Dagur - 29.11.1945, Síða 3

Dagur - 29.11.1945, Síða 3
Fimmtudaginn 29. nóvember 1945 DAGUR 3 EINAR ARNASON Á EYRARLANDI, SJÖTUGUR Fyrir nálega fjörutíu árum, eða um 1906, urðu straumhvörf í samvinnumálum Eyfirðinga. Áður hafði starfað lijá þeim lít- ið pöntunarfélag um tuttugu ára skeið. En það var svo lágreist, að starfsemin hafði litla þýðingu fyrir verzl’un héraðsbúa. Nú var skipulaginu breytt. Félagið opn- aði sölubúð á Akureyri og kosin var finnn manna stjórn. Eftir það jukust viðskiptin svo mjög ár . frá ári, að nú er þetta litla samvinnufélag oi'ðið stærsta smá- söluverzlun landsins. Þýðing þess fyrir verzlunarviðskipti og afkomu sveitafólkisns og íbúa bæjanna verður aldrei að fullu metin, enda hefir það átt mjög mikinn þátt í hinum miklu og margvíslegu framförum, sem orðið hafa í Eyjafirði síðari árin. Einn af þeim mönnum, sem kjörinn var í stjórn Kaupfélags Eyfirðinga árið 1906, var Einar Árnason á Eyrarlandi, sem átti 70 ára al'mæli sl. þriðjudag. Allt frá þeirri stundu hefir hann óslitíð setið í stjórninni og verið foianaður hennar frá 1918 til þessa dags. Árið 1928 var Einar kosinn í stjórn S. í. S., og tók einnig þar við formennsku, er andlát Ingólfs Bjarnarsonar bar að höndum. Honum hefir því hlotnazt sú vegsemd og sá vandi, að vera um áratugi æðsti starfs- maður tveggja voldugustu sam- vinnusamtaka landsins ,sem svo mikla þýðingu hafa haft fyrir hreyfinguna í heild. Þetta sýnist mér hafa verið ærið verkefni fyr- ir einn mann, en við svo búið átti þó ekki að standa. Fleiri störf kröfðust starfskrafta þessa trausta manns, og má einkum í því sambandi geta þess, er Ey- firðingar skoruðu á hann árið 1917 að bjóða sig l'ram til þing- mennsku. Einar var fremur tregur til að takast þann vanda á hendur, enda mun það hafa ver- ið skapi hans næst að gefa sig ekki við öðru en búskapnum og samvinnumálunum. Samt fór s'vo, að hann bauð sig frarn og náði kosningu. Var hann síðan þingmaður Eyfirðinga fullan aldarfjórðung, eða til ársins 1942, er hann gaf ekki kost á sér lengur. Þetta sýnir hið rnikla traust, sem Einar hefir jafnan haft heima í lréraði og annars staðar. Hið sarna kom og í ljós hjá þingflokki Framsóknar- jnanna, þegar Magnús Kristjáns- son ráðherra féll frá, því að þá var það Einar, sem valinn var til að skipa sæti hans. Einar Árnason getur með ánægju litið yfir farinn veg á þessum merkilegu tímamótum. Honunr hefir verið trúað fyrir rniklu, en hann hefir líka leyst störf sín vel af hendi. Persónu- lega er mér bezt kunnugt um af- rek hans í þágu samvinnuhreyf- ingarinnar. Það hefir ekki allt- af verið létt að vera formaður Sambandsins, einkum hin síð- ustu ár, þegar hreyfingin tók að fjölmargra háskaskerja í hring- iðu stéttabaráttunnar og áróð- ursins. En Einari hefir tekizt með lægni og lipurð að leysa svo formannsstörfin af hendi, að flestir hafa við unað. Eg vil þakka Einari á Eyrar- landi mikilsverð störf í þágu Sambandsins, og ágæta samvinnu á umliðnum árum. Jafnframt vil eg óska þess, að honurn rnegi enn um stund auðnast að vinna að heill og framförum sveitar- innar okkar og framþróun sam- vinnuhreyfingarinnar í landinu, með jafn mikilli giftu og verið hefir hingað til. Sigurður Kristinsson. Sl. þriðjudag varð Einar Árnason alþm. á Eyrarlandi sjö- tugur. "Fyr á tímum þóttu 70 ár hár aldur og þeir sem honum náðu voru taldir gamalmenni. Enginn, sem þekkir Einar, mundi þó hafa þau orð um hann, því svo unglegar er hann ásýndum sem sextugur væri og starfskraftar hans eru á mörgum sviðum með öllu óskertir. Eg ætla ekki að rekja hér æfi- sogu Einars á Eyrarlandi, enda