim! Rödd frá konu. Nýleéa barst blaðinu eítirfarandi bréf frá konu hér i bænum: ■p*G LAS smágrein í Degi þann 8. þ. m., sem hafði mjög djúp áhrif á mig. Þessi grein ,var aðeins örfá orð, þar sem sagt var frá því, að sunnu- daginn þann 11. þ. m. myndu kennar- ar Barnaskólans annars vegar og Gagnfræðaskólans oð Iðnskólans hins vegar þreyta knattspyrnu og bæjar- búum var boðið að koma og njóta þessarar skemmtunar fyrir kr. 5.00 — fullorðnir og kr. 2.00 — börn. Það var ekki þetta, sem hafði mest áhrif á mig, enda þótt eg vissi fyrir víst, að þarna myndi verða um hina beztu skemmtun að ræða. Það var málefni það, er styrkja á með pening- unum, sem inn koma, er rótaði alvar- lega upp í huga mínum. TÁ, — ÞAÐ á að verja ágóðanum til , ■* stofnunar vinnuskóla fyrir vand- , ræðabörn. Þegar eg las þetta brá mér : verulega. Eg hafði ekki gert mér grein fyrir því, að ástandið væri svona slæmt og eg veit, að svo hefir því ver- ið farið með fleiri. Það má þó undar- legt heita, eins og maður rekur sig oft og áþreifanlega ó klúra og skeytingar- lausa framkomu ýmsra barna og ungl- inga ^hér í bænum. Það er sárt að heyra lítil börn, sem varla eru talandi, hrópa blót og formælingar og alls kyns ókvæðisorð á eftir vegfaréndum, eða að sjá unglinga á fermingaraldri ganga áfram algerlega skeytingarlaust um rétt annarra en sjálfra sín til veg- arins, sem farinn er. Og hvernig er umhorfs, þegar maður kemur í kvik- myndahúsin? Mér hefir oft ofboðið að sjá og heyra ólætin í fordyrinu á Nýja-Bíó, þar sem hálfvaxnir ungl- ingar, — njargt ljómandi myndarleg mannsefni að ytra útliti, — ganga hreinasta berserksgang með hávaða, hryndingum og troðningi. Þetta hafa víst margir fleiri séð en eg og ekki verið hrifnir af. Eg er nú ekki ung lengur, og aldrei hefi eg í skóla verið einn dag. En eg hefi allt fram á þenn- an dag litið upp til skólanna, sem ein- hvers með því allra eftirsóknarverð- asta, sem okkar þjóðfélag hefir að bjóða, — og þeir eru það vissulega. En eg hélt, að þeir unglingar, sem hafa borið gæfu til að njóta fræðslu í 6—7 ár bernsku sinnar undir hand- leiðslu margra ágætra manna, hlytu að koma að fyrsta áfangastað lær- dómsára lífsins með glæsilegri út- komu í almennum umgengnisvenjum og framkomu en raun ber vitni um. Eg ætla áreiðanlega ekki að skella skuldini á skólana nema takmarkað, því að vissulega eru þáð heimilin, sem mestan þáttinn ættu að eiga í út- komunni, að því er snertir hegðun og framkomu barnanna. En eg er hrædd (Framhald á 5. síðu). Hvernig semur þér við börnin? „Það þarf töluverða hugkvæmni til að urn- gangast börn á réttan hátt,“ segir frú Lois Ho- ward, sálfræðingur, í grein einni, sem birtist ný- lega í amerísku kvennablaði, „en ef þér tekst að vinna hylli barns mun það aldrei koma ókurt- eislega fram.“ Frú Howard er sjálf móðir og hefir því nokkra persónulega reynslu; auk þess hefir hún starfað töluvert að uppeldismálum og skrifað mikið um þau efni. Þú ert sjaldan í vandræðum, þegar þú ert kynnt fyrir fullorðnU fólki. Þú kannt meira að segja að vita, hvernig ber að heilsa í konungssöl- um. En það þarf töluvert hugmyndaflug og skarpskyggni tii að heilsa upp á yngri kynslóðina. — Hér eru nokkrar reglur, sem gott er að at- huga: Þegar þú færð tveggja ára gest: Þú mátt ekki ætlast til þess, að hann virði kristalls-kerið eða keramik-vasann. Fjarlægðu slíka hluti strax og vektu athygli á öðrum leyfi- legum leikföngum. Þú rnátt ekki ætlast til þess, að hann sitji á stól og hreyfi sig lítið meir en fullorðinn maður. Mundu að virða fálæti hans. Taktu hann ekki í fang þér eða kjöltu, nema hann sé sjálfur mjög fús til þess. Mundu að sjá honum fyrir einhverju til að leika sér að: Myndablaði, tómum tvinnarúllum eða einhverju álíka. Þegar þú hittir fjögurra ára barn: Spurðu það EKKI ýmissa kjánalegra spurn- inga: („Þykir þér vænt um litlu systur?“ eða „Ertu búinn að missa málið?“). Biddu það EKKI að fara með vísur. Gerðu EKKI athugasemdir við hegðun þess í áheyrn þess sjálfs („Hann er feiminn, skinnið litla, er það ekki?“) MUNDU að heilsa því blátt áfram og rétta því höndina. Móðir barnsins hefir e. t. v. kennt því að rétta höndina, þegar það heilsar. En ef það reynist feimið og vill ekki rétta þér höndina, þá dragðu þína að þér, láttu sem ekkert sé og taktu málið út af dagskrá. Þegar þú heimsækir vinkonu, sem á 6 ára gamalt barn: Spurðu EKKI, hvort því líki kennarinn sinn. Segðu EKKI ósannindi eins og: „Nú ætla ég að stela litlu systur þinni". MUNDU að sýna áhuga á einhverju hugðar- efni þess — flugvéla- eða bílasmíð, teiknihgu eða öðru þ. h. MUNDU að segja því einhverja smásögu af öðru barni eða dýri. MUNDU að teikna fyrir það einhverja ein- , falda mynd eða sýna því smáþraut eða einfaldan „galdur“, sem þú kannt. Þegar þú heimsækir nýfædda barnið. Þú mátt ekki dást um of að því og gleyma alveg eldra barninu. Afbrýðisemi eykur ekki kurteisi barnsins eða gerir það vingjarnlegt. MUNDU að snúa þér fyrst að eldra barninu (börnunum) og vittu, hvort það langar ekki til að sýna þér litlu systur eða bróður. Segðu lítið yfir vöggunni, en nefndu eldra barnið einnig í því, sem þú segir. Þegar þú heimsækir vinkonu, sem á 10 ára gamalt barn: Segðu EKKI við barnið, að þegar þú sást það síðast hafi það aðeins verið ,,svonastórt“. Því mun finnast þú ósköp leiðinleg og óska að þú færir sem fyrst. MUNDU að spjalla við það um bíla, flugvél- ar, brúður, teikningar eða hvað sem þú heyrir að mestur áhugi er við. — Líttu inn í herbergi þess eða leiksvæði og sýndu, að þú kunnir að meta starf þess.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.