Dagur - 29.11.1945, Blaðsíða 8

Dagur - 29.11.1945, Blaðsíða 8
Fimmtud. 29. nóv. 1945 8 Úr bæ og byggð □ RÚN.: 59451257. = 2. HULD 594511307 I. O. O. F. 127113081/2 - 9 = 0 Kirkjan: Messað á Akureyri n. k. sunnudag kl. 2 e. h. (Aðventa. Ferm- ingarbörn beðin að mæta.) Hjúktunarfél. „Hjálpin" heldur skemmtisamkomu í þinghúsi Saur- bæjarhreps laugardaginn 1. des. n.k. og hefst kl. 9.30 e. h. Til skemmtun- ar verður: Hlutavelta og dans. Gjafir til Nýja Sjúkrahússins: Frá N. N. kr. 300.00. — I. B. kr. 100.00. Með þökkum móttekið. Guðm. Karl Pétursson. Kosningaskrifstofa Framsóknarfl. er í afgreiðslu Dags, Hafnarstræti 87, sími 166. — Fulltrúi flokksins til við- tals þar daglega frá kl. 4—6.30 síðd. Flokksmenn góðfúslega beðnir að hafa tal af skrifstofunni. Hirm 15. þ. m. sæmdi forseti Is- lands Friðrik J. Rafnar vígslubiskup stórriddarakrossi hinnar íslenzku fálkaorðu. Dansleikur. Kvenfél. Framtíðin hefir opinberan dansleik í Samkomu- húsi bæjarins laugard. 1. des. næstk. Hefst kl. 10 e. h. — Fjögra manna hljómsveit leikur. — Aðgöngumiðar seldir á sama stað frá kl. 5—7 á laug- ardag og eftir kl.‘ 8. Ágóðinn rennur til jólaglaðnings gamalmenna. Sjötíu ára afmæli Búnaðarfélags Hrafnagilshrepps var hátíðlegt hald- ið með samkomu að Hrafnagili sl. laugardagskvöld. Fjölmennt var, og var skemmt með ræðuhöldum og söng og að lokum var dans stiginn til kl. 5 að morgni. Samkoman fór vel fram og voru samkomugestir hinir ánægðustu. Barnastúkan Sakleysið. Fundur á sunnud. kl. 1 e. h. á venjulegum stað. Leiknefnd skemmtir. Fjölmennið. Frá starfinu i Zion. Næstkomandi sunnudag, kl. 8.30 síðd. flytur Ólafur Olafsson erindi um síra Jón Jónsson lærða í Möðrufelli. Allir velkomnir. Kristniboðsfélagið. Leiðrétting. A 5. síðu blaðsins, í grein B. Stef. um Einar Árnason á Eyrarlandi, hefir orðið sú leiðinlega prentvilla, að Margrét, kona Einars, er nefnd Einarsdóttir, á að vera Ei- ríksdóttir. Leiðréttist þetta hér með. Konur í Húsmæðraskólafélagi Ak- ureyrar og aðrar, sem ætla að gefa muni á bazar félagsins, eru vinsam- lega beðnar að koma þeim í einhvern eftirtalinna staða: Aðalstræti 80, Munkaþverárstræti 9, Oddeyrargötu 24, Brekkugfötu 43, Fjólugötu 1 eða Skipagötu 4, efstu hæð, fyrir næstk. mánaðamót. Aheit á Strandarkirkju: Frá X. kr. 25.00. Iþróttaþáttur o. fl. bíður næsta blaðs. «iiii iiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiniiiiiminiiiiiiiiiiMiiiiiiiii.uk NÝJA-BÍÓ I sýnir í kvöld kl. 9: I Fyrir föðurlandið ! (Flight for freedom) i með Rosalind Russel, Fred I | Mac Murray og Herbert \ \ Marshall í aðalhlutverkum. i *11 'iiiiimmiiiiiimimmimmmiiimmmmimmmmimimmmimmimimm* Skrautritum aðeins á bækur, sem keyptar eru hjá okkur. Bókabúð Akureyrar. TAPAST HEFIR grábröndóttur köttiir (högni), hvítur á bringu og fótum. — Skilist gegn fundarlaunum í Aðalstræti 8, sími 412. JL AGUR Ljósgrár vetrarfrakki, nýr, til sölu og sýnis á Saumastofu Gefjunar. Herstöðvar í Norður- Evrópu. (Framhald af 1. síðu). ríkjanna og Rússlands, þar sem togast er á um hernaðarlegt ör- yggi þessara stórvelda í norðaust- urhorni Evrópu, og er einn þátt- ur í tafli stórveldanna að ná sem beztri aðstöðu um hnöttinn al 1- an. Hermt er, að Bandaríkja- stjórn hafi í septembermánuði sl. krafizt réttiuda til þess að koma á fót flota- og flugstöðvum á íslandi, og skylcli þetta vera framlag Islands til sameinuðu þjóðánna." Síðan er greint frá því hvaða stöðvar sé hér um að ræða. Síðan segir: ,,Á meðan íslenzka stjórnin hikandi hugleiddi þessa tillögu, lét Moskva í veðri vaka (more than hinted) að Rússar kynnu að telja það nauðsynlcgt — einnig í þágu sameinuðu þjóðanna — að fara fram á bækistöðvar á hinum eyðilegu, norsku Spitzbergen- eyjum. Veðurstöðvar. Áhugi Rússa fyrir eyjunum er ekki nýtilkominn. Rússar liafa átt þar kolanámur og rússneskir verkamenn störfuðu þar um hríð. Hvers konar flug- og flota- stöðvar væri hægt að stofnsetja.