vona eg að hún geti ekki orðið fullsögð nú, sökum þess, að hann eigi eftir að bæta við hana álit- legum kafla. Á einstaka atriði í æfi hans mun eg þó aðeins drepa til skýringar. Einar er fæddur að Hömrum í Eyjafirði. Þar bjuggu þá for- eldrar hans og þar ólst hann upp hjá þeim. Hamrar eru svo nærri Akureyri, að Einar gat gengið í barnaskólann þar. Sá skóli mun í þá daga hafa verið illa búinn að ýmsu því, sem nú þykir óhjákvæmilegt í skólum. En ekki er að efa það, að hinn vel gefni drengur frá Hömrum hefir notfært sér kennsluna eins og gekþ Einar svo í Möðruvalla- skólann. F.kki mun sá skóli held- ur hafa verið vel búinn að lrúsa- kynnum og kennslutækjum, eft- ir nútíma kröfum, en við hann störfuðu góðir kennarar og það- an útskrifuðust margir piltar, sem síðar urðu mestu merkis- menn á ýmsum sviðum. Hygg eg að þar hafi rhestu um valdið, að í þá daga sóttu fáir skólann aðr- ir en þeir, sem fundu hjá sér innri hvöt til þess; lángaði til að fræðast og mannast. Ekki er að efa, að þessi skóla- ganga Einars hefir verið honum og nauð- gott veganesti í lífinu synlegur undirbúningur undir oau störf, sem hann hefir síðar leyst af hendi. Á unglingsaldri var Einar um tíma við verzlun á Akureyri. Ekki dreg eg í efa, að hann hafi átt kost á að halda því starfi áfram og það þótti í þá daga framavegur að gerast verzlunar- maður, en Einar undi því ekki. Sveitin og störfin þar drógu hann til sín. Svo hefir og verið jafnan síðan, að sveitin á Einar, ef svo má að orði kveða. í sveit- inni sinni hefir hann lifað og starfað alla æfi að heita má. Einar hefir búið á Eyrarlandi síðan árið 1901. Það sama ár gekk hann að eiga konu sína, Margréti Einarsdóttur, hina ágætustu konu, sem hefir staðið við hlið hans í blíðu og striðu. Má segja að þau hjón hafi gert garðinn frægan. Eyrai'land var Þegar Kaupféálagi Eyfirðinga var breytt úr fremur aðgerðar- litlu pöntunarfélagi í nútíma kaupfélag árið 1906, var Einar samtímis kosinn í stjórn þess og Iiefir síðan átt sæti í henni, eða í nærfellt 10 ár, en formaður fé- lagsins hel'ir hann verið síðan 1918. Ekki ætla eg að fara að lýsa viðgangi félagsins á þessum árum. Þess gerist ekki þörf, því að flestum landsmönnum er nokkuð um Jrað kunnugt. Ekki segi eg heldur að Einar á Eyrar- landi hafi einn gert KEA að því sem þáð nú er. Þar hafa auðvit- að margar hendur að unnið og ]>á fyrst og fremst framkvæmda- stjórar félagsins, sem hafa verið hinir rnestu ágætismenn hver lram af öðrum. En hitt segi eg, og um það er mér kunnara en mörgum öðrum, að hvert fram- faraspor, sem félagið hefir stigið á liðnum árum, hefir Einar stutt með ráðum og dáð, að forusta hans í stjórn KEA hefir verið með ágætúm og að með lægni sinni .hyggindum og lipurð hefir honum jafnan tekist að sameina félagsmenn til samstilltra og drengilegra átaka, Jregar Jtörf hefir krafið, þó skoðanamunar hafi stundum gætt, eins og í öll um félagsskap frjálsra manna. Kaupfélag Eyfirðinga á því Ein ari Árnasyni mikið að þakka eft ir nærfelt 40 ára starf í stjórn þess og margs er að minnast frá þessum árum, þó ekki sé hægt að fara út í þá sálma í stuttri blaða- grein. Eins og kunnugt er hefir Ein ar einnig verið formaður Sam bandsins nú um nokkur ár. Ekki þekki eg starf hans þar jafn vel og í stjórn KEA. Það veit eg þó, að hann nýtur í því starfi hins mesta trausts samstarfsmanna sinna og raunar allra samvinnu- manna landsins, enda munu þeir kostir, sem hafa gert hann að óumdeildum forustumanni ey firzkra samvinnumanna, einnig njóta sín í hinu stærra verksviði Heill og heiður samvinnufélags- skaparins mun líka vera mesta og