á Spitzbergen, er mál út af fyrir sig, en eyjarnar eru að minnsta kosti mikilsvirði sém veðurat- hugunarstöð fyrir stór haf- og landssvæði á þessum hjara.“ Síðan segir, að þótt Bandarík- in hafi virtzt vera að flytja her sinn á brott frá íslandi, hafi stjórnin þó, eftir að hafa ráðgast við Breta, sent íslandi varlega orðaða nótu, þar sem farið var fram á herstöðvar. Jafnframt hafi Bretar verið fullvissaðir um, að slíkar stöðvar mundu jafnan verða til þess að auka örýggi Stóra-Bretlands. ísland hafi aldr- ei sagt Möndulveldunum stríð á íiendur, jafnvel ekki þegar mik il áherzla var á það lögð eftir Jaltafundinn. í Reykjavík vai álitið að slík vfirlvsing væri hlægileg af hálfu vopnlausrar þjóðar. Síðar var sagt, að stjórn- arvöld í Washington hefðu talið að herstöðvar gætu verið fram- lag landsins til heimsfriðarins. Þessari hugmynd var ekki tekið með neinum fögnuði af íslend- ingum, að því góðar heimildir í Osló telja. íslendingar voru ekki vissir um hvort betra væri, að láta Bandaríkin ein, eða f’okk þjóða, stjórna stöðvum' þessum, en munu þó hallazt að hinum fyrrnefndu frekar en samsteypu, sem næði þá einnig til Rúss- lands. Viðhorf Rússa stöðvar samninga. Samningaumleitunum var haldið áfram og árangurinn um það bil að verða heyrinkunnur, þegar fréttist um áhuga Rússa fyrir Spitzbergen. Síðan virðist allt hafa staðið í stað, en enginn — einkum Norðurlöndin — er sérstaklega ánægður. Margar lausafregnir hafa verið á kreiki um að af völdum þessara tauga- aflrauna ætli Rússar ekki ein- ungis að verða kyrrir á Borgund- arhólmi, heldur líka krefjast stöðva á Gotlandi..... Síðan er sagt að þessi mál öll valdi áhyggjum á Norðurlönd- um og mörgum finnist öryggis- ráðið vera orðin skrítin stofnun, ef nota eigi það til þess að dylja það, að stórveldin taki herstöð- var, þar sem þeim sýnist. Þetta eru aðalatriðin úr grein N. Y. Times. Hvað er raunveru- lega að gerast á bak við tjöldin? Hvers vegna leggur stjórnin ekki spilin á borðið? Hverjum er leyndin í hag, ef satt er, að Bandaríkin hafi lyrir sitt leyti, samþykkt, að orðsendingar þær, sem á milli hafa farið, væru birt- ar? Þetta eru spurningar sem menn brjóta heilann um og' er sumum þeirra raunar ekki sérlega vandsvarað. Það tilkynnist ættingjum og vinum, að konan mín, LAUF- EY JÓSEFSDÓTTIR, er andaðist aðfaranótt 21. þ. m., verð- ur jarðsett að Möðruvöllum þriðjudaginn 4. des. kl. 12 á hád. Ölvisgerði 26. nóvember 1945. Páll Guðmundsson. i SICÍÐ ABUXUR karlm. og kvenna Bakpokar — Fokdreifar (Framhald af 4. síðu). spítalabygginguna í fjögur ár. Er þarna dálaglega á málunum haldið, því að Jakob var kosinn í spítala- nefndina i marzmánuði sl. eftir að fjórðungsspítalahugmyndin hafði loks sigrað á Alþingi þá skömmu áður. Þar með var kleyft orðið að hefja fram- kvæmdir hér í þeim anda, sem nú er byrjað á, og velja spítalanum stað, sem hæfði þeim breyttu viðhorfum er þá sköpuðust. Þegar þetta er lagt við hliðina á afrekum Svavars í þessu máli, sem teljast, eftir nákvæma at- hugun, vera eitt greinarkorn í Islend- ingi, verður óskiljanlegt að hann skuli ætla