heitasta áhugamál Einars. Þó við Einar séum samsýsl ungar frá fæðingu, þá þekkti eg hann ekkert í æsku, enda voru þá litlar samgöngur á milli Öxnadals og inn-Eyjafjarðar. Eg man fyrst eftir honum í janúar- nránuði 1910. Við vorum þá báðir staddir á stjórnmálafundi Hann sem þátttakandi en eg sem áheyrandi, Jrví að eg hafði ekki atkvæðisrétt þá. Fundur þess var kominn í nokkrar ógöngur Tillaga hafði verið borin fram iúsavíkurbrél Húsavík 22. nóv. Varla taka svo tveir menn hér tal saman, að ekki sé minnst á góðu tíðina. Og vart muna elztu menn slíka tíð og þessa, sem nú er búin að standa í hálft ár. Á ressum þrem vikum, sem liðnar eru að segja að kornið hafi frostnótt. Hér sézt ekki nýfallinn snjór á hæstu fjallatindum og jörð öll sumarþýð. Jarðvinnslutæki Jrau, sem flutt rafa verið hér inn í héraðið á undanförnum árum, eru búin að brjóta mikið land í haust og sunt inna ennjrá. Bæði hér við sjó- inn og fram um sveitir, liggur fé úti og má sjá hornahlaup á ömburn. lítil jörð og jafnvel talið „harð- verða svo víðtæk og lenda milli, kostur var á. Eftir fermingu hin bezta á balakot". Nú er það bújörð og fáir nrunu þeir landi hér, sem komnir eru til vits og ára, að ekki hafi þeir heyrt Eyrarlands getið og hús- bóndans þar. Einar á Eyrarlandi er kunn astur fyrir þátttöku sína í þjóð- málum og samvinnumáluin. sem að vísu gekk í þá átt er fundarmenn vildu, en ýmsum Jrótti þó óljóst orðuð og tæplega frambærileg. Þá kvaddi Einar Eyrarlandi sér hljóðs og sýndi fram á veilur tillögunnar með ljósum rökum, en þó af hógværð og prúðmennsku. Bar hann síð an fram breytingartillögu, þar (Framhald á 5. slðu). af nóvember, er varla hægt vikulega milli Bílar renna hér Reykjavíkur og Húsavíkur hlaðnir vörum. í sambandi við ressa bílflutninga sagði einn sjó- maður hér, að þarna sæi maður góða mynd af nýsköpun stjórnar- innar, og benti á hlaðinn bíl, sem var að koma frá Reykjavík. Að flytja nú 2 tonn á bíl frá Reykjavík norður í land, en binda öll skip við landfestar, væri víst það, sem korna ætti. • Hér hefir rjúpnaveiði verið sótt fast í haust. Stór hópur slíkra hermanna hefir lagt Reykjaheiði undir fót myrkr- anna á milli. Mun Kaupféálag Þingeyinga vera búið að taka á móti allt að 20 þús. rjúpum. Óvíst mun vera ennþá um verð á þessari vöru, en hætt við að það verði ekki hátt, því að læamboð mun vera mikið. í sambandi við rjúpnadrápið haust, rifjast upp fyrir rnanni vísa Guðmundar Friðjónssonar, sem hann orti um rjúpnaskytt- urnar: Æskan tifar upp um fjöll ólm og hrifin sprangar. Blóði drifin eru öll eyðiklif og drangar. Til viðbótar þeim fréttum sem birtust í „Degi“ seint i okt. sl.um sláturfjármóttöku og kjöt- þunga hjá Kaupfél. Þingeyinga í haust, skal þess getið, að Jóliann- es Jóhannesson bóndi á Geiteyj- arströnd í Mývatnssveit, heimti á með dilk eftir allar göngur. Var þessum kindum slátrað, eins og öllu öðru fé í þeirri sveit. Vigt- aði dilkskrokkurinn 29,5 kg. og ærskrokkurinn 53 kg. Var þetta Jryngsti dilskrokkur, sem lagður var hér inn í haust. ★ Sautjánda þ .m. var Aðalbjörg Sigvaldadóttir jarðsungin hér í Húsavík. Aðalbjörg var fædd á Lundarbrekku í Bárðardal árið 1876. Fluttist barn að aldri út í Aðaldal með foreldrunt sínum. Var seinni kona Sigtryggs Hall- grímssonar, sem eitt sinn var bóndi á Hóli í Köldukinn og víðar í þeirri sve'it. Voru þau hjónin í mörg ár hér í Húsavík og andaðist Sigtryggur hér. Síð- ustu ár æfi sinnar dvaldi Aðal- björg sál. á heimili dóttur sinn- ar, frú Ingibjargar Sigtryggsdótt- ur, á Hrafnabjörgum við Akur- eyri.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.