bæjarbúa svo blinda, að þeir vilji skipta á honum og Jakob Frímannssyni, sem hann lýsir sem al- veg óvenjulega og nærri yfirnáttúr- lega áhrifamiklum manni. Frumleg tillaga. gV. G. telur að nota beri gömlu spí- talabygginguna fyrir elliheimili. Þetta er nýstárlega tillaga og höfum vér ekki heyrt hennar getið fyrr. Virðist mega af því ráða, að Sv. G. eigi einu áhugamálinu fleira en áður var vitað. Rétt er þó að benda hon- um á það, að fráleitt munu Fram- sóknarmenn fylgja honum í þessu máli og ekki er öldungis víst, að áhugamenn og konur bæjarfélagsins um þetta mál, fyllist neinni sérstakri hrifningu yfir þessari hugkvæmni bankastjórans; SPEGLAR nýkomnir Vöruhásið hl Brauns VerzEun Páll Sigurgeirsson. Tilbúin Sængurver Koddaver Lök Brauns Verzlun Páll Sigurgeirsson mjög vönduð Verzlunin Eyjafjörður h.f. TVÖ HERBERGI, ásamt ’igangi að eldhúsi ef óskað ei, til leigu í Glerár- þorpi. Upplýs. í benzsínaf- greiðslu KEA. Á SÍÐASTLIÐNU VORI tapaðist rauður hestur, grá- leitur í tagl og fax. Mark: heilrifað hægra, sneitt aftan vinstra (ógreinil.). Gæfur, ójárnaður, 6 vetra. — Þeir, sem hafa orðið hestsins var- ir, vinsaml. geri mér aðvart. Tryggvi Haraldsson, Hafnarstræti 66, Akureyri. FÖT, SEM NÝ, á 17 ára dreng, til sölu með tækifærisverði í Sniðgötu 1 (niðri). Margar jólabækurnar eru komnar Þjóðsögur Ólafs Davíðssonar, 3 bindi, ób. 165.00, rexin 225.00 Ritsafn Jóns Trausta, 7 bindi, ób. 333.00, skinnb. 550.00 Sjósókn, endurm. Erl. Björnss., ób. 60.00, rexin 80.00, skinnb. 100.00 Völuspá fornritanna, E. Kerulf, ób. 40.00, shirtb. 50.00, skinnb. 80.00 Ljóðmæli Jónasar Hallgr., skrautútgáfa, skinnb. 310.00 Vídalínspostilla, skinnb. 140.00 Brennu-Njálssaga, með myndum, ób. 120.00, shirt. 133.00, alsk. 270.00 Ármann á Alþingi, ób. 96.00, skinnb. 162.00 Ritsafn Jóns Thoroddsens, skinnb. 115.00 Vor um alla veröld, Nordahl Grieg, ób. 30.00, shirt. 42.00 LJrvalsljóð, Steph. G. Steph., alskinn 25.00 Island í myndum, rexin 50.00 íslenzk-dönsk orðabók Sigfúsar Blöndals, alskinn 750.00 Afmælisdagabók með stjörnuspám, rexin 33.00 Afmælisdagar með vísum, alskinn 50.00 Bóndinn í Kreml, ævisaga Stalins Heimskringla Snorra Sturlusonar, ób. 150.00, shirt. 180.00, alsk. 270.00 Alþingishátíðin, ib. 120.00 Þúsund og ein nótt, I., II., III. bindi Símon í Norðurhlíð, e. Guðrúnu Lárusdóttur, ób. 32.00, rexin 43.00 Margrét Smiðsdóttir, ób. 30.00, shirt. 42.00 íslenzkar þjóðsögur og ævintýri, E. Ól. Sveinss., ób. 65.00, sk.b. 105.00 Drekakyn, e. Pearl S. Buck, ób. 35.00, rexin 50.00 Bertel Thorvaldsen, ævisaga, ób. 75.00, skinnb. 105.00 Undur veraldar Sálin hans Jóns míns, Davíð Stefánsson, ób. 18.00 í óbyggðum Austur-Grænlands, ób. 20.00, ib. 28.00 Norðmenn héldu heim, ób. 18.00 Kona manns, ób. 18.00 Æskuævintýri Tómasar Jefferssonar Bandaríkjaforseta, ib. 26.00 Tveir hjúkrunarnemar, ib. 22.00; Pollyana, ib. 28.00 Órabelgur, ób. 16.00, ib. 20.00; Keli og Sammi, ib. 28.00 Hjartabani, ib. 20.00; Undraflugvélin, ib. 11.00 Klói, ib. 27.00; Sumarleyfi Ingibjargar, ib. 14.00 Litla músin og stóra músin,ib. 12.00; EskimóadrengurinnKaju,ib.20.00 Ritsafn Ólafar frá Hlöðum, ób. 30.00, skinnb. 88.00 Þyrnar, Þorst. Erl., ób. 65.00, skinnb. 105.00, alskinn 120.00 Kvæði Bjarna Thorarensen, alskinn 45.00 Fífulogar, e. Erlu, shirt. 28.00, skinnb. 45.00 Ný ljóð, eftir Guðfinnu frá Hömrum, ób. 25.00 Sálmabókin, ib. 35.00 og 40.00 Sendum gegn póstki öfu um allt land. Bókabúð Akureyrar 105.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.